Tíminn - 09.05.1981, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.05.1981, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 9. maí 1981 í spegli tímans AUGUN HDMA UPP UM Flestum veröur okkur á að brosa, þegar viö vilj- um taka okkur út eöa sýna vingjarnlegt viömót. En viö skulum vera var- kár. Kunnáttumenn hafa nefnilega komist aö þeirri niöurstööu aö bros manna sýni þeirrainnri mann. — Þaö er augnsvipurrtm, sem leiöir í ljós, hvort brosiö er einlægt eöa ekki, segir breskur sál- fræðingur, sem hefur kynnt sér málið. bví til sönnunar, aö bros sýni innri mann, hefur þessi sálfræöingur tekið saman athugasemdir um ýmsar þekktar persónur og lát- um viö nokkrar þeirra flakka hér meö. Farrah Fawcett: — SI- gilt dæmi um kynþokka- fullt bros. Margaret Thatcher: — Einhvern veginn hefur maður á tilfinningunni að brosið hennar sé ekki ein- iægt, það virðist eiginlega frckar vera áhyggjufuilt andsvar en hlýlegt bros. » ’ John Travolta: — Gott bros. Hann opnar ekki bara munninn og sýnir tennurnar. Glampinn I augunum sýnir að hann er hamingjusamur og fullur sjálfstrausts. Debbie Harry: — Þó að hdn hafi opnað munninn, svo að sést I tennurnar, er varla hægt að kalla þetta bros. Þetta er öllu heldur líkamshreyfing, sem ætl- að er að vekja kynóra. Olivia Newton-John: — Sfgilt bros persónu, sem hefur haft framgang I lif- inu. Allt er rétt. Munnvik- in leita upp á við, glamp- ar eru I augunum. Út- koman er sii, að henni virðist lika vel við þá, sem hiín er að horfa á. tler eru Bing, uorotny og bod a leio ui maroKKO. Ekki er allt sem synist SU var tiðin að ein- hverjir alvinsælustu leik- arar i bandarikum kvik- myndum voru trióið Dor- othy Lamour, Bing Crosby og Bob Hope. Þau léku saman i 6 kvikmynd- um, sem aliar höfðu það sameiginlegt að leiðin lá til rómantiskra staöa, og báru myndirnar nöfn af þvi. Fyrst lá leiðin til Singapore, en seinna var farið til Rio, Bali og fleiri staða. Myndirnar nutu óhemju vinsælda og stóðu áhorfendur i þeirri mein- ingu að ekki gengi hnifur- inn á milli þeirra þre- menninganna utan kvik- myndaversins heldur. En nU hefur Dorothy gefið út sjálfsævisögu sina og þar kveður við annan tón. Kemur þar fram, að þeir félagar létu ekkert tæki- færi ónotað til að litil- lækka hana og skilja hana útundan. Þeir mökuðu krókinn á ,,Leiða”-mynd- unum, en Dorothy sat eft- Dorothy Lamour er ekki gleymd, en „vinirn- ir” reyndust henni fláráð- ir. ir með sártennið. Að sið- ustu fór svo, að þegar lagt var Ut i' gerð 7. „Leiðar”- myndarinnar, var ekki einu sinni haft samband við Dorothy. HUn frétti bara á skotspónum, að þeir félagar álitu hana of gamla. HUn var þá 46 ára, 12 árum yngri en þeir. Þrátt fyrir þá auðmýk- ingu, sem þeir Bing og Bob höfðu sýnt henni, bar hUn fram þá ósk að fá að vera viðstödd jarðarför Bings. Henni var gefið það svar, að þar yrðu ein- ungis nánustu ættingjar hans. Henni brá þvi ekki lítið i brUn, þegar hún sá fyrirsögn f blaði daginn eftir, þess efnis, að hún, Dorothy Lamour, hefði verið við athöfnina og fylgdi mynd með. Þegar nánar var að gáð, kom i ljós að m yndin var af ein- hverjum óþekktum starfsmanni Bings, sem reyndar minnti talsvert á Dorothy. Diskódansinn læknar öll mein Ganate áciaoan virtist veikburða og óörugg á fót- unum, þegar hún barðist áfram i vetrargarran- um. En hUn hló, þegar ungur maður, sem á vegi hennar varð, benti henni góðlátlega á að hún ætti að halda sig heima i sófanum i svona veðri. — Ekki nú aldeilis, sagðihUn. — Eftir 5 minútur verð ég komin I diskótek! Og það stóðst. Fimm minút- um siðar var hUn komin i gamla kirkju i Kent i Bretlandi. Þar fleygði hún af sér kuldaskónum, slitnu ullarkápunni, treflinum og vettlingunum og var komin á fulla ferö á dansgólfinu áður er við var litið. Þessi kona er að visu orðin 76ára, en er þó fjarri þvi að vera elst i danstimunum i kirkjunni, sem eru ætlaðir sextugum og eldri og fara fram á mið- vikudagsmorgnum. Aldursforsetinn er 82 ára kona og gefur hún „unglömbunum” ekkert eftir i danslistinni. Hiín Gladys Pay, sem er 72 ára, segist hafa dansað úr sér gigtina! Frægdin vard honum að falli Leigubflstjórinn Willi- am Warner hafði verið sæmdur verðlaununum fyrir að hafa ekið bil i 25 ár án þess að hafa valdið tjöni i Cloumbus, Ohio. Ekki varð þó af verð- launaafhendingunni, sem átti að fara fram með pomp og prakt, þvi að þegartil áttiað taka, kom upp Ur kafinu að William hefur aldrei tekið ökupróf og hefur þvi aldrei átt ökuskirteini. í stað verð- launaveitingarinnar varð William að veita móttöku skilorðsbundnum tveggja ára fangelsisdómi! Spilad með vettlinga Það var hlegið að upp- finningamanninum i Japan, sem hélt blaða- mannafund til að sýna, hvernig hann gæti spilað á pianó með fingravett- linga á höndunum, — og ekki varð kátinan minni þegar kom i ljós, að snill- ingurinn settist við venju- legt borð og sagðist ætla að leika lag á það. Síðan tók hann að leika á borðið, — og það komu tdnar eins og i pianói. Uppfinningamaðurinn lék litið lag og allir urðu steinhissa. Skýringin var sú, að i hönskum, sem hann hafði lengi unnið að, voru smátakkar, sem sendu boð til tölvu. Hver fingur gat leikið fjóra tóna, svo alls hafði snill- ingurinn yfir rúmlega 2 áttundum aðráða. Tölvan var falin annars staðar i herberginu og hún fram- leiddi tónlistina. Þeir tipuðu og urðu að borga veðmálið, sem höfðy orð- iðof fljótir á sér og veðjað um að hann gæti ekki spilað lag á borðið. Góð adferd Þykir þér rafmagns- reikni gurinn ofhár? Það þótti söguhetjunni okkar lika. Enþað, sem hafði þó úrslita áhrif á ákvörðun hans, var það, að honum þótti synir hans 3 of þaul- sætnir við sjónvarpið. Hann tók sig þvi til, tengdi sjónvarpstækið við rafal, sem tengdur var við æfingareiðhjól, svo að nú verða guttarnir að hjóla, ef þeir vilja horfa á sjónvarp. Pabbi þeirra er ánægður með þessa lausn og segir: — Ég slæ tvær flugur i einu höggi með þessu. Ég spara peninga og strákarnir halda sér i formi. ■■■■■■ilHHHH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.