Tíminn - 03.04.1981, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.04.1981, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 3. aprll, 1981. Útgefandi: Framsóknarfiokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhanns- dóttir. Afgreiöslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Eiias Snæland Jónsson, Jón Helgason, Jón Sigurðsson. Ritstjórnarfuiitrúi: Oddur V. Ólafsson. Blaða- menn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friörik Indriöason, Friða Björnsdóttir (Heimilis-TIminn) Heiöur Helgadóttir, Jónas Guðmundsson (þingfréttir), Jónas Guðmundsson, Kjartan Jónasson, Kristinn Hallgrlmsson (borgarmál), Kristin Leifsdóttir, Ragn- ar örn Pétursson (iþróttir). Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Agústsson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. — Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavlk. Slmi: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöidsimar: 86387, 86392. — Verð i lausasölu 4.00. Askriftar- gjaldá mánuði: kr.70.00. — Prentun: Blaðaprent hf. Skáldskaparmál Barátta stjórnarandstöðunnar við núverandi rik- isstjórn tekur á sig æ fráleitari myndir. Alþýðu- flokksins er hvergi getið, en gremja stjórnarand- stæðinga i Sjálfstæðisflokknum verður þeim jafnt og þétt óbærilegari og bersýnilegari. Það er eitt með öðru, að flest bendir til þess að stjórnarandstaða i Sjálfstæðisflokknum sé tak- mörkuð við ýmsa aðila i forystusveit flokksins. Eft- ir þvi sem fleiri flokksfundir eru haldnir og fleiri al- mennir flokksmenn ganga fram fyrir skjöldu virð- ist það verða greinilegara að stjórnarandstaðan i flokknum er i reynd einangruð á sama tima sem ráðherrar flokksins baða sig i vinsældum og hljóta hástemmt lof á fjölmennum fundum. Það er svo sem óþarft fyrir TÍMANN að fara að skipta sér af skattyrðum Sjálfstæðismanna hverra við aðra, og i þessu verður auðvitað spurt að leiks- lokum eins og jafnan. En þessi einangrun forystu- liðs heils stjórnmálaflokks frá almennum stuðn- ingsmönnum flokksins er einkennilegt fyrirbæri i islenskum stjórnmálum og vafalaust merkilegt frá sjónarmiði félagsfræðinga, ekki sist þegar til þess er hugsað að forystan er studd útbreiddum mál- gögnum sem hingað til hafa verið talin ráðandi um skoðanamyndun. Það tiltæki forystu Sjálfstæðisflokksins að fresta landsfundi flokksins langt fram á haust ber vitni þeirri örvæntingu sem gripið hefur liðið, ásamt næstum þvi ömurlegum persónulegum f jandskap i garð forsætisráðherra. Þó er það bersýnilegt hverj- um sæmilega hlutlausum aðila, að vegur Gunnars Thoroddsen vex i réttu hlutfalli við orkuna sem lögð er i gána sem fylgir honum úr hlaðvarpa flokksfor- • ystunnar. Er það Geir Hallgrimssyni til hróss að hann tekur litinn þátt i hávaðanum, enda hefði enginn trúað sliku á hann persónulega. Nú hefur stjórnarandstaðan gefist upp við mál- efnalega andstöðu við rikisstjórnina. Hið eina hald- reipi sem eftir er ,,leyniplaggið”, sem þeir stjórn- arandstæðingar hafa diktað upp og á að færa Al- þýðubandalaginu úrslitavöld um islensk utanrikis- mál. Þessi uppdiktur er orðinn að dagdraumi skrif- finna Morgunblaðsins. Þeir trúa sjálfir á þennan eigin skáldskap sinn, en hafa oft kveðið betur. '• Almenningi er orðið það kunnugt af umræðunurii sem orðnar eru um þessi skáldskaparmál að þetta voðalega „leyniplagg” er ekki til. í stjórnarsátÞ • mála er fjallað um samkomulag um meiri háttar framkvæmdir á Keflavikurflugvelli, fyrir liggur samkQmulag sem venja er i samsteypustjórnum um þingrofsréttinn og miðað er við þá starfsvenju að ekki gangi atkvæði heldur sé unnið i samstarfi að sameiginlegum málum þjóðarinnar. Stjórna randstaðan er með uppdikti sinum að rugla saman utanrikis- og innanflokksmálum Sjálf- stæðisflokksins. Varnarmálum þjóðarinnar skal fórnað fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Erlent yfirli Kjartan Jónasson: Jimmy Carter fyrrverandi Bandarikjaforseti unir nú sáttur við sitt heima i Georgiu og skrif- ar minningar frá forsetatið sinni með aðstoð flókins tölvu- búnaðar. Carter þarf engu að kviða varðandi framtiðina. Bæði njóta fyrrverandi forsetar ágætra eftirlauna i Bandarikj- unum og eru auk þess hafðir i hávegum. Carter hefur látið hafa eftir sér, að hann og fjölskylda sin hefði unað sér vel þau fjögur ár sem þau dvöldu i höfuðborg Bandarikjanna, en, bætti hann við, „siðan ég sneri aftur heim hef ég ekki saknað Washington eina einustu minútu.” Carter hefur nú nýlega selt út- gáfuréttinn að miningum sinum úr Hvita húsinu til Bantam - bókaútgáfunnar. Ráðgert er að gefa þær út innbundnar siðla næsta ár og siðan i pappirskilju áriö 1983. Ekki hefur veriö gefið upp hvað Carter fékk fyrir út- gáfuréttinn, en búast má við að bókin afli honum nokkurra mill- jóna bandarikjadala þegar á heildina er litið. í minningum sinum mun Carter meðal annars fjalla um gisladeiluna, Camp David sam- komulagið og fleiri stórmál frá forsetatið sinni. Þó kveðst Cart- er fremur leitast við að gera minningabók sina persónulega en að færa hana i sagnfræðileg- an búnað. Hann hefur nokkrar hjálparhellur við verkið enda geysilegt verkaðfara i gegn um þau gögn sem hann hefur með sér úr Hvita húsinu. Nýlega var hann og staddur i Princetonhá- skólarium að sækja ráð til sagn- fræðinga varðandi heknilda- söfnun og meðferð þeirra. H sló þar á rabbfundi við nem- Carter vinnur að minningum sinum úr Hvita húsinu en við verkiö nýtur hann aðstoðar nokkurra hjálparkokka auk tölvunnar sem hann sést sitja viö á myndinni. endur og kennara og aðspurður lengri tima til að koma sinum lét hann þá skoðun i ljós, að málum i framkvæmd en kvaöst kjörtimabil forsetans mætti vel uggandi um þau mörg i höndum vera sex ár i stað fjögurra. Reagans. Hann hafði þá, sagði Carter haft Þýtt og endursagt/KEJ „Hef ekki saknað Washington eina einustu mínútu” smmm. 1111 • ..........................................................................................:: •;.'; . liiiiiisi ■>■. ■■ ->:■-? mí§mm ■■y.-• Einn nemandi Princetonháskólans fagnar Carter við komuna þangað en Bandarlkjamenn hafa yfirleitt eftirlaunaforseta sina i hávegum þótt svo hafi ekki alitaf verið á meðan þeir sátu viö stjórnvöiinn. JS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.