Tíminn - 03.04.1981, Blaðsíða 2
2
Föstudagur 3. april, 1981.
Mengunarmál Kísiliöjunnar:
„Skýrslan kom mér alger-
lega í opna skjöldu”
— sagði forstööumaöur Vinnueftirlitsins, sem lögum samkvæmt er sú stofnun
er sjá á um innri mengunarmál
HEI — „Viö áttum ekki von á
deilum af þessu tagi, þar sem
forstöðumenn Heilbrigðiseftir-
litsins og Vinnueftirlits rikisins
höfðu fallist á að taka upp sin i
milli þau samskiptamál þar
sem verksvið þeirra skarast. En
þetta hefur nú farið svona
samt”, svaraöi Páll Sigurðsson,
ráðuney tisstjóri heilbrigðis-
ráðuneytisins er rætt var viö
hann um skýrslu þá er Heil-
brigðiseftirlitið hefur sent fjöl-
miðlum um mengunarhættu i
Kisilgúrverksmiðjunni.
Páll sagði ekkert i þessari
skýrslu hafa komið þeim hjá
heilbrigöisráðuneytinu á óvart,
þvi þeir hefðu fengið allar þess-
ar upplýsingar áður. Þá hafi á
hverjum tima verið brugðist við
eins og Heilbrigðiseftirlitið hafi
ráðlagt. Þeir hafi þvi ekki átt
von á þvi að ástæða þætti til að
birta skýrsluna nú.
„Ekki stóð á okkur, að hafa
samvinnu við heilbrigðiseftirlit-
ið i þessu máli”, sagði Eyjólfur
Sæmundsson, forstöðumaður
Vinnueftirlitsins. En þrátt fyrir
stofnun svokallaðrar sam-
starfsnefndar þessara viðkom-
andi stofnana, hafi skýrslan
komið sér algerlega i opna
skjöldu. Hrafni, yfirlækni, hafi
verið falið að kalla þessa nefnd
saman til funda. Hann hafi
gengist fyrir einum fundi og sið-
an boðað til annars fundar s.l.
föstudag, þ.e. daginn sem hann
endi fjölmiðlum skýrsluna, án
þess að hún hafi verið tekin upp
i nefndinni. Fundurinn hafi sið-
an verið afboöaður.
Eyjólfur tók undir það sem
fram hefur komið hjá fram-
kvæmdastjóra Kisiliðjunnar, að
þar sem ný könnun á
mengunarhættu eigi að fara
fram i Kisiliðjunni i næsta mán-
uði, sé heldur furðulegt að vera
að birta nú þessar gömlu
kannanir. Auk þess væri Vinnu-
eftirlitið nú frá áramótum eina
stofnunin sem gæti — fyrir hönd
stjórnvalda — tjáð sig um
vinnuverndarmál. Það sem
komið hafi fram i skýrslunni
verði þvi að skoða meira og
minna sem persónulegar
skoðanir Hrafns V. Friðriksson-
ar.
Vissulega sagði Eyjólfur viss
vandamál óleyst hjá Kisiliðj-
unni. En hann taldi þó mjög
mikið hafa áunnist til bóta frá
þeim mælingum sem gerðar
voru árið 1978, er gerbreytt hafi
afstöðu starfsmanna til þessara
mála.
Eyðíleggíngarstarf hjá
borginni nær engri átt
— segir Jóhannes Zoega hitaveitustjóri og á þar viö
val tilboða í verk hjá Innkaupastofnun
HEI — „Ég tel það ekki ná nokk-
urri átt að borgin stuðli að eyði-
leggingarstarfsemi, sem hún hef-
ur gert með vali tilboða í verk”,
segir Jóhannes Zoéga, hitaveitu-
stjóri i viötaii i Fréttabréfi Verk-
takasambandsins. En þar segist
hitaveitustjóri telja þaö eina
skuggann við útboðsaðferðina,
hvernig vali verktaka hafi verið
háttað.
Hitaveitustjóri sagðist ekki
halda þvi fram aö ekki hafi oft
valist ágætir verktakar, heldur
þvi, að oft hafi slakir verktakar
verið valdir á kostnað ágætra
verktaka. Innkaupastofnun hafi
hinsvegar það eina leiðarljós að
velja þann sem er með lægsta
boð. Nánast eina skilyrðið sem
sett sé væri bankaábyrgð, sem
hvaöa idiot, sem væri, gæ'.i sett.
Óhæfni verktaka hafi siðan leitt
til þess,að sum verk hafi gengið
illa, jafnvel svo að þau hafi oröið
dýrari en hæsta tilboð. A þessu
hafi Hitaveitan tapað og einnig
verktakar, sem e.t.v. hafi orðið
gjaldþrota af öllu saman. A hinn
bóginn hafi siðan gamlir og
reyndir verktakar, sem hægt var
að treysta, hætt starfsemi vegna
þess að þeir hafa ekki fengið
verk.
Það sem ráði þessari stefnu tel-
ur Jóhannes vera það, að fulltrú-
ar fólksins þykjast alltaf vera að
spara, þótt ljóst sé hinsvegar að
þeir geri það ekki. Liklegt sé að
þeir þekki nægilega vel til þess-
ara mála.
Vegna þessa sagöist hitaveitu-
stjóri telja nauðsynlegt að setja
fastar reglur um val verktaka.
