Fréttablaðið - 30.11.2007, Qupperneq 102
70 30. nóvember 2007 FÖSTUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
BESTI BITINN Í BÆNUM
LÁRÉTT
2. pest 6. ógrynni 8. langar 9. hola 11.
þurrka út 12. rót 14. slappi 16. býli
17. hópur 18. angan 20. fyrir hönd
21. stígur.
LÓÐRÉTT
1. fuglsnef 3. tveir eins 4. gufuskip 5.
hamfletta 7. heilladrjúgur 10. mál 13.
mas 15. innyfla 16. strit 19. eldsneyti.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. kvef, 6. of, 8. vil, 9. gat,
11. má, 12. grams, 14. slaki, 16. bæ,
17. lið, 18. ilm, 20. pr, 21. slóð.
LÓÐRÉTT: 1. gogg, 3. vv, 4. eimskip,
5. flá, 7. farsæll, 10. tal, 13. mal, 15.
iðra, 16. bis, 19. mó.
„Það var annað hvort þeir eða Hairdoctor,“
segir Dr. Gunni, sem hefur fengið hljómsveit-
ina Dr. Spock til að flytja fyrir sig lagið Hvar
ertu nú? í næsta þætti Laugar-
dagslaganna.
„Mig langaði að gera
eitthvað nýtt í minni
Eurovision-ferð því það
er greinilegt að fólk vill
eitthvað gott flipp,“ segir
Gunni, sem segir að lagið
sé loðið á bakinu og með hár
á pungnum. „Þetta er karlmann-
legt sjómannarokk sem skipt-
ist í tvo kafla. Annars
vegar í brjálað óveður
með stormi og slarki og
hins vegar fellur allt í ljúfa löð þess á milli með
spegilsléttum sjó. Það er verið að reyna að
koma íslenska sjómanninum í Euro vision. Það
er miklu meira Ísland að syngja sjipp og hoj
heldur en hó hó og hey hey,“ segir Gunni,
sem tapaði fyrir olíubornum Eurovison-
slagara Barða Jóhannssonar í síðustu lotu.
Hvar ertu nú? er þriðja og síð-
asta lagið sem Dr. Gunni sendir í
Laugardagslögin og hefur hann
ekki haft erindi sem erfiði hingað til.
Í þetta sinn etur hann kappi við Magnús
Þór og Hafdísi Huld og vonar það besta.
„Þetta er eina rokklagið síðan Botn-
leðja var með sitt lag. Þetta er
bara miklu þyngra og ljótara en
samt er þetta ekkert óskiljan-
legt villimannaöskur. Ég hef
fulla trú á að það séu einhverjir
rokkarar ennþá á meðal vor.
Ég vona að það sé
ekki alveg búið
að raka punginn
á öllum.“ - fb
Doktorar með órakaða punga
DR. SPOCK Hljóm sveitin Dr.
Spock flytur sjómannarokk
Dr. Gunna.
Eins og Fréttablaðið greindi frá
fyrr á árinu kom framleiðslufyrir-
tækið ITN Factual hingað til lands
og fylgdist með Magnúsi Scheving,
forstjóra Latabæjar, í leik og
starfi. Í tilkynningu frá fyrirtæk-
inu kom fram að þættirnir bæru
nafnið The World‘s Most Success-
ful og ekki væri hægt að komast
hjá því að greina frá miklum upp-
gangi Latabæjar og útrás þessarar
alíslensku hugmyndar. Þátturinn
verður frumsýndur í Ástralíu á
allra næstu dögum og verður á
dagskrá með reglulegu millibili en
talið er að yfir fimmtíu milljónir
manna muni sjá hann.
En það hefur sem hefur vakið
einna mestu athyglina er að þátt-
urinn hefur nú fengið nýtt nafn og
heitir í dag The World‘s Richest.
Magnús hefur hingað til ekki gefið
mikið fyrir þær vangaveltur að
hann hafi hagnast fjárhagslega á
þessari hugmynd sinni, síður en
svo. Því kom nafngiftin óneitan-
lega nokkuð spánskt fyrir sjónir
enda gefur hún allt annað til
kynna.
Heimildir Fréttablaðsins herma
að Magnús komist þó ágætlega að
orði þegar hann útskýrir tilveru
sína í þættinum. „Ég er ekki ein-
göngu ríkasti maður í Evrópu
heldur ríkasti maður í heimi. Ekki
samt í bókstaflegum skilningi þess
orðs, langt því frá. Ég nýt hins
vegar þeirra forréttinda að fá að
ferðast út um allan heim og gleðja
börn með leik og söng,“ segir
Magnús í þættinum.
