Fréttablaðið - 24.12.2007, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 24.12.2007, Blaðsíða 34
34 24. desember 2007 MÁNUDAGUR Mér finnst æðislegt að taka þátt í kvikmynd sem er byggð á bókum sem fólk þekkir og hefur svona mikla ástríðu fyrir. Þ egar kemur að því að velja kvikmyndahlut- verk laðast ég að sál- fræðilegum fléttum og verð að viðurkenna að ég hef sjaldnast gaman að því að horfa á ævintýra- myndir. Ég ólst þó upp við góðar bókmenntir og mamma las fyrir mig meðal annars bækurnar eftir Roald Dahl og Narníu-bækurnar sem eru í uppáhaldi. Þegar Chris Weitz (leikstjóri Gyllta áttavitans) hafði samband við mig verð ég að viðurkenna að ég þráði að taka mér frí frá störfum og því hafnaði ég verkefninu í fyrstu. Ég var í Tennessee og var löt,“ segir Nicole Kidman þegar hún er spurð út tilurð þess að hún kom að myndinni. Gyllti áttavitinn verður frumsýnd í íslenskum kvik- myndahúsum á annan dag jóla. „Þegar ég tek að mér hlutverk lít ég á það sem meira en fullt starf. Það þarf að gefa meira en það besta sem maður á og ég var á þannig tímapunkti í lífinu að mig langaði bara til þess að hanga og njóta lífsins í stað þess að vinna. En svo las ég bækurnar og leik- stjórinn Chris Weitz og höfundur- inn Philip Pullman skrifuðu mér bréf og þessi tvö bréf samanlögð voru nóg til að tæla mig og núna er ég mjög glöð yfir því. Persónurnar í bókunum eftir Philip eru ótrú- lega safaríkar og gefa leikurum tækifæri á að sýna sterkan leik. Mér finnst jafnframt æðislegt að taka þátt í kvikmynd sem er byggð á bókum sem fólk þekkir og hefur svona mikla ástríðu fyrir og ég er líka glöð að fá að taka þátt í ævin- týramynd sem inniheldur alvöru leikara en ekki bara teiknimynda- persónur.“ Forréttindi að fá enn góð hlutverk Ertu þá í fríi núna í staðinn og nýturðu þess? „Ég er reyndar í miðju kafi núna við tökur á bíómyndinni Ástralía (eftir Baz Luhrmann) og sú mynd hefur tekið meira en níu mánuði af árinu. Satt best að segja er það aðeins of erfitt og ég hlakka til að taka mér frí á næsta ári. En að sama skapi er ég svo heppin því ég er fertug og nú er ég að fá sum bestu hlutverkin sem ég hef hing- að til fengið að leika. Ég nýt for- réttinda,“ segir Nicole sem er hæstánægð með að hafa tekið þátt í Gyllta áttavitanum. „Ég vona innilega að við getum klárað að kvikmynda allar bækurnar þrjár því ég elska að leika fröken Coulter og í þessari fyrstu mynd birtist aðeins agnarlítið brot af því sem hún er. Hún springur út í síðari hluta sögunnar og það er svo spennandi að fá að túlka öll lögin í karakternum. Það er púls í Coulter sem rífur hana áfram og ég er þakklát Chris (leikstjóranum) fyrir að hafa gefið mér tækifæri til að láta þennan púls skína í gegn. Coulter er persóna sem er mjög margbreytileg og flókin. Á tímum má setja spurningarmerki við sið- ferði hennar en ég vil þó alls ekki segja of mikið um hana til að eyði- leggja ekki plottið fyrir áhorfend- um. Það er gaman að fletta ofan af henni með leikstjóra og höfundi en Philip Pullmann sá alfarið um sál- fræðilega förðun. Ég gleypti í mig bækurnar hans og notaði meira að segja yfirstrikunarpenna þegar ég las þær og skrifaði allt niður sem sagt var um fröken Coulter. Þannig raðaði ég sögunni hennar saman og það er yndislegt að geta gengið á þennan hátt að fortíð persónu því sem leikkona þarf maður vanalegast að semja fortíðina upp á eigin spýtur.” Einstakur mótleikari Kvikmyndin Gyllti áttavitinn hefur verið gagnrýnd af kaþólikkum fyrir trúarvillu. Hvað hefurðu um það að segja? „Amma mín er kaþólsk og ég myndi ekki vilja taka þátt í að búa til kvikmynd sem myndi hryggja hana. Fyrir mitt leyti er ekki hægt að finna neitt í bíómyndinni sem talar gegn kaþólskri trú.” Aðalhlutverkið í Gyllta átta- vitanum er í höndum hinnar ungu Dakota Blue Richards sem er að stíga sín fyrstu spor á hvíta tjald- inu. Hvernig gekk samstarfið? „Ég hef unnið ótrúlega mikið með börnum að undanförnu, nán- ast í hverri einustu mynd upp á síðkastið. Reyndar er Dakota Blue Richards svo þroskuð