Fréttablaðið - 30.11.2007, Page 88

Fréttablaðið - 30.11.2007, Page 88
 30. nóvember 2007 FÖSTUDAGUR Hin árlegu og virtu tískuverðlaun Bret- lands, British Fashion Awards, voru afhent með pompi og prakt í Lundúnum á dögun- um. Óhætt er að segja að Stella McCartney, fatahönnuð- ur og dóttir Bítilsins Paul McCartneys, hafi verið sigurvegari hátíðarinnar en hún var útnefnd hönnuður ársins. Þar með þurftu bæði Anya Hindmarch og Luella Bartley að lúta í lægra haldi fyrir henni en verðlaunin eru veitt þeim hönnuði sem þykir hafa skarað fram úr á árinu. Aðrir sigurvegarar voru skartgripahönnuðurinn Tom Binns, Christopher Bailey sem hannar fyrir Burberry og hin óviðjafnanlega Lafði Vivienne Westwood sem var heiðruð fyrir framlag sitt til tískunnar um árin. Agyness Deyn var valin fyrir- sæta ársins. Verðlaunin eru skipulögð af tískuráði Bretlands og er ætlað að hampa bæði nýgræðingum og reynsluboltum í tískubransa landsins. Verðlauna- hafarnir eru valdir af sérstöku ráði sem skipað er ritstjórum hátískublaða, söluaðilum og fleirum en Alexandra Shulman, ritstjóri hins breska Vogue, veitti nefndinni forsæti að þessu sinni. Tískuverðlaun Bretlands afhent HÖNNUÐUR ÁRSINS Stella McCartney kom, sá og sigraði á British Fashion Awards þar sem hún var útnefnd hönnuður ársins. Leikarinn Russell Crowe mun að öllum líkindum hlaupa í skarðið fyrir Brad Pitt, sem hætti nýverið við að leika í pólitíska tryllinum State of Play. Pitt stökk frá borði vegna þess að hann hafði áhyggjur af handriti myndarinnar og í framhaldinu var leitað til Crowe. Leikstjóri myndarinnar verður Kevin McDonald, sem síðast sendi frá sér The Last King of Scotland þar sem Forest Whitaker var í Óskarsverðlaunastuði. State of Play verður byggð á samnefndum sjónvarpsþáttum frá Bretlandi sem hafa notið mikilla vinsælda undan- farin ár. Með önnur hlutverk í myndinni fara Edward Norton, Helen Mirren, Rachel McAdams, Jason Bateman og Robin Wright Penn. Crowe mun leika blaðamann sem rannsakar morðmál. Næsta mynd Crowes verður Nottingham, sem er byggð á sögunni um Hróa hött. Leikstjóri verður Ridley Scott, sem stýrði Crowe einnig í American Gangster. Crowe í stað Brad Pitt RUSSELL CROWE Crowe fer að öllum líkindum með aðalhlut- verkið í State of Play. „Þetta er trommuheilanýbylgja,“ segir Elvar Geir úr hljómsveit- inni Hellvar sem hefur gefið út sína fyrstu plötu, Bat Out of Hell- var, á vegum Kimirecords. Hellvar var stofnuð fyrir þrem- ur árum í Berlín af Elvari Geir og Heiðu Eiríksdóttur og þar var platan einmitt samin og fram- leidd. „Við tókum með okkur út trommuheila, gítar og forritunar- græjur. Vinur okkar heyrði lögin okkar í partíi og skoraði á okkar að flytja þau „live“,“ segir hann um tilurð sveitarinnar. Að sögn Elvars gengu upptökur hægt fyrir sig. „Ég er fullkomn- unarsinni með frestunaráráttu þannig að Heiða þurfti að sparka í mig til að eitthvað gerðist. Ég á fimmtán til tuttugu útgáfur af plötunni í tölvunni minni og heyri engan mun á þeim núna,“ segir hann og kímir. Hellvar bættist liðsauki fyrir tveimur og hálfum mánuði, áður en hún fór í vel heppnaða tón- leikaferð um New York-ríki. Gengu þá til liðs við sveitina þau Sverrir og Alexandra. Spilaði sveitin þá með vinum sínum í Zhanartz og gekk tónleikaferðin framar vonum. Næstu tónleikar Hellvar verða á Paddy´s í Keflavík 1. desember. Á milli jóla og nýárs spilar sveitin síðan í Berlín, þar sem þéttur aðdáendakjarni hefur myndast að undanförnu. - fb Nýbylgja með trommuheila HELLVAR Hljómsveitin Hellvar í New York-ríki þar sem hún fór í vel heppnaða tónleikaferð. UNG OG EFNILEG Agyn- ess Deyn er aðeins 24 ára gömul en var valin fyrirsæta ársins. Hún sat fyrir hjá bæði Burberry og Giorgio Armani á árinu. MÆTTU SAMAN Hönnuðurinn Giles Deacon og söngkonan Lily Allen mættu saman til bresku tískuverðlaunanna. FRÆGIR FJÖLMENNTU Þekktir einstaklingar úr skemmtanaiðnaðinum fjölmenntu á tískuverð- launin að venju. Leik- konan Dita Von Teese var ein þeirra. HEIÐRUÐ FYRIR FRAMLAG SITT Tískudrottningin og skrautfuglinn Vivienne West- wood var heiðruð fyrir framlag sitt til tískuheimsins í gegnum árin. GLÆSILEG Rokkdóttirin Kelly Osbourne hefur verið þekkt fyrir misgóða takta í fatavali. Hún mætti þó óvenjulega vel til fara á tískuverð- launin í Lundún- um.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.