Fréttablaðið - 24.12.2007, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 24.12.2007, Blaðsíða 22
22 24. desember 2007 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is Heimir Sindrason, tannlæknir, fædd- ist 24. desember árið 1944. Hann kveðst aðspurður aldrei hafa liðið fyrir að eiga afmæli á aðfanga- dag. „Ég hef bara gaman af því þegar fólk segir: „Áttu afmæli á jólunum?“ þegar það sér kennitöluna mína. Sér- staklega þótti mér skemmtilegt að vera spurður um afmælisdaginn þegar ég var lítill. Aðfangadagurinn er sérstakur og enginn annar afmæl- isdagur, nema kannski 17. júní, vekur jafn mikla athygli. Mér þykir mjög vænt um þennan dag. En það verður varla sagt að ég hafi fengið mikla trú- rækni í vöggugjöf þó ég hafi fæðst á aðfangadag. Samt má alls ekki túlka orð mín svo að ég vilji berjast móti kristninni.“ Kafnaði ekki afmælishaldið í jóla- haldinu þegar þú varst lítill? „Jú, biddu fyrir þér, en mér var alveg sama. Ég er svo mikið jólabarn. Svo var ég svo heppinn að Einar móð- urbróðir minn átti afmæli 25. desem- ber og hann vissi hvernig var að eiga afmæli á jólum. Ég var því ör- uggur um að fá eina afmælisgjöf frá mömmu og pabba og aðra frá Einari. Þau sáu til þess að ég gleymdist ekki og það dugði mér. Ég fékk alltaf tvo pakka umfram það sem hinir strák- arnir fengu.“ En hefur þú getað haldið upp á af- mælið þitt sjálfur? „Nei, nei. Ég gerði það til gamans þegar fimmtugsafmælið nálgaðist að senda boðskort til vinafólks og bjóða í afmælisveislu milli fimm og sjö á að- fangadag. Tók samt fram neðanmáls að þetta væri djók. En mamma hafði hálfgerðar áhyggjur af því á sínum tíma að ég fengi aldrei að halda upp á afmælið mitt þannig að hún ákvað einu sinni að slá því saman við af- mæli Einars bróður míns sem er 24. mars. Ég man enn eftir þeim degi því það var þrumuský yfir Einari. Ég var ánægður og kátur en ekki hann og mamma reyndi þetta bara einu sinni. Enda þurfti hún ekki að bæta mér neitt upp.“ En veistu eitthvað um aðstæðurnar þegar fæðingu þína bar að? „Fjölskyldan bjó þá í kjallara- íbúð á Bollagötunni og samkvæmt upplýsingum frá móður minni voru hún og föðuramma mín að spóka sig á Laugaveginum á Þorláksmessu þegar mamma fór að fá verki. Hún sagði ömmu frá þeim þegar þær voru komnar niður á Lækjartorg og þær drifu sig í strætó vestur á Gríms- staðaholt til móðurömmu minnar. Ég fæddist svo á fæðingardeildinni undir morgun á aðfangadegi. Ég geri ráð fyrir að mamma hafi legið inni í að minnsta kosti viku. Það var siður þá. Ég hef spurt hana hvort ég hafi ekki eyðilagt fyrir henni jólin en hún þvertekur fyrir það. Mér skilst það hafi verið dekrað við hana á spítal- anum og hún minnist þess að yfir- læknir deildarinnar hafi gengið um í spari fötunum á aðfangadagskvöld og óskað öllum gleðilegra jóla. Mér finnst ég hafa fæðst undir heillastjörnu. Hef verið svo lánssam- ur í lífinu og aftur og aftur tekið réttu beygjuna án þess að hafa hugmynd um það þá. Þetta hugsa ég oft um á jólum og er þakklátur fyrir.“ gun@frettabladid.is HEIMIR SINDRASON TANNLÆKNIR: Á AFMÆLI Á AÐFANGADAG Fæddur undir heillastjörnu JÓLABARNIÐ HEIMIR Bauð í afmælisveislu milli fimm og sjö á aðfangadag - en bara í djóki. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI. MERKISATBURÐIR 1812 Stríði Breta og Bandaríkja- manna lýkur með friðar- samningi sem gerður var í Belgíu. 1871 Óperan Aida eftir Giu- seppe Verdi er frumsýnd í Kaíró í Egyptalandi í tilefni af opnun Súesskurðarins. 1893 Henry Ford lýkur við smíði fyrstu bensínvélar sinnar. Hann og eiginkonan prófa hana í eldhúsinu þennan aðfangadag. 