Fréttablaðið - 27.11.2007, Síða 16
16 27. nóvember 2007 ÞRIÐJUDAGUR
Svona erum við
fréttir og fróðleikur
> Hreindýraveiði 1995 - 2005.
HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS
26
0
35
7
32
9
55
3
FRÉTTASKÝRING
SVAVAR HÁVARÐSSON
svavar@frettabladid.is
79
9
1995 1997 2000 2002 2005
Íslenskir
lögreglunem-
ar eiga nú í
fyrsta skipti
samstarf um
afbrotavarnir
við lögreglu-
nema á
hin um Norð-
urlöndun-
um. Hverju
skilar svona
samstarf?
Þetta
skilar sér í
þekkingu
nemenda á
aðferðum
lögreglu í
nágranna-
löndunum. Þar má oft finna atriði
sem gætu nýst vel hér á landi
svo menn séu ekki að finna upp
hjólið aftur. Að auki myndast
vonandi gott samband milli þess-
ara nema, sem getur auðveldað
upplýsingaflæði.
Eru afbrotavarnir í svipuðum
farvegi á Norðurlöndunum?
Nám í lögregluskólunum á
Norðurlöndunum er ólíkt, það
er til dæmis þriggja ára nám í
Noregi. Segja má að kennslan á
sviði afbrotavarna standi fremst í
Noregi og Svíþjóð.
Er þetta upphafið að frekara
samstarfi lögreglunema?
Verkefnið hefur gengið mjög vel
og við erum ánægð með það.
Það sem var erfiðast var að sam-
ræma, til dæmis voru nemarnir
í Noregi á öðru ári en Íslending-
arnir og Finnarnir á fyrsta ári. Það
eru miklir möguleikar fólgnir í
frekara samstarfi, en við höfum
ekki ákveðið hvort við höldum
þessu áfram. Þetta sýnir þó
að það er hægt að eiga svona
samstarf.
SPURT & SVARAÐ
SAMVINNA LÖGREGLUNEMA
Finna ekki
upp hjólið
PÉTUR BERG
MATTHÍASSON
Stjórnmála- og
lögsýslufræðingur hjá
embætti ríkislög-
reglustjóra.
Offita er ört vaxandi heil-
brigðisvandamál og Ísland
er þar engin undantekn-
ing. Meirihluti fullorðinna
Íslendinga er yfir kjör-
þyngd og hlutfall þeirra
sem eru í offituflokki er
komið yfir þau mörk sem
Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunin (WHO) skilgrein-
ir sem of fitufarald. Þróunin
er einna verst hjá yngri
aldurshópum. Þetta kem-
ur fram í nýrri bók Tinnu
Laufeyjar Ásgeirsdóttur,
doktors í heilsuhagfræði,
Holdafar – hagfræðileg
greining.
Birtingarmynd holdafarsþróunar-
innar er margþætt fyrir einstakl-
inga, atvinnumarkaðinn og fleiri
svið samfélagsins. Aukinn kostn-
aður heilbrigðiskerfisins er eitt
þeirra vandamála sem taka þarf
tillit til en án afdrifaríkra inngripa
munu breytingar á holdafari leiða
til mikillar útgjaldaaukningar
innan heilbrigðis- og trygginga-
kerfisins.
Sívaxandi kostnaður
Offitusjúklingar þjást af fjölmörg-
um fylgisjúkdómum. Há tíðni
fylgikvilla leiðir til aukinnar notk-
unar á heilbrigðisþjónustu, meiri
lyfjanotkunar og skerts starfs-
þreks þeirra sem glíma við vand-
ann. Er þetta sérstakt áhyggjuefni
sérfræðinga í lífvísindum og heil-
brigðisyfirvalda um allan heim, og
þá sérstaklega á Vesturlöndum.
Offita getur haft í för með sér
verulegan heilsubrest og af sjúk-
dómum sem henni fylgja má nefna
kvilla í stoðkerfi, sykursýki,
hjarta- og æðasjúkdóma, gall steina
og gigt, og ýmis krabbamein eru
líklegri til að hrjá þá sem eru of
feitir.
