Fréttablaðið - 27.11.2007, Side 40

Fréttablaðið - 27.11.2007, Side 40
32 27. nóvember 2007 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is Stórskyttan og landsliðsmaðurinn Einar Hólmgeirsson er kominn á fulla ferð með félagi sínu Flensburg á nýjan leik. Einar hefur verið meira og minna meiddur síðasta árið og hann meiddist síðast í Evrópuleik gegn Ciudad Real fyrir nokkrum vikum. Þá fékk Einar langþráð tækifæri með Flensburg sem endaði á þann sorglega hátt að hann var borinn af velli eftir að hafa staðið sig mjög vel gegn Ólafi Stefánssyni og félögum. Einar var í fínu formi með Flensburg á sunnudag þegar hans gamla félag, Grosswallstadt, kom í heimsókn. Einar var sínum gömlu félögum óþægur ljár í þúfu og skoraði fjögur mörk með þrumuskot- um í 35-28 sigri Flensburg. „Það var verulega gaman að mæta Grosswallstadt. Þetta var í fyrsta skipti sem ég mæti liði sem ég hef áður spilað með og það var sérstakt. Það var ekki verra að setja nokkur á gamla markvörðinn minn en hann átti ekki möguleika,“ sagði Einar léttur en hann fór nánast beint í loftið eftir að honum var skipt inn af bekknum. „Ég er settur inn á til þess að skjóta og er með skotleyfi. Það var engin ástæða til þess að bíða eftir einu né neinu.“ Einar fær væntanlega fleiri tækifæri til þess að láta ljós sitt skína í næstu leikjum þar sem félagi hans í lands- liðinu, Alexander Petersson, er meiddur á ökkla og verður frá næstu þrjár vikurnar vegna þessa en Alex hefur verið á undan Einari í goggunarröðinni sem skytta hjá Flensburg. „Það er leiðinlegt að missa Alex en sem betur fer verður hann ekki of lengi frá. Ég verð aftur á móti að nýta tækifærið vel fyrir sjálfan mig og sýna hvað í mér býr,“ sagði Einar en hann segist samt vera nokkuð frá sínu besta formi. „Ég er í ágætu líkamlegu formi en það vantar enn talsvert upp á spilformið hjá mér og það eðlilega. Þetta er samt allt á réttri leið og stefnan hjá mér er að verða kominn í toppform í janúar þannig að maður geti hjálpað landsliðinu eitthvað á EM. LANDSLIÐSMAÐURINN EINAR HÓLMGEIRSSON: KOMINN Á FULLA FERÐ EFTIR ENN EIN MEIÐSLIN Stefni á að mæta í toppformi á EM FÓTBOLTI Logi Ólafsson, þjálfari KR, tjáði miðjumanninum Bjarn- ólfi Lárussyni það á dögunum að hann væri ekki inni í framtíðar- áætlunum sínum og honum væri þar af leiðandi frjálst að róa á önnur mið. Bjarnólfur hefur því leikið sinn síðasta leik fyrir KR en hann hefur verið í herbúðum félagsins síðustu þrjú ár. „Þessi tíðindi komu mér nokkuð á óvart en ég virði ákvörðun Loga og er sáttur við að menn komi hreint fram. Þannig að þetta er alveg í góðu af minni hálfu og ég legg mikið upp úr því að fara sátt- ur frá félaginu,“ sagði Bjarnólfur en hann á tvö ár eftir af samningi sínum við félagið. Hann verður ekki seldur til annars félags held- ur er stefnan að ganga frá starfs- lokasamningi en vinnan við hann er ekki hafin. „Ég tek svo stöðuna á mínum málum þegar ég hef skilið endan- lega við KR. Það hefur verið ágætt að hvíla sig eftir mjög erfitt sumar. Ég er í raun ekkert farinn að spá í framhaldið og er alls ekki að flýta mér neitt. Ég er enn á byrjunar- reit og hef ekkert spáð í hvert ég fari eða hvort ég haldi áfram. Það er margt annað sem ég er að gera og ég þarf að spá í mörgum hlut- um áður en ég tek einhverja ákvörðun um framhaldið,“ sagði Bjarnólfur en hann neitar því ekki að síðasta sumar hafi tekið sinn toll. „Það tók mjög mikið á. Ekki bara síðasta sumar heldur síðustu tvö ár þar sem gengið hefur verið misjafnt og mikið æft líka. Það er kominn tími á smá hvíld núna og ég ætla ekkert að taka neina ákvörðun um mína framtíð fyrr en eftir áramót. Ég stend á ákveðn- um tímamótum og þarf að skoða vel í hvað ég vilji eyða tíma mínum í framtíðinni.