Fréttablaðið - 30.11.2007, Page 12
30. nóvember 2007 FÖSTUDAGUR
STYRKTARFÉLAG LAMAÐRA
OG FATLAÐRA
H R I N G U R
Hobbyhúsið ehf • Dugguvogi 12 • s: 517 7040
Opnunartími:
Mánudaga - föstudaga 10 - 18
Laugardaga og sunnudaga Lokað
Hobby T 500, T 600, T 650.
Bæklingarnir komnir fyrir
húsbíla 2008.
Pantanir óskast staðfestar.
T 650 FLC Siesta
LÖGREGLUMÁL Fíkniefni að götu-
virði tæplega fimm milljarðar
króna voru að sögn Ríkisendur-
skoðunar gerð upptæk á Íslandi í
fyrra. Það samsvarar sextán þús-
und krónum á hvern Íslending.
Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoð-
unar kemur fram að þótt neysla
fíkniefna hafi aukist á Íslandi
gangi vel að koma í veg fyrir inn-
flutning fíkniefna miðað við það
sem gerist í nágrannalöndum
okkar ef tekið sé tillit til fjölda
íbúa. Kemur fram að árunum 2003
til 2006 hafi verið komið upp um
493 tilraunir til fíkniefnasmygls
til Íslands. Þó megi nýta betur það
fjármagn sem fer í baráttuna
gegn fíkniefnum og auka eftirlit.
„Mikilvægt er að lögregla og
tollyfirvöld sameini krafta sína
enn frekar svo að tryggt sé að
upplýsingar og þekking nýtist
sem best,“ er ein ábending Ríkis-
endurskoðunar.
Þá bendir Ríkiendurskoðun á
þann möguleika að fara að dæmi
Norðmanna og stofna gagnabanka
um gjaldeyriskaup og peninga-
flutninga milli landa. Herða þurfi
reglur um það reiðufé sem fólki
sé leyft að ferðast með landa á
milli.
„Lagt er til að sú hámarksupp-
hæð í erlendri mynt sem hver far-
þegi má taka með sér úr landi án
þess að skýra flutninginn verði
lækkuð,“ segir Ríkisendurskoðun
sem kveður þessa upphæð í dag
vera 15 þúsund evrur, sem svarar
til um 1.360 þúsund króna. Í Evr-
ópusambandslöndunum sé þessi
upphæð mun minni eða 10 þúsund
evrur, sem svarar til um 910 þús-
und krónum.
Ríkisendurskoðun segir dæmi
um að starfsfólk flutningafyrir-
tækja hafi tekið þátt í fíknefna-
innflutningi og nefna sem dæmi
það sem kallað var Stóra fíkni-
efnamálið árið 1999. Þá tóku tveir
starfsmenn Samskipa þátt í miklu
smygli. Ríkisendurskoðun segir
að minnka þurfi hættuna á því að
starfsfólk á tollvöru- og hafnar-
svæðum taki þátt í fíkniefna-
smygli. „Einn liður í því gæti
verið að löggæsluyfirvöld athug-
uðu ávallt bakgrunn þeirra sem
starfa á slíkum svæðum, til dæmis
fastra starfsmanna tollvöru-
geymslna og hafna, með tilliti til
hugsanlegrar aðildar þeirra að
fíkniefnabrotum,“ segir í skýrslu
Ríkisendurskoðunar.
Að lokum má geta þess að Ríkis-
endurskoðun segir að herða þurfi
eftirlit með tilteknum flutnings-
leiðum fíkniefna til landsins.
Ábendingar um það séu hins
vegar settar fram í sérstakri trún-
aðarskýrslu til yfirvalda. - gar
Bakgrunnur starfs-
fólks verði kannaður
Ríkisendurskoðun leggur til bætt öryggi á tollsvæðum og að flutningur pen-
inga úr landi verði takmarkaður til að koma í veg fyrir fíkniefnainnflutning.
Fíkniefni fyrir fimm milljarða króna voru gerð upptæk á Íslandi í fyrra.
TOLLGÆSLAN Ríkisendurskoðun vill að tollyfirvöld og lögregla sameini krafta sína
betur í baráttunni gegn fíkniefnasmyglurum.
MENNTAMÁL Íslenskir nemendur í
fjórða bekk eru rétt ofan við
alþjóðlegt meðaltal þegar litið er
til lestrar og lesskilnings. Þetta
kemur fram í niðurstöðum alþjóð-
legu lestrarrannsóknarinnar
PIRLS.
Á Íslandi ná aðeins þrjú pró-
sent nemenda í fjórða bekk hæsta
hæfnisþrepi, eða ná að lesa og
skilja texta mjög vel, en þetta
hlutfall var sex prósent árið
2001.
