Fréttablaðið - 27.11.2007, Side 34
26 27. nóvember 2007 ÞRIÐJUDAGUR
menning@frettabladid.is
Fimm rithöfundar halda af stað í ferðalag um
Austurland á morgun. Rithöfundarnir eru þau
Vigdís Grímsdóttir, Pétur Blöndal, Kristín Svava
Tómasdóttir, Þráinn Bertelsson og Jón Kalman
Stefánsson.
Höfundar þessir standa allir í bókaútgáfu
nú fyrir jólin og hafa því margt nýstárlegt
og spennandi fram að færa. Bók Vigdísar
Grímsdóttur um Bíbí Ólafsdóttur er ævisaga
sterkrar alþýðukonu sem bugast aldrei hvað
sem á móti blæs. Bíbí hefur lifað tímana
tvenna og miðlar Vigdís sögu hennar til lesenda
á sinn dularfulla og seiðandi hátt. Í bókinni
Sköpunarsögur ræðir Pétur Blöndal við tólf
landskunna rithöfunda og skyggnist þar með
inn í ferlið sem á sér stað frá óljósri hugmynd
að fullsköpuðu ritverki. Þráinn Bertelsson
sendi nýverið frá sér sakamálasöguna Englar
dauðans en hún þykir í senn æsispennandi og
áleitin í umfjöllun sinni um neðanjarðarheim
fíknar og ofbeldis. Skáldið unga, Kristín Svava
Tómasdóttir, hefur fengið mikla umfjöllun í
kjölfar útgáfu ljóðabókarinnar Blótgælur, enda
hefur bókin verið kölluð besta frumraunin
á sviði ljóðagerðar í langan tíma. Saga Jóns
Kalmans Stefánssonar, Himnaríki og helvíti,
hefur hlotið einróma góða dóma. Bókin gerist
vestur á fjörðum um aldamótin 1900 og segir
frá örlagaríkum róðri.
Fyrsti viðburðurinn á ferðalagi höfundanna
fer fram annað kvöld kl. 20 á Skriðuklaustri.
Þar lesa þau úr bókum sínum og spjalla við
gesti. Frá Skriðuklaustri liggur leið þeirra
norður á Vopnafjörð þar sem þau munu lesa
í Kaupvangi kl. 20.30 á fimmtudagskvöld
og á Eyrinni á Þórshöfn á föstudagskvöld kl.
20. Síðasti viðkomustaður rithöfundanna
áður en þeir snúa aftur á suðvesturhornið er
Seyðisfjörður en þar munu þeir lesa upp úr
bókum sínum í Skaftfelli á laugardag kl. 20.30.
Aðgangseyrir að upplestrarkvöldunum er 1.000
kr. - vþ
Rithöfundar halda austur
Síðustu háskólatónleikar ársins fara fram í
Norræna húsinu kl. 12.30 á morgun. Guð-
ný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Gerrit
Schuil píanóleikari flytja þar þætti úr
sónötum eftir tónskáldið dáða Ludwig van
Beethoven.
Sónötur Beethovens fyrir píanó og fiðlu eru tíu
talsins og allar tileinkaðar mektarmönnum frá
samtíð tónskáldsins.
Fyrstu þrjár sónöturnar, ópus 12, eru samdar á
árunum 1797 til 1798 og eru tileinkaðar ítalska
tónskáldinu Antonio Salieri. Sónötur númer 4 og 5
eru tileinkaðar greifanum Moritz von Fries og voru
samdar litlu síðar eða á árunum 1800 til 1801. Sú
síðarnefnda hefur hlotið heitið Vorsónatan.
Sónötur númer 6, 7 og 8 eru allar ópus 30 og eru
samdar aðeins ári síðar eða 1802. Þær eru tileinkað-
ar Alexander fyrsta Rússakeisara. Tveimur árum
síðar samdi Beethoven sónötu ópus 47. Hún er
tileinkuð Rudolphe Kreutzer og er jafnan nefnd
Kreutzersónatan, en hún og Vorsónatan eru lang-
þekktastar af sónötunum tíu. Átta árum síðar leit
síðasta sónatan, ópus 96, dagsins ljós. Hún er
tileinkuð erkihertoganum Rudolph von Österreich.
Á tónleikunum á morgun verða leiknir valdir þættir
úr fimm af sónötunum.
„Það myndi taka nokkra daga að flytja allar
sónötur Beethovens og því lá það fyrir að við yrðum
að velja tiltekna þætti úr þeim til þess að flytja á
tónleikunum. Við reyndum þó að hafa það að
leiðarljósi við valið að þættirnir séu sem fjölbreytt-
astir og veiti þannig góða mynd af sónötunum þar
sem þær eru fremur ólíkar innbyrðis,“ segir Guðný
um efnisskrá tónleikanna.