“ Bjarnólfur kom á sínum tíma til KR frá ÍBV en það var Magnús Gylfason sem fékk Bjarnólf til félagsins eftir að hafa þjálfað hann í Eyjum. Þrátt fyrir oft og tíðum erfiða tíma sér Bjarnólfur ekki eftir því að hafa komið til KR. „Alls ekki. Þetta er búinn að vera skemmtilegur tími þó svo að þetta hafi oft verið erfitt. Ég hefði viljað sjá betri árangur KR á þessum tíma. Hér hef ég aftur á móti kynnst mikið af góðu fólki og séð margt gott í kringum félag- ið. Ég hef notið þess að vera í KR og vil skilja í góðu við félagið,“ sagði Bjarnólfur en er hann sátt- ur við eigin frammistöðu hjá félaginu? „Já og nei. Ég hefði viljað gera betur að mörgu leyti en mér fannst ég standa mig ágætlega á köflum. Það hefur ekki verið auðvelt að spila fyrir KR og ég get ekki neit- að að þetta hefur ekki gengið eins vel og ég vonaðist til þó svo að ég sé ekki ósáttur við mitt framlag,“ sagði Bjarnólfur Lárusson. henry@frettabladid.is Vil skilja sáttur við KR Miðjumaðurinn Bjarnólfur Lárusson stendur á tímamótum á sínum ferli. Hans krafta er ekki lengur óskað hjá KR og hann er sjálfur að íhuga framtíðina. Hann segist ekki vera viss um hvert hann fari eða hvort hann haldi áfram. FRAMTÍÐIN ÓRÁÐIN Bjarnólfur Lárusson er ekki búinn að ákveða hvert hann fari eða hvort hann hreinlega haldi áfram í fótbolta. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HANDBOLTI Landsliðsmaðurinn Vignir Svavarsson hefur náð sam- komulagi við þýska félagið Lemgo um að hann spili með félaginu næstu tvö árin. Vignir á aðeins eftir að gangast undir læknisskoð- un hjá Lemgo og mun hann gera það í desember. Það verða því aftur tveir félagar hjá Lemgo næsta vetur en fyrir hjá félaginu er Logi Geirsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson var í röðum félags- ins áður en hann ákvað að ganga í raðir danska liðsins GOG. „Þetta er mjög spennandi allt saman. Félagið er búið að ráða Markus Baur sem þjálfara og ætlar sér að vera í toppbaráttunni á helstu vígstöðvum á komandi árum. Það verður spennandi að taka þátt í þessari uppbyggingu hjá félaginu,“ sagði Vignir við Fréttablaðið í gær. Lemgo hafði fyrst samband fyrir um mánuði en fleiri þýsk félög sýndu Vigni áhuga og þar á meðal var Magdeburg. Vignir seg- ist vera sáttur við samninginn sem hann fær hjá félaginu. „Þetta er betri samningur en hjá Skjern. Ég hefði líka getað farið annað og fengið meiri pening en það skipti ekki mestu fyrir mig. Ég skoðaði félagið, umgjörðina og framtíðaráform frekar en tölurn- ar. Að fara í rétta félagið skipti mig meira máli en launatölurnar,“ sagði Vignir. „Fyrst ég ætlaði að fara frá Skjern þá setti ég stefn- una á að fara í toppfélag í Þýska- landi. Annars hefði ég verið áfram hjá Skjern enda gott að vera í Dan- mörku.“ Vignir segir að þessi félaga- skipti séu rökrétt skref fram á við eftir nokkur góð ár í Danmörku. „Auðvitað er þýska deildin tals- vert sterkari en sú danska og þarna gefst mér tækifæri til þess að bæta mig enn frekar sem hand- boltamaður. Það verður líka gaman að hitta Loga hérna enda einstak- lega skemmtilegur strákur þar á ferðinni.