Fréttablaðið - 30.11.2007, Blaðsíða 8
30. nóvember 2007 FÖSTUDAGUR
TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN / Sími 515 2000 / tm@tm.is / www.tm.is
TM Ánægja
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
/
T
M
I
40
16
3
11
/0
7
Samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni
eru viðskiptavinir TM þeir ánægðustu
af viðskiptavinum tryggingafélaga,
þriðja árið í röð.
Ánægjuvog
tryggingafélaga
2007
TM SJÓVÁ VÍS
„Ekkert röfl og ekkert vesen. Ef svo illa vildi til að ég yrði
fyrir tjóni aftur þá þyrfti ég greinilega engu að kvíða
með það. Takk fyrir mjög góða þjónustu.“
Bestu kveðjur,
Guðrún Jónsdóttir og Ludwig H. Gunnarsson
„…sem sagt
fljót og góð
þjónusta!“
Ummæli fólks sem lent hefur í tjóni segja
mest um þjónustu tryggingafélaga.
SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580
Meindl
Colorado GTX
Jólatilboð
17.900 kr.
verð áður 19.900 kr.
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/U
T
I
35
20
0
11
/0
6
MENNTAMÁL Kunnátta íslenskra
unglinga í náttúruvísindum er
undir meðallagi, ef miðað er við
niðurstöðu svokallaðrar PISA-
könnunar OECD, sem lögð var
fyrir í fyrra. Ísland lendir þar í 27.
sæti af 57 löndum, og næstneðst
Norðurlandanna. Aðeins Norð-
menn stóðu sig verr.
„Þetta eru mikil vonbrigði og í
raun ekki viðunandi,“ segir Þor-
gerður Katrín Gunnarsdóttir
mennta málaráðherra um niður-
stöðuna. „Við erum á svipuðum
stað og við höfum verið í þessum
prófum, en ég hefði viljað sjá okkur
ofar, meðal annars í ljósi þess að
grunnskólakerfið hér er það dýr-
asta sem rekið er innan OECD.“
Þorgerður segir að í ljósi þessa
hafi fyrirhugaðar breytingar á
skólakerfinu litið dagsins ljós á
hárréttum tíma, og ekki síst sá
hluti nýs frumvarps til laga um
leik- og grunnskóla sem lýtur að
kennaramenntun.
Könnuð var kunnátta fimmtán
ára nemenda í eðlis-, efna-, líf- og
jarðfræði. Löndin 57 mynda saman
um 90 prósent af efnahagi í heim-
inum. Finnskir unglingar eru efstir
og á eftir þeim koma unglingar frá
Hong Kong og Kanada. Árið 2003
var stærðfræðikunnátta unglinga
könnuð, og voru Íslendingar þá í
21. sæti.
OECD lét listann frá sér í kjölfar
þess að hluti niðurstaðnanna lak til
spænsks dagblaðs. Ítarniðurstöður
verða opinberaðar 4. desember.
Þorgerður hefur séð þær niður-
stöður og hyggst tjá sig frekar um
málið þá. Hún gefur þó upp að
jákvætt sé að minni munur sé á
frammistöðu kynja í þessu prófi
en í stærðfræðiprófinu 2003, auk
þess að landshlutar skeri sig ekki
ýkja mikið hver frá öðrum.
stigur@frettabladid.is
Menntakerfið bregst
íslenskum unglingum
Lítil kunnátta íslenskra unglinga í náttúrufræðum veldur menntamálaráðherra
vonbrigðum. Hún er undir meðallagi samkvæmt alþjóðlegri könnun OECD.
Þetta eru
mikil von-
brigði og í raun ekki
viðunandi ... ég hefði
viljað sjá okkur ofar,
meðal annars í ljósi
þess að grunnskóla-
kerfið hér er það
dýrasta sem rekið er
innan OECD.
ÞORGERÐUR KATRÍN
GUNNARSDÓTTIR
MENNTA MÁLARÁÐHERRA
SLÓVAKÍA, AP Lögregla í Slóvakíu
greindi frá því í gær að þrír menn
sem handteknir voru af landa-
mæravörðum hefðu verið með
hálft kíló af úrani í fórum sínum.
Mennirnir væru grunaðir um að
hafa ætlað að selja hið geisla-
virka efni fyrir eina milljón
Bandaríkjadala, andvirði 62 millj-
óna króna.
Michal Kopcik lögreglustjóri
sagði að hinir handteknu, sem voru
gómaðir síðla miðvikudags austast
í Slóvakíu og Ungverjalandi, hefðu
verið með um hálft kíló af úrani í
duftformi, sem grunur léki á að
væri upprunnið einhvers staðar í
Sovétríkjunum fyrrverandi.
„Það hefði verið mögulegt að
nota þetta með margvíslegum
hætti til hryðjuverkaárása,“ tjáði
Kopcik fréttamönnum.
Kopcik sagði að rannsakendur
væru enn að reyna að komast að
því hverjum hinir handteknu,
tveir Ungverjar og einn Úkraínu-
maður, hefðu ætlað sér að selja
efnið.
Handtökurnar juku á ótta um
að það kynni að færast í aukana
að geislavirku efni, sem hægt
væri að nota í svonefnda „skítuga
sprengju“, yrði smyglað frá
Austur-Evrópu vestur á bóginn.
Með „skítugri sprengju“ er átt
við sprengju sem dreifir geisla-
virku efni um allt er hún springur.
- aa
HÆTTULEGT SMYGL Þessa mynd af hinu
haldlagða efni birti slóvakíska lögreglan.
NORDICPHOTOS/AFP
Þrír menn handteknir fyrir að smygla geislavirku efni inn í Evrópusambandið:
Voru með hálft kíló af úrani