Tíminn - 09.05.1981, Blaðsíða 8
15.46
■ Signý Hermannsdóttir opnar kistilinn, sem hdn smiðabi á námskeiöinu
UNIFARM- Ein smurolía
fyrirallt sem snýst á
bænum...
olfuna á alla smurstaoi, ajjt árið um kring,
nefnilega UNIFARM.
UNIFARM er þvf endanleg lausn á margflóknum
smurningsmálum bænda. Einföld og örugg.
Elnföld vegna þess aO hún ein leysir af
hólmi nær allar gömlu tegundirnar sem bændur
hafa hingaO til notaO á vélar sínar.
Flókinn og dýr lager er úr sögunni og engin
hætta er á tjóni vegna ruglings á tegundum.
ÖruQQ vegna þess aO UNIFARM fjölþykktar-
olian státar af hæstu gæOaflokkun sem
nokkur vélarolía getur fengiO og stenst
því fullkomlega þær kröfur sem gera verOur
til olíu sem notuO er jöfnum höndum
vélina, gírkassann, vökvakerfiö, drifiO og
hemla í olíubaOi.
SpyrjiO um reynslu þeirra sem skipt hafa yfir
í UNIFARM nú þegar.
tsso
Olíuféfagið hf
UNIFARM-
Einfyrirallarhinar.
I MINUM flUGUM ER SPYTR
EKKI LENGUR BARA SPÝTA”
Rætt viö konur, sem sóttu námskeið í trésmíði, um smíðisgripina
„Þórarinn Þórarinsson er frábær kennari.”
„Ég hef aldrei verið á betra námskeiði en þessu.”
„Á þessu námskeiði ríkti eldlegur áhugi.”
„Það er stórkostlegt að geta skapað svona hluti.”
Þetta voru aðeins örfá dæmi um
svör viömælenda Tímans, sem
voru þátttakendur á smiðanám-
skeiði hjá Namsflokkum Kópa-
vogs. Blaðamaður Timans hafði
samband við þrjár kvennanna, sem
tóku þáttí þessum námskeiðum, og
forvitnaðist um það hvernig þeim
hefði likað námskeiðið og hvaða
gripi þær hefðu smiðað.
Þórarinn Þórarinsson hafði sér-
staklega nefnt Aðalheiði Erlends-
dóttur sem listasmið, og var þvi
fyrst haft samband við hana.
„Er að smiða
hjónarúm núna”
„Égvaralvegeinstaklega ánægð
með þessi smiðanámskeið, en ég
hef verið á tveimur i vetur. Mér
fannst ég læra mjög mikið.
Ég smiðaði lampann, sem þú
nefndir, á fyrsta námskeiðinu, og
nú er ég aö smiða hjónarúm úr furu
og er ég langt komin með það.
Mig hefur lengi langað til þess að
læra að smiða svona gripi, þvi ég
hef alltaf haft gaman af þvi að
skapa eitthvað. Það þarf bara
kjarkinn til þess að byrja, og svo
kemur þetta. Ég er alveg ákveðin i
þvi aö fara aftur á svona námskeið
næsta vetur ef ég kemst að.”
„Bóndinn hreykinn
af smiðunum”
- Nú var mér sagt að þú hefðir
skoriö út lampa fyrir allt heimilið,
auk þessara smiðaafreka þinna.
Hvað segir bóndi þinn um þessi
afrek þin?
„Hann er nú litið fyrir smiöar, en
ég held að hann sé ánægður með
þessi stykki sem ég hef gert. Hann
er ósköp hreykinn þegar verið er að
hæla þessum gripum minum hérna
heima. Það kemur helst i ljós þegar
gestir og utanaðkomandi eru að
tala um þessi stykki.”
„Góður og jákvæður
kennari”
— Varstu ánægð með andann á
námskeiðinu?
„Já, einstaklega. Þórarinn er
mjög góður kennari. Hann er sér-
staklega jákvæöur og hvetjandi.
Hannfær mann til þess að trúa þvi
að maður geti þetta allt, og dregur
aldrei úr manni kjarkinn þannig að
maður hættir að vantreysta
sjálfum sér. Við svona stöðuga
hvatningu, og það að sjá að maður
getur virkilega skapað fallega
hluti, eykst áhuginn. Ég hef aldrei
kynnst öðrum eins áhuga og rikti á
þessu námskeiði. Það var byrjað af
miklum krafti, og sá kraftur hefur
haldist siðan.”
