Fréttablaðið - 24.12.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 24.12.2007, Blaðsíða 2
2 24. desember 2007 MÁNUDAGUR LÖGREGLUMÁL Fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu voru fullar í gærmorgun eftir nóttina. Fjórtán fíkniefnamál komu upp, fjórar líkamsárásir voru tilkynntar, einn var tekinn ölvaður undir stýri og annar undir áhrifum fíkniefna. Að sögn varðstjóra voru fíkniefnamálin afrakstur eftirlits lögregluhóps á skemmtistöðum borgarinnar. Um neysluskammta var að ræða í öllum tilfellum. Þar að auki voru níu hand- teknir fyrir brot á lögreglusam- þykkt, flestir fyrir ólæti og að kunna ekki fótum sínum forráð. - sþs Fangageymslur lögreglu fullar: Fjórtán teknir í fíkniefnaeftirliti HÁTÍÐARHÖLD Heldur óvenjuleg messa verður annan dag jóla í Lindar- sókn en þar verða þekkt jólalög leikin í kántrístíl. Ekki er nóg með það heldur verða tónlistarmennirnir uppáklæddir í fullum kúrekaklæðum. „Við erum bara nokkuð vissir um að fólk verði búið að fá nóg af hátíðleikanum svo okkur langar að bjóða upp á smá tilbreytingu,“ segir Keith Reed, organisti og söngstjóri Lindarsóknar. „Það verður eflaust forvitnilegt fyrir fólk að heyra jólalögin leikin á fiðlu og banjó með kúrekastíl. Það verður enginn línudans að þessu sinni en ef þetta fer nú allt vel er hugsanlegt að við setjum hann inn í dagskrána á næsta ári,“ segir Keith kankvís. Þar sem byggingu Lindarkirkju er ekki lokið fara guðsþjónustur sóknarinnar fram í Salaskóla og hefst hún klukkan ellefu á miðviku- dag en um næstu jól er fyrirhugað að Lindarkirkja verði tilbúin. „Ég er frá Bandaríkjunum og ég hef svolítið gaman af kántrí, svona endrum og eins að minnsta kosti. Þetta er svona eins og með Íslend- inga og skötuna, menn myndu ekki vilja hafa hana á borði alla daga en hún er góð einstaka sinnum.“ Meðal laga á dagskrá er Heims um ból og segir Keith að eflaust þyki mörgum forvitnilegt að heyra hvernig það kemur út í túlkun þeirra kántrímanna. - jse Okkur langar að bjóða upp á smá tilbreytingu, segir organisti og söngstjóri Lindarsóknar: Guðsþjónusta með ekta kúrekablæ KEITH REED TILBÚINN Í KÚREKAMESSU Söngstjóri Lindarsóknar segir að bjóða verði sóknarbörnum upp á tilbreytingu og hann situr ekki við orðin tóm heldur býður til kúrekamessu á annan dag jóla. LÖGREGLUMÁL Þrír karlmenn voru handteknir vegna fíkniefnamáls á Siglufirði í fyrrinótt. Nokkurt magn fíkniefna fannst þegar leitað var í húsum þeirra í kjölfarið, segir á fréttavef lögreglunnar á Akureyri. Einnig var leitað í bifreið í eigu mann- anna. Lögreglan á Siglufirði naut aðstoðar fíkniefnahunds lögregl- unnar á Akureyri við eftirlitið. Mennirnir voru yfirheyrðir og sleppt að því loknu. - sþs Árangursríkt eftirlit á Siglufirði: Hundur fann fíkniefnaþef VÍSINDI „Hörmungarnar á Íslandi voru aðeins upphafið að mun stærri slóð eyðileggingar sem teygði sig hálfa leið kringum heiminn, frá Altai-fjöllum í Síberíu til Mexíkóflóa,“ segir í umfjöllun um Skaftárelda í jóla- tölublaði tímaritsins The Econ- omist. Skaftáreldar hófust með gosi í Laka 8. júní árið 1783. Það sem fylgdi er gjarnan kallað Móðu- harðindin, vegna gríðarlegs magns gass sem kom upp með gosinu og barst með veðri og vindum víða um heim. „Menn hafa verið að rannsaka áhrif Lakagossins á samfélög víða um heim í nokkurn tíma,“ segir Einar Sveinbjörnsson veður- fræðingur. „Úr Laka var gasið þungt, barst með yfirborðinu og fór mjög víða. Það drakk í sig geislun sólar svo að yfirborð jarðar hitnaði ekki og uppskera brast.