Fréttablaðið - 30.11.2007, Page 16
16 30. nóvember 2007 FÖSTUDAGUR
Heilbrigði fólks sem býr á götunni
er bágborið. Mikil neysla áfengis
og vímuefna veldur skaða á heila-
starfsemi og á líffærum. Margir
eiga við geðræn vandamál að
stríða, en fá ekki næga aðstoð.
Flestir sem búa á götunni eiga við
fíkn eða geðræna sjúkdóma að
stríða.
Fordómar eru fyrir slíkum sjúk-
dómum og ósjaldan er ábyrgðinni
velt yfir á sjúklinginn sjálfan.
Fólk með þessa sjúkdóma fær
ekki sömu meðferð frá heilbrigð-
is- og félagsmálayfirvöldum og ef
það greindist með aðra sjúkdóma.
Úrræðaleysi er einkennandi
fyrir svör fagfólks því skjólstæð-
ingar þess eru heimilislausir innan
kerfisins líka.
Lögreglan er frábær
„Það koma svona einstaklingar til
okkar en þeir koma frekar þegar
fer að kólna. Þeir eru oftast í
óreglu, og eru blautir, kaldir og
óhreinir,“ segir Ragna Gústafs-
dóttir, hjúkrunardeildarstjóri á
bráða- og slysadeild í Fossvogi.
„Úrræðaleysið er mjög mikið og
þeir þurfa oft að sofa hér á slysa-
stofunni, sem tekur mannskap frá
öðrum verkefnum og pláss á deild-
inni. Lögreglan er frábær í þessu.
Hún hýsir fólk sem á ekkert erindi
til hennar, en það er náttúrlega
algjört ófremdarástand að þurfa
að vísa fólki í fangelsi,“ segir
Ragna.
Oft þarf að byrja á því að senda
fólk í sturtu og gefa því ný föt. Oft
amar ekkert að því en það leitar
eftir húsaskjóli.
„Fæstir þeirra sem eru langt
leiddir þiggja meðferð og oft er
erfitt að fá inni á Gistiskýlinu eða
í Konukoti þegar fólk er ofurölvi.
Það verður því að sofa úr sér hér
hjá okkur eða hjá lögreglunni.
Þegar fólkið stoppar svona stutt
við er erfitt að hjálpa því. Ég man
bara eftir einu tilviki þar sem við
vorum í sambandi við félagsmála-
yfirvöld um búsetuúrræði,“ segir
Rakel.
Eiga ekki fyrir lyfjum
Margir heimilislausir hafa ekki
efni á nauðsynlegum lyfjum.
Rakel segir það slæmt því þeir séu
oftast með einhvers konar
sýkingar. „Við neyðumst þess
vegna til þess að gefa þeim lyfja-
skammta án þess að hafa sérstaka
heimild til þess,“ segir Rakel.
Vilborg Oddsdóttir hefur
umsjón með innanlandsaðstoð
Hjálparstarfs kirkjunnar og
aðstoðar heimilislausa þegar þá
vantar lyf eða læknisþjónustu.
„Alvarlegust og verst eru heil-
brigðismál heimilislausra. Þeir
eru útskrifaðir af spítala, jafnvel
af hjartadeild með lyfseðil sem
þeir geta ekki leyst út,“ segir Vil-
borg. „Við leysum út lyf fyrir fólk
í meiri mæli en áður og veitum því
meiri aðstoð við að greiða læknis-
kostnað,“ segir Vilborg og kennir
hún því um að vandi fólks sé meiri
en áður og lækniskostnaður hafi
vaxið. Þá séu sumir þeirra sem
búa á götunni ekki öryrkjar og fái
því ekki afslátt á lyfjum.
„Heimilislausir eru rukkaðir
um þjónustu sjúkrabíla og fyrir
sjúkrahússkostnað, þótt menn viti
vel að þeir eru ekki borgunar-
menn. Krafan er jafnvel send til
lögfræðings,“ segir Vilborg.
Hjúkrun færð til fólksins
Að mati margra sem
aðstoða heimilislausa þarf
að færa heilbrigðisþjón-
ustu nær þeim.
„Þeim þykir oft erfitt
að sækja læknisþjónustu
og láta því ýmis heilsu-
farsvandamál óáreitt.
Það ætti að vera til
opin heilsugæsla
fyrir þennan
hóp, líkt og
tíðkast ann-
ars staðar
á Norður-
löndum,“
segir Vil-
borg, en
slík þjón-
usta
þekkist
víða um
heim.
Eftir ára-
langa neyslu lætur líkami fólks á
sjá. Meðal þeirra heilsufarsvanda-
mála sem flestir neytendur glíma
við eru lifrarsjúkdómar og geð-
ræn vandamál.
Á heimasíðu SÁÁ segir að óhóf-
leg áfengisdrykkja stórauki hættu
á vannæringu og skemmdum á
taugakerfinu, sérstaklega í heilan-
um. Þar sem langflestir sem búa á
götunni eru með langt leiddan
fíknsjúkdóm er ljóst að flestir
þeirra
eru
alvarlega
veikir.
