Fréttablaðið - 27.12.2007, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 27.12.2007, Blaðsíða 20
MARKAÐURINN 27. DESEMBER 2007 FIMMTUDAGUR20 V I Ð Á R A M Ó T Þ að er fyrir löngu orðin innihaldslaus klisja að mæra útrás íslenskra fyrirtækja. Hún er í dag orðin eðlileg og sjálf- sögð í því umhverfi sem við störf- um í. Þannig er gangur sögunn- ar að nýjabrumið fellur af og það sem áður þótti sæta tíðindum verður hversdagslegt. Sú stað- reynd að íslensk fyrirtæki hafa hleypt heimdraganum á síðustu árum og unnið ný lönd er hætt að vera sérstakt undrunarefni og miklu skiptir að forsvarsmenn í íslenskum fyrirtækjum líti á sjálfa sig sem fullgilda þátttak- endur á leiksviði alþjóðlegra við- skipta en ekki sem tímabundna gesti að upplifa ævintýr. Síðustu ár hafa smám saman flett dýrðarljómanum af útrás íslenskra fyrirtækja. Nú hefur tekið við sú ábyrgð að vera í forystu stórra alþjóðlegra fyrir- tækja sem leika mikilvæg hlut- verk á viðkomandi mörkuðum og meðal þeirra tugþúsunda eintakl- inga sem byggja lífsafkomu sína á skynsamlegum ákvörðunum stjórnenda i fyrirtækjum sem eiga rætur að rekja til Íslands. Breytingarnar í þessa veru hafa gerst hratt. Þess má sjá stað í fyrirtækjunum sem hafa grip- ið til aðgerða til þess að mennta starfsfólk sitt til þess að takast á við nýjar áskoranir og aðlagast nýrri menningu í þeim löndum þar sem þau hafa skotið rótum. Að sama skapi hafa íslensk fyr- irtæki lagt áherslu á að flytja út þá hluta af íslenskri fyrirtækja- menningu sem veita okkur sam- keppnisforskot gagnvart íhalds- samari hefðum þar sem skrif- finnska og stirðbusalegt stigveldi halda aftur af sköpunarkrafti og framtakssemi einstaklinganna. Í þessum efnum þarf að ríkja nokk- uð jafnvægi en jafnframt hefur verið bráðnauðsynlegt fyrir ís- lensku fyrirtækin að grípa hratt til aðgerða til þess að laga stars- femi sína að nýju umhverfi og nýjum veruleika. Þessar breyt- ingar hafa vitaskuld seytlast inn í aðra þætti íslensks samfélags. Á sífellt fleiri sviðum hafa Íslend- ingar upplifað það að vera orðnir hluti af alheimsmarkaði og gildir það til dæmis um íslenska menn- ingu og listir sem hafa blómstrað samhliða viðskiptalífinu. Stjórnmálin og viðfangsefni þeirra hafa vitaskuld ekki heldur farið varhluta af þessum umskipt- um. Um atvinnulíf og stjórnmál gilda að miklu leyti ólík lögmál. Segja má að atvinnulífið ferðist á hraðbraut en stjórnmálin eftir malarvegi. Það getur tekið lang- an tíma að laga lagaumhverfi að nýjum veruleika. Þetta er ekki endilega alltaf ókostur. Það er hins vegar ljóst að stjórnmálalíf- ið verður að taka tillit til þeirra samfélagsbreytinga sem verða. Á þessu ári hefur mjög mikið farið fyrir umræðu um hvort umgjörð íslensks atvinnulífs kunni að reynast þröng og heftandi. Gamal- grónar kenningar um sérstöðu íslensks hagkerfis eiga stöðugt síður við, enda hefur komið skýrt fram að íslensk fyrirtæki þurfa ekki á því að halda að þeim séu búin önnur skilyrði en sambæri- legum fyrirtækjum annars stað- ar í heiminum. Hin lífseiga hug- mynd um sérstöðu Íslands í efna- hagsmálum getur þó orðið okkur fjötur um