Fréttablaðið - 30.11.2007, Side 70

Fréttablaðið - 30.11.2007, Side 70
38 30. nóvember 2007 FÖSTUDAGUR Orkumál í samofnum heimi UMRÆÐAN Alþjóðaþing um orkumál Orkumál eru mjög á döfinni um þessar mundir, ekki aðeins hér á Íslandi heldur um víða ver- öld. Á þriggja ára fresti eru haldin heimsþing Alþjóðaorkuráðsins þar sem margir helstu forvígis- menn á sviði orkumála, vísinda- menn og stjórnendur, bera saman bækur sínar. Tuttugasta heims- þinginu er nýlokið en það var haldið í Rómaborg. Kjörorð þings- ins nú var „Framtíð orkumála í samofnum heimi“. Þátttaka Íslendinga var veg- legri en oft áður. Íslenskur kynn- ingarbás var í sýningarskálum ráðstefnunnar þar sem útrás Íslendinga í orkumálum var gerð sérstök skil. Fjölmennur hópur íslenskra framámanna í orkumál- um sótti þingið eins og einatt áður. Íslenskir ræðumenn voru óvenju- margir með Össur Skarphéðins- son iðnaðarráðherra í broddi fylk- ingar. Íslendingar voru með erindi um djúpborun, um orkumál sam- gangna og loftslagsmál auk vegg- spjalds um förgun geislavirks úrgangs. Í tengslum við þingið tók Geir Haarde forsætisráðherra við viðurkenningu fyrir forgöngu á sviði vetnismála. Á þinginu var þegið boð Íslendinga um að halda sérstakan fund Alþjóðaorkuráðs- ins hér á landi árið 2009. Viðamikil viðfangsefni Skýrt kom fram á þessu þingi að viðfangsefnin á sviði orkumála heimsins eru viðamikil. Orkuþörf- in eykst um 50% þótt ekki sé horft lengra en fram til ársins 2030. Fjárfesta þarf fyrir stjarnfræði- legar upphæðir í þessu skyni; í Kínaríki einu þarf að bæta við ígildi tveggja til þriggja Kára- hnjúkavirkjana í viku hverri! Samt er langt í frá að orkunotkun þróun- arlandanna komist nálægt því sem tíðkast á Vesturlöndum. Fyrr eða síðar verður að horfast í augu við það að það eru takmörk. Gæði jarðar duga ekki til að veita öllum jarð- arbúum – sem brátt telja á annan tug milljarða – þann lífsstíll sem við í svoköll- uðum þróuðum ríkjum höfum tamið okkur. Fátt bendir til annars en að hlutur jarðefnaeldsneytis muni fremur vaxa en hitt með þeim afleiðingum sem það mun væntanlega hafa á veðurfar. Í glænýrri fjórðu matsskýrslu Lofts- lagsnefndar Sameinuðu þjóðanna er kveðið enn fastar að orði um þessar afleiðingar en fyrr. Bölsýni var þó ekki ríkjandi á þessu þingi. Þvert á móti virtist samhugur um að taka verði á viðfangsefnunum af festu. Helstu ræðumenn, og þá jafnt þeir sem töluðu í nafni alþjóðasamtaka sem og forstjórar stórfyrirtækja, virtust einhuga um að vandamálunum mætti ekki sópa undir teppið, að losunin vegna eldsneytisbrennslu væri raun- veruleg ógn sem taka yrði á. Einka- fjármagn og ríkisvald verði að taka höndum saman. Það er af nægum leiðum að taka og engin ástæða til að bíða ein- hverra kraftaverkalausna. Fyrst af öllu þarf að fara vel með orkuna, sóa henni ekki. Bæta má orkunýtni umtalsvert jafnt við framleiðslu rafmagns með jarð efnaeldsneyti sem og við sjálfa notkun rafmagns- ins. Allir tala um mikilvægi endur- nýjanlegrar orku, en stundum er þetta óraunhæfur fagurgali. Enn eru mikil tækifæri til að beisla vatnsorku, jarðhita og vindorka