Íslendingar ná svipuðum
árangri í að kenna slökustu náms-
mönnunum að lesa og næst að
meðaltali á alþjóðavísu. Sjö pró-
sent íslenskra fjórðubekkinga ná
ekki lágmarksleikni í lestri. Þessi
hópur er tvö prósent hjá Svíum,
þrjú prósent hjá Dönum og átta
prósent hjá Norðmönnum.
Sigurgrímur Skúlason, sviðs-
stjóri hjá Námsmatsstofnun,
segir að þetta þýði að fleiri börn
nái ekki lág-
markshæfni
í lesleikni
hér á landi en
í Danmörku
og Svíþjóð.
„Okkur
gengur síður
með slökustu
nemendurna
en Dönum og
Svíum. Það
skiptir rosa-
lega miklu
máli í okkar
þjóðfélagi að ná einhverju valdi á
lestri og þessi hópur les ekki sér
til gagns,“ segir hann.
Stúlkur mælast að meðaltali
hærri í lesleikni en drengir í þátt-
tökulöndunum fjörutíu. Norður-
löndin eiga það sameiginlegt að
nemendur þeirra eru sterkari í
beinni textaúrvinnslu en túlkun
eða rökvinnslu. - ghs
STEINGRÍMUR
SKÚLASON
Illa læsum börnum hefur fjölgað hér á landi:
Fjórtánda hvert barn
les sér ekki til gagns DÓMSMÁL Karlmaður hefur verið dæmdur til sektargreiðslu og
sviptingar ökuleyfis eftir að hann
ók drukkinn á bíl sínum út í Hólsá
við Siglufjörð.
Félagi bíleigandans ók bifreið-
inni í fyrstu í ökuferð þeirra
tveggja um Siglufjarðarbæ. Báðir
voru þeir undir áhrifum áfengis.
Síðan tók bíleigandinn við
akstrinum, sem endaði úti í á.
Félaginn hefur verið dæmdur
fyrir sinn þátt í málinu, en
bíleigandanum var gert í Héraðs-
dómi Norðurlands vestra að
greiða 70.000 króna sekt til
ríkissjóðs. Hann var sviptur
ökuréttindum í tvo mánuði. - jss
Sekt og ökuleyfissvipting:
Ók fullur út í
Hólsá og festist
Varnargarður réði úrslitum
Bæjaryfirvöld í Árborg segjast ekki
vilja leyfa uppbyggingu nýs hverfis við
Búðarstíg á Eyrarbakka þar sem Sigl-
ingastofnun neiti að taka þátt í gerð
sjóvarnargarðs framan við byggðina.
EYRARBAKKI
LÍFEYRISMÁL Jóhanna Sigurðar-
dóttir félagsmálaráðherra segir
að það séu vonbrigði að lífeyris-
sjóðirnir níu sem hyggja á skerð-
ingar á lífeyrisgreiðslum til
öryrkja nú um mánaðamótin hafi
ekki viljað taka tilboði hennar um
100 milljónir króna upp í útgjöld
lífeyrissjóðanna meðan verið væri
að finna framtíðarlausn í málinu.
Lífeyrissjóðirnir sendu öryrkj-
um bréf í sumar þar sem þeir til-
kynntu um skerðingar á greiðslum
til þeirra 1. desember. Skerðing-
arnar byggjast nú á útreikningum
launa á grundvelli launavísitölu,
ekki neysluverðsvísitölu eins og
áður hefur verið. Jóhanna segist
hafa boðið líf-
eyrissjóðunum
100 milljónir á
einu ári upp í
240 milljóna
útgjöld þannig
að skerðing-
arnar þyrftu
ekki að skella á
öryrkjum.
Ráðherrann
segir að hug-
myndin hafi
verið sú að
forða einstakl-
ingum frá skerðingum meðan
verið væri að finna framtíðar-
lausn. Nefnd eigi að skoða fram-
tíðarlausn og einföldun á kerfinu
og koma með tillögur því að staðan
nú sé óviðunandi þegar öryrkjar
lendi undir skerðingarhnífnum
hjá bæði lífeyrissjóðum og
almannatryggingum. Því sé sú
niðurstaða sem kynnt var í bréfi
lífeyrissjóðanna mikil vonbrigði
fyrir sig.
Félagsmálaráðherra sendi í lok
síðustu viku bréf til allra lífeyris-
sjóðanna þar sem hann bauð þeim
100 milljónir króna gegn því að
þeir myndu falla frá skerðingunni.
Lífeyrissjóðirnir tóku sér umhugs-
unarfrest og fjölluðu um bréfið á
stjórnarfundi áður en erindinu var
svarað. - ghs
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra um viðbrögð lífeyrissjóðanna:
Bréfið er mikil vonbrigði
JÓHANNA
SIGURÐARDÓTTIR