Fréttablaðið - 27.11.2007, Side 20

Fréttablaðið - 27.11.2007, Side 20
20 27. nóvember 2007 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Björn Þór Sigbjörnsson, Kristján Hjálmarsson og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Merk kona sem fædd er árið 1927 sagði við mig fyrir nokkrum árum að margir sem hún þekkti virtust kvíða því að eldast. Sjálf væri hún þakklát fyrir að hafa fengið að lifa það að vera barn, unglingur, ung kona, miðaldra og gömul og hafa fundið á eigin skinni þær kenndir og umbrot sem fylgja hverju æviskeiði. „Ég hef notið þess að vera til og það er ekkert að því í sjálfu sér að eldast,“ sagði hún. „Hitt er verra hvað maður „lækkar í verði“ á öllum sviðum. Skoðanir manns skipta ekki máli, jafnvel ekki á þeim sviðum sem maður er sérfræðingur í. Ungt fólk og miðaldra talar ekki við mann eins og jafningja og hlustar á það sem maður hefur fram að færa af kurteisi og umburðar- lyndi fremur en áhuga. Á sjúkrahúsinu hefur maður jafnvel á tilfinningunni að menn veigri sér við að framkvæma dýrar aðgerðir á þeim sem hafa náð mínum aldri rétt eins og maður sé gamall bíll sem tekur ekki að gera við.“ Frelsi sem kemur á óvart Í hinu opna samfélagi nútímans ræðum við af meira hispursleysi um okkur sjálf en áður tíðkaðist og má margt læra af reynslu annarra. Árið 2004 kom út í Danmörku bók um níu konur á aldrinum 59-72 ára sem ritstýrt var af Sabine Celeste Svendsen. Bókin heitir, Með aldrinum, og fram kemur að heiti bókarinnar vísar til þess að vera með aldrinum, ekki á móti honum. Tveimur árum síðar kom út bók um tólf konur á aldrinum 60-69 ára eftir Ninka-Bernadetta Mauritson. Sú bók heitir, Það sem lífið hefur kennt mér. Ég hef hvergi rekist á samsvarandi bækur um karlmenn, en þær hljóta að vera til – eða hvað? Konurnar í þessum bókum hafa allar látið að sér kveða með einum eða öðrum hætti. Þetta eru leikskáld, leikkonur, rithöfundar og kennarar. Þarna er líka lögfræðingur, stjórnmálamaður, söngkona, verkalýðsleiðtogi og sirkusstjóri. Þessar konur ræða opinskátt um hvernig það er að eldast. Hvernig aldurinn fer með líkamann, útlitið og þrekið. En mörgum þykir vænt um hrukk- urnar sínar, og líta á þær eins og flotta ferilskrá. Þær lýsa því hvernig smám saman rennur upp fyrir þeim að þær eru að verða „ósýnilegar“. Karlar horfa ekki lengur á eftir þeim, unga fólkið í stórmarkaðnum lætur eins og það sjái ekki að þær vantar aðstoð og á vinnumarkaðnum eru þær að verða eins og vara á síðasta söludegi; nothæfar en ekki æskilegar. Það sem þær leggja til mála vekur ekki áhuga með sama hætti og áður. En þá gerist undrið! Þær uppgötva smám saman að þetta gerir þær frjálsar. Frjálsar á þann hátt sem þær voru á bernsku- og æskuárum, áður en samfélagið fór að móta þær. Þær uppgötva hvað álit annarra hefur verið mikil þvingun, finna það ekki fyrr en þessir ósýnilegu fjötrar falla. Allt í einu er ekkert ómögulegt eða óhugsandi. Þær geta tekið upp á hverju sem er, klætt sig með óhefðbundnum hætti, byrjað í námi, stofnað fyrirtæki og sagt skoðun sína umbúðalaust eða bara notið sín með karlinum sínum og barna- börnunum. Þessum konum finnst þær hvíla í sjálfum sér sem aldrei fyrr og njóta þess að vera til, bæði sem konur og einstaklingar. Þótt eitt og annað geti verið að, segja fleiri en ein af þessum konum að þær hafi aldrei verið hamingjusamari. Svona getur lífið komið á óvart! Aldursflokkun Í daglegu tali manna er íslenskt samfélag hólfað eftir aldri fólks og hverju hólfi fylgja ákveðin hughrif. Gjarnan er talað um aldraða eins og öldrun sé veikindi eða fötlun. Hún getur auðvitað verið það en það er ekki algilt um þennan aldursflokk frekar en aðra. Fólk getur verið heilsuveilt og þreklítið á öllum aldri. Við tölum um þarfir og eiginleika barna, unglinga, ungs fólks og aldraðra eins og þetta sé staðlað fyrirbæri. Eini hópurinn sem ekki er aldursgreindur og aldrei