Fréttablaðið - 27.12.2007, Blaðsíða 16
MARKAÐURINN 27. DESEMBER 2007 FIMMTUDAGUR16
V I Ð Á R A M Ó T
Á
rið sem er að líða var um margt
mjög merkilegt á fjármálamörk-
uðum heimsins. Fasteignalána-
kreppan í Bandaríkjunum hratt
af stað ferli sem engan óraði
fyrir og ekki er séð fyrir endann á. Það má
með réttu segja að áhætta hafi verið rangt
verðlögð um langt árabil, en að leiðrétting-
in sem þurfti að eiga sér stað yrði með jafn
skjótum hætti og hefði jafn mikil áhrif og
raun ber vitni held ég að enginn hafi séð
fyrir. Í dag bíða menn eftir uppgjörum
fjármálastofnana til að sjá hvað leynist á
efnahagsreikningi þeirra. Vantraustið er
algjört. Allir trúa því að mótaðilinn hafi
Svarta Pétur á hendi og það verður ekki
fyrr en uppgjör og afskriftir ársins líta
dagsins ljós sem menn fara að slaka á og
þá fyrst mun lausafé aukast á ný og fjár-
málakerfið leita í eðlilegra horf. Þeir tímar
sem við höfum séð undanfarin ár munu þó
ekki koma aftur í bráð. Áhættufælni hefur
aukist og menn eru varari um sig en áður.
Vaxtaálag mun því verða hærra í nánustu
framtíð og þar með mun fjárfestingakost-
um fækka.
Merkilegt hefur verið að fylgjast með við-
brögðum seðlabanka heims við þessum
atburðum. Jafnvel bankar sem eru á yf-
irlýstu verðbólgumarkmiði brugðust við
með því að lækka vexti þrátt fyrir að hag-
tölur bentu til þess að verðbólga færi vax-
andi – seðlabankarnir hurfu í raun frá
markmiði sínu. Þetta sýnir hve gríðarlega
alvarleg staðan er. Fróðlegt verður að sjá
hvaða straumar verða ofan á hvað varð-
ar peningamálastjórn í kjölfar þessara at-
burða. Verður að einhverju leyti horfið
aftur til þess að stýra peningamagni beint?
Verða settar fram alveg nýjar hugmynd-
ir í peningamálastjórn? Eða heyrir stjórn
peningamála einstakra ríkja sögunni til og
felst lausnin í að læsa allt saman í tvær til
þrjár heimsmyntir?
Ef horft er til Íslands sérstaklega standa
tveir atburðir upp úr. Annars vegar hið svo-
kallaða REI-mál og hins vegar sú snögga
lækkun sem varð á hlutabréfamarkaði
seinast á árinu og uppgjör sem urðu í
kjölfar þess. REI-málið varpar vel ljósi á
hve erfitt er að samræma viðskiptaleg og
stjórnmálaleg sjónarmið. REI virtist vera
hin besta hugmynd og hafa alla burði til
að verða arðvænlegt verkefni. Búið var að
fá til liðs mjög frambærilega stjórnendur
með mikla stjórnunarreynslu og þekkingu
á alþjólegum viðskiptum. Vegna klúðurs
í samráði var verkefninu síðan fórnað og
sómakærir viðskiptamenn svertir. Þetta
sýnir að best er að stjórnmálamenn sýsli
við sitt og framkvæmdamenn við sitt.
Seinustu vikur ársins voru afar dram-
atískar á hlutabréfamarkaði. Vonbrigði
ársins hljóta að vera misheppnað útboð
SPRON. Útboðið fór mjög vel af stað og
hátt verð fékkst fyrir þetta góða fyrir-
tæki en síðan hefur syrt mjög í álinn, fyrst
og fremst vegna ytri aðstæðna. Það er
afar óheppilegt fyrir hlutabréfamarkað-
inn þegar svona hlutir gerast þar sem til-
trú fjárfesta minnkar og áhugi á útboð-
um í nánustu framtíð mun minnka. Þá eru
sviptingar í kringum FL Group minnis-
stæðar og sýna hve lánið er í raun fall-
valt á hlutabréfamörkuðum. Ég held að ný
stefna félagsins sé skynsamleg og endur-
spegli í raun að athygli fjárfesta mun mjög
beinast að óskráðum eignum og eignum
sem sveiflast lítið í verði í nánustu fram-
tíð. Mikið skuldsettar stöður í hlutabréf-
um heyra sögunni til í bili þar sem áhættu-
fælni hefur aukist og fjármögnun í kjölfar-
ið orðið mun erfiðari.
