Tíminn - 03.04.1981, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.04.1981, Blaðsíða 7
Föstudagur 3. april, 1981. 7 Rósmundur G. Ingvarsson: Gróðurríki eða líflaust lón Komum í veg fyrir viljandi slys Nauðsyn Blönduvirkj- unar En hver er þá þörf Blöndu- virkjunar? Helstu röksemdir eru: Virkjunarstaðurinn er utan eldvirkra svæða. B.virkjun ligg- ur vel við dreifikerfi rafmagns- veitna (enda Byggðalinan lögð með hliðsjón af henni). Hún skapar mikla atvinnu i fjögur sumur. Hún eykur öryggi i raf- magnsmálum. Þá er þvi haldið mjög fram að virkjunin sé hag- kvæm og að hún stuðli að iðn- þróun á Norðurlandi o.fl. Allt er þetta að vissu marki rétt. En allt á það lika við um aðrar virkjanir eins og t.d. Fljótsdals- virkjun. Aðeins verður atvinnan i öðru héraði og öryggi raf- magns vitund minna á Norður- landi. Þó er varla hugsanlegt að Byggðalinan bili o.fl. samtimis bæði austan frá og vestan. Byggðalinan að vestan hefur yfirleitt reynst mjög vel (að frá- töldum minniháttar bilunum i Borgarfirði) og sjaldan verið rafmagnslaust nema stutt i einu. Það mátti alltaf búast við einhverjum byrjunarörðugleik- um, en menn læra af reynslunni og öryggið eykst. Linurnar geta flutt 50 megawött og þegar orka getur eins komið að austan þá eykst öryggið stórlega. Enginn rafmagnsskortur er á Norður- landi vestra nema þegar bilar. Fyrirhuguð steinullarverk- smiðja á Sauðárkróki þarf 5 MW og heykögglaverksmiðja i Vall- hólmi litlu meira wo byggðalin- an ætti að duga þeim. íslands óhamingja Bilanir að undanförnu hafa að miklum meirihluta verið á dreifilinum innan héraðanna. En i hvert sinn sem rafmagnið fer vegna stórviðra sem hafa verið all tið á þessum vetri, þá er rokið til og krafið um Blöndu- virkjun. Hér á við það sem sagt var forðum „Islands óhamingju verður allt að vopni”. Þvi að auk bilana af völdum veðra- hams kemur fleira til svo sem aö vatnsskortur sunnan jökla hefur valdið rafmagnsskorti nú i vetur, raforkuþörf hefur aukist mjög ört siðustu árin og tiltölu- lega fáir virkjunarkostir tilbún- ir, hinn neikvæði áróður um landbúnaðinn sem hellt hefur verið yfir þjóðina siðustu árin t.d. i Dagblaðinu birðist hafa ótrúlega mikil áhrif á skoðanir fólks svo þvi er ósárt um sam- drátt i framleiðslu landbún- aðarvara. (Fljótt er þó að koma ramakvein ef landbúnaðarvör- ur vantar eða ef haldið er að þær séu á þrotum. Allt þetta og fleira eykur hættu á að rokið verði i Blönduvirkjun áður en þjóðin áttar sig á hvilikt glap- ræði eyðilegging graslendisins er. < Forðast ber ofstæki og óðagot Þau rök sem eru tilfærð til framgangs Blönduvirkjun (með landeyðingunni miklu) eru harla léttvæg og geta ekki rétt- lætt slika framkvæmd. Þeim áformum verður að breyta. Ekki virðist heldur liggja á að nota þennan virkjunarkost nema ef orku vantar til stóriðju við Eyjaförð á næstunni. Menn verða að gefa sér tima til að skoða þetta stórmál frá öllum hliðum án ofstækis og óðagots. Grunur er um að ýmsir aðilar þrýsihópsins sem krefur á um Blönduvirkjun, séu að nota þetta virkjunarmál sjálfum sér til pólitisks framdráttar. Beina þeir spjótum sinum að Páli Péturssyni, og munu sumir ætla að komast i eða koma öðrum i plássið hans á væntanlegum framboðslista, en aðrir eru að skapa glundroða i Framsóknar- flokknum i þvi skyni að hann tapi þingsætum. En hvað hefur Páll til saka unnið? Ekkert nema hvað hann hefur ekki far- ið að vilja