Signý Hermannsdóttir smiðaði
m.a. i vetur forláta kistil, og
fengum við hana til þess að segja
okkurhvaöfleira hún hefði smiðað,
og hvernig henni likaði námskeiðið.
„Við vorum allar
jafn hrifnar”
„Þetta námskeið var alveg
dásamlegt. Það er i raun ekki hægt
að lýsa þvi hvernig það var. Það er
ótrúlegt en satt að við vorum allar
með tölu jafn hrifnar og ánægðar
með þessi námskeið
Auðvitað vorum við mislagnar,
eins og gengur og gerist, en það
skipti engu máli. Ég hef aldrei
nokkurn tima verið á námskeiði
þar sem jafn eldlegur áhugi rikti.
Ég var á námskeiðum i allan vetur
hjá Þórarni, þannig að ég var á
þremur námskeiðum i vetur.”
Smiðaði hillur og
skápa á baðið
„Auk allrar ánægjunnar sem ég
hef haft af þessu, þá hef ég smiðað
hluti sem eru heimilinu gagnlegir.
Ég smiöaöi til dæmis hillur fyrir
puntuhandklæði og skápa á baöið,
og svo smiðaði ég þennan kistil sem
þú nefndir.
Þórarinn er alveg frábær
kennari. Það fer ábyggilega enginn
i sporin hans. Hann er einstaklega
þoiinmóður og ágætur i alla staði,
og hann nær þvi sem hægt er aö ná
út úr hverri manneskju.
Það var mjög þröngt þarna i
skólanum og léleg aðstaða að
mörgu leyti, en maður lét það
ekkert á sig fá. Þær komu meira
segja hálf veikar sumar i timana
bara til þess að missa nú ekki úr
tima.”
„Hissa á því að svona sé
ekki kennt i Reykjavik”
— Hyggst þú halda áfram á
smiðanámskeiði næsta vetur?
„Alveg örugglega, ef Þórarinn
verður áfram kennari. Ég vona
bara að svo verði. Hann hefur svo
mikinn áhuga á þvi sem hann er að
kenna okkur að hrifur okkur með.
Það er sko augljóst mál að hann
gerir þetta áhugans og ánægjunnar
vegna.
Þetta var svo vel heppnað, og er i
rauninni svo þarft og skemmtilegt
verkefniað ég er alveg steinhissa á
þvi að svona kennsla hefur ekki
verið tekin upp i Reykjavik. Ég er
sannfærð um að ef boðið yrði upp á
svona námskeið i Reykjavik
myndu þau fyllast, og það undir
eins”.
Nokkurs konar uppskeruhátlð
þeirra fjölmörgu kvenna, sem sótt
hafa smiðanámskeiö hjá Náms-
flokkum Kópavogs I vetur, var
haldin i Vlghólaskóla á laugardag-
inn var, en þá komu konurnar
saman og sýndu þá gripi, sem þær
hafa smlðaö I vetur.
Einar ólafsson veitir Náms-
flokkunum forstöðu og við inntum
hann eftir þvl, hvernig námskeið
þessi hafa gengiö og hversu vel þau
hafa verið sótt.
„Þessu hefur veriö þriskipt hjá
okkur. Það var snemma i mars
sem siöasta lotan hófst, en nám-
skeiðin hafa staðiö 1 aUan vetur.
á námskeiðinu, lét sig ekki muna
um að smiöa barnarúm handa
fyrsta barnabarni sinu. Við gefum
Ingu orðið.
„Spýta er ekki lengur
bara spýta i minum
augum”
Ég sótti tvö námskeið eftir ára-
mót, og likaði mér námið afskap-
lega vel. Nú er spýta ekki lengur
bara spýta i minum augum. Hún er
efni sem maður getur skapað fal-
lega hluti úr, og þvi betur sem
maður vinnur þeim mun betri
verður árangurinn. Þetta var i
raun alveg sérstök upplifun að læra
að smiða svona. Við konur, sem
höfum haldið að við gætum ekkr
Myndir Róbert Agústsson
Texti Agnes Bragadóttir
„Varð að visa 200 konum
frá”
A hverju námskeiði eru 10 konur,
og fá þær 28 kennslustundir, sem
dreifast á 8 vikur. Sumar kvenn-
anna hafa einungis sótt eitt nám-
skeiöen fjölmargar hafa verið I all-
an vetur, og sumar voru einnig i
fyrra. Alls höfum viö verið með 13
námskeiö i vetur, þannig að það
hafa um 130 konur sótt þessi nám-
skeið. Eftirspurn hefur hins vegar
veriö miklu meiri, þviég hef þvi
miður oröið að visa um 200 konum
frá.