Ég held að sjaldan eða aldrei hafi jafn mikil
óvissa ríkt á fjármálamörkuðum við ára-
mót og að óvissunni verði aðeins eytt með
auknu gagnsægi og upplýsingagjöf. Fjár-
málakerfi heimsins stendur í raun frammi
fyrir sama verkefni og íslensku bankarnir
vorið 2006 – að auka trúverðugleika sinn.
Þá er erfitt að sjá fyrir sér hvernig hægt
verður að endurheimta traust á matsfyrir-
tækjunum sem spiluðu stóra rullu í hvern-
ig fór í fasteignalánakreppunni. Heilbrigt
fjármálakerfi er grunnurinn að heilbrigðu
atvinnulífi og góðum lífskjörum. Það eru
því stór úrlausnarefni sem bíða fjármála-
heimsins á næsta ári og mikilvægt að það
spilist vel úr.
Tryggvi Þór Herbertsson, forstjóri Askar Capital:
Merkilegt ár að baki
U
m áramót setur fólk sér gjarn-
an markmið sem miða að bjart
ari framtíð. Það á að fækka kíló-
um, fara í ræktina, láta af ósið-
um, læra eitthvað nýtt, verða
betri foreldri, o.s.frv. Flest fyrirtæki setja
sér einnig markmið fyrir komandi ár og
gera má ráð fyrir því að í kjölfar erfiðra
aðstæðna á mörkuðum nú muni mark-
mið margra fyrirtækja á árinu 2008 vera
aukin hagræðing. Markmið og framtíðar-
sýn eru mikilvægur þáttur í lífi einstakl-
inga og fyrirtækja og eru til þess fallin að
við náum lengra.
En hver eru markmið og framtíðarsýn
Íslands? Ég á mér þann draum að Ísland sé
best í heimi. Mér segir svo hugur að marg-
ir deili þessum draumi, enda Íslending-
ar manna fyrstir til að gorta af árangri Ís-
lands á öllum mögulegum og ómögulegum
sviðum eins og víðfræg auglýsingaherferð
Thule gerði góðlátlegt grín að og vísað var
í á gamansömum nótum á Viðskiptaþingi
í byrjun árs. Við Íslendingar höfum enda
margt til að vera stolt af. Á Íslandi er nátt-
úran einstök, viðskiptalífið frjálst og fjör-
ugt, náttúruauðlindirnar miklar (fiskur-
inn og orkan) og síðast en ekki síst búa
hér miklir frumkvöðlar, fólk sem hefur
sýnt af sér bæði seiglu og útsjónarsemi og
skapað hér mikla velsæld þrátt fyrir um
margt erfiðar aðstæður. Kannski er það
þessi karakter Íslendinga sem er okkar
dýrmætasta eign. Sumir telja okkur jafn-
vel vera „léttgeggjaða“ þjóð, því við látum
okkur detta í hug að framkvæma það
sem aðrir telja ómögulegt, hvort sem um
ræðir að sigla út á opið og úfið haf til fisk-
veiða, virkjun vatnsfalla eða uppkaup á
viðskiptagersemum Dana.
Viðskiptalíf okkar hefur undanfarin ár
sýnt mikið áræði og þor og náð miklu meiri
slagkrafti en flestir myndu telja mögulegt
fyrir þrjú hundruð þúsund manna þjóð.
Þessu ber að fagna en um leið verðum við
að axla af ábyrgð það mikilvæga verkefni
sem framundan er og felst m.a. í því að
sýna og sanna að við getum rekið með ár-
angursríkum hætti þau fjölmörgu fyrir-
tæki sem keypt hafa verið á undanförnum
árum. Nú ríkja erfiðari (hugsanlega eðli-
legri) aðstæður á mörkuðum og þá reyn-
ir á getu okkar til að leiða og reka þessi
fyrirtæki inn í framtíðina. Ég hef trú á að
í flestum tilfellum muni okkur takast vel
upp og að þetta muni allt saman „redd-
ast“ eins og okkur er tamt að hugsa og
segja. Það er ekki staða íslensks viðskipta-
lífs sem veldur mér hugarangri í lok árs-
ins 2007, þó vissulega telji ég að framund-
an séu heilmiklar áskoranir og harla lík-
legt að aðstæður á mörkuðum vari lengur.
