Fréttablaðið - 27.11.2007, Page 12
12 27. nóvember 2007 ÞRIÐJUDAGUR
FASTEIGNIR Íbúðalánasjóður á sex-
tíu og þrjár íbúðir á landinu. Tæp-
lega helmingur þeirra er á Aust-
urlandi og mjög margar eru á
Norðurlandi.
Hallur Magnússon, sviðsstjóri
hjá Íbúðalánasjóði, segir að íbúð-
irnar hafi komist í eigu sjóðsins
þar sem rekstraraðilar eða ein-
staklingar hafi orðið gjaldþrota.
Fáar íbúðir séu frá 2002-2003, ein
á Raufarhöfn og önnur í Vestur-
byggð, en annars hafi þær komist
í eigu sjóðsins í ár og í fyrra. „Það
sýnir að þessar íbúðir koma inn
og fara út aftur.“
Íbúðalánasjóður á þrjátíu íbúðir
á Austurlandi, fyrst og fremst í
Neskaupstað og Höfn í Hornafirði.
Þá á hann tuttugu íbúðir á Norður-
landi. Aðeins fáar íbúðir eru í eigu
sjóðsins í öðrum landshlutum.
Hallur segir að íbúðum í eigu
sjóðsins hafi fækkað upp á síð-
kastið, í september hafi íbúðirnar
verið 65 og nú séu þær 63.
Í Neskaupstað hafi leigufélag
orðið gjaldþrota. Það hafi átt
þrettán leiguíbúðir og leigjendur
séu í þeim öllum. Hjá sjóðnum
liggi umsóknir um lán til íbúða-
kaupa í Neskaupstað þannig að
þörfin sé til staðar.
Á Hornafirði á sjóðurinn níu
íbúðir vegna leigufélags sem varð
gjaldþrota, í Dalvík eru níu íbúðir,
á Raufarhöfn eru fjórar íbúðir, í
Ólafsfirði eru tvær íbúðir í eigu
sjóðsins og tvær á Akureyri. Þá á
sjóðurinn þrjár íbúðir í Sandgerði
og tvær í Reykjanesbæ og svo eru
aðrar íbúðir á víð og dreif um
landið.
- ghs
MENNTUN Háskóli Íslands og
Matvælarannsóknir Íslands
(Matís) munu vinna saman að því
að efla rannsóknir og menntun í
matvælafræðum, matvælaverk-
fræði, líftækni og matvælaöryggi
samkvæmt samningi sem
undirritaður var á föstudag og
vottaður af Einari K. Guðfinns-
syni sjávarútvegsráðherra.
Markmið samningsins er að
efla samkeppnishæfni íslenskra
afurða og atvinnulífs, bæta
lýðheilsu og tryggja matvæla-
öryggi og sjálfbæra nýtingu.
umhverfisins. - eb
Efling matvælarannsókna:
Háskóli Íslands
og Matís semja
ÁNÆGÐIR ELDRI BORGARAR Félag eldri
borgara fær afnot af félags- og þjónustu-
miðstöð á Nesvöllum í Reykjanesbæ.
REYKJANESBÆR Félag eldri borgara
hefur gert þjónustusamning við
Reykjanesbæ um afnot af nýrri
félags- og þjónustumiðstöð á
Nesvöllum.
Gert er ráð fyrir að húsnæðið
verði tilbúið í mars á næsta ári, en
Félag eldri borgara hefur komið
að skipulagningu þess síðan árið
2005.
Byggður verður upp 2.500
fermetra kjarni með þjónustumið-
stöð, útivistarsvæði og húsnæði.
