Tíminn - 09.05.1981, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.05.1981, Blaðsíða 3
Laugardagur 9. mai 1981 stuttar fréttir Höfnin á Bolungarvik, sem verður dýpkuð f sumar. Höfnin dýpkuð BOLUNGARVÍK: Allmiklar dýpkunarframkvæmdir eru fyrirhugaðar i höfninni á Bol- ungarvik i sumar. Að sögn Guömundar Krist- jánssonar, bæjarstjóra, er ráðgert að veita til dýpkunar- framkvæmda um sjö hundruð og fimmtiu þúsund nýkrónum i ár. Er gert ráð fyrir þvi að til verksins veröi fengiö dýpk- unarskipið Grettir, þótt ekki hafi verið endanlega frá þvi gengið. Sagði Guðmundur að fram- kvæmdir þessar væru nauð- synlegar til hagræðingar inni i höfninni. 1 henni væri nýr við- legukantur, svo og löndunar- kantur fyrir loönuskip. Hefði dýpi reynst ófullnægjandi fyr- ir þessa kanta og væri ætlunin að ráða nú bót á þvi. Verða þetta einu hafnar- framkvæmdirnar á staðnum á þessu ári. —HV eignaraðili að húsinu. A neðstu hæð veröur verslun Sigurðar Pálmasonar, sem á þá hæö og er raunar flutt inn. önnur hæðin fer aö mestu leyti undir saumastofuna Drifu, en hluta af þeirri hæð á sýslan og það rými veröir tilbúið mjög fljótlega. Efsta hæöin er svo öll i eigu sýslunnar og rækt- unarsambandsins, svo það verður ekki skortur á húsnæði sem kemur i veg fyrir að um- boösskrifstofa verði sett hér niður. Viö teljum þetta mjög aö- kallandi, þvi hingað sækja V-Húnvetningar alla sina þjónustu. Það er langt að fara til Blönduóss ef einhver sam- skipti þarf að eiga við sýsluna, einkum þar sem sýslumaður- inn er jafnframt með umboðin fyrir tryggingarstofnunina og sjúkrasamlagiö. Viö sjáum raunar ekki hvað ætti aö vera þvi til fyrirstöðu aö koma þessu samkomulagi á.” —H.V Vörugeymsla stækkuð og þekja á bryggju SEYÐISFJÖRÐUR: A Seyðis- firði eru fyrirhugaðar all- nokkrar endurbætur á haf- skipabryggjunni, svo og stækkun vörugeymsluhúss, til þess aö greiða fyrir afgreiðslu hafskipa og ferjunnar Smyrils. Að sögn Jónasar Hallgrims- sonar, bæjarstjóra Seyöis- fjaröar, er ætlunin að steypa þekju á vöruhöfnina i vor. Svo og er ætlunin að stækka vöru- geymsluhús þar um 250 fer- metra. Er þaö gert til að greiða fyrir tollskoöun og af- greiðslu, einkum meö ferjuna Smyril i huga. Smyrill byrjar aö ganga þann 2. júni i sumar og er von þeirra Seyðfirðinga, að þá veröi framkvæmdum að mestu lokið. Jónas sagði ennfremur, að þegar þessu væri aflokið, væri það mest aökallandi að fara að undirbúa smábátahöfn. Siðan yrði aö fara að huga að upp- tökuaðstööu, sem ekki er fyrir hendi á staðnum. hv Vilja sýslu- mannsumboð á staðinn HVAMMSTANGI: „Viö Vestur-Húnvetningar höfum nú verið að benda á, aö nú er komin aöstaða til þess aö sýslumannsembættið, sem hefur skrifstofur sinar á Blönduósi, geti komiö sér upp umboösskrifstofu hér á staön- um, þvi nú er sýslan aö fá her eigiö húsnæöi”, sagöi Þóröur Skúlason, sveitarstjóri á Hvammstanga, I viötali við Timann. „Þannig er að nokkrir aöilar hafa verið aö byggja saman þriggja hæða hús, þar sem hver hæð er sex hundruð fer- metrar”, sagði Þóröur enn- fremur, „og er sýslan einn Fá hitaveitu fyrir veturinn SEYÐISFJÖRÐUR: „Við er- um hér i miðjum hitaveitu- framkvæmdum, i samvinnu við Rafmagnsveitur rikisins. Þeir sjá um uppbyggingu og rekstur kyndistöðvar, þar sem vatn veröur hitaö með raf- orku, en við sjáum um bygg- ingu og rekstur dreifikerfis og kaupum slðan af þeim heita