Talið er að offita einstaklings
auki notkun hans á heilbrigðis-
þjónustu innan sem utan sjúkra-
húsa um 36 prósent og lyfjanotkun
um 77 prósent. Heildarkostnaður
við offitu og fylgikvilla hennar er
yfirleitt talinn nema um 6 prósent-
um af útgjöldum ríkja til heil-
brigðismála en þó hefur þetta mat
jafnvel farið upp í 9 prósent í
sumum löndum. Við hverja aukn-
ingu meðallíkamsþyngdarstuðuls
Íslendinga um eitt stig mun árleg-
ur ytri heilbrigðiskostnaður á
Íslandi hækka um tæpa tvo millj-
arða.
Rúmlega helmingur Íslendinga
er yfir kjörþyngd og rúmlega 15
prósent eiga við offitu að stríða
samkvæmt skilgreiningum WHO.
Þó skal það tekið fram að einstakl-
ingar eru líklegir til að draga úr
líkamsþyngd í könnunum og þegar
tekið er tillit til þessa er áætlað að
allt að 23 prósent Íslendinga glími
við offitu. Samkvæmt mælikvörð-
um WHO er því ljóst að um offitu-
farald er að ræða á Íslandi.
Mest aukning hjá börnum
Tinna Laufey telur að þyngdar-
aukningin hafi verið mjög hröð
síðasta einn og hálfan áratug og
hröðust sé hún hjá börnum. Börn
fá síður sjúkdóma tengda offitu en
fullorðnir en þróunin veldur veru-
legum áhyggjum þar sem offita á
unga aldri eykur líkur á því að ein-
staklingar glími við offitu á full-
orðinsárum. Erlendar rannsóknir
sýna að of þung börn eru 50-60
prósentum líklegri til þess að vera
líka of þung þegar fullorðinsaldri
er náð. „Börn sem eru of feit
standa ekki jafnfætis öðrum börn-
um. Í ljósi þess þarf að stuðla að
heilbrigðum lífsstíl hjá börnum,
burtséð frá samfélags- og efna-
hagslegri stöðu fjölskyldna þeirra,
því að öðrum kosti búa þau við
innbyggðan ójöfnuð allt sitt líf,“
segir Tinna Laufey. Hún telur að
hér á landi séu mikil sóknarfæri
vegna mikillar þátttöku íslenskra
barna í skólakerfinu. Skólar og
dagheimili séu mikilvægir mótun-
arstaðir sem geti ráðið úrslitum
um hegðun barna þegar kemur að
hreyfingu og mataræði.
Leiðir til umbóta
Ein meginniðurstaða Tinnu Lauf-
eyjar í bókinni er að mikilvægt sé
að skapa umhverfi sem auðveldar
fólki að hreyfa sig, auk þess að
virkja heilbrigða lifnaðarhætti
almennt. Þetta sé afar mikilvægur
þáttur til að sporna við offitu og
auknum krónískum sjúkdómum
sem henni fylgja.
Tinna bendir á að margt bendi
til að aðgengi að almenningsgörð-
um, samgöngukerfi, leikvöllum,
skólum og leikskólum hafi áhrif á
viðhorf fólks til hreyfingar og
hollustu. Samgöngumál sem bein-
ast að einstaklingnum sjálfum og
tækifærum hans til að hreyfa sig
eru því mikilvægt áhersluatriði.
Þetta skuli stjórnvöld taka til
athugunar vegna þess að það að
ganga eða hjóla stuttar vegalengd-
ir sameinar hreyfingu og daglegt
líf og stuðlar að heilbrigði fólks á
öllum aldri. Tinna Laufey leggur
einnig afar mikið upp úr því að
beina forvarnaraðgerðum að börn-
um. Tryggja þurfi að þau fái sem
bestar upplýsingar og geti það
haft úrslitaáhrif á þróun mála til
framtíðar. Ástæðan er meðal ann-
ars sú að þyngdartap getur verið
mjög erfitt á fullorðinsárum og
aðgerðir sem beinast að fullorðn-
um eru því oft mjög kostnaðar-
samar miðað við þann árangur
sem næst.