fót. Einkum á þetta við um tilhögun peningamála. Segja má að íslenskt atvinnulíf sé að einhverju leyti vaxið upp úr íslenska hagkerfinu. Þau eru hluti af stærri markaði og þjóðarhagur ræðst ekki lengur eingöngu af aflabrögðum og hráafurðaverði heldur ekki síður af sveiflum á alþjóðlegum mörkuðum. Á þessu ári hafa vísbendingar um þetta verið órækar og ítrekaðar. Það verður ekki bæði sleppt og haldið í þessum efnum – annað hvort er rekstrarumhverfi ís- lenskra fyrirtækja hannað til þátttöku í alþjóðlegum viðskipt- um eða ekki. Sem betur fer hefur skilningur á þessu farið vaxandi og frjó umræða átt sér stað á nýliðnu ári, til dæmis um stöðu íslensku krónunnar. Íslenskt atvinnulíf stendur ákaf- lega sterkt að vígi þótt tímabundn- ar niðursveiflur eigi sér stað. Slíkt er óhjákvæmilegur fylgifiskur þeirra umsvifa sem eru í hagkerf- inu og ber ekki að oftúlka. Stað- reyndin er sú að íslensk fyrirtæki hafa flest haft borð fyrir báru og hlustað á þau varnaðarorð sem höfð voru um hraðan vöxt á síð- ustu árum. Landsbankinn horfir því björtum augum til næsta árs. Sterk staða Landsbankans mun gera honum kleift að nýta sér þau tækifæri sem skapast og einnig að standast þær ágjafir sem hugsanlegar eru. Við í Landsbankanum þökkum góða samfylgd á árinu sem er að líða og óskum öllum farsældar á nýju ári. Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans: Nauðsynleg umræða um umgjörð efnahagslífsins Þ að verður ekki annað sagt en að liðið ár hafi verið fjölbreytilegt. Framan af ári var mik- ill uppgangur í öllu at- vinnulífi og bjartsýni til staðar. Um mitt ár snérist það svo við og hafa erfiðari aðstæður á fjár- málamarkaði einkennt viðskipta- lífið. Væntanlega er botninum nú náð þó nokkuð getið liðið þar til uppgangur og bjartsýni verði með þeim hætti sem einkenndi fyrri hluta ársins. Erfiðar aðstæður að undan- förnu hafa raunar sannfært mig um að stoðir okkar efnahagslífs eru nokkuð traustar. Bankarn- ir í góðu lagi eftir að hafa tekið til í sínum ranni í kjölfar árása danskra banka árið á undan. Það sem er veikast er gjaldmiðill- inn okkar. Stór hluti atvinnulífs- ins er farinn að vinna fyrst og fremst í erlendri mynt og hefur ekki annað en óhagræði af krón- unni. Seðlabankinn ræður illa við hlutverk sitt í þessu samhengi og hækkar vexti sem bitnar helst á litlum fyrirtækjum á lands- byggðinni og skuldsettum heim- ilum. Breytir minna fyrir stærri fyrirtæki. Á þessu verður að finna lausn til frambúðar og þá er líklega ekki önnur leið fær en að taka upp evruna samhliða inn- göngu í Evrópusambandið. Eftirminnilegustu atburðir úr þjóðlífinu á því ári sem er að líða er líklega farsinn í kjölfar til- kynningar um sameiningu Geys- ir Green Energy og REI. Þáver- andi meirihluti í borgarstjórn virtist ekki vita hvaða skoðun hann hefði í málinu og Sjálf- stæðismenn sigldu samstarfinu upp í fjöru og færðu minnihlut- anum völdin á silfurfati. Af mál- flutningi fyrrverandi meirihluta- manna að dæma virðast þeir ekki enn vera búnir að átta sig á hvaða skoðun þeir hafa. Núna er svo Landsvirkjun komin í áhættu- rekstur sem er í engu frábrugð- inn því