“ Í greininni í The Economist eru atburðirnir tengdir við ógnir hlýn- unar jarðar sem talin er yfirvof- andi. Sagt er að viðbrögð mann- anna við veðurfarsbreytingum valdi sjálf miklum skaða. „Sumir halda að loftslagsbreytingar skelli á okkur eins og hver önnur hita- bylgja, en þær verða á áratugum,“ segir Einar. „Veðursveiflur, eins og í kjölfar flestra eldgosa, hafa ekkert að segja um þessa yfirvof- andi hnattrænu hlýnun.“ Sagt er frá því í grein tímarits- ins hvernig móðan breiddist yfir Evrópu. Tveimur dögum eftir upphaf gossins varð hennar vart í Danmörku og í Noregi. Sex dögum seinna vofði hún yfir Prag og degi seinna Berlín. Undir lok júní hafði móðan borist til Rúss- lands, Sýrlands og Írak. Í Evrópu þykknaði móðan og skemmdi uppskeru. Um 23 þús- und Englendingar létust umfram það sem venjulegt gæti talist á þessum tíma og fimm prósent frönsku þjóðarinnar lést um sumarið. Segir í greininni að þetta megi rekja beint til Skaft- árelda. Hitastig um allan heim lækk- aði næsta árið. Á Íslandi var þremur gráðum kaldara en venju- lega og í Evrópu að meðaltali tveimur gráðum kaldara en á venjulegu ári. Í Bandaríkjunum var fimm gráðum kaldara en meðallagið og kuldinn í Japan var svo mikill að hrísgrjónaupp- skeran brast. Er talið að dauða milljón manns megi rekja til þessa. steindor@frettabladid.is Draga má lærdóm af Móðuharðindum Tímaritið The Economist fjallar ítarlega um Skaftárelda í jólablaði sínu. Móðu- harðindin hafi valdið uppskerubresti og dauða milljóna manna um allan heim. Tímaritið segir að læra megi um loftslagsbreytingar af atburðunum. LAKAGÍGAR Vatn og mosi hylja nú hraunið sem rann úr Lakagígum á átjándu öld. LÖGREGLUMÁL Maður henti glasi í andlitið á öðrum í Reykjanesbæ aðfaranótt laugardags. Sá var fluttur á sjúkrahús þar sem sauma þurfti í hann þrjátíu spor. Árásar- maðurinn fannst ekki þegar lögregla reyndi að ná af honum tali í fyrradag, en hann átti að yfirheyra í gær. Árásin átti sér stað inni á staðnum Mamma Mía í Sandgerði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu varð mönnunum sundur- orða, og endaði rifrildið með því að annar henti glasi framan í hinn. Líðan fórnarlambsins er sögð góð eftir atvikum. - sþs Sauma þurfti þrjátíu spor: Grýtti glasi í andlit gests BANDARÍKIN, AP Íbúar Pittsburgh í Bandaríkjunum sem týna hanska þurfa ekki lengur að henda hinum og fjárfesta í nýju pari. Fyrir mánuði opnaði bandaríski listneminn Jennifer Gooch vefsíðuna www.onecoldhand.com þar sem hún birtir myndir af týndum hönskum sem hún viðar að sér í Pittsburgh þar sem hún býr. Hefur hún sameinað fjögur hanskapör frá opnun síðunnar. Gooch áætlar að setja upp svipaðar síður í fleiri löndum og hafa síður þegar verið opnaðar í öðrum bandarískum borgum, í Kanada og á Ítalíu. - sdg Fjögur hanskapör sameinast: Vefsíða fyrir týnda hanska JENNIFER GOOCH, STOFNANDI SÍÐUNN- AR Vefsíðan fékk 55.000 heimsóknir fyrstu tíu dagana. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Stefán, mokaðir þú þeim út? „Nei, ég kastaði þeim út.“ Síbrotamenn á fíkniefnum rændu Litlu-kaffistofuna á laugardagsmorgun vopnaðir hníf og kylfu. Stefán Þormar Guðmundsson, eigandi staðarins, varðist þeim með skóflu. JÓL Næsta útgáfa Fréttablaðsins verður fimmtudaginn 27. desember, en netsíðan Visir.is mun halda úti öflugri fréttavakt allar hátíðarnar. Auglýsingadeild Fréttablaðsins verður opin í tvo daga milli jóla og nýárs; fimmtudaginn 27. og föstudaginn 28. desember. Lokað verður aðra daga, svo sem á aðfangadag, annan í jólum og á gamlársdag. Fréttablaðið yfir hátíðirnar: Næsta tölublað á fimmtudag Líkamsárás á Akranesi Ráðist var á mann aðfaranótt laugar- dags á Akranesi. Kæra hefur verið lögð fram vegna árásarinnar. Maður- inn var með verulega áverka á andliti þegar lögregla kom að honum, en ekki alvarlega slasaður. Að öðru leyti verst lögreglan á Akranesi fregna af málinu meðan það er í rannsókn. LÖGREGLUFRÉTTIR HEILBRIGÐISMÁL Maður var fluttur með sjúkraflugi frá Húsavík og til Reykjavíkur í gær. Flug mannsins var sett í mesta forgang, enda var hann talinn vera mjög hjartveikur. Hann liggur að öllum líkindum inni á hjartadeild Landspítalans. Þaðan fengust hins vegar engar upplýsingar um líðan mannsins, spítalinn hefði ekki mannafla til að sinna upplýsingaþjónustu. Beiðni um flugið barst slökkvi- liði Akureyrar klukkan 11.20 og lenti vélin með manninn í borginni klukkan 13.00. - kóþ Sjúkraflug frá Húsavík: Maður fluttur á Landspítala REYKJAVÍK Samningar um inn- heimtuþjónustu á vegum borgar- innar hafa hingað til ekki verið boðnir út, þrátt fyrir að fjölmörg ákvæði í almennri stefnu hennar gefi til kynna að svo skuli gert. Fréttablaðið hefur greint ítar- lega frá samningagerð borgarinn- ar við innheimtuna Momentum. Í röksemdafærslu Birgis Finn- bogasonar, þáverandi fjármála- stjóra, fyrir beinum samningum um innheimtu vangoldinna fast- eignagjalda, taldi hann upp fyrir borgarráði fordæmi svipaðra samninga. SPRON, Intrum og Óskar Norð- mann, einn stjórnarmanna Mom- entums, hafa í gegnum tíðina séð um ýmsa innheimtu fyrir borgina og „ekki er sýnilegt [...] að þeir byggi á útboði,“ eins og Birgir orðar það. Útboð hafi ekki þekkst. Önnur röksemd Birgis fyrir samningnum við Momentum er sú að með því að „hvetja“ gjaldendur til að greiða skuldir sínar, sé ólík- legra að vanskilafólk hafi „hag“ af því að borga aðrar skuldir fyrst. Umrædd hvatning getur hækk- að skuldina um 43 prósent. Nýr borgarstjóri hefur kallað þessa innheimtu „blóðuga“ en kveður borgina bundna af samn- ingum. Einnig vill hann að útboð séu reglan og beinir samningar undantekning í viðskiptum borgar- innar. - kóþ Einkaaðilar sem annast innheimtu opinberra gjalda Reykjavíkurborgar: Samningar ekki boðnir út MOMENTUM Fyrirtækin Spron og Intrum, ásamt Óskari Norðmann, einum stjórnanda Momentums, hafa einnig séð um innheimtu fyrir borgina. Þeir samningar voru heldur ekki boðnir út. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.