Eins og Fréttablaðið hefur
greint frá er Magnús nú á ferða-
lagi um Suður-Ameríku og varð
töluvert fjaðrafok í kringum komu
hans. Magnús var eltur á röndum
af fólki í Chile sem vildi fá álit
hans á hinu og þessu og krakkar
stoppuðu hann á götum úti til að fá
eiginhandaáritanir og vildu fá að
leika sínar eigin útfærslur af Lata-
bæ, íklædd búningum hetjanna
sinna.
freyrgigja@frettabladid.is
MAGNÚS SCHEVING: HEIMILDARÞÁTTUR SÝNDUR Á DISCOVERY
Magnús segist vera
ríkasti maður í heimi
MAGNÚS Er í þættinum World‘s Richest People sem áður hét World‘s Most Successful People en ekki er þó allt sem sýnist.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Vefþulan Ragga var tekin í notkun
á netinu fyrir hálfum mánuði en
nafn hennar er til komið af því að
fyrrverandi sjónvarpsþulan Ragn-
heiður Elín Clausen ljáði verkefn-
inu rödd sína. Ragga er þula sem
les hvaða texta sem er á íslensku á
netinu og er fyrst og fremst ætluð
íslensku námsmönnum sem eiga
við lestrarörðugleika að stríða. En
fleiri nýta sér hæfileika vefþul-
unnar. „Við fáum allt að tvær
beiðnir á sekúndu á álagstímum og
Ragga les að jafnaði um sex þús-
und lestra á dag,“ segir Þórarinn
Stefánsson, framkvæmdastjóri
Hexia.net, sem á og rekur vefþul-
una. „Við erum alveg gáttuð enda
héldum við að við værum að búa til
lítið og sætt tól fyrir fólk með
lestrar örðugleika. Lauslega ágisk-
að er sá hópur um þriðjungur not-
enda, Þriðjungur er fólk að grínast
og býr til gervifréttir en loks eru
það strákpjakkar sem láta Röggu
klæmast við sig,“ segir hann.
Þórarinn segist ekki líta svo á að
þetta sé neikvæð þróun. „Ekki ef
fólki finnst þetta skemmtilegt og
einhver brosir að þessu. Okkur
finnst óskaplega gaman að hafa
búið Röggu til og fylgjast með þró-
uninni. Fólki dettur ýmislegt í hug.
Sumir hafa til dæmis búið til
hringitóna fyrir síma sem eru mis-
jafnir eftir því hver hringir, til
dæmis: „Guðmundur, mamma þín!“
og „Guðmundur, konan þín er að
hringja“. Kerfið rétt svo annar
notkuninni. Við megum varla líta
af því og þurfum að fara að bæta
við búnaði. En auðvitað er þetta
skemmtilegt, að færri komist að en
vilji. Við áttum ekki von á því og
brosum þess vegna breitt þessa
dagana.“ - sók
Vefþula klæmist við notendur
SEX ÞÚSUND LESTRAR Á DAG Vefþulan
Ragga annar varla eftirspurn og sinnir
sex þúsund beiðnum á dag að jafnaði.
GUNNAR
HJÁLMARSSON
Tónlistarmaður,
betur þekktur sem
Dr.Gunni
„Besti bitinn er hjá Sollu frænku
minni. Hún er góður kokkur og
góður gestgjafi.“
Bergur Ebbi Benediktsson, meðlimur í
Sprengjuhöllinni.
Íslendingar virðast vera sólgnir í
stórtónleika og þá sérstaklega yfir
jólin þegar verslunaræðið
rennur á þjóðina. Og
það virðist þegar vera
hafið ef marka má
fréttir af nýárstón-
leikum Bubba
Morthens. Slík
var eftirspurnin
eftir miðum að
færri komust
að en vildu og
er þegar að
verða uppselt. Ísleifur B. Þórhalls-
son og félagar hjá Concert eru hins
vegar þaulvanir þessum vinsældum
og voru ekki lengi að bæta við
aukatónleikum þannig að aðdáend-
ur kóngsins þurfa engu að kvíða.
DVD-diskur Auðuns Blöndal
þar sem hann hrekkir fólk í fyrsta
Tekinn-þættinum er komin út.
Þættirnir vöktu gríðar lega
athygli og nutu mikilla
vinsælda enda þykir fátt
jafn fyndið og að sjá
fræga fólkið gera sig að
fíflum fyrir framan
myndavél arnar.
Hins vegar er
það útlitið á
disknum sem
hefur vakið
hvað mestu
athyglina núna
en óprúttnir aðilar hafa þóst greina
að myndin á forsíðunni hafi verið
tekin fyrir þáttaröð númer tvö og
að grínistinn sé með tvo putta á
lofti því til staðfestingar.
Og það eru fleiri á lofti um þessar
mundir. Samkvæmt heimildum
Mannlífsvefjarins skemmtilega
hefur Ásgeir Davíðsson, betur
þekktur sem Geiri á Goldfinger,
nefnilega bryddað upp á því að
lána fínum frúm Kópavogsbæjar
súlurnar sínar á skemmtistaðnum.
Svokallað súlu-fitness nýtur mikilla
vinsælda og hefur Geiri komið til
móts við skort á súluskorti með því
að opna staðinn sinn.
Heimildir Mannlífs
herma þó að fötum
sé hins vegar ekki
fækkað. - fgg
FRÉTTIR AF FÓLKI
Gnoðarvogi 44, s. 588 8686.
Opið 10-18:15 laugardaga 11-14.
Þú færð aðeins það besta hjá okkur
STÓR HUMAR, HÖRPUSKEL, LÚÐA
RISARÆKJUR, SKÖTUSELUR, LAX
NÝLÖGUÐ SJÁVARRÉTTASÚPA.