Fréttablaðið - 27.12.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 27.12.2007, Blaðsíða 10
 27. DESEMBER 2007 FIMMTUDAGUR10 MARKAÐURINN V I Ð Á R A M Ó T BREYTTIR TÍMAR Hlutabréfavelta á síðasta við- skiptadegi ársins 2006 slagaði hátt upp í alla veltu ársins 2001 á innlend- um hluta- bréfamark- aði. Veltan síðastliðinn föstudag nam tæpum 113 milljörð- um króna sem mest megnis var tilkomin vegna færslu á eignar- hlut FL Group í Glitni frá Íslandi til Hollands. Til samanburðar nam heildarveltan á Verðbréfa- þingi Íslands, forvera Kauphall- arinnar, 137 milljörðum króna árið 2001 ... Hlutabréfin fóru upp á við fram yfir mitt árið en síðan tóku þau dýfu í aðra átt ... HAGLARI, GULL OG DÓSAMATUR Alþjóðamarkaðir nötra þessa dagana og enginn virðist treysta sér til að spá hvenær ósköpunum lýkur. Krónan veiktist skyndilega í gær og hlutabréf í Kauphöll Íslands fylgdu í kjölfarið. Sér- fræðingar endurtaka í sífellu að áhættufælni fjárfesta hafi auk- ist; sem leiði til þess að fjárfestar dragi sig út af hlutabréfamarkaði og ávaxti fé sitt á öruggari máta. Sem endranær eru þó skiptar skoðanir um hvað teljist örugg- ar fjárfestingar; sumir færa fé sitt úr hávaxtamyntum yfir í lág- vaxtamyntir, aðrir geyma pen- ingana undir koddanum. Þórður Gunnarsson, ofurbloggari og við- skiptablaðamaður, er þó handviss um hvað beri að gera. „Hagla- byssa, gull og dósamatur. Taka þetta öruggt,“ segir Þórður á bloggsíðu sinni. FLEIRI DÝRALÆKNAR Nýr bankastjóri Straums-Burð- ar áss er hokinn af reynslu í bankaheiminum og veit sínu viti í þeim heimi. Fjármálaráðherra Íslands hefur stundum mátt sæta því að um bakgrunn hans sé talað með niðrandi hætti, en hann er dýralæknir að mennt. Það er því Árna Mathiesen nokk- ur huggun að nýr forstjóri Straums og fyrrverandi háttsettur yfir- maður Bank of America er einn- ig dýralæknir að mennt ... BANNAÐ AÐ FARA Í RÆKTINA Hreiðar Már Sigurðsson, for- stjóri Kaupþings, hugsar vel um heilsuna eins og fleiri í fjár- málageiranum. Yfirstjórn Kaup- þings á fastan tíma hjá einka- þjálfara klukkan 11 alla virka daga í World Class. Sé svigrúm hjá framkvæmdastjórunum nýta þeir þennan tíma til æfinga. Ný- lega fór Hreiðar í ræktina eins og vanalega. Þar hitti hann marga af framkvæmdastjórunum, for- stöðumenn og maura af við- skiptagólf- inu. Eitthvað fannst forstjór- anum skrítið að svo margir starfs- menn bankans væru í ræktinni á meðan mark- aðir voru að hrynja í niðursveiflunni. Sá hann ástæðu til að senda út leið- beinandi tilmæli til starfsmanna um að ekki væri æskilegt að þeir æfðu á meðan markaðir væru opnir. Þegar Róm brennur eiga menn að slökkva elda en ekki spila á fiðlu. LOKAÐ Í HÁDEGINU Icelandic Group hefur átt undir högg að sækja á hlutabréfamark- aði, en félagið er skráð í Kaup- höll Íslands. Stjórnendur eru þó að taka til í rekstrinum og straumlínulaga markmiðin. Hins vegar virðast allir taka sér gott hádegishlé. Þegar hringt er í Ice- landic Group milli klukkan tólf og eitt á daginn svarar símsvari sem segir skiptiborð lokað í há- deginu. Margir héldu að það væri liðin tíð að fyrirtæki lokuðu í há- deginu og minnast gamals tíma. Að því er best er vitað er þetta eina skráða félagið á Íslandi sem enn heldur í heiðri þennan góða sið. SJÓNHVERFINGAMAÐURINN Þegar lagt var í loftið var töf því orðin nærri tveir klukkutímar, en gestir FL Group létu það þó ekki slá sig út af laginu, enda hafa víð- förlir menn í viðskiptum (ætli ekki hafi þarna verið fjórar eða fimm konur meðal fimmtíu karla) lent í ýmsu á ferðum sínum. Sumir slógu á létta strengi og vakti meðal annars kátínu eins af spaugsamari mönnum viðskipta- lífsins að kvikmynd flugsins var gæðamyndin „The Illusionist“ eða „Sjónhverfingamaðurinn“. Taldi hann að val á mynd með þetta heiti hlyti að vera óheppi- legt í flugi á leið á fjárfestakynn- ingu þar sem fara ætti yfir gengi og horfur í einu umsvifamesta fjárfestingarfyrirtæki landsins. AÐ TOPPA JONES Hið árlega ármótapartí Ármanns Þorvaldssonar, forstjóra Kaup- þings í London, verður haldið með pomp og prakt nú um helg- ina. Þessar veislur eru fyrir löngu orðnar stórviðburður í við- skiptaheiminum. Á árum áður brá Ármann sér á svið og söng Delilu Toms Jones, en í fyrra mætti Tom Jones sjálfur og skemmti gestum. Erfitt verður fyrir Ármann að toppa skemmti- atriðið í fyrra og margir velta því fyrir sér hvernig það verði toppað í ár. Helst eru menn á því að Elvis sjálfur mæti