Fréttablaðið - 24.12.2007, Blaðsíða 26
26 24. desember 2007 MÁNUDAGUR
S
igurbjörn biskup er allt
að því heilagur maður í
huga margra lands-
manna. Hann er hold-
gervingur kristinnar
trúar. Maðurinn sem
kemur í huga okkar þegar við hugs-
um orðið biskup, enda gegndi hann
því embætti í 22 ár.
Þegar blaðamann ber að garði
dettur honum fyrst í hug að nú sé
tímabært að nýta þéringuna sem
gamla Biblían kenndi. Ef maður
þérar ekki Sigurbjörn biskup,
hvern þá?
Biskup opnar dyrnar og réttir
fram höndina vingjarnlega. Það
þarf víst ekkert að þéra hann.
Við setjumst í stofuna uppi. Sigur-
björn lítur í kringum sig. Hann er
96 ára gamall og fæddist í öðrum
heimi en þessum.
Hann rifjar upp jólin þegar stein-
olía var sett á lampann í fjósbað-
stofunni heima. Lýsi var enn notað
á hina lampana, bæði í fjósinu og í
eldhúsinu.
Hann man sín fyrstu jól í þessari
baðstofu. Þau hírðust þar sextán
saman, Sigurbjörn var fjórtánda
og yngsta barnið. Þá var lífið
fábrotið og ríkti mikil fátækt á
mælikvarða nútímans.
„Ef ég væri að vakna núna og
kynnast nútímanum í fyrsta skipti,
þá væri akkúrat ekki neitt sem ég
gæti kannast við,“ segir hann.
Sigurbjörn er þakklátur fyrir þá
breytingu sem orðið hefur á verald-
legum aðbúnaði þjóðarinnar. En
hann hikar við, spurður um hinn
andlega aðbúnað.
„Það er svo allt annar hand-
leggur,“ segir hann. „Ég ólst upp
við mjög sterkar guðræknishefðir.
Það var hugvekja á hverju kvöldi í
vökulok og húslestur þá sunnudaga
sem ekki var farið til kirkju.“
Ofurþungi á sálina
Biskup telur ásýnd jólaundirbún-
ings nútímans segja sitt um þær
andlegu breytingar sem – því
miður – hafi orðið með þjóðinni.
Jólaundirbúningurinn einkennist
nú af kaupmennsku og græðgi.
„Boðskapur þessarar hátíðar
hefur laðað fram og kallað á það
besta sem við geymum í okkur;
gjafmildi, ástúð og kærleika. En
svo er farið að nota þessar tilfinn-
ingar til að græða á þeim peninga.
Á þessum velgengnistímum sem
við lifum er þetta komið úr öllum
böndum og hefur margar ískyggi-
legar afleiðingar.
Fólk fær ofurþunga á sál sína og
huga, eða streitu sem það þolir
ekki, af þessum gífurlega áróðri
fyrir kaupum. Heimilislífið líður,
hjónabönd bresta og hátíð hinnar
miklu gleði veldur áverkum á börn-
unum, sem stundum búa við þá alla
sína ævi.“
Biskup hugsar sig um og bætir
við: „Ég vildi óska þess að þetta
væri lygi og ég vildi fá mitt straff
út á að það gæti gert þetta að lygi.
En svo er ekki, þetta er satt.“
En á hverju sem gengur er boð-
skapur jólanna ætíð sannur, segir
Sigurbjörn og fer með Jólavísu
Jónasar Hallgrímssonar:
Jólum mínum uni ég enn,
og þótt stolið hafi
hæstum Guði heimskir menn
hef ég til þess rökin tvenn
að á sælum sanni er enginn vafi.
„Yður er frelsari fæddur, Guð er
gestur hér! Þessi sannleikur
jólanna er óhagganlegur og þá ósk
á ég öllum til handa að hann fái að
komast til skila í hvert hús og
hvern hug,“ segir Sigurbjörn.
Goðsögn þess sanna
Erkibiskupinn af Kantaraborg tók
upp á því nýlega að efast opinber-
lega um söguna af vitringunum
þremur sem samkvæmt heilagri
ritningu heiðruðu Jesúbarnið
nýborið. Erkibiskup álítur þetta
goðsögu, sem eigi sér litla sem
enga stoð í raunveruleikanum.