Tómstundaaðstaða eldri
borgara verður þá komin á einn
stað. Kemur hún til með að leysa
af hólmi húsnæði á ýmsum
stöðum í bæjarfélaginu. - eb
Félag eldri borgara:
Allt á einn stað
UPPBOÐSÍBÚÐIR
í eigu Íbúðalánasjóðs
Höfuðborgarsvæðið 1
Suðurnes 5
Vesturland 2
Vestfirðir 2
Norðurland 20
Austurland 30
Suðurland 3
Samtals 63
HEIMILD: ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR
Íbúðalánasjóður eignast íbúðir vegna gjaldþrota einstaklinga og fyrirtækja:
Íbúðalánasjóður á 63 íbúðir um allt land
HALLUR MAGN-
ÚSSON „Þessar
íbúðir koma inn
og fara út aftur.“
DRENGUR Í AFGANISTAN Þessi
drengur í bænum Pakitta í Afganistan
heldur á teppi, skóm og öðrum varn-
ingi sem hann fékk hjá bandarískum
hermönnum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SKÓLAMÁL Erfiðlega hefur gengið
að manna grunnskóla í Hafnarfirði
í vetur. Fimm kennara vantar í
Áslandsskóla frá og með áramót-
um. Tveir kennarar hafa sagt upp
störfum vegna óánægju með laun
en þrír fara í barnsburðarleyfi eftir
áramót. Í Hvaleyrarskóla hafa
tveir kennarar sagt upp en líklega
er búið að ráða í fólk í þeirra stað.
Einn kennara vantar í Hraunvalla-
skóla en nýbúið er að ráða forfalla-
kennara.
Ólafur Loftsson, formaður
Félags grunnskólakennara, segir
að óvenjuerfitt hafi verið að manna
skólana í vetur. Miklar uppsagnir
hafi verið í haust og búast megi við
að þannig verði
það allt skólaár-
ið.
Leifur S.
Garðarsson,
skólastjóri
Áslandsskóla,
segir að hingað
til hafi verið eft-
irsótt að starfa í
Áslandsskóla og
umsóknum rignt
inn en nú vanti
kennara í skól-
ann. Hann telur
að kennarar séu
búnir að fá nóg
af lélegum kjör-
um og gagnrýn-
ir upplýsinga-
skort.
„Kennarasam-
bandið ætlar að
kynna kröfu-
gerð sína í janúar en það er of
seint,“ segir Leifur og kveðst hafa
á tilfinningunni að samninganefnd
sveitarfélaga sé óvilhöll grunn-
skólanum, það sé „þvílíkur fórnar-
kostnaður í hverjum aur enda hafa
kennarar aldrei fengið krónu í
kauphækkun upp á síðkastið, það
er alltaf verið að kaupa af þeim
vinnu. Fólk er orðið þreytt á því að
launin eru aldrei leiðrétt. Kennar-
ar eru búnir að dragast svo mikið
aftur úr að það er betur metið að
moka skurð eða svara í síma,“ segir
hann.
Helgi Arnarson, skólastjóri Hval-
eyrarskóla, kannast við umræður
um launamál og meintan flótta
kennara úr stéttinni. Á atvinnuaug-
lýsingum megi sjá að ástandið sé
víða slæmt.
Haraldur Haraldsson, skólastjóri
Lækjarskóla, segist finna óróleika
meðal kennara og krossar fingur,
sér sé ekki rótt. „Ég finn fyrir
þreytutóni í mínu fólki gagnvart
kjörum sínum og skil það vel. Lækj-
arskóli er vel settur en það má ekki
mikið út af bera. Ég held að ástand-
ið geti orðið grafalvarlegt og vona
bara að það verði ekki liðhlaup úr
skólum landsins,“ segir hann.
Kjarasamningar kennara og
skólastjóra eru lausir 31. maí og
hefjast kjaraviðræður um miðjan
febrúar. Ólafur segir kennara
leggja áherslu á launahækkun enda
hafi þeir mátt þola kaupmáttar-
rýrnun upp á tæp sex prósent upp á
síðkastið. ghs@frettabladid.is
Uppsagnir hjá kenn-
urum vegna launa
Óróleiki er í kennurum í Hafnarfirði út af lélegum launum. Í Áslandsskóla
er mönnun óvenju erfið. Þar hafa tveir kennarar sagt upp vegna kjaramála.
Skólastjórinn segir kennara þreytta á að fá aldrei leiðréttingu launa.
