Fréttablaðið - 30.11.2007, Síða 58

Fréttablaðið - 30.11.2007, Síða 58
BLS. 10 | sirkus | 30. NÓVEMBER 2007 Jóhanna Vigdís Arnardóttir leikkona Frjóvgunarmáttur Borgarleikhússins er umtalað- ur og hefur leiksvið leikhússins breyst í mikinn frjósemisakur. Sagan hermir að leikkonur á barneignaraldri megi vart stíga á fja- lirnar án þess að eiga það á hættu að verða bomm. Söng- og leikkonan ást- sæla Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Hansa, hefur ekki farið var- hluta af frjóvgunar- mætti Borgarleikhússins. Hún og eiginmaður hennar Þorsteinn Helgi Guðbjörnsson eiga von á sínu öðru barni. Það verður nóg að gera hjá þeim skötuhjúum því fyrir eiga þau Ólaf Örn sem er eins og hálfs árs. Þórunn Erna Clausen leikkona Hún er komin fjóra mánuði á leið en þess má geta að hún er frænka Jóhönnu Vigdísar og systir Ragnheiðar Elínar Clausen sem þjóðin saknar sárt af skjánum. Það verður líf og fjör hjá Þór- unni þegar kúlubúinn lítur dagsins ljós en hún og eiginmaður hennar, Sigurjón Brink, eiga fyrir soninn Hauk Örn sem er 3 ára. Leikaraparið Álfrún Örnólfsdóttir og Friðrik Friðriksson Bíða mjög spennt eftir erfingjanum en hún er komin framyfir 40 vikur og því getur barnið komið á hverri stundu. Þau eru þó ekki eina fólkið í leikarastéttinni sem bíður því Nanna Kristín Magn- úsdóttir, Edduverðlaunahafi og stjörnuleikkona, átti að eiga í síð- ustu viku, Þegar Sirkus fór í prentun hafði ekki dregið til tíðinda. Inga Lind Karlsdóttir Barnalánið leikur við sjónvarpskonuna og fegurðardísina Ingu Lind Karlsdóttur en hún gengur með sitt fimmta barn. Hún og eiginmaður hennar, Árni Hauksson kaupsýslumaður, eiga von á erfingjanum í byrjun næsta sumars og verður enn líflegra í Arnar- nesinu þar sem þau búa. Friðrika Hjördís Geirsdóttir sjónvarpskona Óléttan er orðin eins og haustflensan hjá Friðiku Hjördísi. Eins og Sirkus greindi frá á dögunum á hún von á öðru barni með manni sínum Stefáni Hilmarssyni, aðstoðarforstjóra Baugs. Fyrir eiga þau Gunnar Helga sem er ársgamall og svo á Stefán tvö börn frá fyrra hjónabandi. Katrín Bessadóttir sjónvarpskona Hún hefur verið blómleg á skjánum en hún og kærasti hennar, Helgi Selj- an, eiga von á barni í desember. Katrín starfar í þættinum Ísland í dag. Ekki er vitað hvort loftið í Skafta- hlíðinni sé svona örvandi eða hvort frjósemislyfjum sé blandað út í kaffið. Kvenpen- ingurinn má varla hefja störf við þáttinn án þess að úr verði barn. Gerður Kristný rithöfundur og skáld Hún og eiginmaður hennar, Kristján B. Jónasson, formaður félags íslenskra bókaútgefenda, stefna á hina rómuðu vísitölufjölskyldu en í janúar eiga þau von á sínu öðru barni. Fyrir eiga þau soninn Skírni sem er að verða þriggja ára. Þetta hefur verið einstaklega frjótt ár hjá Gerði en hún gefur út tvær bækur fyrir jól, Ballið á Bessastöðum og ljóðabókina Höggstað sem báðar hafa fengið þrusufína dóma. Margrét Íris Baldursdóttir Barnalánið leikur við Mar- gréti Írisi og mann hennar, Magnús Ármann fjárfesti og fyrrverandi umboðsmann Sólstrandagæjanna. Þau eiga von á sínu þriðja barni í vor en fyrir eiga þau Ágúst Ármann sem er fimm ára og Magnús Ármann sem er 13 mánaða. Margrét Íris er ann- áluð smekkkona og fagurkeri en hún og maður hennar búa tímabundið í húsi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar að Laufásvegi 69 á meðan þau bíða eftir að þeirra hús verði tilbúið. Dagmar Una Ólafsdóttir Gyðjan virðist hafa skipt fræjum sínum bróðurlega á milli hægri og vinstri vængsins. Sjálfstæðismaðurinn Eyþór Arnalds og eiginkona hans Dagmar Una Ólafsdóttir verslunareigandi bíða í eftirvæntingu eftir erfingja sínum. Dagmar er sett í desember og er þetta þeirra fyrsta barn saman. Fyrir á Eyþór tvö börn. Katrín Jakobsdóttir Vinstri græna nútímakonan Katrín gefur formæðrum sínum ekkert eftir og hleður niður börnum með stuttu millibili. Katrín og sambýlismaður hennar Gunnar eiga von á sínu öðru barni í desember en fyrir eiga þau soninn Jakob sem er tæplega tveggja ára. BLÓMLEGAR MEÐ BARNI ÞÆR ERU MARGAR BLÓMARÓSIRNAR SEM GANGA MEÐ BARN UNDIR BELTI SÍNU UM ÞESSAR MUNDIR. FRJÓSEMISGYÐJAN ÁKVAÐ HELDUR BETUR AÐ FJÖLGA Í HIRÐ SINNI OG SÁÐI FRÆJUM HINNAR RÓSFINGRUÐU MORGUNGYÐJU Á ÍSLENSKAN AKUR.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.