að það var næstum eins og að vinna með full- orðnum leikara. En af því að fröken Coulter er óvæginn karakter fannst Dakota ég svolítið ógnvekj- andi fyrst. Því var ég alltaf að biðja leikstjórann um að útskýra vel fyrir henni hvað var í gangi ef ég þurfti til dæmis að rífa harka- lega um úlnliðinn á henni eða vera vond við hana á einhvern hátt. Og ég var alltaf að spyrja hana hvort allt væri í lagi. Mér finnst svo mikil vægt að það sé útskýrt vel fyrir börnum út á hvað leikara- vinnan gengur. En Dakota er ein- stök og hefur meðal annars þann fágæta hæfileika að geta látið til- finningarnar skína í gegnum húð- ina. Fyrir leikkonur er það stór- kostlegur hæfileiki Hún roðnar í alvörunni og það er eins og húðin geisli. Kvikmyndavélin nær því og það bætir glans við leikinn.“ Spennt fyrir Íslandi Í þeim heimi sem Philip Pullman skapar í bókum sínum prýða norður- ljós himininn og brynjubirnir eru konungar íssins og nornir kljúfa loftið. Hefurðu séð norðurljósin eða ferðast til Íslands þar sem hægt er að sjá þau berum augum? „Nei ég hef aldrei séð norður- ljósin en það væri dásamlegt að koma til Íslands,“ segir leikkonan að lokum. Þess má geta að Nicole Kidman hefur nýlega gerst góðgerðar- sendiherra UNIFEM, þróunar- sjóðs Sameinuðu þjóðanna. Hún setti af stað herferðina „Segjum nei við ofbeldi gegn konum“ til að ljá konum og stúlkum sem þurft hafa að sæta ofbeldi og misnotkun rödd og hægt er að lýsa yfir stuðn- ingi við verkefnið á unifemsaysnoto- violence.org. Langar að sjá norðurljósin Ástralska leikkonan Nicole Kidman á glæsilegan leik í jólabíómyndinni Gyllta áttavitanum, The Golden Compass, þar sem hún fer með hlutverk hinnar margslungnu Mariu Coulter. Í viðtali við Þóru Karítas Árnadóttur segist hún vonast til þess að allar þrjár ævin- týrabækur Philips Pullman verði festar á filmu í framtíðinni og að hún muni einhvern tímann sjá norðurljósin. FERTUG OG ENN Á UPPLEIÐ Nicole Kidman segir það forréttindi að vera orðin fertug en fá samt betri og betri hlutverk í kvikmyndum. Hún þykir fara á kostum í kvikmyndinni Gyllta áttavitanum sem frumsýnd verður hérlendis á annan dag jóla. NORDICPHOTOS/GETTY GYLLTI ÁTTAVITINN Nicole Kidman og Dakota Blue Richards í hlut- verkum sínum. ➜ KVIKMYNDIN UMDEILD HJÁ KAÞÓLSKUM Philip Pullman er einn þekktasti guðleysingi Breta og er meðal annars meðlimur í bresku húmanistasamtökunum auk þess að vera heiðursfélagi í Landssamtökum um trúlaust samfélag. Hann hefur ekki farið leynt með skoðanir sínar á trúarbrögðum, hvorki í viðtölum né bókum sínum, enda segir fyrrverandi nunna í einni bókanna við aðalpersónuna: „Kristnin er mjög valdamikil og sannfærandi mistök,“ og sjálfur lét Pullman hafa eftir sér að hann vildi gera lítið úr grunnstoðum kristninnar. Og engan skyldi undra að bæði mótmælendur og kaþólikkar líti bækur Pullmans horn- auga, í bókinni heitir hið illa til að mynda „The Church“ eða Kirkjan. Bækur Pullmans um ferðalag Lyru og Wills Parry milli ólíkra heima njóta mikilla vinsælda hjá smáfólkinu sem drekkur í sig fantasíuveröldina. Og það er kannski helst sú staðreynd sem veldur kristnum samtökum hvað mestum áhyggjum, það að börnin skuli vera „fórnarlömb“ guðleysingjastefnu Pullmans. Og nú þegar Hollywood, með allar sínar markaðsmaskínur á milljón, hefur hoppað um borð í skip Pullmans er draumaverksmiðjan að mati kirkjunnar manna að matreiða veröld ofan í börn þar sem öll trúar- brögð eru vond. Aðkoma kvikmynda borgarinnar féll í það grýttan jarðveg hjá íhaldssömum armi kaþólsku kirkjunnar í Bandaríkjanna að hún sá sig tilneydda til að hvetja alla fylgismenn sína til að sniðganga The Golden Compass. Aðrir hafa sagt Pullman vera að ráðast gegn ævintýrum hins rammkristna C.S Lewis um Narníu. Og vissulega eru þar hliðstæður. Báðar bækurnar fjalla um börn sem þurfa að taka siðferðislega erfiðar ákvarðan- ir; þarna eru talandi dýr, stórir og miklir bardagar að ógleymdum fataskáp sem kemur víst við sögu í báðum bókaflokkunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.