Tíminn - 09.05.1981, Blaðsíða 5
Laugardagur 9. mai 1981
•5
erlent yfirlit
erlent yfirlit
. :
■ Andries Treurnicht og Jaap Marais
Treumicht og
Marais eflast
Botha má sín minna að sama skapi
Þótt sá stjórnmálaflokkur, sem
er andvigastur öllum breytingum
i kynþáttamálum, Herstigte
Nationale Party, fengi engan
mann kosinn i þingkosningunum,
sem fram fóru i Suður-Afriku
fyrra miðvikudag, verður eigi að
siðuraðtelja hann sigurvegarann
i kosningunum.
Flokkurinn jók fylgi sitt úr 4% i
13,8% af greiddum atkvæðum.
Fylgisaukning hans varð aðal-
lega i Transwaal-fylkinu, sem er
hin fornu heimkynni Búanna.
Þjóðarflokkurinn, sem hefur far-
ið með stjórn samfleytt siðan
1948, hefur aðalfylgi sitt þar.
Fylgisaukning Herstigte-flokks-
ins varð að langmestu leyti á
kostnað Þjóðarflokksins.
Það bætti á raunir Þjóðar-
flokksins, að Framfaraflokkur-
inn, sem er helzti stjórnarand-
stöðuflokkurinn og fylgir frjáls-
legri stefnu i kynþáttamálum,
styrkti stöðu sina i gömlu Höfða-
nýlendunni, þar sem Bretar réðu
á sinum tíma og brezk áhrif eru
enn veruleg. Þjóðarflokkurinn
hefur að visu alltaf verið veikari
þar en i Búafylkjunum. Hann má
enn siður við þvi að tapa i
Transwaal, ef fylgi hans er að
veikjast i Höfða-fylkinu.
Þjóðarflokkurinn tapaði ekki
eins mörgum þingsætum og ætla
mætti af atkvæðatapi hans. Hann
missti þó sjö þingsæti, en hefur
samt áfram 131 þingsæti af 165
alls. Framfaraflokkurinn bætti
við sig niu þingsætum og hefur nú
27 þingsæti alls. Lýðveldisflokk-
urinn, sem stendur nærri Þjóðar-
flokknum, hefur sjö þingsæti.
Botha forsætisráðherra hefur
látið i það skina, að hann vilji
beita sér fyrir nokkrum endur-
bótum i kynþáttamáium, einkum
þó varðandi kjör kynblendinga og
innflytjenda frá Asiu.
lbúar Suður-Afriku skiptast nú
þannig, að rúm 70% þeirra eru
innfæddir blökkumenn, 17,5% eru
hvitir, rúm 9% kynblendingar og
um 3% innflytjendur frá Asiu og
afkomendur þeirra. Botha hefur
talið nauðsynlegt að auka réttindi
kynblendinga og Asiumanna til
þess að koma i veg fyrir, að þeir
samfylki með blökkumönnum.
Úrslit kosninganna þykja likleg
til að hafa þau áhrif, að minna
verði úr fyrirætlunum Botha en
hann var búinn að gefa til kynna.
Hann óttast að framkvæmd
þeirra geti orðið vatn á myllu
Herstigte-flokksins. Botha kjósi
frekar að eiga á hættu fylgistap i
Höfða-fylkinu en Transwaal-fylk-
inu.
Botha þarf lika að hyggja að
fleiru en Herstigte-flokknum.
Varaformaður Þjóðarflokksins,
Andries Treurnicht, hefur tekið
eindregna afstöðu gegn fyrir-
ætlunum Botha.
Treurnicht hefur að þvi leyti
sterkari aðstöðu en Botha, að
hann er leiðtogi Þjóðarflokksins i
Transwaal-fylkinu. Hann getur
nú bent á fylgisaukningu
Herstigte-flokksins þar, sem sé
afleiðing undansláttarstefnu
Botha.