Sigurbjörn furðar sig á þessum
ummælum frá hámenntuðum erki-
biskupnum og segir að sé rétt eftir
haft skuli bent á að sagan um vitr-
ingana sé innblásin.
„Hún er til marks um innsæi af
því tagi sem við tengjum ekki
venjulegum annálaskrifum. Henni
er skilað til okkar af fólki sem sá
með augum trúarinnar og skildi
meira en yfirborð veruleikans.“
Finna megi margs konar goð-
sagnir. Þannig séu englar gjarnan
taldir til goðsagna. „En ég er ekki í
nokkrum vafa um að það eru englar
í kringum okkur núna. Eins þegar
ég tala við Guð minn, þá veit ég vel
að Hann heyrir.“
Goðsögn geti verið „sú djúp-
reynsla sem rýfur stakk tímans og
veitir innsýn í annan veruleika en
þann jarðneska. Það sem gerist í
hugarheimi mannsins er staðreynd
líka. Það er staðreynd sem ekki
verður mæld, en staðreynd engu
að síður.“
Hamingjan sjálf sé gott dæmi
um innri reynslu sem getur haft
ytri orsakir. „En innri lifunin er
annar – og engu minni – veruleiki.“
Kristin trú hefur verið Sigur-
birni ómetanlegt hjálpartæki til að
nálgast hamingjuna. Hann varar
við því að hamingjunni sé ruglað
saman við upphafnar tilfinningar
og annarlegt ástand. „Hamingjan
er ekkert tilfinningasvall. Hún ein-
kennist af innra jafnvægi og hugar-
ró. Hamingjusamt fólk er þannig í
sæmilegri sátt við sjálft sig, en þó
ekki án sjálfsgagnrýni. Skorti hana
verður einstaklingurinn hroka-
fullur sjálfbirgingur, skopskyni
skroppinn.“
Brúðkaup homma skammsýni
Meðan Sigurbjörn starfaði sem
biskup ríkti að mestu sátt um starf-
semi Þjóðkirkjunnar og var þá
margt í þagnargildi sem nú kemst í
hámæli. Síðustu árin hefur hins
vegar verið deilt um Þjóðkirkjuna,
jafnt innan hennar sem utan. Eitt
helsta deiluefnið hefur verið hvort
hommar og lesbíur megi giftast.
Sigurbjörn segir ekki að undra að
tekist sé á um þetta málefni.
„Nútíminn er marglyndur og
mörgu skýtur upp. Það sjónarmið
að samkynhneigðir skuli giftast er
óþekkt í sögunni. Út af fyrir sig
skaðar það ekki hjónabandið sem
stofnun að þeir giftist. Það er bara
algjör fjarstæða. Því þá er því
afneitað sem er mergurinn máls-
ins; þjónustan við lífið sjálft. Við
verðum til í móðurlífi og það
verður ekki frjóvgað nema af karli.
Það kviknar hins vegar ekki líf í
maga karlmanns.“
Sigurbjörn minnir á að þótt vinur
sinn Platón, sem hann kunni eitt
sinn utanbókar, og aðrir heimspek-
ingar Forn-Grikkja hafi fært ást
milli karlmanna á æðra plan, hafi
þeim aldrei komið til hugar að tala
um hjúskap. Þannig sé þessi krafa
samkynhneigðra ein tímans bóla,
sem springi. Óskynsamlegt sé að
vatna út hjónabandið með slíkri
skammsýni.
Evrópska móðursýkin
Í gamla daga voru trúfélögin færri
og undu sínum hag ágætlega, án
þess að rekast hvert á annað.
„Það ríkti fullkominn friður milli
Þjóðkirkjunnar og Fríkirknanna í
Reykjavík og Hafnarfirði. Það er
nýlunda að kirkjan þurfi að þola
svæsnar árásir úr þeirri átt,“ segir
Sigurbjörn, sem undrast mjög heift
þeirra sem standa utan Þjóðkirkj-
unnar og gagnrýna hana.