talað um sem einsleitan er miðaldra fólk. Fjörutíu til sextíu ára hópurinn. Af hverju er ekki talað um verslanir og tónlist miðaldra fólksins? Af hverju auglýsa ekki ferðaskrifstofur „Draumaferðina“ fyrir miðaldra konuna eða karlinn? Skíðaferðina sem er klæðskerasniðin fyrir miðaldra hjónin? Börn eru fólk á barnsaldri, unglingar fólk á unglingsaldri, ungt fólk, miðaldra fólk og aldrað fólk – erum við ekki öll fólk á sömu leið í gegnum lífið, bara komin misjafnlega langt? Að vera ósýnilegur Í DAG | Aldur JÓNÍNA MICHAELSDÓTTIR Merði Árnasyni svarað UMRÆÐAN Launaleynd Fyrir rúmlega 1.000 árum sátu þeir saman á Alþingi, Mörður Valgarðsson og Illugi svarti Hallkelsson. Eftir því sem ég best veit hafa menn með þessi nöfn ekki verið sam- tímis á þingi síðan. Fyrir þá sem hafa áhuga á sögulegum tilviljunum þá voru úrslit alþingiskosninga árið 2007 eilítil vonbrigði, það hefði óneitanlega verið gaman að menn með þessi nöfn hittust á þingi á þúsund ára fresti. Næsti möguleiki er þá árið 3007. En Mörður Árnason er auðvitað ekki hættur í pólitík og það er vel. Hann skrifaði stutta grein hér í Fréttablaðið í gær þar sem hann kallaði eftir nánari skýringum á afstöðu minni til frumvarps um jafnan rétt karla og kvenna. Sérstaklega vegna ákvæða um launaleynd, en í 19. grein þess frum- varps er kveðið á um að starfsmönnum skuli ávallt heimilt að skýra frá launakjörum sínum. Mörður telur að skilningur minn á þessu ákvæði sé gagnstæður tilgangi frumvarpsins. Það er því rétt að ég geri aðeins nánari grein fyrir því hver skoðun mín er. Ég styð það að launþegar geti gert opinber laun sín. En mér finnst vanta þann rétt til starfsmanns að hann eða hún geti komið í veg fyrir að aðrir geti séð hver launin eru. Ég vil að starfsmaður geti komið í veg fyrir að vinnuveitandi taki einhliða þá ákvörðun að birta laun starfsmanns. Þetta tel ég að megi gera með því að starfsmanni sé heimilt að semja um launaleynd við launagreiðanda sinn, þó þannig að samn- ingnum sé hægt að segja upp einhliða af hálfu starfsmanns kjósi hann eða hún svo. Þar með er ekki afsalað neinum rétti en möguleikar starfsmanns til að vernda upplýsingar um laun sín jafnframt tryggðir. Þetta má einnig leysa með því að setja í lög að launagreiðanda sé óheimilt að gefa upp laun starfsmanns, nema til skattsins og opinbers eftirlits, án þess að hljóta fyrst samþykki launþega. Í lokin er rétt að taka það fram að undirritaður var einn þeirra þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem lýstu yfir fyrirvara vegna frumvarps félags- málaráðherra. Frumvarpið verður rætt í nefnd og í þingsal og mun þá gefast tækifæri til að vinna fylgi þeim breytingum sem einstakir þingmenn telja að horfi til hins betra. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. ILLUGI GUNNARSSON Útrás Össurar Bloggrispur Össurar Skarphéðins- sonar vekja oft athygli, ekki síst þær sem hann skrifar um miðjar nætur. Sú nýjasta fjallar um átökin innan borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna sem Össur kallar „harðvítugustu innanflokksátök seinni ára“, talar um „valdarán sexmenninganna í borgar- stjórnarflokki íhaldsins, sem framið var til að svala særðum metnaði“ og gerir Júlíus Vífil Ingvarsson að Júlíusi Fífli. Sigurður Kári Kristjáns- son, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, er búinn fá sig fullsaddan og minnir Össur á – „í fullri vinsemd“ vitaskuld – að hann sé nú í stjórnarsam- starfi við Sjálfstæð- isflokkinn og sé lítill sómi af þessum málflutningi. Mikið má langlundargeð sjálfstæðismanna vera ef þeir þurfa að ávarpa Össur í „fullri vinsemd“ mikið lengur. Guð í mannsmynd Séra Sigurður Ægisson helgaði Sigur- birni Einarssyni biskup sunnudags- hugshugvekju í Morgunblaðinu. Þar stóð meðal annars: „„Hann er Guð í mannsmynd,“ sagði einhver í nýlegu blaðaviðtali og víst er að margir taki undir þá fullyrðingu.