vinnur á. Aðrir endurnýjanlegir orkugjafar eins og sólarorka, sjávar föll og hafstraumar mælast vart í orkubúskap heimsins en fá einatt mesta athygli. Nýta verður kjarnorkuna í auknum mæli taki menn loftslagsógnina alvarlega. Sérfræðingar segja úrgangsvand- ann fremur pólitískan en tækni- legan. Vilji sé allt sem þarf. Sam- göngur eru sá geirinn sem notar mest af olíu- vinnslu heims. Nú ríkir meiri bjartsýni um beina notkun rafmagns í sam- göngum en áður vegna orðinna og fyrirsjáan- legra framfara í rafhlöðu- gerð. Þátttaka Íslendinga Hvernig snertir þetta okkur uppi á Íslandi? Í samræmi við þá atorku sem nú er í þjóðlífinu hlýtur það að vera fyrsta hugsun okkar að snúa málum okkur í hag. Loksins erum við að hefja alvöru orkuútrás með jarðhitaþekkingu að meginvopni. Verkefnin blasa við hvarvetna, ekki síst þar sem þarfirnar eru mestar eins og meðal þjóða í Austur-Afríku. Við hljótum líka að keppa að því að nýta okkar vistvænu orku eftir föngum sjálf- um okkur til hagsbóta en ekki síður ef það má verða til að auka notkun kolefnislausra orkugjafa í heimin- um, þó ekki sé nema um agnarögn, um leið og við keppum að því að draga úr losun á gróðurhúsaloft- tegundum. Þau rök að okkar skerfur skipti engu máli eru í mót- sögn við þá viðleitni okkar að gera okkur gildandi á alþjóðavettvangi. Við þurfum einnig að horfast í augu við að innfluttar olíuvörur verða æ dýrari eftir því sem ósam- ræmi eftirspurnar og framboðs eykst á heimsmarkaðinum. Því er það keppikefli að innlendir orku- gjafar ryðji þeim innfluttu úr vegi. Þó verður að gæta skynsemi í þeim efnum. Gáfulegast er að láta mark- aðsöflin velja leiðir en stjórnvöld veðji ekki á eina leið umfram aðrar. Þátttaka Íslendinga í heimsþing- inu um orkumál var öflug og fram- lag okkar umtalsvert. Það er í góðu samræmi við sívaxandi mikilvægi orkumála í heimsmálunum og ekki síður í þjóðarbúskap okkar. Höfundur er orkumálastjóri. ÞORKELL HELGASON UMRÆÐAN Kjör aldraðra Reykjavíkurborg hefur ásamt Eiri undirritað viljayfirlýs- ingu um byggingu 112 þjónustu- íbúða fyrir aldraða í Spöng í Grafar vogi. Var yfirlýsingin undir rituð fyrir rúmu ári. Eir byggir íbúðirnar en borgin byggir þjónustu- og menningarmiðstöð. Þá hefur Reykjavíkurborg einnig undirritað samkomulag við Hrafnistu um byggingu 100 þjón- ustuíbúða. Hrafnista byggir íbúð- irnar og reisir einnig þjónustu- kjarna. Byggingarfélagið, Samtök aldraðra, hefur einnig fengið lóð fyrir 50 íbúðir aldraðra við Sléttu- veg. Þá er einnig í undirbúningi, að einkaaðilar byggi íbúðir fyrir aldraða við Gerðuberg og við Árskóga í Mjódd. Byggingar fyrir aldraða á vegum einkaaðila Þróunin hefur orðið sú í byggingamálum aldr- aðra í Reykjavík að undan förnu, að bygging þjónustuíbúða hefur færst í hendur einka- aðila og sjálfseignar- stofnana. Áður reisti borgin mikið af þjónustuíbúðum fyrir aldraða. Kjör aldraða hafa yfirleitt verið betri á íbúðum frá borginni en frá einkaaðilum. Hvers vegna hefur hér orðið breyting á? Hvers vegna byggir borgin ekki eins og áður þjónustu- íbúðir? Skýringin mun vera sú, að ríkið tekur engan þátt í