Tíminn - 03.04.1981, Blaðsíða 4
4
IIÍÍÍJIAIÍ
Föstudagur 3. aprfl, 1981.
í spegli tímans
a Jodie Foster f hlutverki sinu i sirkusmyndinni „Carny”, Meft
^ henni á myndinni eru Gary Busey (t.v.)sem leikur triíö og
Robbie Robertsson, scm er framleiðandi myndarinnar og fag-
legur ráðunautur um fjölleikahúslifið, en hann ferðaðist með
fjölleikahúsi um tveggja ára skeið, og hefur notað þá reynslu viö
gerð kvikmyndarinnar.
Jodie
Foster
leikur í ,,sirkus”-mynd
Mikið hefur verið skrifað um Jodie Foster þessa dagana,
vegna þess að talið er að leikur hennar i myndinni Taxi-
driver hafi hrifið svo ógæfumanninn John W. Hinckley,
sem gerði hina hrikalegu skotárás á Reagan forseta og
fylgdarlið hans við Hilton-hótelið i Washington, að hann
hafi reynt að likja eitthvað eftir atburðarásinni i kvik-
myndinni og það sé m.a. ástæðan fyrir ódæðinu. Osend
bréf til leikkonunnar um fyrirætlan hans að gera eitthvað
örlagarikt fundust i fórum Hinckleys og einnig hafði hann
sent henni aðdáendabréf með einhverju rugli i.
Jodie hefur nú nýlega leikið i sirkusmynd með fjölleika-
fólki, og þá varð hún að leggja á sig að læra ýmsar sirkus-
listir. Gary Busey, sem leikur trúð i myndinni segir að
þetta sé mesta hörkupúl sem hann hafi lent i. Hann hefur
þó i yfir 20 ár verið i rokk- og roll-hljómsveit og það var oft
erfitt, sagði hann, — en að leika i sirkusmyndinni „Carny”
tók ólikt meira á mig, sagði Gary Busey, sem þekktur er
m.a. fyriraðleika i „The Buddy Holly Story”.
krossgátaQ-
B)
3549.
Lárétt
1) Mál. 5) Veiðarfæri. 7) Lita. 9) Gera
við. 11) Stórveldi. 13) Bit. 14) Mjúku. 16)
Ónefndur. 17) Togi. 19) Menn.
Lóðrétt
1) Sort. 2) Tveir eins. 3) Galaði. 4)
Erlendis. 6) Orðflokkur. 8) Strákur. 10)
Labba. 12) Draga andann. 15) Hvæs. 18)
Bor.
Ráðning á gátu no. 3548.
t Lárétt
1) Asbest. 5) Ysa. 7) Te. 9) Slag. 11) Arm.
13) Ala. 14) Kröm. 16) DÐ. 17) Rórri. 19)
Skráir.
Lóðrétt
1) Aftaka. 2) Bý. 3) Ess. 4) Sala. 6) Agað-
ir. 8) Err. 10) Aldri. 12) Mörk. 15) Mór. 18)
Rá.
1
Tyrkneskur
sverðdans á
,, vinaborgamóti’ ’
1 borginni Böblingen, sem er ná-
lægt Stuttgart i býskalandi, var á
siðasta ári haidið „vinaborga-
mót” fimm annarra borga i
Evrópu, sem tákn um vináttu
þeirra við Böblingen, og einn að-
alþátturinn i þessu móti var að
hver borg sendi söng- eða dans-
flokk og hljómlistarmenn og
haldin var mikil listahátið. Gestir
Böblingen komu frá Geleen i
Hollandi, Glenrothesi Skotlandi,
Krems i Austurriki, Pontoise i
Frakklandi og meira en 350 gestir
komu frá Bergama i Tyrklandi.
Tyrknesku sverðdansararnir
vöktu mikla hrifningu, en hérna
sjáum við þá sýna listir sinar á
iþróttavelli, þar sem um 600
söngvarar, dansarar og tónlistar-
menn komu fram til mikillar á-
nægju og hrifningar fyrir gesti og
heimamenn i Böblingen.
1 júni nk. ætlar borgin Pontoise
i Frakklandi að vera gestgjafi á
einu sliku vinaborgamóti.
— betta fer alltaf eins — i hvert sinn
sem ég revni að segja honum að hlusta
nu a lifsreynslu fullorðins manns, man
é" aldrei eftir neinni.
— Taktu þetta nú ekki *alltof
alvarlega, elskan, þetta er aðeins
fyrsta hjónaband þitt.
bridge
Spilið hér á eftir, sem kom fyrir i lands-
liðskeppninni um siðustu helgi, reyndist
flestum NS pörunum erfitt, bæði i sögnum
og úrspili.
Norður.
S. 10763
H. 1087653
T. KG
L. 4
Vestur.
S. K
H. 9
T. D 1087642
L. G875
Suður.
S. AD852
H.AG
T. A53
L.K102
Við öll borðin opnaði suður á sterku
laufi og vestur stökk i 3 tigla. Við 2 borð
enduðu sagnir þar (1) en viðast hvarkom-
ust NS i 4 spaða. Oftast spilaði vestur út
tigli og gosinn i blindum átti slaginn. Þá
spiluðu margir spaða á drottningu og eftir
það á vörnin alltaf 4 slagi þvi austur fær
tigulstungu og hjarta og laufslag. Hörður
Arnþórsson fékk lika út tigul i 4 spöðum
en hann sá hættuna fyrir og spilaði þvi
spaða á ásinn. Það er sjálfsögð öryggis-
spilamennska og hún launaðist lika vel
þegar kóngurinn kom niður i ásinn. Eftir
það hafði Hörður fullt vald á spilinu og
fékk raunar yfirslag þegar austur reyndi i
örvæntingu að spila undan hjartahjónun-
um. Hörður setti gosann og fékk á hann.
Eitt par spilaði 4 spaða doblaða. Þar kom
út hjartania og austur setti litið svo suður
fékk á gosann. Suður spilaði þá laufi og
austur komst inn og gaf vestri hjarta-
stunguna. En spaðastaðan varð augljós
þegar vestur varð að trompa með kóngn-
um og suður tronyiaði laufin i blindum og
notaði innkomurnar til að svina spaðan-
um af austri og fékk 990 fyrir.
— Skipt þú þér ekki af þessu!
S/NS
Austur.
S. G95
H.KD42
T. 9
L. AD963