Herstigte-flokkurinn var stofn-
aður fyrir tólf árum. Stofnandi
hans var Jaap Marais, sem sat
um skeið á þingi fyrir Þjóðar-
flokkinn, en gekk úr honum, þeg-
ar honum fannst flokkurinn vera
að verða of frjálslyndur. Stefna
Herstigte-flokksins er að halda
rikjandi ástandi sem mest
óbreyttu. Flokknum hefur gengið
illa i kosningum þangað til nú.
Ráðagerðir Botha hafa bersýni-
lega orðið honum til ávinnings.
Það er flokknum vafalitið veru-
legur styrkur, að Marais er lag-
inn áróðursmaður. Hann þykir nú
mesti ræðugarpurinn i hópi
stjórnmálanna I Suður-Afriku.
AÐEINS hvitir menn tóku þátt i
kosningum á miðvikudaginn.
Aðrir hafa ekki kosningarétt.
Samkvæmt kjörskrám voru kjós-
endur 1.3 milljón. Alls eru ibúar
Suður-Afriku taldir 27 milljónir.
Leiðtogar blökkumanna töldu
sig kosningarnar ekki neinu
skipta, enda myndu þær engu
breyta. Þeir létu jafnframt i ljós,
að þeir yrðu tilneyddir að sækja
rétt sinn á annan hátt meðan
þeim væri neitað um kosninga-
rétt.
Hinir hófsömu leiðtogar
blökkumanna töldu, að þetta yrði
að gerast með siauknum friðsam-
legum þrýstingi.sem væri fólginn
i óvirkri andspyrnu, eins og verk-
föllum. Hinir róttækari leiðtogar
þeirra telja slikt ekki koma að
fullu haldi. Hér gildir ekkert ann-
að en skipulegur skæruhernaður.
Fyrir kosningarnar gerðu ýms-
ir fréttaskýrendur sér vonir um,
að eftir þær myndi reynast auð-
veldara en áður að leysa
Namibiudeiluna, þvi að Botha
forsætisráðherra hefði þá orðið
óbundnari hendur.
Nú óttast þessir sömu frétta-
skýrendur, að úrslit kosninganna
geti orðið honum fjötur um fót.
Treurnicht muni beita sér gegn
öllu, sem geti talizt minnsta
undanhald i Namibiudeilunni. i
þeim efnum á hann stuðning
Marais visan, þvi að hann vill að
Suður-Afrika fari áfram með
stjórn i Namibiu.
Það verður þvi tæpast sagt, að
kosningarnar i Suður-Afriku hafi
bætt friðarhorfurnar i þessum
hluta heims.
Þórarinn Þórarinsson,
ritstjóri, skrifar
Skiptar skoðan-
ir um hversu
stór sigur
Ronald Reagan, Banda-
rikjaforseti, fagnaði sigri i
gær, eftir að efnahagsmála-
frumvarp hans, þar sem
skjalfestar eru allar sam-
dráttar og aðhaldsaðgerðir
hans f fjármálum bandariska
rikisins, hlutu samþykki full-
trúadeildar bandarfska þings-
ins.
1 fulltrúadeildinni halda
demókratar meirihluta, en af
atkvæðatölum er ljóst aö þess-
ar sparnaðarráöstafanir for-
setans hafa hlotiö fylgi stórs
hóps úr röðum demókrata-
flokksins.
Ekki eru fréttaskýrendur á
eitt sáttir um þaö hversu stór
sigur þetta er fyrir Reagan.
Sumir þeirra benda á að
óvenju mikiö af demókrötum
hafi þarna snúist á sveif með
forseta úr röðum repúblikana.
Aðrir fréttaskýrendur benda
hins vegar á, að þótt Reagan
og stuðningsmenn hans hafi
oft lýst þvi yfir að erfitt yröi að
koma frumvarpi þessu i gegn
um fulltrúadeildina, hafi
aldrei heyrst verulegar and-
stöðuraddir úr rööum demó-
krata. Hafi þvf erfiðleikarnir
og andstaðan i raun aldrei
veriö til, nema i hugum
stjórnarmanna.