“ - hbg Landsliðsmaðurinn Vignir Svavarsson er búinn að semja við þýska úrvalsdeildarliðið Lemgo til tveggja ára: Rétta félagið mikilvægara en launatölurnar Á LEIÐ TIL LEMGO Vignir Svavarsson mun spila með Loga Geirssyni á næstu leiktíð. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SUND Frammistaða Erlu Daggar Haraldsdóttur að undanförnu hefur ekki aðeins leitt af sér fjölda Íslandsmeta heldur er stelpan einnig framarlega á nýjum afrekalista yfir evrópskt sundfólk. Erla Dögg setti fjögur Íslands- met á nýafstöðnu Íslandsmóti í 25 metra laug og þau skila henni öll inn á Evrópulistann. Erla Dögg er í 16. sæti í 100 metra fjórsundi, í 28. sæti í bæði 50 og 100 metra bringusundi og þá er hún í 35. sæti í 200 metra fjórsundi. Erla Dögg hefur slegið alls níu Íslandsmet frá því um miðjan október og það hefur verið frábært að fylgjast með þessari frábæru sundkonu úr Njarðvík að undanförnu. - óój Afrekalisti Evrópu í sundi: Erla Dögg er framarlega GULL OG ÍSLANDSMET Erla Dögg Har- aldsdóttir synti frábærlega á Íslandsmót- inu á dögunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KÖRFUBOLTI Hann var örugglega sögulegur leikur Hauka og KR í 1. deild kvenna í körfubolta um helgina en þá léku fjórar systur saman í Haukaliðinu. Þetta eru þær Hanna (22 ára), Bára Fanney (19), Árný Þóra (15) og Margrét Rósa (13) Hálfdanar- dætur en foreldrar þeirra, Hálfdan Markússon og Sóley Indriðadóttir, léku bæði með Haukaliðinu á sínum tíma. Haukaliðið vann leikinn 83-55, Hanna var með 16 stig, 10 fráköst og 4 stolna bolta og Bára skoraði 11 stig og gaf 4 stoðsendingar en þær tvær yngstu voru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki. Margrét Rósa var með 1 stig og 2 fráköst á 8 mínútum og Árný tók 4 fráköst og stal 2 boltum á 13 mínútum. - óój 1. deild kvenna í körfu: Fjórar systur í sama liði ELST Hanna Hálfdanardóttir lék við hlið þriggja systra sinna gegn KR um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Ruud Gullit stjórnar liði LA Galaxy í fyrsta sinn í kvöld þegar liðið mætir Sydney FC í æfingaleik í Sydney en búist er við að 80 þúsund manns mæti á leikinn. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég get séð hvar mínir leikmenn geta bætt sig. Þetta er líka gott tækifæri fyrir okkur að kynnast betur,“ sagði Gullit. Hann sagði enn fremur að aðalstjarna liðsins, David Beckham, stefndi á að spila allar 90 mínúturnar en Beckham lék aðeins fimm leiki með Galaxy á síðasta tímabili vegna meiðsla. - óój Ruud Gullit um Beckham: Ætlar að spila í 90 mínútur FJÖR Í SYDNEY David Beckham er í Ástralíu með liði sínu LA Galaxy. NORDICPHOTOS/GETTY > KR TV beint frá Tyrklandi? Íslandsmeistarar KR í körfubolta leika síðari leik sinn við tyrkneska liðið Banvit BC í Evrópukeppninni ytra í dag. KR tapaði fyrri leiknum með 17 stiga mun þannig að það verður á brattann að sækja fyrir Vesturbæinga. Leikurinn hefst klukkan 16.00 að íslenskum tíma og reynt verður að sýna leikinn beint á KR TV sem nálgast má á heimasíðu KR-inga, kr.is. Aðalmaður KR-sjón- varpsins, Ingi Þór Steinþórsson, er staddur ytra og mun lýsa af sinni alkunnu snilld gangi tæknimálin upp í Tyrklandi. FÓTBOLTI Færeyska knattspyrnu- sambandið greinir frá því á heimasíðu sinni að landslið Færeyinga muni leika æfingaleik gegn Íslandi í lok mars á næsta ári. Leikurinn mun fara fram í Kórnum í Kópavogi. Þetta verður fyrsti landsleikur karlalandsliðsins sem fram fer innan dyra. - hbg Knattspyrnulandsliðið: Mætir Færeyj- um í æfingaleik

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.