byggingu þjónustuíbúða á sama hátt og það gerir þegar um byggingu hjúkrunar- heimila er að ræða. Þess vegna hefur Reykjavíkurborg farið æ meira út á þá braut að láta einkaaðila um byggingu þjónustu- íbúða en borgin byggir sjálf þjónustu- miðstöðvar. Þetta er í góðu lagi, ef kostnaður fyrir aldr- aða, leiga eða söluverð, er ekki hærra en þegar borgin byggir. Borgarfulltrúum hættir við því að eigna Reykjavíkurborg fram- kvæmdir einkaaðila í þágu aldr- aðra. Það er óviðeigandi. Vantar mikið af hjúkrunarrýmum Miklar umræður hafa átt sér stað um búsetuúrræði aldraðra að undan- förnu. Margir hafa barist fyrir því, að aldraðir væru sem lengst í heimahúsum og að þeim væri gert það léttara en áður með aukinni heimilishjálp og jafnvel með breyt- ingum á íbúðum eldri borgara. Einnig hefur umræða aukist um nauðsyn þess að fjölga svonefndum þjónustuíbúðum, sem aldraðir gætu flutt í þegar þeir þurfa á aukinni þjónustu að halda. Þetta er gott svo langt sem það nær. En ekki má samt loka augunum fyrir því, að enn um margra ára skeið mun verða mikil þörf fyrir hjúkrunarheimili aldr- aðra. Það tekur mörg ár að breyta ástandinu þannig, að aldraðir geti verið meira heima en áður og í þjónustuíbúðum. Enn er mikil þörf fyrir hjúkrunarrými og biðlistar eru langir. Hvað líður 400 hjúkrunarrýmum hins opinbera? Ríkisstjórnin lofaði að flýta bygg- ingu 400 hjúkrunarrýma fyrir aldraða. Lítið bólar á efndum á því loforði. Þar var að sjálfsögðu átt við byggingu hjúkrunarrýma eða hjúkrunarheimila á vegum hins opinbera. Það er bót í máli, að nú hefur ríkisstjórnin ákveðið að nýta framkvæmdasjóð aldr- aðra fyrir byggingar í þágu aldr- aðra eins og sjóðurinn var stofn- aður til. En um margra ára skeið hefur fjármunum sjóðsins verið sóað í alls konar gæluverkefni. Sú sóun hefur nú verið stöðvuð. Höfundur situr í stjórn 60+. Byggingar fyrir aldraða færast í hendur einkaaðila BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON UMRÆÐAN Leikskólamál Í fréttum Ríkissjón-varpsins 28. nóv. sl. var sagt frá því að prestar fengju ekki lengur að vitja barna í þremur af fimm leikskólum í Selja- hverfi. Fram kom að leik- skólastjórar teldu ekki rétt að mismuna börnum eftir trúarskoðunum, taka yrði tillit til þess að við byggj- um í fjölmenningarsamfélagi og að trúarlegt uppeldi ætti að vera í verkahring foreldra en ekki leik- skóla. Í fréttinni var rætt við fjóra for- eldra fyrir utan leikskóla og það virtist samdóma álit þeirra að það væri miður að þessum heimsókn- um væri hætt. Sumir sögðu að þeir sem ekki væru sáttir við þessar heimsóknir prests gætu valið að taka börn sín úr starfi skólans meðan á heimsókn stæði. Þar til síðasta vor átti ég börn í leikskóla í Seljahverfi og þekki því vel til þessara mála. Eins og fjöl- margir aðrir Íslendingar erum við hjónin trúlaus og því kusum við að dætur okkar færu ekki til prests þegar hann heimsótti Hálsaborg. En það runnu á okkur tvær grímur þegar dætur okkar komu heim af leikskólanum og sögðu að þær tvær og einn drengur af erlendum uppruna hefðu verið tekin til hliðar þann daginn meðan hin börnin áttu stund