Tíminn - 03.04.1981, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.04.1981, Blaðsíða 5
Föstudagur 3. april, 1981. 5 Volvo Oryggisbelti fyrir börn í aftursætí Barnastóll sem hægt er að hafa I framsæti og sinna þannig barninu að einhverju leyti meðan ekið er. Timamynd GE FRI — „Börn frá 6 ára aldri eiga einnig að nota öryggisbelti i aftursætinu”. Þetta er niðurstaða Volvo eftir nákvæmar rannsóknir á bifreiðaslysum þar sem börn vorufarþegar. Af 65 börnum sem létu lifið I bifreiðaslysum i Svi- þjóð 1973-75 létust a .m ,k. 20 vegna þess að þau köstuðust út úr biln- um. Þessi staðreynd hefur orðið til þess að Volvo hóf að vinna út frá nýjum öryggissjónarmiðum og það hefur nú fengist staðfest að öryggi barna er best borgið með þvi að börn noti öryggisbelti i aftursæti ásamt sérhönnuðum púða frá Volvo. Ofangreindar upplýsingar komu fram á blaðamannafundi sem Veltir hf. hélt á bilasýning- unni AUTO ’81 að Bildshöfða fyrir skommu. A fundinum voru blaða- mönnum kynntar þessar nýju öryggisráðstafanir sem Volvo hefur gert en þær eru til sýnis i Volvo-básnum á sýningunni. Auk öryggisbeltis fyrir börn i aftursæti þá eru aðrar nýjungar Volvo kynntar á sýningunni. Má þar nefna burðarrúm og barna- bekk i aftursæti. Burðarrúmið er fyrir ungabarn frá fæðingu til 9 mánaða en barnabekkurinn er á milli framsæta og sér til þess að bilið milli þeirra sé i sömu hæð og sætin sjálf. Þá var einnig kynntur barna- stóll sem hægt er að hafa i fram- sæti og snýr hann þá þvert á aksturstefnu en þetta hefur þann kost að ökumaður getur sinnt barninu að einhverju leyti meðan ekið er. Þá voru á fundinum kynnt markmið Volvo á næstu árum. Af þeim má nefna loftpoka 1982 og sjálfvirk öryggisbelti 1983. Aukin menntun fangavarða: Geðhjálp fagnar þingsályktunartillögu ^Bauknecht Frystir og kœlir í einum skáp Tekur ekki meira rúm en venjulegur kæliskápur Alsjálfvirk affrysting í kælirúmi Ódýr í rekstri Fáanlegur í lit Greiðsluskilmálar eða staðgreiðsluafsláttur Utsölustaóir DOMUS og kaupfélögin um land allt KL — 1 hringborðsumræðum, sem félögin Geðhjálp og Vernd efndu til nýlega, komu m.a. fram áhyggjur fangavarðayfirþvi, hve litla fræðslu þeir fá um með- höndlun geösjúkra afbrota- manna, en þeir þurfa mjög oft að sæta þeirri meðferö að gista fangageymslur og fangelsi. Hið sama gildir einnig um fólk, sem á Kratar vilja stækka við Búrfell JSG — Magnús H. Magnússon og fimm aðrir þingmenn Alþýðu- flokksins hafa lagt fram frum- varp til breytingar á lögum um Landsvirkjun, sem feiur i sér að Landsvirkjun verði falið að ljúka sex stórum virkjunarverkefnum á næstu átta árum, bæði innan og utan núverandi orkuveitusvæðis fyrirtækisins. Til viðbótar við þær virkjunarframkvæmdir sem nefndar hafa verið á undanförn- um vikum vilja alþýðuflokks- mennirnir stækka Búrfellsvirkj- un um 105 MW. Þessi stækkun við Búrfell og önnur stækkun Hrauneyjafoss- virkjunar, eru fyrstu verkefni i virkjunarmálum, sem þingmenn- irnir vilja ráðast i. Þvi næst vilja þeir hefja framkvæmdir við Sultartangavirkjun, næsta sum- ar, og ljúka þeim eigi siðar en 1985. Blönduvirkjun yrði siðan næst á dagskrá, „strax og sam- komulag næst við landeigendur,” þó eigi siðar en 1982-83, þannig að henni yrði lokið 1987. Siðast yrði hafist handa við Flótsdalsvirkj- un, „strax og samið hefur verið við stóran orkukaupanda eða orkukaupendur,” þó eigi siðar en 1984, þannig að virkjunin yrði til- búin árið 1989. við timabundna erfiðleika að stríða. 1 tilefni þessara ummæla fangavarðanna heíur stjórn Geð- hjálpar sent frá sér tilkynningu, þar sem fagnað er framkominni þingsályktunartillögu, varðandi aukna menntun fangavarða. Til- löguna flytja þingmennirnir Helgi Scljan»Salóme Þorkelsdóttir.Jón Helgason, Jóhanna Sigurðar- dóttir og Friðrik Sóphusson. Véladeild Sambandsins Ármúla3 Reykjavik Simi 38900 Alþjóóleg bílasýning -- international motor show dagana 27. mars — 5. apríl í Sýningarhöllinni að Bíldshöfða. A „AUTO ’81” sjáið þið 150 bila af öllum gerðum, stærðum og verðum. A „AUTO ’81” sjáið þiö allt sem viðkemur bilum m.a. verkfæri, dekk, aukahluti og fl. og fl. A „AUTO ’81” sjáið þið Rolls Royce i fyrsta sinn á islandi. A „AUTO '81” sjáið þið Lamborghini Countach LP 400S, 12 cyl. sportbill með 375 hestafla vélog nær 315 km. hraða. Á „AUTO ’81” sjáið þið skemmtiatriði I sérflokki. Á „AUTO ’81” fáið þið vandaða sýningarskrá ókeypis. A „AUTO ’81”, fáið þið kannski lukkuvinning, þvi dregið verður . á klukkustundarfresti um veglega vinninga og gildir hver aö- göngumiði jafnframt sem lukkumiði. Fróðleg og skemmtileg sýning fyrir alla fjölskylduna. í tilefni sýningarinnar bjóða Flugleiðir upp á „pakkaferðir” sem innifela flugferð og gistingu i 2 nætur á Hótel Loftleiðum og Hótel Esju, frá eftirtöldum stöðum: Egilsstaðir — Húsavik — Hornafjörður 2 nætur I 1 manns herbergi Kr. 754.00 pr. mann 2 nætur I 2 manna herbergi kr. 630.00 pr. mann Akureyri 2nætur i 1 manns herbergi 2 nætur 12 manna herbergi ísafjörður 2 nætur i 1 manns herbergi 2nætur I 2 manna herbergi Vestmannaeyjar 2 nætur 11 manns herbergi 2 nætur i 2 manna herbergi kr. 718.00 pr. mann kr. 594.00pr. mann kr. 694.00 pr. mann kr. 573.00 pr. mann kr. 589.00 pr. mann kr. 458.00pr. mann

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.