vatnið við vegg kyndi- stöövarinnar”, sagöi Jónas Hallgrimsson, bæjarstjóri á Seyöisfirði, I viðtali viö Tim- ann. „Við reiknum með þvi aö fyrstu húsin veröi tengd þess- ari hitaveitu i júlimánuöi i ár”, sagði Jónas ennfremur, „og að fyrir næsta vetur verði öll þau hús, sem á annað borð koma til með að taka inn hita- veitu, oröin tengd kerfinu. Það eru öll þau hús sem ekki eru með beina rafhitun i dae. f'ramkvæmdir hófust á fullu á siðasta ári, bæði við dreifi- kerfið og kyndistöðina. Það er reiknaö meö þvi að útboð á siðari hluta dreifikerfisins fari fram i þessarri viku, og eins og ég sagöi, aö bærinn verði allur tengdur fyrir veturinn.” __________________HV Verda að endurnýja aðveituæð HVAMMSTANGI: „Það litur allt út fyrir að við veröum aö halda áfram endurnýjun að- veituæðar hitaveitunnar hjá okkur, þvi sú sem nú er annar ekki þessum vatnsflutningum. Ætlunin var að fresta þessari framkvæmd um eitt ár, en lik- lega veröur það ekki hægt”, sagði Þórður Skúlason, sveitarstjóri á Hvammstanga, I viötali við Timann. „A siöasta ári endurnýjuð- um við um fjóröung aðveitu- æöarinnar”, sagði Þórður ennfremur,” og ætluðum aö láta það gott heita i bili. En nú verðum við liklega að halda áfram. —HV Flugleiðir bjóða Arnarflugi hlutabréfin á rúmlega fimmföldu nafnverði: „ÆTLUM OKKUR AÐ TAKA TILBOÐINU” — segir Halldór SigurdssonTstarfsmannastjóri Flugleiðir h.f. hafa nú boðið starfsfólki Arnarflugs til kaups alla hlutabréfaeign sina i Arnar- flugi á matsverði sem er 3,657.000 kr„ en matsnefnd sem starfaöi i þessu máli taldi raunhæft verð- mæti bréfanna 5,3 falt miðað við nafnverð. A fundi starfsmannafélags Arnarflugs var siöan einhugur um að veita stjórn starfsmanna- félagsins fullt umboö til þess að annast milligöngu um kaup á bréfunum. „Það er búiö aö vinna að þess- um málum lengi og viö ætlum okkur að taka tilboði Flugleiða og kaupa þessi bréf, sagði Halldór Sigurðsson starfsmannastjóri Arnarflugs I samtali viö Timann. Hvenær af þvi verður er ekki hægt að segja nú þvi þetta er endanlega háð samþykki stjórnar Flugleiða sem ekki hefur komiö saman um þetta mál sérstaklega. Þaö er mál okkar fjármála- manna aö þetta sé sanngjarnt verð miðaö við reikninga félags- ins, og starfsfólk hér er hreykiö af hinum öra vexti félagsins, sem kemur i ljós með þvi hvað þessi bréf eru verömikil.” sagði Hall- dór. —FRl Hópur crlendra fréttaritara frá Danmörku sem hér hefur verið í heimsókn, sneri að nýju til Kaup- mannahafnar I gærmorgun, en þetta voru 15 manns sem utanríkisráöuneytið og Flugleiðir buðu til landsins. Hópurinn kom sl. sunnudag. A myndinni, sjást fréttaritararnir á fundi með Erlendi Einars- syni forstjóra SIS. Verða veröhækkanirnar, sem Verdlagsrád sam þykkti, ekki teknar í útreikning á verdbótum launa? ,,Skal ekkert um það segja” — segir Tómas Árnason, viðskiptaráðherra „Ég skal ekkert um það segja hvort þessar hækkanir koma inn i vfsitölu. Um það fjaliar kauplags- nefnd. En auövitað er áhugi fyrir þvi að vfxlgangur launa og verð- lags i iandinu verði stöövaöur, það er ekkert launungamál”.” Þetta sagði Tómas Arnason, viðskiptaráðherra, þegar hann svaraði spurningum Lárusar Jónssonar utan dagskrár á Al- þingi I gær um afgreiðslu rikis- stjórnarinnar á samþykktum verðhækkunum Verðlagsráös, og önnur verðlagsmál. Tómas sagði að rikisstjórnin hefði á fundi sinum á fimmtudag fengið