Fréttablaðið - 27.11.2007, Síða 46

Fréttablaðið - 27.11.2007, Síða 46
38 27. nóvember 2007 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. sæti 6. hvort 8. hvers vegna 9. hlé 11. öfug röð 12. rusl 14. hökutoppur 16. tónlistarmaður 17. frjó 18. umrót 20. frá 21. mergð. LÓÐRÉTT 1. tel 3. skammstöfun 4. svelgja 5. persónufornafn 7. forhlaup 10. hald 13. gras 15. hamingja 16. nögl 19. átt. LAUSN LÁRÉTT: 2. sess, 6. ef, 8. hví, 9. lot, 11. on, 12. drasl, 14. skegg, 16. kk, 17. fræ, 18. los, 20. af, 21. ótal. LÓÐRÉTT: 1. held, 3. eh, 4. svolgra, 5. sín, 7. forskot, 10. tak, 13. sef, 15. gæfa, 16. kló, 19. sa. BESTI BITINN Í BÆNUM „Á næstu grösum er yndislegur staður sem ég hef borðað á í 20 ár. Nýlega fékk ég meiriháttar mat á nýja staðnum, Fiskmark- aðnum. En Iða er í uppáhaldi, þar borða ég sushi með mann- inum mínum tvisvar í viku.“ Svava Johansen, eigandi NTC „Þetta er bara brandari og ég tek honum vel,“ segir Hannes Hólm- steinn Gissurarson en nýlega kom út annað bindi ævisögu hans sem Óttar Martin Norðfjörð skrifar. Annað bindið heitir Hólmsteinn: Holaðu mig dropi, holaðu. Hannes sagðist ekki hafa keypt bókina en óskaði Óttari velgengni á þessu sviði og kvaðst ekki ætla að erfa þetta við höfundinn. „Ég er nú enda fylgjandi málfrelsinu og það verður að virka í báðar áttir,“ segir Hannes. „Og ef hann getur notað nafnið mitt á frama- braut sinni þá er það honum vel- komið,“ bætir Hannes við, en þegar Fréttablaðið náði tali af honum sat hann ásamt umbrots- manni og var að velja myndir í afmælisbók Davíðs Oddsson- ar sem á að koma út á sextugsafmæli seðla- bankastjórans 17. jan- úar næstkomandi. „Ég er að hjálpa þeim í SUS með bókina, þetta eru ljósmyndir sem hafa margar hverjar aldrei sést áður,“ útskýrir Hannes. Gísli Marteinn Baldursson festi kaup á fyrstu bók Óttars um Hannes, Hannes: Nóttin er blá, mamma, og færði Hann- esi að gjöf en í samtali við Frétta- blaðið vildi borgarfulltrúinn ekki gefa upp hvort hann hygðist endurtaka leikinn, það yrði bara að koma á óvart. Blöð- ungur Óttars kæmi alveg eins til greina og aðrar bækur. „Hannes á allar góðar gjafir skildar,“ segir Gísli. - fgg Hannes ánægður með brandara Óttars ANNAÐ BINDI KOMIÐ ÚT Óttar Martin hefur gefið út annað bindi ævisögu Hannesar Hólmsteins Giss- urarsonar sem ber heitið Holaðu mig dropi, holaðu. Ef fram fer sem horfir slær Næt- urvaktin áhorfsmet Idol-stjörnu- leitar og verður vinsælasta sjón- varpsþáttaröð Stöðvar 2 frá upphafi. Samkvæmt áhorfsmæl- ingum sem Stöð 2 lét gera fyrir sig mælist Næturvaktin nú með 36 prósenta áhorf og er ekki útilokað að sú tala fari hækkandi eftir því sem nær dregur endalokum ævintýra þeirra Daníels, Ólafs Ragnars og Georgs á bensínstöðinni við Lauga- veg. „Þetta eru auðvitað mjög flottar áhorfstölur,“ segir Pálmi Guðmunds- son, sjónvarpstjóri Stöðvar 2, en þegar hefur verið tilkynnt um framhald sjónvarpsþáttanna sem fengu tvenn Eddu-verðlaun á dög- unum. Og það á að hamra járnið á meðan það er heitt. Síðasti þáttur Næturvaktarinnar verður frum- sýndur sunnudaginn 9. desember og strax daginn eftir kemur öll serían út á tvöföldum dvd- disk. Þar verður að finna aukaefni, svo sem heimild- armyndina um gerð Næt- urvaktarinnar. „Þetta er í fyrsta skipti sem við leggj- umst út í útgáfuna svona strax því yfirleitt hafa áhorfendur þurft að bíða í heilt ár eftir íslenskum sjónvarpsþáttum,“ segir Pálmi. Sena gefur diskinn út og er búist við miklum áhuga, átta þúsund eintök voru pöntuð í fyrsta upplagi og er gert ráð fyrir að salan fari allt upp í tólf þúsund. - fgg Næturvaktin við það að slá áhorfsmetið GULLKÁLFUR Næturvaktin reyndist happafengur fyrir Stöð 2 því allt stefnir í að hún verði vinsælasti sjónvarpsþáttur stöðvarinnar frá upphafi. STRAX ÚT Á DVD Leikstjórinn Ragnar Bragason hlýtur að vera kampakátur með velgengni Næturvaktarinnar en tvöfald- ur mynddiskur með öllum þáttunum verður gefinn út 10. desember. „Nei, því miður, við komumst ekki,“ segir Guðni Gunnarsson ropeyoga-kennari sem varð að afþakka boð í brúðkaup sjálfs Ofurmennisins um síðustu helgi. Einn frægasti skjólstæðingur Guðna, Brandon Routh, þekktast- ur fyrir leik sinn sem Súperman, gekk að eiga unnustu sína, leik- konuna og framleiðandann Courtn- ey Ford. Að sjálsögðu fékk Guðni boðskort