þrýstihópsins, heldur verið sannfæringu sinni trúr eins og þingmönnum ber að vera samkvæmt eiði er þeir vinna að stjórnarskránni. Hann hefur, einn þingmanna staðið með bændum og náttúru- verndarmönnum allan timann siðan þessi landeyðingardella komast á dagskrá. Hann hefur þorað að standa með okkar mál- stað, — málstað Islands. Það mun verða virt af þjóðinni þótt siðar verði. Komum i veg fyrir vilj- andi slys Það þarf sterk bein til að þola góða daga, segir máltækið og vist er hætta á að græðgin og lifsþægindasýkin verði okkar þjóð og landinu hættuleg. Senni- lega hefur aldrei verið meiri þörf á þvi en einmitt nú að hugs- andi einstaklingar og raunar þjóðin öll haldi vöku sinni og standi vörð um sjálfstæði þess- arar þjóðar og hreinleika lands- ins og verðmæti þess. Vermæti landsins er fyrst og fremst fólg- ið i gróðri og dýralifi i sjó og á landi enda er það undirstaða lifsskilyrða mannsins á jörð- inni. Það er höfuðnauðsyn að vernda þessi undirstöðuatriði fyrir mengun og eyðileggingu og er nú verið að taka það mál föstum tökum hvað fiskimiðin umhverfis landið varðar. Verndun gróðurs er einnig kom- in nokkuð á rekspöl, en þó vilja skammsýnir menn nú fram- kvæma við Blöndu stórfelldustu gróðureyðingu i sögu landsins, Síöari hluti ) sem beinlinis verður af manna- völdum. Það „slys” verður að koma i veg fyrir. Gætið að þvi er góðir menn segja Þegar ég var að ljúka við þessar linur, sá ég i Timanum 14. mars ágæta grein um þessi mál eftir Helga Hannesson og aðra i Morgunblaðinu 7. mars eftir Helga Hallgrimsson og Hörð Kristinsson. Nokkru fyrr eða 21. febr. birtist i Dagblaðinu grein eftir Þorvald örn Arnason liffræðing sem einnig er mjög athyglisverð. Um leið og ég færi þessum ágætu mönnum þakkir, vil ég hvetja alla til að lesa þessar greinar, alla sem vilja vita eitthvað um þessi mál en ekki álpast áfram i blindu fylgi við hinn svonefnda meirihluta i þessu máli. Þessir höfundar standa utan við deilur heima- manna um virkjunarlónið og hafa gott vit á þvi sem þeir skrifa um. Vissulega var mál til komið að slikir menn færu að skrifa um málið i blöðin og mættu fleiri fara að dæmi þeirra. Útblásin deila Rétt er að taka fram að deilan um Blönduvirkjun er mjög blás- in út i fjölmiðlum. Hún er sögð ver milli „litils en harðsnúins hóps bænda sem vilja friða landið til beitar annarsvegar, og aðila sem telja sig hafa hag af framkvæmdunum hinsvegar”. Þetta kann að vera rétt að vissu marki en náttúruverndarsjóna- mið er stór þáttur og raunar aðalatriði málsins. Væri miklu eðlilegra að deilan sé milli náttúruverndarmanna og hinna sem vilja fórna landinu fyrir stundarhagsmuni — milli land- verndar — og landeyðingar- manna — og inn á það svið þarf vettvangur málsins að komast meira en verið hefur. „Litli og harðsnúni hópurinn” er raunar stærri en menn virð- ast halda og er verulegu leiti i þeim sveitum sem kemur málið veint við. Stóri og hávaðasami hópurinn, þrýstihópurinn, er hinsvegar að mestum hluta skipaður mönnum úr kaupstöð- um og kauptúnum og kemur þeim málið i rauninni harla litið við, nema eins og herjum öðrum Islendingum. Umsögn Náttúru- verndarráðs. Talsmenn þrýsihópsins vitna oft i Umsögn Náttúruverndar- ráðs um virkjun Blöndu og segja það hafa gefið grænt ljós. Ráðið leggst að visu ekki gegn fyrirhugaðri virkjun, en bendir á mörg neikvæð atriði. M.a. tel- ur það hættu á að jarðvegsfólk verði frá lónsstæðinu