Tíminn - 03.04.1981, Blaðsíða 11

Tíminn - 03.04.1981, Blaðsíða 11
Föstudágur 3. apríl, 1981. 15 Þróttur varð bikarmeistari — í blaki — sigraöi Stúdenta örugglega 3:0 „Þetta var einn af okkar betri leikjum i blakinu i vetur. Að visu áttum við i nokkrum erfiðleikum með Stúdentana i annarri hrinu, en okkur tókst að jafna og vinna hana og þriðja hrinan var frekar auðunnin. bað er alltaf gaman að vinna bikarkeppnina og sérstaklega vegna þess að Ljómabikarinn, sem i boði er, er einn sá stærsti og fallegasti bikar em um er keppt” sagði Leifur Harðarson, þjálfari og fyrirliði blakliðs Þróttar. En i gærkvöldi sigraði Þróttur Stúdenta 3-0 i úrslitaleik bikar- keppninnar i blaki. Fyrsta hrinan endaði 15-9 i annarri hrinunni komust Þróttar- ar i 6-0 og siðan i 10-3, en þá tóku Stúdentar mikinn kipp og komust yfir 13-12 en Þróttarar voru sterkari á endasprettinum og sigruðu 15-13. Þriðja hrinan var siðan auð- unnin eins og áður sagði og lauk henni með sigri Þróttar 15-5. bróttarar hafa þar með unnið til allra titla sem keppt var um á þessu timabili, þeir hafa orðið Reykjavikur- Islarids- og Bikar- meistarar. Ekki er hægt að taka einn um- fram annan i liði Þróttar sem besta mann, þar unnu allir sem einn maður og sigurinn byggðist fyrstog fremst á sterkri liðsheild. Þá áttust einnig við i úrslitum Bikarkeppninnar i blaki kvenna. ISog Vikingur , en úrslit leiksins voru ekki kunn er blaðið fór i prentun en staðan var þá þannig að ÍS vann fyrstu lotuna 16-14. Vikingur sigraði í annarri hrinunni 15-12 og þriðja hrinan endaði með sigri 1S 15-7 og staðan var 5-4 fyrir Viking er siðast frétt- 'st- G/röp-. Létt hjá Vfking — sigruðu Fylkir 28:17 í 8-liöa IÞROTTIR Þróttarar urðu bikarmeistarar i blaki 1 gærkvöldi er þeir sigruðu Stúdenta frekar auðveldlega. Timamynd: Róbert. Fram átti ekki í erfiðleikum með Val úrslitum Bikarsins Vikingar slógu fallliðið Fylki út úr bikarkeppninni er þeir sigruöu 28-17 eftir að staðan hafði verið 14-7 fyrir Viking i hálfleik. Vfkingar voru heilum „klassa” fyrir ofan Arbæjarliðið og aldrei var spurning um það livar sigur- inn lenti. Vikingar hafa þar með tryggt sér rétt til að leika i 4-liða úrslit- um bikarkeppninnar.enóvister á móti hverjum þeir lenda. Flest mörk Vikings i leiknum i gærkvöldi gerði borbergur Aðal- steinsson 11, en hjá Fylki varð Gunnar Baldursson markhæstur með 8 mörk. röp-. s@m kvaddi bikarkeppnina með 24:26 marka tapi i gærkvöldi Framarar gerðu sér lítið fyrir og sendu Val út úr Bikarkeppninni er þeir sigruðu þá 26-24 eftir að staðan hafði verið 13-12 fyrir Fram i hálfleik. Islenska kvennalandsliöið i handknattleik: Söfnuðu rækjumtil að geta leikið við Noreg í undankeppni HM - síðari leikurinn verður í Hafnarfirði á morgun íslenska kvenna- landsliðið i handknatt- leik leikur á morgun síðari landsleik sinn i undankeppni HM gegn Noregi og verður leikurinn i íþróttahús- inu í Hafnarfirði og hefst hann kl. 17. Eins og kunnugt er þá léku islensku stúlkurnar. við Noreg um siðustu helgi og voru þá leiknir tveir leikir og tapaði is- lenská landsliöiö þeim báðum. Það verður þvi ekki auðhlaup- ið að þvi fyrir stúlkurnar að vinna upp forskot þeirra norsku en þær eru aftur á móti stað- ráðnar i að gera betur en i Nor- egi. Á blaðamannafundi sem landsliðsnefnd kvenna hélt i fyrradag kom fram að hingað til hefur mjög litill gaumur verið gefinn að landsliði kvenna i handknattleik. Kvennalandsliðið hefur engan styrk fengið frá HSÍ og hafa stúlkurnar þurft að safna peningum sjálfar til þess að af þessari þátttöku landsliðsins i undankeppni HM gæti orðið. Stúlkurnar hafa þvi lagt á sig gifurlega vinnu sem að öllum likindum væri ekki einu sinni boðleg karlalandsliði. Ýmislegu hafa stúlkurnar .bryddað upp á við fjársöfnun t.d. happdrætfi, þær hafa safnað