Fréttablaðið - 24.12.2007, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 24.12.2007, Blaðsíða 40
36 24. desember 2007 MÁNUDAGUR Þ að er von á rauðum jólum hér í Talca, borginni þar sem ég bý í Chile. Þegar þetta er skrifað tæpri viku fyrir jól ná lengstu spár reyndar bara fjóra daga fram í tímann en þar sem hitinn losaði þrjátíu stig í dag, í gær, í fyrradag og daginn þar áður líka og síðustu dropar komu úr lofti einhvern tíma í september þá ætla ég að leyfa mér að fullyrða að spá mín um rauð jól í Talca þarfnist ekki mikilla vikmarka. Í Talca er um þessar mundir álíka margt sem minnir á komandi jólahátíð og sólríkir júlídagar á Íslandi gera. Fyrir utan hásumar og komandi sumarsólstöður fara Chilebúar mun síður hamförum í jólaskreytingum en þekkist mun norðar á hnettinum. Vissulega er að finna jólatré hér og jólasvein þar á stangli um borgina en almennt gerir sjaldgæft skrautið ekki annað en undirstrika fyrir manni fáránleikann við það að ætla sér að halda jól hátíðleg með steikjandi sól beint fyrir ofan hvirfilinn á manni í stað þeirrar íslensku sem um þessar mundir gerir lítið meira en að endurkasta örlitlu af birtu sinni á landsmenn í fáeina klukkutíma á degi hverjum. Til að varpa enn betur ljósi á viðsnúning hlutanna hér á suðurhveli jarðar þá má ef til vill segja að sönn jólastemning hafi fremur ríkt hér í Chile í liðnum júlí þegar sá sjaldgæfi viðburður átti sér stað í höfuðborg- inni Santíago að óvenju harður vetur leiddi til snjó- komu. Svíar sem hér dvöldu um þær mundir segja mér að þá hafi þeir einmitt fyllst jólaanda tæpu hálfu ári á undan áætlun þegar þeir sáu jólasnjóinn líða úr himinhvolfinu yfir chilesku höfuðborginni. Jólin snúast fyrst og fremst um frelsarann Þeir útlendingar sem ég hef hitt hér og rætt hérlenda jólasiði við segja mér að í Chile séu jólin enn fyrst og fremst trúarhátíð þar sem fólk minnist fæðingu frelsarans í stað þeirrar sem við þekkjum þar sem jólin snúast fyrst og fremst um að minnast ekki Visa- reikningsins óhjákvæmilega í upphafi febrúar. Að hætti kaþólskra er jólaskrautið hér oft í formi fjárhúss þar sem Jesúbarnið í jötunni er miðpunktur- inn innan um aðrar persónur og leikendur þeirrar örlagaríku sögu. Hingað til hef ég séð margar útgáfur þessarar fjárhússenu, allt frá litlu borðskrauti til mannhæðarhárra gína í búðargluggum sem stillt er upp í sín réttu hlutverk. Þrátt fyrir mjög ólík ytri skilyrði þá eiga Chilebúar það samt sameiginlegt með Íslendingum að aðaljóla- hátíðin fer fram 24. desember en ekki 25. desember, eins og víðast hvar gengur og gerist. Yfirleitt koma fjölskyldur saman undir kvöld á aðfangadegi. Sumir fara saman til kirkju en aðrir verja öllu kvöldinu í heimahúsi. Matur er ekki borinn á borð fyrr en þegar vel er liðið á kvöldið og líkt og á Íslandi er allur gangur á því hvað þá stendur til boða. Á vissum heimilum ríkir sú hefð að bera á borð kjúklingasúpu en annars er valið nokkuð frjálst og margir velja raunar að fara þá troðnu slóð að grilla hið rómaða suður-ameríska nautakjöt úti í garði. Að þessari máltíð lokinni er hins vegar nokkuð föst hefð að hafa köku sem nefnist Pan de Pasqua og svipar nokkuð til enskrar jólaköku. Með eru gjarnan drukknir chileskir líkjörar, einna helst drykkir sem nefnast Rompon og Cola de Mono. Það er síðan ekki fyrr en á miðnætti sem óþolinmæði barnanna er svalað og fjölskyldan sest niður við jólatréð til þess að taka utan af gjöfunum. Mjög algeng jólagjöf til chileskra barna er reiðhjól enda hafa þau, eðli málsins samkvæmt, lítið við sleða eða skauta að gera í jólahitabylgjunni miðri. Fólk nýtur þess að vaka lengi fram eftir á jólanótt í góðum félagsskap. Börnin fá að leika lausum hala þessa nótt og safnast gjarnan saman í hverfunum til þess að bera saman gjafirnar. Ströndin, sundlaugin og sumarylur Að lokinni þessari andvökunótt tekur við hljóður jóladagsmorgunn þar sem allir sofa út sem lengst þeir mega. Upp úr hádegi fer fólk hins vegar að tínast út úr húsi. Algengt er að fólk setjist við sundlaugarbarm, skelli sér á ströndina eða njóti lífsins á annan hátt í sumarylnum. Jólin marka nefnilega ákveðið upphaf sumarvertíðarinnar í Chile, börnin ljúka skólaárinu rétt fyrir jólin og algengt er að sumarfrí fjölskyldna hefjist fljótlega upp úr þessum tíma. Um áramótin falla síðan öll vötn til Valparaíso, gamallar og fagurrar hafnarborgar en þangað tekur klukkutíma að aka frá höfuðborginni Santíago. Þar er hver einasta koja uppbókuð mörgum vikum fyrir áramót. Á sjálft gamlárskvöld breytist borgin síðan í eina, stóra áramótaveislu og heimamenn segja að á miðnætti sé slegið upp mögnuðustu flugeldasýningu sem sögur fara af í Chile og þó mun víðar væri leitað. Íslendingurinn lætur nú reyndar segja sér það tvisvar að sýningin í Valparaíso standist þau viðmið sem hann hefur í huga heiman frá Fróni þar sem heimsmet eru slegin árlega í sprengjugleði með tilheyrandi drunum og glæringum. Við tekur síðan janúar sem, ólíkt hinum íslenska, er ekki fullur af drunga og hversdagsleika heldur áframhaldandi sumri og sól. En þó má snúa þessu okkur í hag því að á meðan sumrið fjarar smám saman út þegar líður á fyrstu mánuði ársins hjá Chilebúum lengist dagurinn um hænufet á degi hverjum á nyrðri grundum. Um mitt árið hefur taflið síðan algjörlega snúist við: Chilebúar horfa á jólasnjóinn líða úr loftinu á sínum slóðum á meðan við fögnum sumri og sól okkar megin – í chileskum jólaanda. Sumar og jól Hvernig er að eyða jólahátíðinni á suðurhveli jarðar? Sigurður Ólafsson segir frá jólahaldi í Chile. EKKERT JÓLASKRAUT Jólaskraut er hvergi sjáanlegt á aðalgötunni í Talca. SANTI KLÁS Suðrænn jólasveinn fyrir utan verslun í Talca. JÓLASTEMNING Í SUMARHITANUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.