Valgerð-
ur Rún-
arsdóttir
læknir á Vogi
segir áhrifin
mikil.
„Þessar bremsur sem við þróum
venjulega með okkur, eins og að
borða hollt, drekka lítið og vera
kurteis, fara þegar heilinn skemm-
ist, svo þetta er mikill og alvarlegur
sjúkdómur.“
Ekki vitað hversu lengi heimil-
is lausir Íslendingar lifa en sé
miðað við Bretland er meðalaldur
heimilislausra við andlát um 42
ár.
Geðsjúkir á götunni
Stór hluti þeirra sem búa á göt-
unni á við geðræn vandamál að
stríða sem ýmist eru meðfædd eða
áunnin vegna langvarandi neyslu.
Kristófer Þorleifsson geðlæknir
segir fátækustu skjólstæðinga
sína oft ekki hafa efni á lyfjum, en
það séu
gjarnan þeir
sem eigi við
fíknivanda
að stríða.
„Lyf
við
alvar-
legustu sjúkdómunum eru ókeypis
en vafalaust eru einhverjir sem
eiga ekki fyrir nauðsynlegum
lyfjum,“ segir Kristófer. Hann
segir geðfötluðum hættara við því
að lenda á götunni en öðrum. Fólk
ráfi úti allan daginn áður en það
geti farið í gistiskýli og sé hættu-
legt sjálfu sér og öðrum. Þá segir
hann félagsmálayfirvöld ekki
hafa sinnt þessum málum sem
skyldi og tugir ef ekki hundruð
manna bíði eftir réttum úrræð-
um.
Kristófer segir geðdeildir Land-
spítalans finna fyrir úrræðaleys-
inu. Deildirnar séu yfirfullar af
fólki sem bíði þess að komast út í
lífið en teppi þess í stað pláss sem
hægt væri að nota til að endur-
hæfa veika einstaklinga.
„Það sem vantar fyrst og fremst
er heimili, þjónusta og stuðningur
svo fólk geti búið sjálfstætt og
notið lífsins. Það vantar verndaða
vinnustaði, líkt og þekkist fyrir
þroskahefta. Það þarf að marka
stefnu til framtíðar í þessum mála-
flokki,“ segir Kristófer.
Skortir ekkert nema samstarf
Félagið Geðhjálp hefur undir
höndum lista yfir 107 einstaklinga
sem eiga í engin hús að venda,
flestir geðsjúkir.
„Það skortir hvorki þekkingu né
fjármagn. Það sem vantar er sam-
starf milli þeirra sem hafa putt-
ann á púlsinum,“ segir Sveinn
Magnússon, framkvæmdastjóri
Geðhjálpar.
Einstaklingar með geðraskanir
og fíkn fá litla aðstoð frá kerfinu.
Sveinn segir marga vera of geð-
veika til að fara í meðferð eða í of
mikilli neyslu til að fara á geð-
deild. Hann segir vanta fleiri
heimili með vakt allan sólarhring-
inn líkt og Samhjálp og
Reykjavíkur borg reka fyrir heim-
ilislausa karla við Miklubraut 20.
Náðst hefur góður árangur og
segir Heiðar Guðnason, forstöðu-
maður Samhjálpar, að íbúarnir
séu farnir að lifa góðu lífi og njóti
aðstoðar geðlækna og hjúkrunar-
fræðinga þegar þörf þyki vera á
því. eva@frettabladid.is
Heimilislaus í kerfinu líka
Alvarlegust eru heilbrigðismál heimilislausra að sögn starfsmanns Hjálparstarfs kirkjunnar. Eva Bjarnadóttir ræddi við fagfólk um
heilbrigðisþjónustu fyrir heimilislausa. Í ljós kom að fólk er útskrifað af spítala án þess að önnur úrræði taki við. Heimilislausir teppa
geðdeildir og eiga oft ekki heima í þeim áfengis- og vímuefnameðferðum sem boðið er upp á. Mikið ofbeldi einkennir lífið á götunni.
FÓLK GÖTUNNAR II. HLUTI
„Heimilislausir ein-
staklingar eiga ófrá-
víkjanlega sama rétt
og aðrir á opinberri
heilbrigðisþjónustu.
Þetta er hópur sem býr
við erfiðar aðstæður og
því brýnt að hann hafi
greiðan aðgang að heil-
brigðisþjónustu,“ segir
Guðlaugur Þór Þórðar-
son heilbrigðisráð-
herra.
Spurður hvort hann vilji skoða
það að færa heilbrigðisþjónustu
nær heimilislausum segir ráð-
herra heimilislausa, eins og aðra
einstaklinga, geta sótt læknisþjón-
ustu heilsugæslustöðva í því
hverfi þar sem komið er á fót
heimilum fyrir heimilislausa á
vegum sveitarfélaganna.
„Sérstök læknis- eða hjúkrunar-
þjónusta fyrir heimilis-
lausa á vegum stofn-
ana sem undir
ráðuneytið heyra
hefur ekki komið til
umræðu að öðru leyti
en að fulltrúi frá
heilsugæslunni er í
stýrihóp um rekstur
heimilis fyrir þennan
hóp, Njálsgötuheimil-
inu,“ segir Guðlaugur.