1920 Óperusöngvarinn Enrico Caruso syngur í síðasta sinn opinberlega í Metr- opolitan óperunni í New York. 1934 Jólakveðjur eru lesnar í fyrsta sinn í Ríkisútvarp- inu, klukkan 20.30. Á aðfangadag árið 1956 komu 52 flóttamenn til Íslands frá Ungverjalandi. Þeir voru af báðum kynjum og aðeins sjö yfir þrítugu. Fimm hjón voru í hópnum, þar af ein með tvö ung börn. Fyrsti áfangastaður flóttafólksins var Mela- skólinn. Þar var það skoðað af hjúkrun- arfólki og nýjan fatn- að og var síðan flutt í samkomuhúsið Hlé- garð í Mosfellssveit þar sem það dvaldi fram á nýársdag 1957. Ástæða flótta ung- versku þjóðarinnar til annarra landa var sú að blóðug átök höfðu brotist út í landinu eftir að stúdentar felldu Stalínsstyttu af stalli í október 1956 til að mótmæla yfirráðum Sovétríkjanna. Leitað var til Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins. Í byrjun desember 1956 ákvað íslenska ríkisstjórnin að taka við 50 til 60 flóttamönn- um og framkvæmda- ráð Rauða krossins á Íslandi var sama sinnis. Ungversku karlmönn- unum gekk greiðlega að fá vinnu þrátt fyrir tungumálaörðugleika flestra. Nanna Snæ- land var ráðin í hluta- starf hjá Rauða kross- inum við að aðstoða flóttafólkið. Hún átti ungverskan mann og þau hjón reyndust hópnum ómetanlegir tengilið- ir frá byrjun. ÞETTA GERÐIST 24. DESEMBER 1956 Ungverskt flóttafólk til Íslands VALBORG BENTSDÓTTIR SKRIFSTOFUSTJÓRI FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1911. „Ég gekk á vit þess draums sem fjarlægðin gerði fagran.“ Valborg var kvenréttinda- kona og skáld. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðfinna Lárusdóttir, Miðtúni 72, Reykjavík, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju fimmtudaginn 27. desember kl. 13.00. Inga Gunnarsdóttir Gylfi Gíslason Gunnar Gunnarsson Gerður Helgadóttir börn og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir, amma og langamma, Guðríður Þórðardóttir Heiðargerði 17, Vogum, Vatnsleysuströnd, lést á heimili sínu þriðjudaginn 18. desember. Útförin fer fram frá Kálfatjarnarkirkju fimmtudaginn 27. desember kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð Kálfatjarnarkirkju. Guðmundur Í. Ágústsson Þórunn K. Guðmundsdóttir John Hill, Lilja J. Guðmundsdóttir Jón Ögmundur Þormóðsson, Andrés Ágúst Guðmundsson Sædís Guðmundsdóttir Þórður K. Guðmundsson María Gunnarsdóttir Guðrún Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Stefán Jóhann Jónatansson Bifreiðasmíðameistari, Vallargerði 40, varð bráðkvaddur að heimili sínu að kvöldi föstu- dagsins 14. desember. Útförin fer fram í Háteigskirkju fimmtudaginn 27. desember kl. 13.00. Ása Benediktsdóttir Sigrún Stefánsdóttir Steinar Þór Kristinsson Sigurður B. Stefánsson Anna Rósa Böðvarsdóttir Svanhvít Stefánsdóttir Jón Þórðarson og barnabörnin Stefán Kristinn, Guðrún Katrín og Hlynur Kári. Óskum öllum vinum og vandamönnum fjær og nær gleðilegra jóla og góðs nýs árs. Jólakveðja frá Spáni, Hrefna og Gulli. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafað- ir og afi, Jóhann Ragnarsson læknir, sem lést að heimili sínu, Laufásvegi 62, mánudaginn 17. desember verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 27. desember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarstofnanir. Hanna Gunnarsdóttir, Anna Jóhannsdóttir, Ástráður Eysteinsson, Heiða Jóhannsdóttir, Björn Þór Vilhjálmsson, Magnús Jóhannsson, María Björg Sigurðardóttir, Stefán Þorri Magnússon, Jóhann Ástráðsson, Anna María Magnúsdóttir, Eyja Ástráðsdóttir. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Kristinn Enok Guðmundsson, Dengsi, fyrrv. starfsm. Rafmagnsveitu Reykjavíkur, hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, áður Lindargötu 57, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju fimmtudaginn 27. desember kl. 13.00. Guðmundur Hanning Kristinsson Eyrún Þorsteinsdóttir Magnús Birgir Kristinsson Jónfríður Loftsdóttir Sigrún Ásta Kristinsdóttir Ragnar Wiencke Sigurður Kristinsson Anna Jónsdóttir, Ingólfur Kristinsson Jóhanna Ellen Valgeirsdóttir Anna Guðrún Kristinsdóttir Jóhann Snorri Jóhannesson barnabörn, og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.