Tíminn - 03.04.1981, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.04.1981, Blaðsíða 9
Föstudagur 3. aprll, 1981. 13 Sveinn Sigmundsson gjaldkeri (t.v.) og Stefán Traustason yfirverk- stjóri, en hann hefur veriðhjá fyrirtækinu siðan 1940. ólafur Karlsson verkstjóri I hæðarprenti. Grétar Sigurðsson verkstjóri i bókbandi. Kristinn B. Sigurðsson yfirverk- stjóri Jóhann Guðmundsson verkstjóri I Offset. sama stað. Búið er að kaupa nýjar vélar af fullkomnustu gerð og eru þær væntanlegar fljótlega. Prentsmiðjan er vel búin prent- vélum, bæði hæðarprentvélum og offsetprentvélum, sem henta vel til prentunar, allt frá hinum minnstu verkefnum til stærri og flóknustu litprentana. Eyðublöð fyrir tölvur. — Með aukinni notkun tölva hefur prentun á samhangandi eyöublöðum aukist mjög. Prent- smiðjan hefur mikla reynslu i prentun slikra eyðublaða, þvi að hún hefur prentað þau i mörg ár i tveimur vélum. Til þess að mæta aukinni eftir- spurn heíur prentsmiðjan fest kaup á nýrri mjög fullkominni og hraðvirkri vél, sem gerir prent- unina mjög hagkvæma. Prentsmiðjan Edda er með bókband, sem getur annast fjöl- þætta starfsemi. Einnig er um pappirssölu að ræða og getur viðskiptavinurinn fengið pappir- inn eftir óskum. Að siðustu sagði borbergur Eysteinsson framkvæmdastjóri: — Starfsemi fyrirtækisins nær þvi til flestra þátta prentverksins og er það mjög hagkvæmt. Sam- keppnin er hörð, en við litum björtum augum til framtiðarinn- ar, i nýju húsi með reyndu starfs- fólki, þar sem áhersla er lögð á vandvirkni og reksturinn grund- vallast á þjónustu og sannvirði. A skrifstofunui: Fremst er Drffa Jónsdóttir þá Jórunn Sigurðardóttir bókari og bóra borleifsdóttir bókari. Fjölmenni á ráð- stefnu um læknanám AB —Ráðstefnanum læknanám semáðurhefurveriðgetið hér I Timanum, var sett við hátíðlega athöfn I hátiðasal háskólans kl. 9 I gærmorgun. Eins og áður hefur komið fram er tilefni þessarar tveggja daga ráð- stefnu, en henni lýkur I dag, það að iæknadeild H.l. er 70 ára á þessu ári og að rúm 100 ár eru liðin frá þvf að skipulögð lækna- kennsla hófst hér á landi. Forseti læknadeildar Vik- ingur Arnórsson setti ráðstefn- una með stuttu ávarpi. bvi næst tók háskólarektor Guðmundur Magnússon til máls, og sagðist hann fagna þvi að hægt var að efna til þessarar ráðstefnu. Benti hann i máli sinu á það hversu læknadeildin hefði aukið umsvif sin frá þvi að hún hóf störf fyrir 70 árum. Sagði hann að þá hefði kennslan farið fram i einni kennslustofu H.l. en nú væri málum svo komið að kennslan væri dreifð víðs vegar um bæinn. Rektor sagðist að lokum fagna þeirri staðreynd að nám það sem boðið er upp á i lækna deildinni við H.l. væri fyllilega sambærilegt við það sem tið- kaðist erlendis. bessu næst flutti Ingvar Gislason menntamálaráðherra stutt ávarp, og benti hann á að þó rúm 100 ár væru liðin frá þvi að Gamli Læknaskólinn tók til Ingvar Gislason mennta- málaráðherra flutti ávarp á ráðstefnu um læknamál I gær. starfa, þá hefði það tfðkast fyrir þann tima aðLandlæknir hverju sinni fram að þeim tima hefði kennt læknisfræði. Sagði hann þvi að saga læknisfræðikennslu værilengrien 100 ára, þótt fram til ársins 1876 hefði hún ekki verið skipulögð. Tók menntamAlaráðherra undirorð rektors