TVEIR SAGT UPP Ástandið er óvenjuslæmt í Áslandsskóla en þar hafa tveir kennarar
sagt upp vegna lélegra launa og þrír eru á leið í barneignarleyfi. Starfsumsóknum
kennara hefur venjulega rignt þar inn og því er ástandið óvenjulegt.
ÓLAFUR LOFTSSON
LEIFUR S.
GARÐARSSON
BANDARÍKIN, AP Bandarísk stjórnvöld hafa allt frá
árinu 1977 reynt að vísa John Demjanjuk, fyrrverandi
bifreiðasmið í Cleveland, úr landi vegna gruns um að
hann hafi verið fangavörður í útrýmingarbúðum
nasista.
Nú á fimmtudaginn hefjast vitnaleiðslur enn á ný
fyrir dómstóli þar sem Demjanjuk, sem orðinn er 87
ára, reynir að fá nýjasta brottvísunarúrskurðinum
hnekkt.
Demjanjuk, sem er upphaflega frá Úkraínu og var
skírður Ívan, var framseldur til Ísraels árið 1986 og
hlaut þar dauðadóm. Hann sneri þó aftur til Cleveland
árið 1993 eftir sjö ára fangavist þegar hæstiréttur
Ísraels hafði komist að þeirri niðurstöðu að hann væri
ekki Ívan Marsjenko, hinn illræmdi fangavörður í
Treblinka sem jafnan var nefndur Ívan grimmi. Fyrir
því væru ekki nægar sannanir, þótt á fjórða tug
fyrrverandi fangavarða og fanga hefðu sagt það.
Demjanjuk hefur alla tíð haldið því fram að hann
hafi sjálfur verið fangi nasista í Treblinka, en verið
neyddur til að starfa þar sem fangavörður. Hann hafi
þó ekki farið illa með nokkurn mann.
Bandaríkjastjórn vill vísa honum úr landi, til
Úkraínu, Póllands eða Þýskalands, á þeim forsendum
að hann hafi komið á fölskum forsendum til landsins.
Hann hafi nefnilega ekki greint frá því þegar hann
kom að hann hafi verið fangavörður hjá nasistum. - gb
Þrjátíu ára málaferli gegn fyrrverandi fangaverði í útrýmingarbúðum nasista:
Berst enn gegn brottvísun
SÝKNAÐUR Í ÍSRAEL Hæstiréttur Ísraels taldi John Demjanjuk
ekki vera Ívan grimma. NORDICPHOTOS/AFP
FINNLAND Yfirmaður norska
hersins, Sverre Diesen hershöfð-
ingi, telur að Atlantshafsbanda-
lagið (NATO) eigi að gefa
samstarfslöndum á borð við
Finnland upplýsingar sem nú eru
einungis gefnar löndum innan
NATO. Þetta kemur fram í
Helsingin Sanomat.
„Ef löndin senda sveitir í sömu
verkefni og bera sömu ábyrgð og
NATO-löndin þá eiga þau
skilyrðislaust að fá sömu
upplýsingar,“ segir Diesen. - ghs
Yfirmaður norska hersins:
Finnar fái upp-
lýsingar NATO
Ég held að ástandið geti
orðið grafalvarlegt og
vona bara að það verði ekki lið-
hlaup úr skólum landsins.
HARALDUR HARALDSSON
SKÓLASTJÓRI LÆKJARSKÓLA
Góður hundur
á gott skilið
Hunda nammi
(harðfisktöflur)
Hunda bitafiskur
Íslensk framleiðsla
úr úrvals hráefni.
Fæst í Bónus
Ólöglegar fóstureyðingar
Sex voru handteknir þegar lögreglan
á Spáni gerði áhlaup á staði þar sem
talið er að gerðar séu ólöglegar fóst-
ureyðingar. Á Spáni eru fóstureyðing-
ar aðeins leyfilegar ef um er að ræða
nauðgun, vansköpun fósturs eða ef
heilsa konunnar er í hættu.
SPÁNN