TINNA LAUFEY ÁSGEIRSDÓTTIR, DOKTOR Í HAGFRÆÐI Hefur undanfarin ár rannsakað heilsu og vinnumarkað í íslensku og alþjóð-
legu samhengi. Tinna Laufey starfar sem sérfræðingur við Hagfræðistofnun og veitir meistaranámi í heilsuhagfræði við Háskóla
Íslands forstöðu. Hún hélt kynningarfyrirlestur á vegum Lýðheilsustöðvar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Offita vaxandi vandi á Íslandi
SJÖ TILLÖGUR TIL ÚRBÓTA
1. Gagnasöfnun um heilsu, heil-
brigði og lífsstíl verði efld til muna
og hún samræmd yfir lengri tímabil.
2. Í kjölfar stórefldrar gagnasöfnunar
verði leitað leiða til að styðja við
bakið á rannsakendum, til dæmis
með aðgengi að umræddum
gögnum.
3. Stuðlað verði að því að öll börn
og unglingar hafi auðvelt aðgengi
að hollu mataræði á skólatíma.
4. Settar verði takmarkanir á mark-
aðsdreifingu hitaeiningaríkrar fæðu
sem beint er að börnum.
5. Tryggt verði að öll börn og
unglingar hafi auðvelt aðgengi að
aðstöðu til hreyfingar.
6. Ákveðnar matvörur, svo sem
drykkir sem innihalda viðbættan
sykur, verði skattlagðar í samræmi
við almenna skattheimtu í landinu.
7. Umhverfis- og skipulagsmál verði
miðuð að því að gera fólki kleift
að stunda útiveru við ferðir á milli
staða sem og í leik.
* Helstu tillögur sem settar eru
fram í bókinni Holdafar –
hagfræðileg greining.
Íbúðalánasjóður hefur hækkað vexti lána sinna
í kjölfar hækkana á fasteignalánum bankanna.
Sérfræðingar telja fyrirsjáanlegt að eftirspurn eftir
lánum til íbúðakaupa dragist tímabundið saman.
Hvað þarf til að fá lán?
Forsenda fyrir láni frá Íbúðalánasjóði er að fara í
mat á greiðslugetu. Hægt er að sjá eigið mat með
því að færa inn upplýsingar um tekjur, eignir og
útgjöld í reiknivél á heimasíðu sjóðsins. Staðfest-
ing á greiðslumati og lánshæfi er send um leið
og upplýsingar hafa verið vistaðar og beðið um
staðfestingu.
Hversu há eru lánin?
Lánsupphæð er 18 milljónir að hámarki. Veðsetn-
ingarhlutfall er mest 80 prósent af kaupverði en
má ekki vera meira en svarar til brunabótamats
eignarinnar og lóðamatsins.
Vextir eru nú 5,30 prósent með þeim
skilmálum að greiða þarf sérstakar
þóknanir fyrir uppgreiðslu lánsins og
aukaafborganir gegn uppgreiðsluþóknun.
Vextirnir eru hins vegar 5,55 prósent ef
uppgreiðsla og aukaafborganir eru endur-
gjaldslausar. Lánin er að auki verðtryggð.
Lánstíminn er 20, 30 eða 40 ár.
Hvað þarf að greiða í upphafi?
Borga þarf 1 prósent í lántökugjald og
1,5 prósent í stimpilgjald. Af 15 milljóna
króna láni er þessi upphæð samtals
375 þúsund krónur. Hægt er að velja
um 4 eða 12 gjalddaga á ári. Útsend-
ur greiðsluseðill kostar 195 krónur í
hvert sinn en rafrænn greiðsluseðill
kostar 160 krónur.
Heimild: Íbúðalánasjóður
FBL-GREINING: ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR
Átján milljónir eru hámarkslán