Fréttablaðið - 27.12.2007, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 27.12.2007, Blaðsíða 22
MARKAÐURINN 27. DESEMBER 2007 FIMMTUDAGUR22 V I Ð Á R A M Ó T R ekstur 365 hefur tekið mest af mínum kröftum á árinu sem er að líða. Það hefur verið við- burðaríkur tími síðan ég tók við 365 miðlum ehf. í byrjun árs 2006 og 365 hf., sem áður var Dagsbrún, í lok síðasta árs. Kjarnastarfsemi 365 hf. sam- anstendur nú af tveimur stoðum, 365 miðlum og Senu, sem er af- þreyingarhlutinn; tónlist, kvik- myndir og tölvuleikir. Það hefur verið ánægjulegt að taka þátt í endurskipulagningu fyrirtækis- ins og við höfum verið að upp- skera árangur í samræmi við okkar áætlanir. Ný sjónvarpsstöð í kringum enska boltann hefur farið mjög vel af stað og dag- skrá Stöðvar 2 notið mikilla vin- sælda. Áskrifendur að sjónvarpi hafa aldrei verið fleiri en nú. Önnur flaggskip miðlahlutans, Fréttablaðið, Bylgjan og Vísir, hafa líka átt góðu gengi að fagna. Sena hefur bætt Háskólabíói við sinn bíórekstur og mikill gang- ur verið í innlendri tónlist, tón- leikahaldi og viðburðum. Starfs- fólkið hér hefur lagt gríðarlega mikið á sig við uppbyggingu fyrirtækisins, með sköpunar- gleði, samstarf, áreiðanleika og arðsemi að leiðarljósi. RÍKIÐ SPILLIR SAMKEPPNISSKIL- YRÐUM Það er verra að þurfa líka að eyða tíma í að berjast gegn ráðstöfun- um ríkisins til að spilla samkeppn- isskilyrðum einkafyrirtækja í þessari atvinnugrein, með ólög- mætum niðurgreiðslum af skatt- fé á eigin auglýsingasjónvarpi. Til lengdar verður nauðsyn- legt að setja einhverjar skorð- ur við tekjuöflun RÚV ohf. á markaði, til viðbótar við fram- lög af skattfé. Það þarf líka að tryggja að stofnunin reyni ekki að fara í kringum þær skorður sem settar eru af samkeppnisá- stæðum, eins og reyndin er með það þak sem Alþingi setti síðast- liðið vor á umfang kostana hjá RÚV. Það er reyndar bráðnauð- synlegt að skoða rækilega þátt- töku ríkisins á samkeppnismark- aði almennt og hvaða skaða hún veldur, eins og nokkrir þingmenn hafa lagt til í þingsályktunar- tillögu. Margir stjórnmálamenn, sem koma að eða fjalla um þessi mál, virðast ekki setja sig inn í þær reglur sem gilda um ríkis- stuðning á Evrópska efnahags- svæðinu og bera ekki mikla virð- ingu fyrir grundvallarreglum samkeppnisréttarins. DRAGA MUN ÚR EFTIRSPURN Varðandi aðstæður í atvinnulífi og efnahagsmálum almennt eru mér efst í huga þær þrengingar sem fjármálastarfsemi í heimin- um hefur gengið í gegnum og við ekki farið varhluta af á Íslandi. Ég tel að sú lækkun eignaverðs sem þegar er komin fram hér, muni hafa veruleg áhrif þegar upp er staðið, til að draga úr eftirspurn í samfélaginu og til þess þurfi að líta t.d. við vaxta- ákvarðanir Seðlabankans. Til næstu missera litið hef ég meiri áhyggjur af samdrætti og mögu- lega minnkandi áhuga fjárfesta á Íslandi, heldur en af of miklum hagvexti og þenslu. Það eru blik- ur á lofti núna eins og oft áður og miklu skiptir að við glutrum ekki frá okkur möguleikum til að halda áfram á braut efna- hagslegra framfara. Þær leggja grunninn að öðrum samfélags- umbótum. Kröfur um aukin ríkisútgjöld eru of miklar og það þarf að standa betur gegn þeim og auka hagkvæmni þeirrar þjónustu sem ríkið veitir. Miklu skiptir svo auðvitað hvernig tekst til um nýja kjarasamn- inga, en margir þeir stærstu eru lausir nú um áramótin. Flest- ir hafa notið meiri kjarabóta en áður við skilyrði vaxtar og um- frameftirspurnar eftir starfs- fólki. Ég tek því undir að menn hljóti að beina sjónum sínum fremur að þeim sem hafa setið eftir í þeirri þróun og að stórum umbótamálum á vinnumarkaði, eins og því sem snýr að áfalla- tryggingum. Fyrirtækin og fólk- ið í landinu eiga hér sameigin- lega hagsmuni