Tónleikaröðin Háskólatónleikar hefur farið fram í
haust við góðan orðstír. Tónleikarnir á morgun verða
þeir síðustu á árinu, en þráðurinn verður tekinn upp
að nýju í febrúar næstkomandi. „Tónleikarnir eru
stuttir og laggóðir og því þarf að sníða efnisskrá
þeirra með það í huga. Þeir eru hugsaðir sem
tækifæri fyrir fólk til þess að lyfta sér aðeins upp í
hádegishléinu sínu og njóta menningar áður en það
heldur aftur til vinnu,“ segir Guðný.
Tónleikarnir hefjast kl. 12.30 og standa yfir í
hálftíma.
Aðgangseyrir er 1.000 kr., eldri borgarar og
öryrkjar fá helmingsafslátt og nemendur Háskóla
Íslands þurfa ekki að greiða fyrir aðgang.
vigdis@frettabladid.is
Fjölbreyttur Beethoven
VIGDÍS GRÍMSDÓTTIR Hún ferðast um Austur-
land og kynnir bók sína um Bíbí Ólafsdóttur.
GUÐNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR Leikur á Háskólatónleikum í
Norræna húsinu á morgun.
Tvö verk hverfa af sviðum
Þjóðleikhússins á næstu
dögum: Hamskiptin og Leg
renna brátt sitt skeið eftir
gott gengi: Leg var
frumsýnt á liðnum vetri en
Hamskiptin komu upp í
haust eftir stuttan sýningar -
tíma í London og halda nú
aftur til Lundúna þar sem
sýningar hefjast að nýju.
Ýmsir hafa furðað sig á
að leiksýningar sem
samkvæmt auglýsingum eru leiknar
fyrir fullu húsi hverfi af sýningar -
skránni. Fáir miðar eru til á síðustu
sýningar verkanna beggja: Leg er
leikið 28. og 29. nóvember, en
Hamskiptin verða sýnd 30.
nóvember og 3. desember.
Samningar við Lyric Hammersmith-
leikhúsið gerðu ráð fyrir að
sýningum við Hverfisgötuna yrði
hætt 1. desember og leikmyndin
sett í gám og siglt með hana til
Bretlands. Hefjast sýningar ytra
upp úr áramótum. Elva Ósk verður í
hópnum sem leikur fyrir breska
áhorfendur en þau Björn Thors og
Unnur Ösp taka við hlutverkum
Gísla og Nínu.
Tinna Gunnlaugsdóttir leikhús -
stjóri segir sýningar á Legi orðnar
fjörutíu auk fjögurra forsýninga:
„Góð aðsókn var á flestar sýning -
arnar í vor og þegar hlé var gert á
sýningum var hætt fyrir fullu húsi.
Í haust fór miðasalan hægt af stað
en tók svo verulega vel við sér.
Sérstaklega hafa skóla hópar verið
duglegir að nýta sér sérkjör í
miðaverði og stórir hópar frá
flestum framhalds skólum á Stór-
Reykjavíkur svæðinu hafa nú séð
sýninguna. Stemningin á
sýningum þegar unglingar
úr sama skóla koma í
stórum hóp í leikhúsið
hefur oft verið alveg
mögnuð og allt ætlað að
springa af fögnuði í lok
sýningar. Vissulega væri
gaman að geta haldið
sýningum áfram eftir
áramót, það gerist ekki oft
að sýningar hitta svona
gjörsamlega í mark hjá
þeim aldurshópi sem oft og einatt
hefur verið erfitt að draga í
leikhúsið, en aðstæður eða
aðstöðuleysi á stóra sviðinu vega
þungt samfara því mati að framboð
af lausum sætum á þær fjörutíu
sýningar sem sýndar hafa verið á
því sex mánaða tímabili sem
sýningar hafa staðið hafi verið
viðunandi og ættu þeir sem á annað
borð höfðu áhuga á að sjá sýn -
inguna að hafa haft til þess
tækifæri.“
Segir Tinna aðstöðu leysi
til geymslu á leikbúnaði ráða
miklu um að sýn ing um er
hætt. „Geymsluplássið
er því miður af
ákaflega skornum
skammti og setur
pláss leysi starfinu
því ákaflega
þröngar skorður.
Þjóðleikhúsið er barn
síns tíma í þessu tilliti eins og
margoft hefur komið fram í
umræðunni.“ Við upphaf ráðningar
sinnar tók Tinna þá ákvörðun að
stytta sýn ingarskeið og þétta
sýningar haldið, meðal annars til að
minnka umskip unarkostnað sem er
samfara því að hafa margar
sviðsetningar á stóra sviðinu í senn.