t.d. að vori og framan af sumri og geti þaf valdið uppblæstri á gróðurlendx, einkum norðan lónsstæ^isins beggja megin Blöndu. Þá varar ráðið við landsspjöllum frá veituskurðum og telur þá hættu- lega skepnum. Það óttast áhrif á veðurfar og einnig flóðahættu neðan virkjunar vegna istrufl- ana. Ennfremur segir Náttúru- verndarráð orðrétt:”... ljóst er að mjög mikil eftirsjá er að þvi viðfeðma gróðurlendi og beitar- landi sem fer undir vatn á stæði hins fyrirhugaða miðlunarlóns. Er það tilfinnanlegt vegna þess hve stór hluti gróinna heiða- landa i þessum landshluta fara þannig forgörðum. Náttúru- verndaráð bendir á, að almennt séð er það óæskileg þróun að sifellt er gengið á náttúruleg og sumpart frjósöm lifkerfi með ræktun eða i vistkerfi með litla sem enga framleiðni eins og um yrði að ræða i miðlunarlóni og vatnsvegum Blönduvirkjunar”. Ljósið er nú ekki grænna en þetta. Alllangt er um liðið siðan þessi umsögn varð til og er full ástæða til að Náttúruverndaráð gefi aðra umsögn nú, með hlið- sjón af stöðu málsins. Viljandi slys Eins og fyrr er að vikið verður að teljast með öllu ósæmilegt að eyða þvi mikla og verðmæta gróðurlendi sem ráðgert hefur verið að sökkva undir „Dauða- haf Húnvetninga” eins og einn ágætur maður nefnir hið fyrir- hugaða jökulvatnslón. Það yrði núlifandi kynslóð til ævarandi vansæmdar. Það er eflaust hægt aö virkja Blöndu án þess að eyða svo miklu graslendi og það ber að gera. Rætt er um að þrengja að lóninu með stiflu- görðum og má segja að betri er hálfur skaði en allur. En þá segja sumir að virkjunin verði dýrari og jafnvel ekki eins hag- kvæm og hinar tvær sem teflt er fram á móti. Nú dreg ég mjög i efa að útreikningar reiknistokkameistara á þessu máli séu réttir, enda ekki tekið tillit til minni bótagreiðslna, minni umhverfisáhrifa og þess að lónið verður hagkvæmara og nýtist betur til miðlunar ef þrengt verður að þvi. Þá hefur verið sýnt fram á að aukakostn- aður við stiflugarða hefur sára- litil áhrif á verð raforku i land- inu eða minna en hálfs eyris hækkun á KWS (Mér skilst aö raforkuverðið til almennrar notkunarsé nú 44.14aurar). Það getur ekki talist hár skattur til að bjarga úrvals graslendi og má minnast þess að miklum fjármunum er árlega varið til að græða upp land. Fleiri möguleikar hljóta aö koma til greina svo sem til- færsla lónsins. Svo virðist aö það hljóti að vera hægt að koma miðlunarlónum fyrir á gróöur- lausum svæðum, sem vissulega er nóg til af á þessu landi, m.a. ekki langt frá Blöndu. Það ber að gera. Hjá Fljótsdalsvirkjun mun hugmyndin að leiða vatnið 25 km. leið frá miðlunarlóni til virkjunar, svo vegalengdir virð- ast ekki stórt vandamál. Einhver komst svo að orði i umsögn um fyrirhugaða Blönduvirkjun að eyð- ing gróðurlendiMns kunni að verða talið slys, annar laldi þessa eyðingu vera landráö. Ég vil aðlokum biðja þá sem nenna aðlesa þessar linur aðhugleiða, hvort ekki er réttara fyrir núlif- andi kynslóð að koma i veg fyrir viljandi slys og verða ekki dæmd fyrir landráð. Framtiðin mun dæma i málinu. Ilólí, 21. mars 1981 Rósmundur G. Ingvarsson Verkfræði- og raunvisindadeild H.