Fréttablaðið - 27.11.2007, Side 48

Fréttablaðið - 27.11.2007, Side 48
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Karenar D. Kjartansdóttur Herra getur bæði átt við karla og konur,“ æptu þeir sem voru ósammála Steinunni Valdísi um að hugsanlega væri kominn tími til að endurskoða starfsheitið ráðherra. Sjálf hafði ég ekki hugmynd um að það hefði tíðkast að nota orðið herra yfir konur jafnt sem karla en kinkaði þó kolli enda þótti mér ógn- vænleg tilhugsun að titlinum yrði breytt. Ástæðan er ekki að mér finnist umræðan ekki eiga rétt á sér heldur takmarkað traust mitt á nýyrðasmiðum samtímans. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR voru eitt sinn kallaðir hjúkrunar- konur svona á meðan aðeins konur unnu við slík störf. Væntanlega hefur þótt líklegra að karlmannleg ending eins og fræðingur myndi auka virðingu fyrir stéttinni og margt til í því. Sá sem tæki upp á því að kalla verkfræðing verkkarl eða hagfræðing hagkarl myndi lík- lega skapa sér óvinsældir. FÓSTRUSKÓLI var eitt sinn starfræktur á Íslandi. Síðar komst fólk að þeirri niðurstöðu að Fóstru- skólinn væri alveg ónothæft sökum þess hve kvenlegt það væri. Þá hef ég heyrt að fólki hafi þótt gersam- lega útilokað að einhver gæti nokk- ur tímann borið virðingu fyrir manneskju sem gegndi jafn kven- legu starfsheiti og fóstra. Því var heitinu breytt í leikskólakennari, sem er vissulega karlkyns orð og því gengið að því sem vísu að bæði kynin geti notað það og fyrir því sé borin virðing. Aldrei virðist hafa komið til tals að karlar gætu verið fóstrur eða bara fóstri. FLUGÞJÓNAR urðu svo til þegar karlmenn fór að langa að starfa við það sama og flugfreyjur. Það hefði auðvitað verið bölvuð hneisa að láta karla bera kvenkyns starfsheiti. Sussum svei, mig sundlar bara við það eitt að hugsa um það hrópandi misrétti að ekki sé talað um þá niðurlægingu sem karlar hefðu orðið fyrir af því að vera kvengerð- ir í starfi sínu. Ekki virðist hafa komið til tals að nota orðið flug- freyr yfir þjónustulundaðan karl- pening á flugi. FJÖLMÖRGUM starfsheitum hefur verið breytt í gegnum tíðina svo henti betur báðum kynjum. Það vekur þó athygli mína að öll virðast heitin hafa orðið karlkyns við breytinguna. Karlkyns orð þykja henta báðum kynjum og líkleg til að auka virðingu. Verði einhverjum á að láta sér detta í hug að snúa hlutunum við verða margir ægilega reiðir og þusa um að konur geti alveg verið herrar. Því er ég sam- mála en geta karlar aldrei verið frúr? Er það kannski angi af ger- ræði femínista að láta sér þvílíkt og annað eins til hugar koma? Gerræði kvenna Í dag er þriðjudagurinn 27. nóvember, 331. dagur ársins. 10.33 13.15 15.57 10.38 13.00 15.21 STÚDENTABLAÐIÐ HÁSKÓLINNH MENNINGM PÓLITÍKP fylgir Fréttablaðinu 16. desember

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.