um viðurkenn- ingi á læknanáminu hérlendis og sagði hann að læknanám hér-' lendis nyti alþjóðlegrar viður- kenningar. bessu næst fór ráðherra orð- um um ágæti dr. Jóns Steffen- sen og nefndi þá sérstaklega baráttu hans fyrir þvi að Nes- stofa megi verða að rann- sóknarstofu læknisfræðinnar hérlendis á sögulegum grunni. Sagði hann að bará'tta dr. Jóns fyrir þessuhugðarefnisinuhefði komið fram i miklu starfi og höfðinglegum gjöfum. Sagðisu ráðherra vera þvi saminála að gera þyrfti gamla Landlæknis- setriö þannig upp að það yrði sem næst sinni upprunalegu mynd. bá sagði ráðherra: „Ég mun gera það sem i minu valdi stendur til þess að hugsjón dr. Jóns Steffensen geti orðið að veruleika, þó ég geti ekki á þessari stundu dagsett slikan atburö.” Heilbrigðisráðherra Svavar Gestsson flutti að lokum ávarp, áður en fyrsta erindi ráðstefn- unnar var flutt. Benti heilbrigðisráðherra á hvilik bjartsýni það hefði verið að hefja skipulega lækna- kennslu hér á landi, en reynslan hefði sýnt að sú bjartsýni hefði á engan hátt verið óhófleg. Vék ráðherra þessu næst að þvi að gott samstarf þyrfti að rikja á milli heilbrigðisyfir- valda og þeirra sem stjórna læknakennslunni hér á landi. 1 þvi sambandi minntist hann á að samkvæmt lögum frá 1974 væri ákvæði sem heimilaði að binda eina stöðu i heilbrigðis- og try ggingaráðuney tinu við kennsluskyldu i læknadeildinni, sem að slik heimild hefði ekki enn verið nýtt. Taldi ráðherra að þetta sýndi áhugaleysi á þvi að upplýsa verðandi lækna um stjórnun heilbrigðis- og trygg- ingamála. Sagðist heilbrigðis- ráðherra gera sér grein fyrir þvi að það væri ekki venja að gagnrýna starfsemi deilda við svo hátiðleg tækifæri sem þetta, en hann sagðist vona að ráðstefnan misvirti það ekki við hann þó hann segði hug sinn i þessu máli, þvi þetta hefði verið honum efst i huga þegar hann kom til setningar ráðstefnunn- ar. Að lokinni þessari setningar- athöfn flutti prófessor Jón Steffensen sögulegt yfirlit um læknakennslu hér á landi fram til ársins 1970. Ráðstefnanstóðsiðan til kl. 17 i gær, en henni lýkur i dag kl. 16.30. Aðalfundur Landvara verður haldinn að Hótel Esju laugardag- inn 11. april n.k. og hefst kl. 13.00 Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn Landvara. Útboð Til sölu Tilboð óskast i verkstæðis- og geymsluhús á Selásbletti 3. Um er að ræða múrsteins- og timburhús sem eru c.a. 493 ferm. aðgrunnfleti og c.a. 1571 rúmm. að rúmmáli. Kaup- andi skal rifa og eða fjarlægja húsin að öllu leyti fyrir 14. mai n.k. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frikirkjuvegi 3, og verða tilboð opnuð á sama stað miðvikudaginn 8. april n.k. kl. 11. f.h. INNKAUPASTOFNUN REYK3AVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 C MARSHALL mykjudreifarar ★ 4000 litra dreifari. ★ Hagstætt verð. ★ Fyrirliggjandi Pl ÞDR ^ ArmlJlaii Tollvörugeymslan h.f. Aðalfundur Tollvörugeymslunnar h.f. verður haldinn fimmtudaginn 30. april 1981 kl. 17 að Hótel Heklu Rauðarárstig 18, 105 Reykavik. Dagskrá samkv. samþykktum félagsins. Stjórnin. t Útför Jóninu Ingigerðar Jónsdóttur, frá Strönd, fer fram frá Akureyjarkirkju,Landeyjum laugardaginn 4. april kl. 14. Systkinin frá Strönd.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.