í. Kynnir almenningi starfsemi sína nk. sunnudag frá kl. 10-18 AB — „Við, og raunar allar deild- ir Háskólans, höfum legið undir þvi ámæli að vera eins konar fila- beinsturn, lokaður öllum almenn- ingi. Þvi er markmið þessarar kynningar okkar aö kynna al- menningi starfsemi þá sem fer fram i deild okkar, bæði hvað varðar kennslu og rannsóknir,” sagði Ragnar Ingimarsson, for- seti Verkfræði- og raunvisinda- deildar H.l. þegar blaðamönnum var greint frá kynningardegi deildarinnar sem verður nk. sunnudag. Sagði Ragnar jafnframt, að þeir i deildinni vonuðust eftir þvi að þessi kynning gæti orðið sú fyrsta af kynningum, sem siðan yrðu reglulega á þriggja ára fresti, þannig að öllum fram- haldsskólanemendum gæfist kostur á að koma i slika kynningu einu sinni á meðan þeir stunduðu nám sitt i framhaldsskólum. Kynningin fer fram i öllum húsakynnum deildarinnar, og þar að auki verður miðstöð kynning- arinnar i anddyri Háskólabiós. Húsakynni deildarinnar eru hús Verkfræði- og raunvisindadeildar á horni Hjarðarhaga og Suður- götu, Raunvisindastofnun háskól- ans við Dunhaga, Gamla Loft- skeytastööin við Suöurgötu, Jarð- fræðihúsið, sem er næsta hús við aðalbyggingu háskólans og Grensásvegur 12, en þar er lif- fræðiskor til húsa. A milli Háskólabiós og Grens- ásvegar verða reglulegar strætis- vagnaferðir allan sunnudaginn, þannig að fólk eigi þess kost að skoða allt svæðið og starfsemina, þó það hafi ekki yfir bil að ráða. Sagði Ragnar að allir væru vel- komnir á þessa kynningu, og ekki hvað sist þeir, sem stunda nám á framhaldsskólastigi og hafa hugsanlega háskólanám i hyggju. Miðstöö kynningarinnar verður i anddyri Háskólabiós. Þar verð- ur yfirlit yfir helstu námsgreinar og ýmis rannsóknaverkefni, sem verða kynnt á vinnustöðum deild- arinnar. landdyrinu verða einnig afhent kort af svæðinu. Röð stuttra fyrirlestra verður i Háskólabió milli kl.14 og i6.Einn- ig verða fyrirlestrar i einstökum byggingum deildarinnar. Kvikmyndasýningar og sér- stakir gjörningar efnafræðinga verða á nokkrum stöðum yfir daginn. Rannsóknatæki verða kynnt og notkun þeirra sýnd. Gestum verða gefin tækifæri til að gera vissar tilraunir. Þá verður tölva háskólans i notkun og gefst gestum tækifæri til að kynna sér hvernig hún vinn- ur og jafnframt að prófa notkun hennar viðleikog störf. Til dæmis verðurhægtaðtefla við hana, eða spjalla við hana um daginn og veginn á enskri tungu. Fjölmörg rannsóknaverkefni veröa kynnt á hinum ýmsu rann- sóknastofum deildarinnar. Hægt verður að skoða berg i smásjá, eða kynnast þvi hvernig þykktar- mælingar jökla fara fram. Liffræðiskorin við Grensásveg mun sýna hvaö helst er að sjá i lifrikinu á þessum árstima i Reykjavik og nágrenni. Hægt verður að fylgjast með sveiflu- mælingum ýmiss konar hjá eðlis- fræðiskorogsvomætti lengi telja. Nemendur Verkfræði- og raun- visindadeildar munu verða til staðar og kynna nám við deildina. Þeir munu einnig annast veit- ingasölu i anddyri Háskólabiós, i jarðfræðihúsi, i húsakynnum lif- fræðinga við Grensásveg og i húsi Verkfræði- og raunvisindadeildar á horni Suðurgötu og Hjarðar- haea. Fulltrúar Verkfræöi- og raunvfs- indadeildar, sem kynntu blaöa- mönnum dagskrá kynningardags son deildarforseti situr fyrir miöju, en honum á vinstri hönd eru þeir Siguröur Steinþórsson (Jarðfræöiskor) og Sigmundur Guöbjarnason (Eölis- og efna- fræöiskor). Ilagnari á hægri hönd eru þeir Porgeir Pálsson (Verk- fræöisk--r) og Gisli Már (Lff- fræðiskor). Timamynd —G.E. Aðgangur að sýningunni verður ókeypis. Mönnum til glöggvunar, þá verður dagskrá sýningarinnar i heild birt i blaðinu á morgun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.