sem REI ætlaði sér. Þessi farsi beinir athygli að samskipt- um stjórnvalda og atvinnulífs. Ég er á þeirri skoðun að stjórnvöld eiga ekki að taka þátt í áhættu- sömum atvinnurekstri eða vera í samkeppni við einkaaðila. Það er einnig áhyggjuefni hvernig borgarstjórn Reykjavíkur telur sig vera hafna yfir gerða samn- inga. Atvinnulífið verður að geta treyst því að stefna stjórnvalda sé skýr og að farið sé eftir henni. Einnig að opinberir aðilar fari að grundvallarleikreglum og virði samninga. Einkavæðing sem hefur ein- kennt umbætur í ríkisrekstri und- anfarin ár hefur að mestu stöðv- ast. Enn eru þó mikil tækifæri og má þar helst nefna heilbrigð- isgeirann og orkuframleiðslu og -sölu. Á móti hafa stjórnvöld lækkað skatta og hyggjast ganga lengra í þeim efnum á næstu misserum. Hagstætt skattaum- hverfi hefur löngu sannað sig. Stjórnvöld verða að halda áfram umbótum í ríkisrekstri og við- halda samkeppnisfæru skatta- umhverfi til að alþjóðleg fyrir- tæki haldi áfram að eiga starfs- stöðvar sínar hér á landi. Á árinu færði ég mig frá Baugi til Fasteignafélagsins Stoða. Þó leiðin þar á milli sé nú ekki löng var breytingin nokkur. Nú er það rekstur eins fyrirtækis frekar en þátttaka í nokkrum sem einkennir mín daglegu störf. Félagið er stærsti fasteignaeig- andi á Íslandi. Í haust var yfir- tekið stórt fasteignafélag í Dan- mörku, Keops A/S, og með því miklar eignir þar í landi, í Sví- þjóð og Finnlandi. Af því tilefni ákváðum við að breyta nafni fé- lagsins í Landic Property, til þess að endurspegla alþjóðlega starf- semi þess og auðvelda enn frek- ari sókn í útlöndum. Sameining félaganna hefur gengið vel og er stefnt að skráningu í Kauphöll Íslands fyrir mitt næsta ár. Ég er bjartsýnn á nýtt ár. Þó að framan af verði ekki mikill uppgangur eins og nefnt var hér að framan, þá gefur það okkur ráðrúm til að líta inn á við í okkar rekstri og styrkja innvið- ina og vera klár í frekari land- vinninga þegar aðstæður verða hagstæðari á markaði. Skarphéðinn Berg Steinarsson, forstjóri Landic Property Umbætur í ríkisrekstri stöðvast Þ egar ég lít yfir líðandi ár kemur í ljós að mörg þeirra spennandi verk- efna sem ég hef unnið að um árabil hafa náð ákveðinni lendingu eða þróast inn á jákvæðar brautir á árinu. Þar vil ég fyrst nefna að á árinu var SPRON breytt í hlutafélag og skráður í Kauphöll Íslands fyrst- ur sparisjóða í landinu. Spari- sjóðaformið var hentugt fyrir- komulag þegar því var komið á legg en nútímaviðskiptahætt- ir kalla á hlutafélagaformið, sem er vel skilgreint og þjált og mun gefa SPRON kost á að efla sam- keppnishæfni sína. Við breytingu á SPRON í hlutafélag munu 15% af heildarvirði SPRON renna í sjálfseignarstofnun sem verður einn stærsti sjóður sinnar teg- undar á landinu og mun hafa það markmið að styrkja ímynd Spron og láta til sín taka í menningar- og líknarmálum. Jafnréttismál eru mér mjög hugleikin og hef ég þá einföldu og skýru sýn að heiminum yrði betur stýrt í heild sinni ef jafn- ræðis gætti milli kynjanna á sem flestum sviðum. Félag kvenna í atvinnurekstri hefur verið sá vettvangur sem ég hef starfað á um