Hefur hún reyndar látið vinna
áætlanir um að byggja við húsið
beinlínis til að bæta úr aðstöðu
baksviðs í Þjóðleikhúsinu sem hefur
verið í endurbyggingu í hartnær tvo
áratugi. Þéttara sýning ar haldi fylgir
sá böggull „að áhorfendur mega
helst ekki draga það um of að
tryggja sér miða ef þeir ætla ekki að
missa af áhuga verðum sýningum í
Þjóðleikhúsinu. Nú er undirbúningur
fyrir jóla sýninguna, Ívanov, kominn
á fullan skrið. Verður hún sýnd þétt
frá jólum og fram á þorra, að
minnsta kosti, samhliða sýningum á
Skilaboðaskjóðunni, en mikil að sókn
er einnig á þá sýningu. Svo er von á
Sólarferð á stóra sviðið um miðjan
febrúar, Engi sprettum í mars og
Ástin er diskó, lífið er pönk í
apríl.“
Tinna segir fulla ástæðu til
að hvetja leikhúsgesti til að
draga það ekki um of að sjá
sýningar á stóra sviði
Þjóðleikhússins. „Þeir
gætum misst af frá -
bærri upplifun. Leikhús er
lifandi listform og eftir að
sýningum á tilteknu leik riti
lýkur er sýningin horf in af
sjónarsviðinu fyrir fullt
og allt og lifir aðeins áfram
í huga þeirra sem nutu.“
pbb@frettabladid.is
Sýningar hverfa af sviðinu
LEIKLIST Sýningum á Legi
er að ljúka en nýtt verk
eftir Hugleik í leikstjórn
Stefáns Jónssonar
verður sýnt eftir áramót.
MYND/ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
LEIKLSIT Tinna
Gunnlaugsdóttir
þjóðleikhússtjóri
Á Korpúlfsstöðum er rekin sjón -
listamiðstöð á vegum Sam bands
íslenskra myndlistar manna, Sam -
taka hönnuða og Reykjavíkur -
borgar. Í sjónlistamiðstöðinni eru
nú vinnustofur hátt í fjörutíu
starfandi myndlistarmanna og
hönnuða. Í byggingunni er einnig
rekið útibú frá Myndlistarskóla num
í Reykjavík þar sem börn og
unglingar hafa sótt námskeið.
Félagsstarf aldraðra í Grafarvogi
fer fram á Korp úlfsstöðum að
ógleymdum golfurun um sem þeyt -
ast um velli hlýrri mánuði ársins.
Því má með sanni segja að þetta
gamla kúabú hafi öðlast nýtt og
menningarlegt hlut verk á undan -
förn um árum.
Senn dregur til tíðinda á
Korpúlfsstöðum þar sem borgar-
stjórinn í Reykjavík, Dagur B.
Eggertsson, opnar næstkomandi
laugardag í stóra sýningarsal bygg -
ing ar innar samsýningu ríflega
helm ings þeirra listamanna sem á
Korpúlfsstöðum starfa.
Titill sýningarinnar er Meter þar
sem verkin, sem unnin eru í
margvíslega miðla, eiga það öll
sameiginlegt að vera unnin út frá
mælieiningunni metra. Því mælast
verkin öll einn metri á alla kanta,
hvort sem þau eru í tvívídd eða
þrívídd. Sýningin stendur aðeins
yfir um næstkomandi helgi og
verður opin frá 13 til 17 laugardag
og sunnudag.
Vinnustofur þeirra listamanna og
hönnuða sem starfa á Korp -
úlfsstöðum verða einnig opnar
almenningi á laugardag og kennir
þar ýmissa grasa. Á Korpúlfsstöðum
er unnið að listsköpun út frá ólíkum
forsendum og má því sjá málverk,
teikningar, grafík, grafíska hönnun,
leirlist, textíl, hreyfimyndagerð,
landslagsarkitektúr, leik mynda -
hönnun, glerlist og högg myndir á
vinnustofunum. Það er því til mikils
að vinna fyrir áhugafólk um listir
enda hér á ferð tækifæri til þess að
fylgjast með vinnuferli listafólks.
Sjónlistirnar fá þó ekki einar að
njóta sín því ritlistin lætur líka til
sín taka. Rithöfundar munu lesa
upp úr nýútkomnum bókum sínum
og hægt verður að kaupa sér
kaffiveitingar í portinu í suðurhluta
hússins. - vþ
List mæld í metrum
KORPÚLFSSTAÐIR Hýsa blómlegt
listastarf.
Sýning
Pétur Pétursson sýnir um
þessar mundir átta nýleg
málverk í húsgagnaversluninni
GÁ-húsgögn, Ármúla 19. Allar
myndirnar á sýningunni eru
landslagsmálverk og flestar
eiga sér fyrirmynd í landslagi
Snæfellsness.
22. nóvember - uppselt
23. nóvember - uppselt
30. nóvember - uppselt
1. desember - uppselt
7. desember - uppselt
8. desember - uppselt