Fréttablaðið - 30.11.2007, Síða 10

Fréttablaðið - 30.11.2007, Síða 10
10 30. nóvember 2007 FÖSTUDAGUR RV Unique örtrefjaræstikerfið - hagkvæmt, vistvænt og mannvænt Á kynningartilboðiRV Uniqueörtrefjaræstikerfið R V U N IQ U E 1 0 0 7 0 6 Bodil Fur, sölumaður hjá RV Unique í Danmörku UniFlex II H Fiber ræstivagn Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Jólaævintýrið ... ódýr 3.199k r. stk. Leiðbeinandi verð: 4.280.- 25% afsláttur 934kr.stk. Leiðbeinandi verð: 2.880.- 68% afsláttur 1.260k r. stk. Leiðbeinandi verð: 1.680.- 25% afsláttur 1.289k r. stk. Leiðbeinandi verð: 1.980.- 35% afsláttur Auglýsingasími – Mest lesið FILIPPSEYJAR, AP Valdaránstilraun fyrrverandi yfirmanna úr hernum var hrundið í Maníla, höfuðborg Filippseyja, í gær eftir sjö klukku- stunda umsátur. Kröfðust andófs- mennirnir afsagnar forseta lands- ins, Gloriu Macapagal Arroyo, vegna spillingar í ríkisstjórn hennar. Verið var að rétta yfir mönnun- um 29 vegna fyrri valdaránstil- raunar þegar þeim tókst að sleppa úr réttarsalnum, komast inn á hótel skammt frá og loka sig þar af. Öryggissveitir brutu sér síðar leið inn á hótelið með brynvögnum þar sem þær köstuðu táragasi og skutu aðvörunarskotum. Tveir særðust og féllst leiðtogi hópsins, Antonio Trillanes, þingmaður og fyrrverandi liðsforingi í sjóher- num, á að yfirgefa hótelið til að forðast blóðsúthellingar. „Við gerðum bara það sem þurfti að gera. Það jafngildir land- ráðum ef ég hefði ekkert gert. Ef einhver beið ósigur hér þá var það þjóðin öll,“ sagði Trillanes. Á sjö ára valdatíma Arroyo hafa þrjár tilraunir verið gerðar til valdaráns og þrisvar sinnum hefur verið reynt að ákæra hana fyrir embættisbrot í starfi. Andófsmennirnir kölluðu eftir stuðningi almennings og hersins með símtölum og textaskilaboðum sem þeir sendu frá hótelinu. Nokkrir úr röðum hersins og stjórnarandstöðuhópum svöruðu kallinu. 101 var handtekinn. - sdg Umsátursástand í sjö klukkutíma á Filippseyjum: Valdaránstilraun hrundið í Maníla TILBÚNIR TIL ÁRÁSAR Hermenn skýldu sér bak við jeppa áður en þeir réðust inn í hótelið með skothríð og táragasi. NORDICPHOTOS/AFP ALÞINGI Forseti Alþingis hefur rofið þá hefð að sátt ríki hjá þing- mönnum allra flokka um breyt- ingar á þingskaparlögum, sagði Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna, á þingi í gær. Hann segir markmiðið með því að takmarka ræðutíma það að skerða málfrelsi þingmanna. Þingmenn VG standa einir í and- stöðu sinni við breytingar á lögun- um. Þar hefur verið lagt til að ótakmarkaður ræðutími verði afnuminn. Einnig er stefnt að því að ráða aðstoðarmenn fyrir formenn stjórnarandstöðuflokka, fjölga rit- urum Alþingis og bæta starfs- aðstöðu þingmanna. Kostnaðurinn við breytingarnar á að nema 99 milljónum króna. „Með málfrelsi verslum við ekki,“ sagði Ögmundur Jónasson, þingmaður VG. Hann gagnrýndi að þetta tvennt væri tengt með þessum hætti, takmörkun á ræðu- tíma og bætt aðstaða þingmanna. Stjórnarþingmenn jafnt sem þingmenn Frjálslyndra og Fram- sóknarflokks vörðu fyrirhugaðar breytingar. „Langar og leiðinlegar ræður, eins og við höldum stundum hér á Alþingi, eru hvorki forsenda mál- frelsis né lýðræðis í landinu,“ sagði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar. „Sá sem ekki getur sagt skoðun sína á fimmtán mínútum á að vera á endurmennt- unarnámskeiði, ekki Alþingi Íslendinga.“ - bj Þingmenn VG gagnrýndu harðlega fyrirhugaðar takmarkanir á ræðutíma á þingi: Verslum ekki með málfrelsið ENDURMENNTUN „Sá sem ekki getur sagt skoðun sína á fimmtán mínútum á að vera á endur- menntunarnám- skeiði, ekki Alþingi Íslendinga,” sagði Helgi Hjörvar í umræðum á Alþingi í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.