með presti. Ég fékk ónotatil- finningu í magann þegar þær lýstu þessum leikskóladegi. Það var átakanlegt að hugsa til barnanna þriggja sem tekin voru úr hópnum þennan dag vegna lífsskoðana for- eldranna. Ef ekki hefði verið fyrir þennan eina dreng, sem þá hefði verið einn útundan, hefðum við hiklaust látið stelpurnar fara í kristniboðið hjá séra Bolla. Það var ekki fyrr en drengurinn hætti á leikskólanum og dætur okkar voru einar teknar til hliðar að við höfðum samband við leikskólann og báðum um að okkar börn yrðu ekki lengur skilin frá öðrum. Þrátt fyrir lífsskoðanir okkar, sem skipta okkur tölu- verðu máli, gátum við ekki hugsað okkur að láta skera dætur okkar svo frá öðrum börn- um í leikskólanum. Raunin er að leikskólatrúboð er ekkert val. Það er nefnilega ekkert val fyrir börn að þau séu tekin úr hópnum. Ekkert foreldri á að vera sett í þá stöðu að neyðast til að velja á milli trúboðs og þess að barnið sé tekið til hliðar. Leikskólar eiga ekki að vera trúboðsstofnanir. Viðhorf þeirra foreldra sem rætt var við í frétt Ríkissjónvarps byggist hugsanlega á þeim mis- skilningi að ekki fari fram kristni- boð í heimsóknum prestsins. Varla er samt hægt að túlka það á annan hátt þegar prestur kennir börnum meðal annars að tala við Guð. Sakni foreldrar heimsókna prestsins geta þeir farið með börnin sín í sunnudagaskóla. Það er þeirra réttur og þar fá börnin líklega nóg af kristniboði. Það er engin ástæða til að fara með slíkt starf í leikskóla og mismuna þannig börnum eftir lífsskoðunum foreldra þeirra. Stjórnendum þess- ara þriggja leikskóla vil ég hrósa fyrir að hafa tekið heillavænlega, manneskjulega og vel ígrundaða ákvörðun. Ákvörðun sem ber sönnu umburðarlyndi, tillitssemi og víðsýni fagurt vitni. Höfundur er foreldri í Seljahverfi. Leikskólatrúboð er ekkert val MATTHÍAS ÁSGEIRSSON Íbúfen® – Bólgueyðandi og verkjastillandi Höfuð, herðar… Notkunarsvið: Íbúfen inniheldur íbúprófen sem er bólgueyðandi, verkjastillandi og hitalækkandi lyf. Íbúfen er notað við liðagigt, slitgigt, tíðaverkjum, tannpínu og höfuðverk. Einnig eftir minniháttar aðgerðir, t.d. tanndrátt. Varúðarreglur: Fólk sem hefur ofnæmi fyrir íbúprófeni eða öðrum skyldum lyfjum (NSAID), með skerta lifrarstarfsemi eða alvarlegan hjarta- og nýrnasjúkdóm ætti ekki að nota lyfið. Fólk sem hefur fengið astma, nefslímubólgu eða ofsakláða eftir töku acetýlsalicýlsýru eða annarra bólgueyðandi lyfja ætti ekki að nota lyfið. Nota skal lyfið með varúð hjá fólki með tilhneigingu til magasárs eða sögu um slík sár. Lyfið er ekki ætlað barnshafandi konum. Aukaverkanir: Íbúfen getur valdið aukaverkunum eins og t.d. meltingaróþægindum, niðurgangi, ógleði, útbrotum, þreytu og höfuðverk. Skammtastærðir: Fullorðnir: Venjulegir skammtar eru 600-2000 mg á dag í 3-4 jöfnum skömmtum. Ekki mælt með stærri skammti en 2400 mg. Börn: Venjulegir skammtar eru 20 mg/kg líkamsþunga á dag í 3-4 jöfnum skömmtum. Börnum <30 kg skal eigi gefa meira en 500 mg á dag. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Júlí 2004.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.