Reikna má með að öldunga-
deild þingsins afgreiði
ráðstafanir forsetans á já-
kvæðan hátt lika, þvf þar hafa
republikanar meirihluta.
Hörð átök Kínverja
og Vietnama
Hörö átök urðu i fyrradag á
landamærum Kína og Viet-
nam og saka Kinverjar Viet-
nama um að hafa ráðist inn I
Kina og hafa farið þar drep-
andi og rænandi um þorp.
Segjast Kinverjar hafa fellt
yfir hundraö vietnamska her-
menn.
Hefur löngum veriö grunnt á
þvi góða milli Kfnverja og
Vietnama undanfarin ár, en
síöustu vikur hafa mótmæli
Kinverja við þvi sem þeir
kalla yfirgang Vietnama á
landamærum rfkjanna, orðið
sifellt háværari.
Bannað að birta sím-
töl prinsins og Díönu
Karli Bretaprinsi hefur nú
tekist aö fá bæði breska og
v-þýska dómstóla til þess að
leggja bann viö þvi að fjöl-
miölar birti úrdrætti af segul-
bandsspólum, sem hafa að
geyma sfmtöl hans við unn-
ustu sina.
Upptökurnar voru gerðar á
laun, þegar prinsinn var
staddur f Astralfu.
Fyrst úrskurðaði hæstirétt-
ur f Bretlandi, að blaðamanni
þeim breskum, sem hefur
spólurnar undir höndum, væri
óheimilt meö öllu að nýta sér
innihald þeirra i Bretlandi.
1 fyrfadag féll svo úr-
skuröur f v-þýskum rétti þess
efnis, að v-þýsk blöð mættu
ekki birta sfmtölin milli prins-
ins og kærustunnar.
Bandarísk herþota
sprakk í loft upp
Þota frá bandarfska flug-
hernum sprakk i loft upp og
hrapaði, með þeim afleiðing-
um að tuttugu og einn maður
fórst I fjalllendi i vesturhluta
Maryland i Bandarikjunum á
miðvikudag.
Þotan sem var af Boeing 707
gerð sem breytt hefur verið
sérstaklega til þess að leita og
greina árásareldflaugar, var
á æfingaflugi, þegar hún
sprakk. Sjónarvottar voru að
sprengingunni og sögðu þeir
að þotan hefði skyndilega
staöið i björtu báli.
Ekki er vitaö hvað olli
sprengingunni.
SPANN: Spánverjar efndu i gær til mótmæla gegn vaxandi
bylgju ofbeldis i landinu, með þvi að leggja niður vinnu i tvær
minútur og standa i þögn. Aðgerðir þessar voru að undirlagi
fjögurra helstu stjórnmálaflokka landsins og var að þvi er fréttir
herma mikil þátttaka i þeim.
BANDARIKIN :Fjórir létu lifið og tuttugu særðust, þar af tiu al-
varlega, þegar maður nokkur, sem staddur var á bar i borginni
Salem i Oregonfylki Bandarikjanna, hóf skyndilega skothrið þar
inni. Þrir létust þegar og tuttugu og einn særðist. Ellefu voru
fluttir á sjúkrahús og lést þar skömmu siðar einn þeirra og að
minnsta kosti einum til viðbótar var ekki hugað lif i gær.
IRLAND: Ekki hafði enn komið til jafn ai. . legra átaka á N-lr-
landi og ætlað var að yrði, siðdegis i gær llfkir þar þó enn mikil
spenna, i kjölfar dauða og jarðarfarar Bobby Sands.
LIBANON: Bandarikjamenn og Sovétmenn halda áfram sátta-
umleitunum sinum milli Sýrlendinga og tsraela.
V-ÞÝSKALAND: Schmidt, kanslari V-Þýskalands, sagði i gær
að sambandið hilli V-Þýskalands og Israel, væri „sérstaklega
gott” nú, þrátt fyrir harðorða gagnrýni, sem hann hefur orðið
fyrir af hendi Begin forsætisráðherra ísrael.