“ Sigurbjörn bisk- up er vissulega í hópi okkar frómustu manna en í ljósi fyrsta boðorðsins mætti þá ekki búast við að kirkj- unnar menn hefðu eitthvað við téða fullyrðingu að athuga eða tækju að minnsta kosti ekki kinnroðalaust undir hana? Sérstök söguskýring Egill Helgason rifjar upp þá tíð á bloggi sínu þegar haftastefnan réð hér ríkjum. Til að komast í utan- landsferð þurfti að að snapa sér gjaldeyri – sem var hægara sagt en gert – og menn voru ekki fyrr komnir á flugstöðina að þeir byrjuðu að teiga bjórinn forboðna og gerðu sig að fíflum í ölvímu á erlendri grund. Hins vegar, skrifar Egill „mátti kveikja í sígarettum áður en maður flaug – og líka á meðan fluginu stóð. Þetta var á árunum áður en forsjár- hyggjan tók völdin“. Fyrirsögn færslunnar er: „Þegar Ísland var í Austur-Evrópu.“ Sem sagt áður en forsjárhyggjan tók völdin. bergsteinn@frettabladid.is R étt eins og aðrir Vesturlandabúar hafa Íslendingar vaxið hratt á þverveginn undanfarna áratugi. Nú er svo komið að meirihluti fullorðinna landsmanna þykir of þungur, og það sem er öllu alvarlegra, börn eru sífellt að verða feitari og feitari. Þessi þyngdar- aukning þjóðarinnar hefur bein áhrif á heilsu hennar og fjárhag. Í báðum tilfellum eru þau slæm. Þyngdin ein segir þó ekki alla söguna. Í nýútkominni bók sinni Holdafar færir Tinna Laufey Ásgeirs- dóttur hagfræðingur rök fyrir því að ef landsmenn halda áfram að bæta á sig kílóum geti það kostað þjóðarbúið frá tveimur til fjögurra milljarða í aukin útgjöld í heilbrigðiskerfinu árlega. Þetta eru hinar þungu fjárhagslegu afleiðingar; mun þyngri eru skert lífsgæði og ótímabær dauði þeirra sem eru alltof feitir. Nú eru það hreint ekki ný fræði að of mörg aukakíló eru engum heilsusamleg; ætli tilkomumikil ístra hafi ekki hætt að vera tákn um velmegun og ríkidæmi fyrir hartnær einni öld. Hitt er mun nýrri uppfinning að til sé algildur mælikvarði sem heitir kjör- þyngd (reiknuð út eftir kyni, hæð og aldri) og fólk eigi að berjast við að ná henni með öllum tiltækum ráðum. Í langflestum tilfell- um er þyngdartap baráttumálið, hvort sem leiðin kallast megrun eða eitthvað annað. Í þessari miklu rörsýn á þyngd einstaklinga vill alltof oft gleymast að það sem skiptir lykilmáli er ekki holdafar viðkom- andi heldur heilsufar. Og það kann ef til vill að hljóma undar- lega, en þetta tvennt þarf alls ekki að fara saman. Staðreynd- irnar sýna að feitt fólk sem hreyfir sig reglulega lifir lengur en grannt kyrrsetufólk. Vissulega munu þeir sem eru of þungir, reykja, næra sig á ruslfæði og sitja í sófanum fyrir framan sjónvarpið öll kvöld kveðja þetta jarðlíf snemma. En þeir sem eru of þungir, en stunda reglulega hreyfingu, borða hollan mat og eru reyklausir, eiga fyllilega jafn mikla möguleika á löngu lífi og hinir sem hafa tileinkað sér svipaðan lífsstíl en eru án aukakílóanna. Þeir með aukabyrðarnar setja sig fyrst í aukna hættu þegar þeir fara að berjast við að koma sér í vísitölukjörþyngdina með megrunum sem langoftast hafa í för með sér sveiflur í líkamsþyngd og það er vont fyrir heilsuna. Í bók sinni bendir Tinna á að inngrip hins opinbera til að hafa áhrif á vaxtarlag landsmanna séu vandasöm. Aukin skattheimta á sykraðar vörur myndi til dæmis litlu breyta eins og sést sjálfsagt best á því að gosdrykkjaþamb er óvíða meira en hér þrátt fyrir hátt verð. Tinna segir réttilega að heilbrigðisyfirvöld verði fyrst og fremst að beina kröftum sínum að börnum. Mikilvægt er að það sé gert á réttum forsendum. Hvað börn vega mörg kíló á vigtinni og stuðlar um kjörþyngd mega alls ekki vera ráðandi í því starfi. Þegar upp er staðið skipta frávik um nokkur stig þar mun minna máli en heilbrigður lífsstíll með fjölbreyttu fæði og hreyfingu. Feitt fólk sem hreyfir sig reglulega lifir lengur en grannir kyrrsetumenn. Heilsufar er málið – ekki holdafar JÓN KALDAL SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.