Það er öðru fremur staða íslenska mennta-
kerfisins, og þá einkum staða grunnskóla,
sem og staða íslensks heilbrigðiskerfis
sem ég staldra við nú í lok ársins. Hvoru
tveggja hefur að mínu mati ítrekað hlot-
ið falleinkunn á árinu 2007. Það er von
mín að á þessum tímamótum setjum við
okkur metnaðarfull markmið hvað bæði
sviðin varðar og bíðum ekki eftir því að
þetta „reddist“. Stingum ekki hausnum í
sandinn eða leitum máttlausra afsakana.
Spyrjum heldur, hvernig gerum við það
að markmiði okkar allra, stjórnvalda, við-
skiptalífsins og foreldra, að á Íslandi séu
bestu skólar í heimi? Hvernig gerum við
það að markmiði okkar allra að hér sé
besta heilbrigðisþjónusta í heimi?
Ísland er nú þátttakandi í alþjóðlegu
samfélagi þar sem samkeppnin snýst um
mannauð og lífsgæði. Einungis þau lönd
og þau fyrirtæki sem ná í hæfasta fólkið
og skapa því góð lífsgæði ná að halda sér
í fremstu röð. Það eru leik- og grunnskól-
ar landsins sem leggja grunninn að fram-
tíð Íslands. Það ber að meta þá verðmæta-
sköpun sem á sér stað á þessum skólastig-
um og það fólk sem tekur slík störf að sér.
Hækkun launa er ekki nægjanlegt svar
við þeim vanda sem blasir við. Það þarf
hugarfarsbreytingu og verulegt átak til að
styrkja skóla landsins. Við eigum að leysa
úr læðingi frumkvöðlakrafta skólafólks og
stórauka sjálfstæðan rekstur. Vandi heil-
brigðiskerfisins er á sama tíma orðinn
slíkur að vart er við ráðandi nema til komi
sjálfstæðar rekstrareiningar þar sem
frumkvæði og framtak góðra heilbrigðis-
starfsmanna fær fyllilega notið sín. Það er
von mín að á árinu 2008 snúum við baki við
útúrsnúningum og afsökunum og horfum
af metnaði til þeirra krefjandi verkefna
sem blasa við til að Ísland haldi sér í hópi
samkeppnishæfustu þjóða heims.
Halla Tómasdóttir, starfandi stjórnarformaður Auðar Capital:
Ísland, best í heimi?
Á
rið sem nú er að líða var
í senn afar skemmti-
legt, krefjandi og lær-
dómsríkt. Stefna Eyris
Invest er að „kaupa og
styðja til vaxtar“ þau félög sem
fjárfest er í. Á árinu hefur Eyrir
styrkt hluthafahóp sinn og til liðs
við félagið gengu hluthafar með
víðtæka reynslu úr ýmsum at-
vinnugreinum. Eyrir er kjölfestu-
eigandi í Marel og annar stærsti
hluthafi Össurar en bæði félögin
hafa staðið í ströngu við yfirtökur
og samþættingu í rekstri félaga.
MAREL NÆR SETTUM MARKMIÐUM
Samhliða störfum mínum sem for-
stjóri Eyris Invest hef ég gegnt
stjórnarformennsku í Marel frá
haustinu 2005 eða í ríflega tvö ár.
Óhætt er að segja að sá tími hafi
verið viðburðaríkur. Það hefur
verið afar ánægjulegt að fylgjast
með hvað stjórnendur og starfs-
fólk er reiðubúið til að leggja á
sig til að ná sameiginlegum fram-
tíðarmarkmiðum. Marel fram-
leiðir fyrst og fremst háþróaðar
matvælavinnsluvélar. Markaður-
inn fyrir slík tæki er áhugaverð-
ur þar sem hann breytist og
vex hratt samhliða breytingum
á neysluvenjum. Hann er ekki
síður áhugaverður af þeim sökum
að ekkert eitt fyrirtæki hefur
verið afgerandi leiðtogi á mark-
aðnum. Í upphafi árs 2006 setti
Marel sér metnaðarfull vaxtar-
markmið til næstu 3-5 ára sem
fólu meðal annars í sér að marg-
falda veltu og hagnað félagsins. Á
næstu mánuðum þar á eftir voru
umsvifin tvöfölduð með yfirtök-
um á tveimur af helstu keppinaut-
um Marels; AEW Delford í Bret-
landi og Scanvaegt í Danmörku.