Viö höfum verið með þessi nám-
skeiö I 3 ár og aösóknin segir sina
sögu um það hvernig gengið hefur.
Við byrjuðum með svona námskeiö
hérna I Kópavoginum, en nú er
fariö að kenna þetta viðar, eins og
t.d. I Hafnarfiröi og á Akureyri.
Þaö má gjarnan koma fram
hérna, aö ekki voru þátttakendur
100% konur, þvi einn þátttakenda
var karlmaöur, Eyvindur Jóhanns-
son”. Þórarinn Þórarinsson var
kennari á öllum námskeiðunum og
hann var spuröur um árangurinn.
„Konur handlagnari en
karlar”
„Það má segja aö þetta hafi
veriö ein allsherjarsæla. Ég sem
kennari er afar ánægður með það,
hvernig þetta hefur gengið, og ég
finn það á nemendunum að ánægj-
an er gagnkvæm.
Það hefur veriö hrein ánægja af
þvi að kenna þessum konum, sem
koma á námskeiðin af einskærum
áhuga en ekki vegna þess að þær
gert svona hluti, höfum á þessum
námskeiðum komist að þvi að við
getum það afskaplega vel, og ekk-
ert siður en karlmenn.
Rúmið var fyrsti hluturinn sem
ég smiðaði. Ég fór eiginlega á
námskeiðið til þess að smiða þetta
barnarúm handa fyrsta barna-
barninu minu. Ég hélt nú aldrei að
ég gæti þetta, en svo tókst þetta
bara ljómandi vel með góðri aðstoð
og kennslu Þórarins.
Auk þessa rúms hef ég smiðað
ramma utan um tvo spegla, diska-
rekk og nú er ég að smiða borð með
renndum fæti. Ég er ekki búin með
það, en ég hef hug á að fara á annað
námskeið i haust og þá ætla ég að
klára borðiö.
Ég vona svo sannarlega að
Þórarinn kenni áfram næsta haust,
þvi hann hefur verið alveg sérstak-.
lega lipur og þolinmóður við okkur
allar.”
verða aö koma. Þær eru almennt
handlagnari og fingerðari i hönd-
um en karlar, og ég hef sagt þeim
að það þakki ég saumnálinni.
Það sýnir sig best, hve mikill
áhugi kvenna er á þvi að smiða
fagra gripi eins og þær hafa gert,
að yfir 30 konur hafa verið á bið-
lista fyrir hvert einasta námskeið I
allan vetur. Ég er þeirrar skoðunar
að við þurfum að þróa þessa starf-
semi áfram og reyna að ná betri
vinnuaöstööu fyrir þessa starf-
semi, þvi hún er bæbi þörf og
nauðsynleg”.
„Smiðuðu allt frá eggja-
bikurum upp i hjónarúm”
— Hvers konar gripi smiöuðu
konumar nú helst hjá þér, og var
alveg frjálst verkefnaval hjá
þeim?
„Það er nú ekki svo létt að svara
þvi hvers konar gripi þær smiöubu.
Eiginlega má segja að þær hafi
smiðað allt frá eggjabikurum og
upp i hjónarúm. Þær smiðuðu inn-
réttingar I baðherbergi^ein smiðaði
skápasamstæðu á fjögurra metra
vegg, ein smiðaði standlampa sem
er hreint listaverk. Það var Aöal-
heiður Erlendsdóttir og gerði hún
þennan forláta skerm á lampann
heima hjá sér. Þess utan hefur hún
skorið út lampa I alla ibúöina hjá
sér, svo þú sérö aö hún er ekki óvön
svona listasmiðum.
Hvað varðar verkefnavaliö, þá er
það alveg frjálst, enda er það lang-
vinsælast ab fá að smiða þá gripi,
sem maöur hefur áhuga á ab gera.
Það eina sem ég hef skipt mér af I
þvi sambandi er aö ég hef bent
byrjendum á aö byrja nú ekki á of
viöamiklum verkefnum”.
Inga Gisladóttir, ein þátttakenda
4AGNINA MKKA ÉG
SAUMN/ÍUNNI”
Rætt viö forstöðumann Námsflokka Kópavogs
og kennara á smiðanámskeiðum Námsflokkanna
þar sem 130 konur hafa lært að smfða f vetur
I Aðalheiður Erlendsdóttlr er hér við lampann, sem hiin smlðaði á
námskeiðinu I vetur.
■ Inga Gisladóttir smiðaði þetta rúm fyrir barnabarn sitt.