„Fólkið kýs að vera ekki í Þjóð-
kirkjunni og beitir svo sinni megin-
orku í að rífa hana niður í ræðu og
riti.“
Sigurbjörn hafnar því að Þjóð-
kirkjunni væri fyrir bestu að slíta
á hin sérstöku tengsl við ríkisvaldið.
Stjórnarskráin kveði ekki einungis
á um tengsl ríkis við Þjóðkirkjuna.
Ákvæðið um Þjóðkirkjuna hefði
aldrei komist inn í stjórnarskrá ef
ekki væri í húfi sjálf yfirlýsing
ríkis ins til kristindómsins.
„Og þetta er ekki ríkisrekið fyrir-
tæki, fjarri því. Ríkið hefur ein-
faldlega verið vörslumaður fjár-
muna kirkjunnar. Nú er þeirri
vörslu lokið og ríkið afsalar sér
ábyrgð á því með stuðningi sínum
við Þjóðkirkjuna.“
Því hefði lítið upp á sig að slíta
þessi tengsl fyrir friðarsakir: „Það
verður aldrei friður fyrir óláta-
mönnum.“
Sigurbjörn bíður við stutta stund
og horfir fram fyrir sig. Hann
kveður Þjóðkirkjuna eiga svo mik-
inn stuðning meðal almennings,
trausta vini og úrvalsstarfsfólk að
hún þurfi ekki að óttast þetta
óvildar fólk.
„Þjóðkirkjan þarf því ekki að
einblína á fyrirbæri sem eru meira
og minna óeðlileg,“ segir hann og
vísar meðal annars til samtakanna
Vantrúar.
„Ég vildi ekki meina neinum að
hafa skoðanir en menn verða þó að
virða þá lágmarkskröfu að koma
fram við aðra af sæmilegri sann-
girni og væna menn ekki um óheiðar-
legar tilfinningar eða vanþroska
eða skort á mannviti. Fólk á ekki að
afflytja málstað náungans.“
Gamla manninum hugnast alls
ekki nýleg lagabreyting, þar sem
sérákvæði um kristilegt siðgæði í
skólastarfi fékk að fjúka. Engu
skiptir þótt löggjafarvaldið beri
fyrir sig að hafa farið eftir Mann-
réttindasáttmála Evrópu.
„Auðvitað er evrópsk móðursýki
líka til og hefur aldrei verið keppi-
kefli Íslendinga né æskilegt hlut-
verk okkar að skríða eftir allri evr-
ópskri sérvisku. Varasamur eða
spilltur tíðarandi er alls ekkert
betri þótt hann sé evrópskur.“
Aðförin að kristindómsfræðslu
endi með því að bannað verði að
syngja Heims um ból.
„Þeir vilja ekki hafa litlu-jólin og
ekki neitt sem minnir á kristin-
dóminn. Þeir heimfæra allt undir
trúboð. Þá má segja að hvar sem þú
heyrir sungið Heims um ból, að
það sé trúboð. Við eigum það
kannski fram undan að mega bara
hvísla það innandyra og hvergi á
opinberum vettvangi?“
Ég veit vel að Hann heyrir
Sigurbjörn Einarsson biskup segir að jól æsku sinnar og jól samtímans hafi alls engan snertiflöt á yfirborðinu. Ekkert sé eins og
það var. Græðgi og verslun gangi nærri því að knésetja fólk yfir hátíðina miklu. Sannleikur jólaboðskapsins sé þó enn óhaggan-
legur. Hann tók á móti Klemensi Ólafi Þrastarsyni og fræddi hann um goðsögur, engla og evrópska móðursýki.
SIGURBJÖRN BISKUP Hann býr einn í gamla raðhúsinu í Kópavogi, eftir að kona hans Magnea fór á undan. Hann langar ekkert til að flytja. „Ekki fyrr en ég verð fluttur“.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Í BÓKAHERBERGINU Sigurbjörn biskup skoðar nýja Biblíuþýðingu. Hann er feykilega
hrifinn af útliti hennar og framsetningu, en leyfir sér að efast um nauðsyn þess að
taka út þéranir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Þá má segja að hvar sem þú heyrir sungið Heims um ból, að það sé trúboð. Við
eigum það kannski fram undan að mega bara hvísla það innandyra og hvergi á
opinberum vettvangi?