Við lok þessa árs skrifaði Marel
undir samning um kaup á Stork
Food Systems. Kaupin munu á ný
breyta allri umgjörð og ásýnd fé-
lagsins. Til að ná árangri innan
greinarinnar á alþjóðavísu, þar
sem samkeppnin er afar hörð,
er nauðsynlegt að hafa stærð og
styrk til að fylgja eftir vexti al-
þjóðlegra viðskiptavina. Á nýju
ári verður áhersla lögð á rekstur
og innri vöxt. Ef vel tekst að spila
úr þeirri stöðu sem við erum nú
komin í er framtíðin björt.
SLAGURINN UM STORK
Hæst bar á árinu slagurinn um
framtíðarskipulag hollensku iðn-
aðarsamsteypunnar Stork. Stork
málið tók heil tvö ár í vinnslu og
var bæði áhugavert og lærdóms-
ríkt. Innan Stork starfa um 13.000
manns en félagið var stofnað
snemma á 19. öld og er í marg-
þættum iðnrekstri. Skiptar skoð-
anir á framtíðarskipan þeirra
fyrirtækja sem mynda megin-
stoðir í hverju samfélagi er vel
skiljanlegar, en Stork er eitt elsta
og stærsta iðnfyrirtæki Hollands.
Nú virðist sem lausn hafi verið
fundin sem góð sátt er um. Eyrir
Invest í samvinnu við Landsbank-
ann og breska fjárfestingarfélag-
ið Candover hefur lagt fram yf-
irtökutilboð í öll hlutabréf sam-
stæðunnar. Um 80% hluthafa hafa
þegar samþykkt tilboðið. Sam-
hliða yfirtökunni selur Stork mat-
vælavinnsluhluta sinn til Mar-
els en heldur eftir tveimur meg-
instoðum; þjónustu við flugiðnað
annars vegar og tækniþjónustu
með áherslu á m.a. olíu- og gas-
iðnað hinsvegar.
ALÞJÓÐAVÆÐING ÍSLENSKS
ATVINNULÍFS
Kauphöll Íslands varð á árinu
hluti af OMX Nordic Exchange
sem er sameiginlegur markað-
ur kauphalla á Norðurlöndum
og í Eystrasaltsríkjunum. Mik-
ill meirihluti tekna og gjalda
félaga á Íslandi er upprunninn
utan Íslands. Framleiðslufyrir-
tækin hafa um langt skeið haft
aðra gjaldmiðla en krónur sem
starfrækslumynt og flest fjár-
málafyrirtækin stefna nú að því
einnig. Auk þess hafa stórfyr-
irtæki á borð við Landsvirkjun
og álfyrirtækin tekið upp aðrar
starfrækslumyntir en krónu. Á
næsta ári verður jafnframt um-
fangsmikil breyting á viðskipt-
um með hlutabréf hér á landi
þar sem þau munu að mestu
leyti fara fram í evrum. Við
þessar aðstæður er nær óger-
legt að reyna að stýra framboði
og eftirspurn í hagkerfinu hér á
landi með hækkun eða lækkun
krónuvaxta.
Mikil bjartsýni ríkti á fjár-
málamörkuðum um heim allan
í ársbyrjun. Margir freistuðust
til að tala um að hagvöxtur síð-
ustu ára væri byggður upp með
allt öðrum hætti en á fyrri hag-
vaxtarskeiðum og að í þetta sinn
myndi hann vara lengur en áður.
Í árslok er sýnin önnur og má
segja að almennt séu hagspek-
ingar orðnir neikvæðir. Senni-
lega er sannleikurinn einhver
staðar þar á milli og vonandi
munum við upplifa hóflegan
vöxt á alþjóðavísu næstu ár.
Að lokum skal þakkað fyrir
það mikla traust og stuðning
sem fjárfestar og aðrir aðilar á
fjármálamarkaði hafa sýnt Eyri
Invest, Marel, Össuri og Stork á
miklum umrótartímum. Gleði-
legt nýtt ár.
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris Invest:
Skemmtilegt, krefjandi og lærdómsríkt ár