Tíminn - 09.05.1981, Blaðsíða 1
„KONUR ERU LISTASMIÐIR” — MYNDIR OG VIÐTÖL í OPNU
Rafmagnsveita Reykjavíkur tekur erlent lán en hitaveitan hnífinn:
HITAVEITUFRAMKVÆMDIR
SKORNAR NIÐUR UM 40%
■ Hitaveita Reykjavikur neyðist
til að skera niður framkvæmdir á
þessu ári um tæp 40% miðað við
samþykkta f já rha gsá ætlun,
vegna þess hve fyrirtækið hefur
fengiðlitlar hækkanir á gjaldskrá
sinni undanfarið. Þessar upp-
lýsingar komu fram á fundi
stjórnar veitustofnana f gærdag.
Ekki var tekin ákvörðun á
fundinum hvar yrði skorið niður.
Hins vegar er ljóst að stefnt
verður að þvf að tengja öll ný hús
við hitaveituna á þessu ári. Litið
sem ekkert verður hægt að sinna
vatnsöflunarmálum, frekar en
mörg undanfarin ár, þannig að
komikaldur vetur, eru möguleik-
ar á þvi að heita-vatnsskorts gæti
að einhverju marki á veitusvæði
Hitaveitu Reykjavikur.
A þessu ári verður Hitaveita
Reykjavikur að greiða 27 milljón-
ir króna i afborganir og vexti af
erlendum lánum.
ívipað er upp á teningnum hjá
Rafmagnsveitu Reykjavikur.
Þegar hefur verið ákveðið að
draga stórlega úr byggingar-
framkvæmdum við höfuðstöðvar
fyrirtækisins sem nú eru i
smiðum. Einnig liggur ljóst fyrir
að ekkert verður hægt að greiða á
þessu ári upp i 10 millj. kr.
rekstrarlán sem tekið var fyrr á
þessu ári.
Fái Rafmagnsveitan ekki 33%
hækkun á gjaldskrá sinni 1. ágúst
nk., verður f járvöntun fyrirtækis-
ins tæpar 9 milljónir á þessu ári,
sem annað hvort verður að mæta
með erlendum lántökum eða
hreinlega i þvi formi aö Raf-
magnsveitan lendi i vanskilum
við sina viðskiptaaðila þ.e. fyrst
og fremst Landsvirkjun.
Fyrrnefndar upplýsingar eru
fengnar hjá Jóhannesi Zoega,
hitaveitustjóra og Aðalsteini
Guðjónsen rafmagnsveitustjóra.
ibyrjun þessarar viku fengu Raf-
magns- og Hitaveita8% hækkuná
gjaldskrám sinum, sem er langt
undir þvi sem þær fóru fram á.
Erlent
yf irlit:
Afrika
E
meðstarinn
— bls. 7
Fyrir böm
og
Samræmdu
prófin
— bls. 15
Sovéska verksmiðjuskipið Nomohocob.
Timamynd: Arie Lieberman.
BONNUÐU MYNDATOKUR
AF ÖRYGGISASTÆÐUM!
þegar Tfmamenn fóru um borð í rússneska verskmiöjuskipid, sem
kom með fyrsta kolmunnafarminn frá Murmansk
■ Nú er verið að landa fyrsta
kolmunnafarminum, 500 tonnum,
sem á að fara til Þörungavinnsl-
unnar á Reykhólum, og er farm-
inum skipað á land i Grundar-
firði.
Ljósmyndari Timans, Arie
Liebermann, fékk að fara um
borð i skipið sem kom með farm-
inn, rússneska verksmiðjuskipið
Nomohocob, en honum var
stranglega bannað að taka mynd-
ir um borð og var það sagt af
öryggisástæðum. Skipverjar voru
að öðru leyti hinir alúðlegustu.
Skipið mun vera komið beint
frá Murmansk með farminn en
Hringur Hjörleifsson fram-
kvæmdastjóri Hraðfrystihúss
Grundarfjarðar sagði i samtali
við Timann að Þörungavinnslan
tæki 300 tonn af farminum inn að
vinnslunni strax en 200 tonn verða
geymd á Grundarfirði i hálfan
mánuð til þrjár vikur.
Skipverjar voru byrjaðir að
spigspora um allt plássið i gær-
morgun og skipstjóranum var
boðið i kynningarferð um Hrað-
frystihúsið.
Eins og getið hefur verið um i
Timanum áður, þá kaupir Þör-
ungavinnslan þennan farm af
Rússum vegna þessað þeir bjóða
allmiklu lægra verð en i boði hef-
ur verið innanlands, og ef þetta
verð helst þá hefur vinnslan
áhuga á frekari kaupum af Rúss-
um.
—FRI