Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.11.2007, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 30.11.2007, Qupperneq 2
2 30. nóvember 2007 FÖSTUDAGUR ORKUMÁL Verið er að rannsaka möguleikana á því að setja upp sjávarfallavirkjun, eða haf- straumamyllu, í Breiðafirði. Slík virkjun þykir helst koma til greina í röstinni í Hvammsfirði. Í Breiða- firði virðist vera hægt að fram- leiða mikla raforku með lágum framleiðslukostnaði á umhverfis- vænan og afturkræfan hátt. Fjár- festingin yrði minnst 90 milljarð- ar króna miðað við sex þúsund megavatta virkjun og framleiðslu upp á 11-13 þúsund gígavattstund- ir á ári. Geir Guðmundsson, verkefnis- stjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð, segir að upprunalega hafi hug- myndin verið sú að byggja brú með hverflum yfir Breiðafjörðinn sem hefði jafnframt verið akveg- ur yfir í Dalasýslu en Breiðafjörð- urinn sé náttúruperla sem menn vilji ekki eyðileggja auk þess sem Vegagerðin hafi talið litla þörf fyrir veg þarna yfir. Í dag sé gert ráð fyrir að sökkva svokölluðum Gorlov-hverflum á bólakaf þannig að þeir sjáist ekki. „Ganga þarf úr skugga um að hverflarnir þoli þessa miklu strauma í Breiðafirði og ganga líka úr skugga um að þetta sé öruggt fyrir fiska og fugla. Æðar- fuglar kafa þarna eftir æti og þang þvælist fram og til baka. Það þarf að kanna hvaða áhrif þetta hefur.“ Geir segir að fyrsta mat á hug- myndinni sé það að þarna sé geysi- lega mikil orka fyrir hendi, „á við nokkrar Kárahnjúkavirkjanir og jafnvel þó að við myndum bara virkja lítið brot af orkunni. Þetta yrði líka ódýrari orka miðað við núverandi vatnsaflskosti,“ segir hann. Hins vegar fylgir böggull skammrifi. „Orkan er sveiflu- kennd og því þyrfti að koma til samvinna við til dæmis Lands- virkjun til að jafna út sveiflurnar,“ segir hann og bendir á að það gæti haft í för með sér kaup á sérstök- um túrbínum og framkvæmdir sem gætu hækkað raforkuverð. Fyrirtækið Sjávarorka, sem var stofnað fyrir nokkrum árum til að vinna að virkjuninni, er í sam- vinnu við Siglingastofnun og verk- fræðistofur og felst undirbúning- urinn í mælingum og matsvinnu, til dæmis á því hvar best væri að koma hverflunum fyrir. Vonir standa til að hægt sé að stunda ítarlegri rannsóknir á næstunni. Geir segir að lítill áhugi sé á hug- myndinni hér á landi. Viðkvæðið sé að fyrst beri að virkja jarðvarma og vatnsföll. „Menn eru fastir í því að bora og stífla,“ segir hann. ghs@frettabladid.is Orkan er á við þrjár Kárahnjúkavirkjanir Stefnt er að því að koma upp sjávarfallavirkjun í Röstinni í Breiðafirði. Fjárfest- ingin næmi minnst 90 milljörðum króna og myndi virkjunin framleiða tvöfalt til þrefalt meiri raforku en Kárahnjúkavirkjun. Óvíst er um umhverfisáhrif. SAGA AF BLÁU SUMRI ÞÓRDÍS BJÖRNSDÓTTIR KRABBAR Í KERI, APPELSÍNUR Í POKA, KLUKKUSAFN Þórdís Björnsdóttir „EINS OG VIÐVARANDI FANTASTÍSKT AUGNABLIK" –ÁHH, VÍÐSJÁ D Y N A M O R E Y K JA V ÍK DANMÖRK Danski stjórnmálamaðurinn Naser Khader hefur stungið upp á því að hluti þeirra flóttamanna sem fá hæli í Danmörku fái að búa á Grænlandi. Juliane Henningsen, annar tveggja fulltrúa Græn- lendinga á danska þjóðþinginu í Kaupmannahöfn, tekur vel í þessa hugmynd, en segir þó að Græn- lendingar verði að fá að ráða ferðinni í þeim efnum sjálfir. Frá þessu er skýrt meðal annars á fréttavef danska dagblaðsins Politiken. Khader, sem er leiðtogi danska stjórnmálaflokks- ins Nýtt bandalag, er nýkominn úr þriggja