„Það kæmi hins vegar
vel til greina, þegar niðurstöður
liggja fyrir úr könnun teymis um
málefni heimilislausra á vegum
félagsmálaráðuneytisins og ef
ástæða þykir til, að tryggja heim-
ilislausum heilbrigðisþjónustu
sérstaklega. Þetta mætti til dæmis
hugsa sér í tengslum við aðgerðir
í þágu heimilislausra á vegum vel-
ferðarsviðs Reykjavíkurborgar,
sem bera ábyrgð á heimilis lausum.
Í þessu sambandi verður hins
vegar að hafa í huga að ekki er
hægt að skikka heimilislausa ein-
staklinga til að leita eftir heil-
brigðisþjónustu nema með því að
grípa til flókinna lagalegra
aðgerða sem menn forðast í
lengstu lög.“
Þá telur ráðherrann að sér-
stakar aðgerðir af hálfu sveitar-
félaga til að koma til móts við
heimilislausa ættu af hálfu ráðu-
neytisins að tryggja að heimilis-
lausir gætu leyst út lífsnauðsyn-
leg lyf.
HEIMILISLAUSIR EIGA ÓFRÁVÍKJANLEGAN RÉTT Á ÞJÓNUSTU
GUÐLAUGUR ÞÓR
ÞÓRÐARSON
FORDÓMAR Í HEILBRIGÐISKERFINU
„Í Konukoti er bara hugsað fyrir
líkamlegum þörfum en við höfðum
séð fyrir okkur að þær fengju and-
lega hjálp líkt og karlarnir fá á Njáls-
götu 74,“ segir Eva Lind. Hún bjó eitt
sinn á götunni en hefur undanfarin
fimm ár barist fyrir betri þjónustu
við heimilislausar konur. „Við vildum
að þar yrðu læknir, sálfræðingur,
prestur, hjúkrunarfræðingur og
félagsráðgjafi. Að konum yrði boðið
upp á pilluna. Konukot átti að vera
þjónustumiðstöð þeirra sem gætu
ekki varið rétt sinn sjálfar.“
Eva Lind segir ekki ástæðu til
þess að hafa opið neyðarskýli þar
sem aðeins brýnustu þörfum sé
mætt. Konur geti alltaf fundið sér
stað til að gista á og frían mat en
þær leiti eftir andlegri aðstoð þegar
þær gisti í Konukoti.
„Sumar konur ná sér aldrei. Þarna
úti er mjög mikið um barsmíðar,
nauðganir og slagsmál og konur eru
notaðar sem gjaldmiðill. Eftir tvö
áföll á dag í kannski tuttugu ár þarf
að gefa konum tíma til að leysa úr
vandamálum sínum.“
Eva Lind segir mikla fordóma
í samfélaginu gagnvart heimilis-
lausum og þar sé heilbrigðiskerfið
engin undantekning.
„Samfélagið lítur þannig á að
fólk hafi valið sér þetta. En enginn
ætlar sér það hlutskipti að vera
vændiskona og deyja úr neyslu.
Heilbrigðisgeirinn er með mestu
fordómana. Þegar ég átti barnið
mitt fékk ég yfir mig skítaskúr ef ég
brá mér frá að reykja. Starfsfólkið á
fæðingardeildinni spurði mig hvort
það væri svona sem ég ætlaði að
hugsa um barnið. Heilbrigðisgeirinn
á að vera með mestu upplýsingar
en þar eru mestu fordómarnir.
Fólkið fær mestan skilning hjá
sálfræðingum og fagfólki sem hefur
kynnt sér alkóhólisma, en það hafa
fáir læknar gert.“
Eftir langa dvöl á götunni er
félagsleg hæfni fólks mjög skert. Eva
Lind segir mikla þörf á starfsendur-
hæfingu fyrir fólk sem vill koma
undir sig fótunum á ný. Þá segir
hún dagsetur Hjálpræðishersins fyrir
heimilislausa, sem var opnað nýlega,
vera mjög gott og óskar eftir að
koma á framfæri þökkum fyrir það.
KONUKOT Um 80 konur hafa gist í
Konukoti frá upphafi.
FÍKNSJÚKDÓMAR Flestir heimilis-
lausir glíma við fíknsjúkdóma
og sögðu margir viðmælendur
Fréttablaðsins að ekki væri hægt
að lifa af á götunni nema vera í
neyslu. Á Bretlandi er meðalaldur
við andlát þeirra sem eru á göt-
unni 42 ár, en ekki er vitað hver
meðal aldurinn er á Íslandi.
Heimilislausir
eru rukkaðir um
þjónustu sjúkrabíla og
fyrir sjúkrahúskostnað, þótt
menn viti að þeir eru ekki
borgunarmenn.
VILBORG ODDSDÓTTIR
HJÁLPARSTARFI KIRKJUNNAR
Á morgun:
Heimilisleysi er
ástand en ekki lífsstíll