Rangt sé að binda sig við upphæð
boða eingöngu, enda þurfi enga
Innkaupastofnun til að velja ein-
göngu eftir fjárhæö boða. Verk-
takar verði aö kynna sig og sýna
fram á að þeir geti eitthvað. Þeir
verði að gera grein fyrir fjár-
magnisinu, tekjum, starfsfólki og
reynslu. Likja megi þessu við
skóla, sem vill vita eitthvað um
þá er sækja um inngöngu.
Hætta tæpast á gjald-
þrot að gamni sínu
— segir framkvæmdastjóri Innkaupastofnunar
HEI —„Við höfum fengið þaö áð-
ur”, svaraöi Torben Friðriksson,
fram.kv.stj. Innkaupastofnunar-
innar er Timinn minntist á hörð
orð hitaveitustjóra í garð stofn-
unarinnar. Hann sagðist auövitað
ekki vera sammála, en þó gæti
eitthvað veriö til i þessu hjá hita-
veitustjóra.
Torben sagði þaö rétt, að það
væri fyrst og fremst litið á lægstu
tilboðin. Enda ef verktaki teldi
sig sjálfur geta unnið ákveðið
verk og sett fyrir því bankatrygg-
ingu, þá vissi hann að gengið yrði
að tryggingunni ef eitthvaö færi
úrskeiðis og hætti tæpast á slikt
að gamni sinu. Þá sagði hann lika
mjög erfitt fyrir opinbera aðila —
eins og Reykjavikurborg — að
segja við einn verktaka ,,þú ert
hæfur” en við annan „þú ért
óhæfur”. Það væri ekkert próf
eða neitt slikt, sem menn þyrftu
að uppfylla.
Torben sagði það á vissan hátt
vera stjórn Innkaupastofnunar-
innar, sem mótaði stefnuna i
þessum málum, en siðan væri það
auðvitað borgarráð og borgar-
stjórn, sem hefði lokaorðið.
Reyndar sagði hann það nú i um-
fjöllun hjá Verktakasambandinu,
hvort rétt væri að innleiða svo-
kallað forval á verktökum, og
vera mætti að eitthvað kæmi út úr
þvi.
Hrein jógurt í búðir í dag
HEI — Bið þeirra er hafa verið
óþreyjufullir eftir að fá hreina
jógurt á markað er nú lokið sam-
kvæmt frétt frá Mjólkursamsöl-
unni. Hrein jógurt á aö koma i
a.m.k. flestar búðir i dag og allar
strax eftir helgina.
Jógúrt er afar rik af próteinum
og vitaminum, auk þess aö inni-
halda frekar fáar hitaeiningar,
eða rösklega 60 I hverjum 100
grömmum. Fyrsta kastiö verður
hún eingöngu seld i minni gerö-
inni af jógúrtpakkningunum.
Hrein jógúrt veröur 15% ódýrari
en sú ávaxtablandaða.
Þessa hreinu jógurt má nota til
fjölmargra hluta: T.d. sem sósur
á grænmetissalöt, til marinering-
ar á kjöti, sem verður þá sérstak-
lega meyrt og ljúffengt, i ýmsar
kaldar súpur meö ávöxtum, i
bakstur, auk þess að vera af
mörgum talin herramannsmatur
eins og hún kemur fyrir, óblönduö
meö öllu.
Einhver bið mun ennþá verða á
aö Mjólkursamsalan komi með
Léttmjólk á markaðinn. En eftir
henni mun fólk einnig hafa beðiö
meö óþreyju ef marka má blaða-
skrif þar að lútandi. — En ef við
hellum hálft glas af undanrennu
og fyllum þaö síðan með nýmjólk,
hvaöerþáiglasinu? „Léttmjólk”
staöfesti sölumaöur Mjólkursam-
sölunnar, álika feit og rætt hefur
verið um að koma á markaðinn.
Margrét Sigurðardóttir, óli Vestmann Einarsson, og Ingvar Ás-
mundsson skólastjóri Iðnskólans við eina af setningartölvum skól-
ans. Timamynd. — Róbert.
Kynning
Iðnskólans
Almenningi kynnt starfsemin
frá kl. 9-16
AB — Með aukinni tækni og bættri
aðstöðu Iönskólans á siðari árum
hefur innihald skólastarfsins
breytt verulega, og þvi þótti við
hæfi að gefa almenningi kost á að
kynna starfsemi skólans.
A morgun verður þvi kynn-
ingardagur Iðnskólans, og verður
skólinn öllum opinn. Kennsla fer
fram i öllum greinum og geta
gestir fylgst með kennslu, náö tali
af nemendum, kennurum og
deildarstjórum. Þá verða al-
mennar upplýsingar veittar á
skrifstofu skólans. Hafa sérstök
leiðbeiningaspjöld verið gerð til
þess að auðvelda almenningi að
rata um skólahúsið. 1
t Iðnskólanum i Reykjavik fer
fram kennsla fyrir flestar löggilt-
ar iöngreinar á Islandi, en þær
eru 67. Iðnnám er 3ja eða 4ra ára
nám.
A meðan á kynningunni stendur
verður kaffistofa skólans opin og
býður Iönskólinn alla velkomna á
kynningu sina.