til meðferðar nokkrar verðhækkanir, sem verölagsráð hefði samþykkt daginn áöur. Rikisstjórnin hefði ekki verið til- búin til að staðfesta hækkanirnar fyrr en hún hefði fengið fyllri upp- lýsingar um ástæður fyrir þeim. Máliö yrði væntanlega tekiö upp að nýju á rikisstjórnarfundi á þriöjudag. Samþykktar verðhækkanir Verölagsráös eru eftirfarandi: Aðgöngumiðar að kvikmynda- húsum 8,57%, bensin 15,1%, farm- og fargjöld hjá Flugleiðum á innanlandsleiöum 12%, brauð 4,5—7%, 6%, sigtibrauð 15,5% farmgjöld skipafélaga 12%, gjaldtaxtar flutningabifreiða Landfara 14%, fargjöld sérleyfis- bifreiða 20%, taxtar vinnuvéla- eigenda 19%, sement 18%, fisk- bollur 8%, saltfiskur i neytenda- umbúðum. Af þessum hækkunum hefði bensinhæVkunin langmest áhrif á útreikning framfærslu- visitölu. „Ég treysti þvi að rikisstjórnin dragi ekki sinar ákvaröanir bara til að spila á visitöluna, heldur af- greiði þessar hækkanir það ttmanlega að þær komist inn i vísitöluútreikninginn. Ég nefni engar dagsetningar,” sagöi As- mundur Stefánsson, forseti ASI, þegar blaðið spurði hann hvaö ákvarðanir rikisstjórnarinnar mættu dragast lengi til aö þær yrðu teknar meö i framfærslu- visitöluna. Asmundur er einn af þrem i Kauplagsnefnd sem lögum samkvæmt sér um útreikning visitölunnar. —JSG/_________HEI Áunnar bætur glatast nú ekki við flutning „Meö þessum samningi er einungis verið aö tryggja það að fólk sem þegar hefur áunnið sér bótarétt úr almannatryggingum i þessum löndum glati honum ekki þótt það fiytji burt I lengri tlma en ákveðin timamörk segja til um. Þessi samningur þýðir hinsvegar alls ekki að fólki sé gert neitt auð- veldara en hingað til að ávinna sér slikan bótarétt”, sagði Berg- lind Asgeirsdóttir, blaðafulltrúi I utanrikisráðuneytinu. Þaö sem hún ræddi um hér er samkomulag er gert hefur verið á milli rlkisstjórna íslands og Bandarikjanna og gagnkvæmar greiðslur bóta almannatrygg- inga. Fram til þessa hafa þeir is- lenskir rikisborgarar, sem starf- að hafa i Bandarlkjunum, og öðl- ast þar bótarétt frá almanna- tryggingum getað misst eöa skert þann rétt við að dvelja lengur en 6 mánuði samfleytt utan Banda- rikjanna. Hefur fólk þá nánast veriö neytt til sifelldra ferðalaga á milli til að missa ekki niður þeg- ar áunnin réttindi. —HEI Atvinnulausum fækkaði í april I aprilmánuði voru 363 á at- vinnuleysisskrá á öllu landinu og er þaö mikil fækkun frá þvi 1 mars, en þá töldust 565 vera á at- vinnuleysisskrá. Atvinnuleysisdagar voru I april 7877. Eru þetta 0,4% af áætluöum mannafla. Á höfuðborgarsvæðinu voru 132 á skrá I stað 151 i mars og á Akureyri 122 I stað 134 I mars. Hefur atvinnuleysisdögum nú mikið fækkað, en samt ber hins að gæta að skráðir atvinnuleysis- dagar eru 1586 fleiri I april nú en i april 1980, sem jafngildir að þá hafi 290 verið skráðir atvinnu- lausir á móti 363 nú. AM Brotist inn í geymslur Brotist var inn i geymslur aö Krummahólum 10 I fyrrakvöld. Virðist svo sem innbrotsmaöur- inn hafi veriö aö leita eftir ein- hverju sérstöku, ef til vill vini, en ekki er vitað til að menn sakni neins úr geymslunum. Þá var brotist inn I Sindrastál skömmu eftir miönætti i fyrrinptt og bar lögreglu aö áður en þjóf- 3i Lin voru tiCíTiríjr sf staðnum og náöist annar af tveimur sem þarna voru að verki, en hins var leitaö I gær. —AM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.