daga ferð um Grænland og segist sannfærður um að þar yrði vel tekið á móti útlendingum. „Grænland minnir mig á æsku mína í Mið-Austurlöndum. Þetta er ótrúlega opin og viðmótsþýð þjóð,“ segir hann í viðtali við Pol- itiken. Khader er fæddur í Sýrlandi en faðir hans er pal- estínskur flóttamaður. Nýstofnaður stjórnmálaflokk- ur hans náði fimm mönnum inn á þing í kosningunum 13. nóvember. Þótt hægristjórn Anders Fogh Rasmussens hafi náð naumum meirihluta í kosningunum hafði Khader sýnt mikinn áhuga á að ganga til liðs við stjórnina, meðal annars til að geta haft þar áhrif á innflytjendamál. Í gær varð þó ljóst að Nýtt bandalag yrði í stjórnar- andstöðu á þessu kjörtímabili. - gb FRÁ ÞINGSETNINGU Juliane Henningsen frá Grænlandi, Høgni Hoydal frá Færeyjum og Birthe Rønn Hornbech, ráðherra innflytjendamála í ríkisstjórn Anders Fogh Rasmussen, spjalla saman við setningu þingsins á miðvikudag. NORDICPHOTOS/AFP Naser Khader og flokkur hans verða í stjórnarandstöðu í Danmörku: Vill flóttamenn til Grænlands BRUSSEL Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins leggur til enn frekari niðurskurð fiskveiði- kvóta í lögsögu sambandsins. Framkvæmdastjórnin vill að þorskveiðikvótinn verði skorinn niður um fjórðung í stærstum hluta lögsögunnar. Undantekning er norðanverður Norðursjór, þar sem hún vill heimila ellefu prósenta aukningu. „Nýjasta vísindaráðgjöfin staðfestir að þótt ástandið sé nokkuð stöðugt er enn veitt of mikið úr flestum stofnum,“ hefur fréttavefur BBC eftir Joe Borg, sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmda- stjórninni. Sjávarútvegsráðherrar ESB hittast í desember til að taka ákvörðun um kvóta næsta árs. - aa Fiskveiðar í ESB: Frekari kvóta- niðurskurður Einar, er íslenskan heilög kýr? „Hún er að minnsta kosti mínar ær og kýr.“ Alþjóðahúsið, Samtök atvinnulífsins og nokkur stéttarfélög og stofnanir hafa látið útbúa sjö barmmerki til að virkja þá sem tala íslensku til að kenna þeim sem tala málið ekki. Á einu barmmerkinu er spurt hvernig eigi að fallbeygja kýr. Einar Skúla- son er framkvæmdastjóri Alþjóðahússins. Framlengt yfir skútumanni Gæsluvarðhald yfir einum skútu- mannanna svokölluðu, sem teknir voru með um 40 kíló af fíkniefnum í Fáskrúðsfjarðarhöfn, var framlengt til 10. janúar í gær. Hann kærði úrskurð- inn til Hæstaréttar. DÓMSMÁL Sjávarfallavirkjunin í Breiðafirði yrði samsett úr hundrað pöllum sem hver um sig er með fjörutíu rafala. Pöllunum yrði sökkt í sjóinn á fimmtán til sextán metra dýpi og þeir festir við botninn. Þegar sjórinn streymir í gegnum rafalana framleiða þeir rafmagn. Uppsett afl væri sex þúsund megavött og framleiðslan gæti náð 11-13 þúsund gígavattstundum á ári en Kárahnjúka- virkjun framleiðir tæplega fimm þúsund gígavattstundir á ári. FRAMLEIÐIR TVÖFALT MEIRA Æðarfuglar kafa þarna eftir æti og þang þvælist fram og til baka. Því þarf að kanna hvaða áhrif þetta hefur. GEIR GUÐMUNDSSON VERKEFNISSTJÓRI HJÁ NÝSKÖPUNAR- MIÐSTÖÐ. HAFNARFJÖRÐUR Bæjarstarfsmenn í Hafnarfirði fá kjarabætur til „að mæta þeim aðstæðum sem nú eru á vinnumarkaði,“ að sögn bæjar- stjórnar, sem samþykkt hefur rúmlega 200 milljóna króna auka- greiðslur vegna þessa. Allir bæjarstarfsmenn fá þrjá- tíu þúsund króna jólauppbót, sex- tán þúsund króna styrki til líkams- ræktar og hálfs árs sundkort á eitt þúsund krónur. Þá verður tekin upp sú nýjung að meta fyrri starfs- reynslu hjá öðrum vinnuveitend- um bæjarstarfsmönnum til tekna. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu er athyglinni sér- staklega beint að starfsfólki leik- skóla og grunnskóla, sem fær ýmsar kjarabætur. „Hafnar- fjörður vill vera til fyrirmyndar í skólamálum og gefur hér skýr skilaboð um mikilvægi umönnunar og menntastétta í Hafnarfirði,“ segir Ellý Erlingsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. Bæjarráð samþykkti auka- greiðslur til skólastarfsmanna í síðustu viku en í fyrradag bætti bæjarstjórninun um betur. Sér- stakur sjóður til grunnskóla var þannig hækkaður úr 4.000 krónum á nemanda í 8.500 krónur á nem- anda. „Í sex hundruð nemenda skóla gerir þetta sjóð að fjárhæð rúm- lega fimm milljónir króna. Þess- um fjármunum má ráðstafa til að mæta álagi og undirmönnun og einnig til að efla starfsanda og liðsheild,“ segir Ellý Erlingsdóttir. - gar Bæjarstarfsmenn í Hafnarfirði fá kjarabætur vegna aðstæðna á vinnumarkaði: Fá 200 milljóna aukagreiðslu ELLÝ ERLINGS- DÓTTIR „Hafnar- fjörður vill vera til fyrirmyndar,“ segir forseti bæjar- stjórnar. RÚSSLAND, AP Vladimír Pútín Rússlandsforseti varaði í gær kjósendur við því að styðja ekki flokk sinn, Sameinað Rússland, í þingkosningunum á sunnudaginn. Hlyti hann ekki glæst brautar- gengi gæti Rússland sokkið aftur í „tíma niðurlægingar, ósjálf- stæðis og upplausnar“. Sjónvarpsávarp Pútíns var sent út í lok kosningabaráttu þar sem séð hefur verið til þess að engar aðrar raddir en þær sem styðja Pútín og hans menn fengu að komast að í fjölmiðlum landsins. Stórsigur Sameinaðs Rússlands gæti gefið Pútín umboð til að vera áfram álitinn leiðtogi þjóðarinnar jafnvel þótt hann hætti sem forseti í vor. - aa Þingkosningar í Rússlandi: Pútín varar kjósendur við ÁVARPAÐI ÞJÓÐINA Pútín segir stjórnar- andstæðinga „svikahrappa á jötu útlendinga“. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Áfram hámarksútsvar Útsvarsprósenta í Kópavogi verður óbreytt á næsta ári, 13,03 prósent, sem er hæsta leyfilega álagningar- hlutfall. Þetta samþykkti bæjarstjórn samhljóða að tillögu bæjarstjóra. Gert er ráð fyrir 2,2 milljarða króna rekstrar- afgangi á bæjarsjóði á næsta ári. KÓPAVOGUR REYKJAVÍK Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-lista frjálslyndra og óháðra, snýr aftur til starfa á mánudaginn. Hann blæs á sögusagnir um viðræður um meirihlutasam- starf við sjálfstæðis- menn. „Enda lá fyrir að ég styð nýjan borgar- stjóra og mun gera það áfram.“ Dagur B. Eggertsson borgar- stjóri fagnar endurkomu Ólafs, sem hann kallar guðfaðir hins nýja meirihluta: „Hann var sá fyrsti sem hringdi í mig með þessa hugmynd á sínum tíma.“ Hvorugur telur að ólíkar áherslur um Reykjavíkurflugvöll verði þeim að ásteytingarsteini á kjörtímabilinu. - kóþ Ólafur F. Magnússon: Aftur í Ráðhús á mánudaginn ÓLAFUR F. MAGNÚSSON DÓMSMÁL Mál gegn karlmanni á fertugsaldri sem sakaður er um skjalafals var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Maðurinn sótti um stofnun veltureiknings í nafni líknarfélags en ákærði falsaði undirskrift á umsókninni sem prókúruhafi og framkvæmdastjóri félagsins, í útibúi KB banka í Austurstræti í nóvember í fyrra. Þá lagði hann fram falsað umboð frá stjórn líknarfélagsins um heimild til úttektar á fjármun- um af reikningi þess en á umboð- inu hafði maðurinn falsað undirskrift stjórnarmanna félagsins og ímyndaðra votta. - æþe Skjalafalsari ákærður: Þóttist í umboði líknarfélags SPURNING DAGSINS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.