auglýsingum i leikskrá, sem kemur út um hélgina og einnig hafa þær selt rækjur. Fyrir tæpu ári hófust þær handa um fjáröflun að þessum leikjum og á þessu ári náðu þær að safna um 7 millj. gkr. Þá kom það einnig fram á fundinum að allir þeir sem stæðu að kvennalandsliðinu væru staðráðnir i þvi að halda áfram og koma á fléiri sam- skiptum við erlendar þjóðir. Katrin Danivalsdóttir fyrirliði islenska landsliðsins var einnig stödd á fundinum og sagði hún að norska landsliðið væri alls ekki ósigrandi. Þær hefðu meira úthald og betri snerpu en stúlkurnar i islenska liðinu enda væri vel hugsað um kvennahandknatt- leikinn i Noregi og honum væri betri timi gefinn en karlalands- liðinu. Katrin sagði að norska lands- liðið hefði i tvigang farið i æfingaferöir fyrir þessa leiki og hefðu þá m.a. sigraði bæði Búl- gariu og Dani. Katrin sagði ennfremur að þjálfun væri mjög ábótavant hjá kvenfólkinu sem legði stund á handknattleik hér á landi. „Það er eins og þjálfarar þori ekki að bjóða okkur upp á svipaðar æfingar og körlunum þeir halda að þeir séu að ofbjða okkur kvenfókinu.” „Ef vel væri staðið að kvennahandknattleiknum, bet- ur en gert hefur verið, þá er ég viss um það að árangurinn léti , ekki á sér standa og við mynd- um standa jafnfætis norsku stúlkunum áður en langt um liði” sagði Katrin ennfremur. Eins og áður kom fram verður fyrri leikurinn á morgun en á sunnudagskvöldið verður annar leikur gegn Noregi og er sá leik- ur vináttuleikur og verður hann i Laugardalshöllinni kl. 20.röp-. Framarar voru vel aö þessum sigri sínum komn- ir, þeir voru mun baráttu- glaðari heldur en Vals- ararnir sem virkuðu fremur áhugalausir á þvi sem þeir voru að gera á vellinum. - Fram tók fljótlega forystuna i leiknum eftir að Valsmenn höfðu gert fyrsta markið og eftir nokk- urra min leik var staðan orðin 4-1. Yfirleitt helst þetta 2-3 marka forskot Framara en rétt fyrir lok hálfleiksins náðu Valsmenn að minnka muninn. Siðari hálfleikur var mjög jafn og sáust margar jafnteflistölur, en um miðjan halfleikinn komust Framarar tveimur mörkum yfir en Bjarni Guðmundsson minnkaði muninn i eitt mark og fékk gullið tækifæri á að jafna er hann komst einn upp allan völlinn en skot hans fór i stöngina. Það má eiginlega segja að þarna hafi átt sér stað vendi- punkturinn i leiknum, Framarar náðu fjögurra marka forystu 25- 21 sem Val var oft erfitt að vinna upp. Besti maður Fram i leiknum var markvörðurinn Sigurður Þór- arinsson sem varði mjög vel, þá átti Hannes Leifsson einnig góðan leik en Atli var i gæslu allan seinni hálfleikinn en gerði samt góða hluti. Valsmenn léku þennan leik illa og áhugaleysið var algjört, það var aðeins Bjarni Guðmundsson sem gerði góða hluti. Flest mörk Fram gerði Hannes 8og Atli 7 en hjá Val var Brynjar markhæstur með 6 mörk. röp- KR man sinn fífil fegri töpuöu í gærkvöldi fyrir HK i bikarnum Einar Þorvarðarson landsliðsmarkvörður úr HK var landsliðsþjálfara sinum, Hilmari Björnssyni þjálfara KR hefdur betur ljár i þúfu. Einar varði eins og berserkur allan leikinn og þar á meðal sjö vitaköst eða öllu heldur varði hann öll þau vitaköst sem KR- ingar fengu. Einar gerði þar meö draum KR-inga um áframhald i bikar- keppninni að engu er HK sigraði þá 17-15 eftir að þeir höfðu haft yfir 9-8 i hálfleik. HK var yfir mest allan leikinn það var aðeins i eitt skipti sem KR-ingum tókst að jafna. Eraðeins 10. min voru til leiks- loka var staöan 14-11 fyrir HK og sást að hver ju stefndi.Það kemur þvi i hlut HK að leika i 4-liða úrslitum Bikarkeppninnar. Atkvæðamestur hjá HK var Ragnar Ólafsson en þvi miður fengust ekki upplýsingar hve mörg mörk hann skoraði. Flest mörk KR gerðu nafnarnir Haukur Ottesen og Geirmundsson 4 mörk hvor. röp-.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.