frá Ofurmenninu en hann undirbjó Routh andlega og líkamlega fyrir frægðina sem talið var fullvíst að myndi banka upp á eftir frumsýningu Superman fyrir tveimur árum. Guðni átti því miður ekki heim- angengt sökum anna en að sögn hans fór brúðkaupið fram á búgarði eins af framleiðendum Súperman-myndarinnar, Jon Pet- ers og þótti víst ákaflega fallegt. Samkvæmt vefmiðlum þar vestra lét ríkisstjórinn í Kaliforníu, Arn- old Schwarzenegger, loka lofthelg- inni yfir búgarðinum til að koma í veg fyrir ágang paparazza. Guðni fékk póst frá stórstjörn- unni á laugardagsmorgun áður en brúðkaupið fór fram þar sem leik- arinn spurði hvort það væri alveg útilokað að þau kæmust. „Við höfð- um þá ekki alveg gefið það frá okkur en síðan áttuðum við okkur bara á því að þetta væru of mikil ferðalög,“ útskýrir Guðni en tölu- verðar framkvæmdir hafa átt sér stað við Ropeyoga-setrið í Listhús- inu við Engjateig. „Hann sýndi þessu auðvitað mikinn skilning,“ bætir Guðni við. Guðni segist ekki hafa sent Brandon og Courtney brúðkaups- gjöf því hann stefnir á að fara vestur um haf í byrjun næsta árs. Og þá ætlar hann að hafa eitthvað smáræði í farteskinu til að gefa brúðhjónunum. „Kannski bara hangikjöt, malt og appelsín og skyrdollu,“ segir Guðni og hlær og bætir því síðan við að íslenskt listaverk komi einnig til greina. Ropeyoga-kennarinn segir að hann hafi ekkert nema gott um Courtney að segja, hún sé hörku- dugleg og með bein í nefinu. Þá sagði hann jafnframt að Brandon stefndi að því að koma aftur hing- að til lands næsta vor en hann dvaldist hér drykklanga stund á síðasta ári og fór þá í ferðalag í kringum landið ásamt Guðna og fjölskyldu. „Við sjáum bara til hvernig það fer,“ segir Guðni. Stefnt er að því að hefja fram- leiðslu á framhaldsmynd um ævin- týri Súperman á næsta ári og mun Brandon klæðast rauðu skikkj- unni aftur. freyrgigja@frettabladid.is GUÐNI GUNNARSSON: HELDUR GÓÐU SAMBANDI VIÐ SÚPERMAN Jóga-Guðni komst ekki í brúðkaup Ofurmennisins SAT FASTUR HEIMA Guðni Gunnarsson segir að brúðkaup Ofurmennisins og unnustu þess hafi verið fallegt og honum hafi þótt leiðinlegt að komast ekki í það en það hafi einfaldlega verið brjálað að gera heima. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA SAMAN Í FJÖGUR ÁR Brandon Routh og Courtney Ford hafa verið saman í fjögur ár og gengu í það heilaga á búgarði Jons Peters á laugardaginn. NORDICPHOTOS/GETTY LAS EKKI ÞÁ SÍÐUSTU Hannes Hólmsteinn las ekki fyrsta bindi ævisögunnar og bjóst ekki við því að kaupa það nýjasta. GEFUR EKKERT UPP Gísli Mart- einn vildi ekki upplýsa hvort hann hygðist gefa Hannesi annað bindi sögunnar. VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8. 1. Patreksfirði. 2. Nicolas Sarkozy. 3. Sara Dögg Ásgeirsdóttir. Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi í Árborg, þykir ganga lengra en margur í samstöðu með óléttri eiginkonu sinni. Eyþór og Dagmar Una Ólafsdóttir eiga sem kunnugt er von á barni og lætur Eyþór sig ekki muna um að sækja hvern tímann á fætur öðrum í meðgöngujóga með frúnni. Eyþór stendur sína plikt. Aron Pálmi Ágústsson er aftur orðinn laus og liðugur. Fréttablaðið greindi frá því fyrir skemmstu að hann væri kominn með kærustu upp á arminn. Sú var bráðhugguleg íslensk námsmær en samband- ið virðist ekki hafa enst, ef marka má hjúskap- arstöðuna sem Aron gefur upp á Facebook-síðu sinni. Götuspilarinn Jójó ætlar að vera í hlutverki jólasveinsins í miðborg Reykjavíkur á fullveldisdaginn 1. desember. Það er, ef veður leyfir. Hann ætlar að gefa vegfarendum eintak af geisladiski sem Vífilfell styrkti hann til að fram- leiða. Á disknum hefur Jójó fengið nokkra þekkta poppara með sér í lið og syngur til að minna lands- menn á þá sem minna mega sín. Sjónvarpsmaðurinn Logi Berg- mann Eiðsson hefur fallist á að snúa aftur með spjallþátt sinn, Logi í beinni, á Stöð 2 næsta haust. Logi í beinni fer þó í frí um áramót þegar Meistarinn tekur við enda þykir honum fullmikið af því að góða að stjórna tveimur skemmtiþáttum í einu. Þótt Logi elski að vera á skjánum og flestir elski Loga á skjánum er nú allt gott í hófi. - hdm FRÉTTIR AF FÓLKI 15% vaxtaauki! A RG U S / 07 -0 82 7 Nýttu þér þetta TILBOÐ og stofnaðu rei kning á spron.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.