árabil. Það félag hefur vaxið og dafnað á síðustu árum undir dyggri stjórn Margrétar Kristmannsdóttur framkvæmdastjóra Pfaff og eru félagskonur nú um 600, en lang- stærstur hluti þeirra er í eigin rekstri. Markmið félagsins er að stuðla að sýnileika og tækifær- um kvenna í viðskiptalífinu og einnig að auka samstöðu kvenna og samstarf. Á þessu ári hafa myndast góð tengsl félagsins við stjórnmálamenn og ráðuneyti og er rödd FKA hvarvetna með þegar grunnur er lagður að stór- um málum, einkum sem snerta jafnrétti. Sem dæmi um bein viðskipta- tengsl sem myndast hafa í gegn- um FKA eru kynni mín af Að- alheiði Héðinsdóttur í Kaffitári og Margréti Kristmannsdóttur í Pfaff. Það hefur verið ákaf- lega áhugavert að koma inn í stjórnir þessara tveggja vel reknu fjölskyldufyrirtækja sem bæði leiftra af áhuga á við- fangsefnum sínum og hafa vöxt og framsækni að leiðarljósi. Fyrirtækið Kaffitár hefur ekki farið hefðbundnar leiðir í mark- aðssetningu því undir stjórn Aðalheiðar Héðinsdóttur hefur fyrirtækið umbreytt gamalgrón- um markaði og lagt grunn að nýju kaffilífi þjóðarinnar. Það var alveg borðleggjandi í mínum huga að vera með sem fjárfestir í fjámálafyrirtæk- inu Auði Capital. Þær Halla Tómasdóttir og Kristín Péturs- dóttir, sem hafa mikla reynslu af bankastarfsemi og viðskipta- lífinu, stofnuðu fyrirtækið fyrr á árinu utan um þá viðskipta- hugmynd að setja konur í for- grunn og sníða fjármálaþjónustu að þeirra þörfum. Konur eru nú meirihluti þeirra sem útskrifast úr háskólum hér á landi og í nær- liggjandi löndum og eiga sífellt meira fjármagn sem þær afla í auknu mæli sjálfar. Ein áhrifa- ríkasta leið til að konur kom- ist til meiri valda og áhrifa er án efa að þær fari fyrir sínu fé. Þar mun Auður Capital koma inn með sérfræðiþekkingu og hvatn- ingu til kvenna til uppbyggingar fyrirtækja og þátttöku kvenna í öflugum fjárfestingum. Fyrir tólf árum síðan ákvað fyrrverandi fjámálaráðherra, Friðrik Sophusson, að skipa stjórn í ÁTVR þar sem ég hef gegnt for- mennsku frá upphafi. Stjórnin lagði strax mikinn metnað í að leggja sitt af mörkum til að bæta vínmenningu okkar Íslendinga með því að stuðla að því að fólk drykki hóflega og lærði að njóta góðra vína. Við mörkuðum stefnu sem lagði áherslu á að það ætti að vera gaman að versla í Vín- búðunum, vel menntað starfsfólk tæki hlýlega á móti viðskipta- vininum og miðlaði honum af kunnáttu sinni á fjölbreyttu úr- vali áfengistegunda og opnunar- tími væri í takt við aðrar versl- anir. Við hjá ÁTVR lítum á það sem góða einkunn á störf okkar að heyra óm af því frá almenn- ingi í landinu að þjónustan sé orðin svo góð hjá Vínbúðunum að mikill vilji sé fyrir því að halda í þessa þjónustu. Að ofangreindu má sjá að við konur erum töluverðir áhrifa- valdar í okkar samfélagi í dag og lít ég bjartsýn til framtíðarinnar og sé fyrir mér betra jafnvægi og aukna dýpt í samfélaginu á kom- andi árum með vaxandi þátttöku kvenna. Hildur Petersen, stjórnarformaður ÁTVR, Kaffitárs, Pfaff og SPRON og varaformaður FKA: Jafnræði kynja leiðir til dýpra samfélags

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.