á svæðið í veislu ársins. KRÖFUR Í SÝND OG REYND Sýndarveruleiki þarf á ýmsu að halda eins og veruleikinn sjálfur. Eins og kemur fram aftar í blað- inu hefur verið ráðinn yfirmaður hagstjórnar í leiknum Eve On- line. Eins konar seðlabankastjóri sem á að sinna því að halda jafn- vægi í hagkerfi leiksins. Þarna er á ferðinni vel menntaður maður með sitt doktorspróf í hagfræði. Þessi staðreynd varð mönn- um umhugsunar- efni þegar ljóst er að sýndarveruleik- inn virðist gera meiri mennt- unarkröfur til embætt- is seðlabanka- stjóra en veru- leikinn sjálf- ur. Allavega sá íslenski. ÓVISSUFERÐ TIL BARCELONA Væntanlega hafa glaðst í gær starfsmennirnir 550 hjá Eimskip og dótturfélögum þegar í ljós kom að óvissuferð sem lagt var upp í um morguninn endaði í borginni Barcelona á Spáni. Mikil spenna hafði ríkt fyrir ferðina, sem er þriðja óvissuferðin sem Eimskip býður sínu fólki upp á. Í fyrra var ferðinni heitið til Montreal í Kanada og árið 2005 var haldið til Búdapest í Ungverjalandi. Flogið var á Boeing 747-300 vél Air Atl- anta Icelandic sem er dótturfélag Eimskips. Um næstu helgi er óvissudagur haldinn fyrir starfsfólk 365 sem enn ríkir leynd yfir, en má vænt- anlega slá föstu að ekki verði farið til útlanda, svona miðað við tap síðasta árs. BANKASTJÓRI EKKI Í MEGRUN Vefútsendingar Seðlabankans við stýrivaxtaákvarðanir hafa geng- ið brösuglega. Svo var við til- kynningu stýrivaxta í gær. Davíð Oddsson seðlabankastjóri sagði að þetta væri bölvað, þegar at- hygli hans var vakin á þessu. Menn hefðu lagt sig alla fram um að hafa þessi mál í lagi. Enda skipti máli að menn gætu fylgst með og allir fengju upplýsing- arnar á sama tíma. Nú væri ljóst að áramótaheitið að þessu sinni yrði ekki að fara í megrun, held- ur að tryggja að vefútsendingar við stýrivaxtaákvarðanir gengju betur fyrir sig. Margir munu lík- lega gleðjast yfir þessu áramóta- heiti seðlabankastjóra. Í gær mátti heyra köll og öskur á gólfi fjármálafyrirtækja. Menn þyrsti í upplýsingar frá Seðlabankanum en fengu ekki. FUNDAÐ Í EINKAFLUGVÉL Orri Hauksson stendur í ströngu í Finnlandi þar sem hann fer fyrir Novator, fjárfestingarfélagi Björgólfs Thors Björgólfsson- ar. Áður var Orri framkvæmda- stjóri hjá Símanum. Á þeim tíma kallaði Björgólfur Thor Orra til sín á fund. Hittust þeir í einka- þotu Björgólfs á Reykjavíkur- flugvelli þar sem Orra var boðið starf. Að fundi loknum hélt hann sína leið. Það gerði Björgólfur líka, en ekki upp í háloftin heldur á bíl sínum. Einkaþotan var notuð til fundahalda. Ekki þáði Orri starfið í þetta sinn. Miklar hrær- ingar voru á vettvangi Símans og fjölmörg tækifæri í loftinu fyrir metnaðarfullan mann. Orri hætti svo hjá Símanum, fór sjálfur í rekstur en er nú kominn í breiðan faðm ríkasta manns Íslands. FRAMANDI VIÐSKIPTAHÆTTIR Íslendingar hafa tekið virkan þátt í þróunaraðstoð í Malaví, einu fá- tækasta ríki Afríku. Hagkerfið er þriðjungi minna en það ís- lenska þrátt fyrir að íbúar lands- ins séu fjörutíu og fjórum sinn- um fleiri en Íslendingar. Sinn er siður í hverju landi eins og ís- lenskur blaðamaður, sem var þar á ferð, kynntist þegar hann gekk inn á skrifstofu Kenya Airways í Lilongwe og átti þar eftirfarandi samtal við starfsmann: Íslendingur: „Hi, I‘m here to pay for my plane ticket.“ Starfsmaður: „Excellent sir. How do you intend to pay for the ticket?“ Íslendingur: „By credit card.“ Starfsmaður: „Oh, I‘m sorry, sir. We only accept credit cards between 8 and 10 in the morn- ing ...“ EINKAKLÚBBUR AUÐMANNA Undanfarnir dagar hafa verið þrungnir spennu fyrir marga fjárfesta. Hlutabréf hafa fallið í verði og margir tapað háum fjár- hæðum. Þá er nauðsynlegt að geta slappað af í rólegu umhverfi. Nú hafa efnaðir einstaklingar í ís- lensku viðskiptalífi opnað einka- klúbb við Nýbýlaveg í Kópavogi. Þar er útvöldum boðið að gerast meðlimir og þurfa að punga út hálfri milljón króna fyrir. Mán- aðargjaldið er svo tíu þúsund krónur. Meðlimir eru nú um 25. Dýralæknirinn Elvis Presley leikur á fiðlu Þetta kom allt fyrir í bankahólfum Markaðarins og peningaskápum viðskiptasíðu Fréttablaðsins á árinu sem er að líða. Ingimar Karl Helgason fór yfir málin og sá meðal annars ástæðu til að draga fram haglabyssu og dósamat þegar líða tók á árið. Óskum öllum farsældar á komandi ári. Þökkum ánægjuleg viðskipti á árinu sem er að líða. 568 1000 Grensásvegi 12A – www.frum.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.