Fréttablaðið - 27.11.2007, Page 24
[ ]Bókastandur getur komið sér vel í ýmsum aðstæðum. Gott er að hafa bókastand fyrir uppskriftabókina þegar verið er að elda eða baka og einnig getur verið gott fyrir námsmenn að nota bókastand til að koma í veg fyrir bakverk.
Átök íslams, kristni og gyðing -
dóms út frá stjórnmálalegum
og trúarlegum forsendum,
ásamt möguleika á friði, er
aðalumfjöllunarefni málþings
sem efnt er til vegna útgáfu
bókarinnar Hnífur Abrahams.
„Hugmyndin að bókinni kviknaði
þegar ég vann að mastersritgerð
minni í heimspeki við Háskóla
Íslands. Ritgerðin fjallaði um átök
ólíkra menningahópa og hvort sé
hægt að segja eitthvað um þessi
átök eða hvort maður verði bara að
loka augunum og vona það besta,“
segir Óttar M. Norðfjörð, sem sendi
nýlega frá sér sína fyrstu spennu-
sögu, Hníf Abrahams.
Bókin er sagnfræðileg spennu-
saga sem fjallar að miklum hluta
um þróun eingyðistrúar í heimin-
um, íslam, kristni og gyðingdóm,
átök á milli þessara hópa og hvort
friður sé í augsýn. „Í kjölfar útgáf-
unnar kom upp sú hugmynd hjá
útgefendunum, Sögur ehf., að halda
málþing, með yfirskriftinni: „Er
möguleiki á friði? Við fengum til
liðs við okkur Þórhall Heimisson,
prest, sem mun fjalla um trúarlegar
forsendur og meðal annars hvernig
þessi eingyðistrúarbrögð, íslam,
kristni og gyðingdómur, mætast í
Abraham, Andrés Inga Jónsson,
átakafræðing, sem mun fjalla um
stjórnmálalegt ástand meðal þess-
ara hópa á tuttugustu öldinni og Sig-
ríði Þorgeirsdóttur, heimspeking og
dósent við Háskóla Íslands, sem
mun fjalla um gagnrýni Vestur-
landabúa á hinn arabíska heim og
öfugt og hvort friður sé í augsýn ef
við slökum á kröfum. Auk þess er
Sigríður mikill femínisti og mun
skoða ástandið út frá þeim forsend-
um,“ segir Óttar og gefur Andrési
Inga orðið: „Ég mun fjalla um hvern-
ig þessi átök hafa þróast á tuttugustu
öldinni og meðal annars hvernig
stjórnmálamönnum hættir til að
einfalda hlutina. Til dæmis má nefna
umpólanir á afstöðu til hóps eins og
talibana sem voru bandamenn
Bandaríkjanna í kalda stríðinu en
nú þeirra verstu óvinir. Markmiðið
er að varpa fram spurningum um
hvaða lausnir geta leitt til friðar.“
Bók Óttars hefur verið líkt við
skrif Dans Brown og hefur fengið
glæsilega dóma. Auk þess sem kvik-
myndarétturinn var nýlega seldur.
Að sögn Óttars er næsta bók líka
sagnfræðileg spennusaga, sem í
þetta sinn gerist á Íslandi.„Ég
skemmti mér konunglega við svona
sögugrúsk og ef vel gengur fer ég
að gera drög að þriðju bók,“ útskýrir
Óttar, en sögupersónur úr Hnífi
Abrahams koma einnig fyrir í næstu
bók .
Málþingið Er möguleiki á friði?
verður haldið á Kaffi Kúltúra í
Alþjóðahúsinu á Hverfisgötu 4.
desember kl. 20.00.
rh@frettabladid.is
Þingað um átök og frið
Hátíð á Hala
PÉTUR GUNNARSSON KYNNIR BÓKINA Í FÁTÆKTARLANDINU, ÞROSKASAGA
ÞÓRBERGS.
Bókamessa verður í Þórbergssetri á Hala í Suðursveit sunnudaginn 2. desember.
Hún hefst klukkan 14 á því að Pétur Gunnarsson rithöfundur kynnir bókina Í fá-
tæktarlandinu, þroskasaga Þórbergs. Eftir tónlistaratriði les Hjörleifur Guttorms-
son, fyrrverandi ráðherra, upp úr nýrri bók sem nefnist Skaftafell í Öræfum - Ís-
lands þúsund ár eftir dr. Jack D. Ives fjallavistfræðing. Kaffihlaðborð verður klukk-
an 15.20 og að því loknu les Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur ljóð
kvenna. Aðgangur er ókeypis og opið verður inn á sýningar í Þórbergssetri. - gun
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
Ö
LU
N
D
U
R
Andrés Ingi Jónsson átakafræðingur
og Óttar M. Norðfjörð rithöfundur eru
meðal þátttakenda á málþingi vegna
útgáfu bókar Óttars Hnífur Abrahams.