af því að vel tak- ist til og niðurstaðan stuðli að jafnvægi í efnahagslífinu. Það hefur gefist best á undanförnum árum. Ég vil óska öllum gleði- legs árs og friðar. Ari Edwald, forstjóri 365: Viðburðaríkt ár að baki GÓÐ UPPSKERA Á ÁRINU Ari Edwald, forstjóri 365, segir endurskipulagningu ársins hafa skilað árangri í samræmi við áætlanir. Á rið sem senn er á enda runnið, hefur verið mjög viðburðaríkt hjá stjórnendum og starfs- fólki SPRON. Upp úr stendur breyting sparisjóðsins í hlutafélag og skráning félags- ins í norrænu kauphöllina OMX á Íslandi. Með þessu er búið að skapa SPRON betri tækifæri til sóknar á fjármálamarkaði en unnt var með eldra fyrirkomu- lagi og nú er eignarhaldið skýrt. Við breytinguna varð til einn öflugasti styrktarsjóður lands- ins, SPRON sjóðurinn ses., en lögum samkvæmt eignast sjóð- urinn það hlutafé í fyrirtæk- inu sem stofnfjáreigendur eiga ekki. Megintilgangur sjóðsins er að stuðla að vexti og viðgangi SPRON, en auk þess er honum heimilt að úthluta fjármunum til menningar- og líknarstarfsemi. Stjórn sjóðsins vinnur nú að því að móta stefnu hans, en SPRON mun með þessum hætti sinna samfélagslegri ábyrgð sinni af meiri styrk en nokkru sinni fyrr. Mikil og ör þróun hefur átt sér stað í fjármálaþjónustu á Íslandi og samkeppnin farið harðnandi ár frá ári. Rekstrar- umhverfið hefur breyst mikið og var breyting SPRON yfir í hlutafélag í raun óumflýjan- legt framfaraskref. Eftir þess- ar breytingar getur SPRON leit- að eftir alþjóðlegu lánshæfis- mati og öðlast þannig greiðari aðgang að lánsfé og á betri kjör- um en áður. SPRON mun áfram leggja megináherslu og metn- að í þjónustu við einstaklinga og fyrirtæki, en um leið taka frekari skref til að byggja upp fjárfestingabankastarfsemi. Á undanförnum árum hefur ís- lenskt hagkerfi verið í mikilli uppsveiflu. Annars vegar hafa fjárfestingar hér á landi verið meiri en nokkru sinni fyrr og hins vegar hafa íslensk fyrirtæki fært út kvíarnar með stórtæk- um fjárfestingum erlendis. Báðir þessir þættir hafa skapað mikinn þrýsting í efnahagslífinu og hefur Seðlabanki Íslands hækkað vexti til að reyna að slá á þensluna. Það hefur ekki tekist eins vel og æskilegt hefði verið. Háir vextir hafa styrkt gengi íslenskrar krónu. Vissulega hefur verðbólga mælst lægri fyrir vikið, en á móti kemur að sterkt gengi krónunnar hefur stuðlað að meiri eyðslu almennings og meiri viðskipta- halla og jafnframt skapað ýmsum atvinnugreinum erfiðari starfs- skilyrði. Sterk staða krónunnar orsakast af áhuga erlendra fjár- festa vegna hárra vaxta og end- urspeglar illa stöðuna í íslensku efnahagslífi. Það verður vanda- samt að leiðrétta þessa stöðu og halda um leið stöðugleika í efna- hagsmálum. Þetta hlýtur að vera eitt af mikilvægustu málum á komandi ári. Með sama hætti er mikilvægt að samræmis gæti í efnahags- stefnu stjórnvalda, Seðlabanka Íslands og ríkisfyrirtækja. Mjög hefur skort á að svo sé og er ljóst að það hefur skaðleg áhrif ef þessir aðilar róa ekki í sömu átt. Íslenskt efnahagslíf stendur nú að öllum líkindum á tímamótum. Tími aðlögunar tekur við af langvarandi hagvaxtarskeiði og það er mikilvægt að varðveita þann ávinning sem unnist hefur. Á komandi mánuðum er nauðsyn- legt að yfirvöld og forsvarsmenn verkalýðs og atvinnumála sýni þolinmæði og skapi það svigrúm sem nauðsynlegt er til að Seðla- banki Íslands geti hafið vaxta- lækkunarferil. Viðnámsþróttur bankanna er meiri nú en áður og fjármálakerfið í meginatriðum traust. Góð stofnanauppbygging, umgjörð og eftirlit, eru til þess fallin að upphefja traust erlendra aðila á íslenska fjármálamarkaðn- um þrátt fyrir óvissu á alþjóðleg- um mörkuðum. Við byggjum á traustum grunni og með áfram- haldandi stefnufestu og áræðni er ljóst að við eigum fullt erindi á alþjóðlegan markað. Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri SPRON: Skort á samræmi í efnahagsstefnu N áttúran hefur minnt Íslendinga á mátt sinn og megin síð- ustu vikur ársins. Hver lægðin dýpri en sú fyrri hefur dunið á ströndum landsins með tilheyrandi bram- bolti. Síðustu mánuði hafa líka geisað gerningaveður á öllum mörkuðum. Við þurfum að leita aftur til ársins 2001 til að finna hliðstæðu hér innanlands og allt aftur til 1987 til að sjá viðlíka tölur erlendis. Þetta er að mínu mati endurmat á áhættu í öllum eignaflokkum og vegurinn fram- undan vandrataður í umhverfi hærra hrávöruverðs og tilheyr- andi verðbólguþrýstings, en á sama tíma minnkandi hagvaxtar og lausafjárþurrðar á alþjóðleg- um mörkuðum. Framvindan hér heima mun eðlilega endurspegla þessar aðstæður. Útrás undanfarinna ára hefur gert íslensk fyrirtæki og þar með efnahagslífið mun tengdari alþjóðlegri þróun og því hefur þetta meiri áhrif nú en oft áður. Við erum minnt á þá staðreynd að Ísland er ekki eyland nema rétt að nafninu til og finnum beint fyrir óróa á alþjóðlegum mörk- uðum. Áhrif undirmálskrísunnar svokölluðu hafa ekki enn komið fram að fullu en útlit er fyrir að tímabili lágra vaxta og auðvelds aðgengis að lánsfjármörkuðum sé lokið í bili. Breytt staða á mörkuðum vegna þessa stormviðris felur einnig í sér ný tækifæri. Sá órói sem verið hefur undanfarna mán- uði hefur breytt hugsanagangi og sett aftur í öndvegi raunhæft mat á ávöxtun og áhættu. Þannig tel ég að margir þátttakendur á hlutabréfamarkaði komi sterk- ari undan þessari miklu lækkun sem verið hefur, þótt hátt vaxta- stig og minnkandi trú á krónuna kunni að tefja þá til fjárfestinga í bráð. Við getum búist við því að vextir hér heima lækki er líði á og meira jafnvægi í þjóðarbúinu náist. Of snögg kæling gæti mjög hæglega verið í spilunum, en það verður þá viðfangsefni allra að halda hjólunum gangandi þannig að hér verði ekki til heimatilbúin kreppa. Þannig eru komnar fram mjög sterkar vísbendingar um að húsnæðisverð sé hætt að stíga og jafnframt benda innflutnings- tölur til þess að farið sé að draga úr innflutningi, þótt sterk króna styðji enn sem komið er við inn- flutning og neyslu. Mjög margt bendir til þess að hagkerfið sé að ganga í gegnum mjög hraða aðlögun, ekki ósvip- aða og átti sér stað árið 2001. Við þessar aðstæður, og einn- ig í því ljósi að meira en helm- ingur fyrirtækja í Úrvalsvísi- tölu Kauphallarinnar hefur lýst því yfir að þau muni gera aðra mynt en íslensku krónuna að starfsrækslumynt sinni, er tími til kominn að stjórnmálamenn taki skipan gengismála á dagskrá og leiði þá umræðu til lykta, áður en almennir þátttakendur í hag- kerfinu taka upp aðra mynt bak- dyramegin. Óróinn undanfarið, smækk- andi heimur og aukin alþjóða- væðing gera framvinduna fyrir 2008 afskaplega spennandi og ég hlakka til að takast á við næsta ár. Íslensku bankarnir, sem í dag eru fjölþjóðleg fyrirtæki með höfuðstöðvar á Íslandi, hafa stað- ist mörg áhlaupin og stormana undanfarin tvö ár, og tel ég að þeir standi sterkari eftir þessar hvið- ur sem hafa dunið á undanfarið. Velgengni þeirra, starfsumhverfi og framvinda mun skipta sköpum á árinu. Fyrir okkur hjá Saga Capital Fjárfestingarbanka er þetta búið að vera ákaflega spennandi ár, enda hefur reynt á skútuna og mannskapinn við þessar aðstæð- ur. Ég horfi bjartsýnn til fram- tíðar því í þessu umróti hefur komið í ljós að vel var til vand- að þegar bankanum var hleypt af stokkunum í vor og starfsfólkið er starfi sínu vaxið. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital Fjárfestingarbanka: Aldan stigin

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.