Tíminn - 09.05.1981, Blaðsíða 16

Tíminn - 09.05.1981, Blaðsíða 16
VARAHLUTIR Sendum um land allt Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Sími (91) 7-75-51, (91) 7-80-30. HEDD HF. Skemmuvegi 20 Kdpavogi Mikiö úrval Opid virka daga 9-19 • Laugar- daga 10-16 HEDD HF, Gagnkvæmt tryggingafélag Nútíma búskapur þarfnast BAUER haugsugu Guðbjörn Guðjónsson hcildverslun, Kornagarði 5 Simi 85677 Allir með atkvæðisrétt í Heimdalli ■ Það er vandlifaö I þess- um heimi, — ekki slst fyrir unga sjálfstæöis- menn. Eins og áöur hefur ver- ið greint frá á þessum stað munu Heimdellingar kjósa sér formann á fundi i Valhöll á morgun, en menn standa frammi fyrir þvi mikla vanda- máli að enginn veit hverj- ir hafa atkvæðisrétt f þeim kosningum. Félaga- talið er svo illa úr garði gert að ekkert er i þvi byggjandi i sambandi við kjörgengi manna, og verður þvi þrautalend- ingin sú að allir þeir sem nenna að mæta á fundinn hafa atkvæðisrétt, Að vfsu er hafður sá varnagli að komi fram kvartanir um einstaka menn, og til dæmis sýnt fram á að þeir séu féiagar i öðrum stjórnmálasamtökum, þá verða þeir hinir sömu . sviptir atkvæðisrétti. Þetta ástand mála hef- ur óneitanlega sett svip sinn á kosningabaráttuna og gert hana likasta smaiamennsku i bókstaf- legri meiningu. Gárungarnir eru þegar farnir að tala um væntan- legan sigurvegara sem „réttarkóng”. Heiftin ■ 1 hinni heiftúðugu for- mannsbaráttu I Heim- daili svifast menn einskis i þvi að draga frambjóð- endurna tvo I Geirs og Gunnars dilka ef talið er að það geti komið and- stæöingnum í koll. Stuðningsmenn Björns Hermannssonar þóttust heldur betur hafa dottið I lukkupottinn þegar þeir höfðu spurnir af þvl að Arna-menn hygðust koma sér upp skrifstofuaðstöðu f húsi H. Ben, — töldu þeir að ekki þyrfti frekar vitn- anna við að Árni væri al- ræmdur Geirsmaður. Geir mun hinsvegar hafa litil umráð yfir „skrif- stofuaöstöðu” Arna, þvf hún er heima hjá Arna sjálfum. Honum hafði að visu verið boðin aðstaða á lögfræðiskrifstofu nokk- urri, sem er til húsa hjá H. Ben., en það boð var ekki þegiö. Krummi ... ...sá það haft eftir frú einni að hún hafi veriö „slegin fyrir neðan beltis- stað...”! I Þessi grunnur við Suöurhóla og Heiönaberg varö á vegi ljós- myndara Timans i gær. Þaö var Loftorka sem gróf grunninn og brást verktakinn þegar vel við og markaði hættusvæðið af með fánum, en byggingameistarinn Siguröur Guðmundsson, girti grunninn siöan af með virneti. A rigningardögum þarf ekki mikið til að i svona grunnum myndist lifshættulegir pollar fyrir börn. (Tima- mynd Róbert). Er eftirlrt meö byggingarsvæðum offuHnægjandi? „ÖRYGGISVARSLAN ER IALGJÖRU LÁGMARKI segir Ragnar Edvaldsson annar tveggja öryggisvarða sem starfa hjá Reykjavíkurborg erfm ástand B„Eg hika ekki við aö segja að öryggisvarsia á byggingarsvæöum Reykjavikurborgar megi ekki minni vera. Viö öryggisveröirnir erum tveir og h vað varöar þá koma þeir dagar að maður sér vart út úr verkefnum,” sagöi Ragnar Edvardsson, öryggisvörður hjá borg- „Mitt svæði nær frá Kringlu- mýrarbraut og tekur yfir Breið- holt og nærliggjandi svæði og upp að Rauðavatni, þar á meðal fylgist ég með afgirtu grjót- námssvæði við Korpúlfsstaði. Viö vorum þrir áður og eftir að viö erum orðnir tveir er varslan i algjöru lágmarki,” sagði Ragnar. Stundum gerist það að verk- takar grafa stóra húsgrunna án þessað tilkynna öryggisvörðum um það og rekast þeir þá oft á þessar gryfjur, þar sem allt var með felldu daginn áður, þvi tækin eru orðin mjög stórvirk. Þá reyna öryggisverðirnir hið fyrsta að hafa samband við menn og fá þá til að gera nauðsynlegar úrbótaráðstaf- anir, til dæmis standa þeim til boða búkkar með rauðum flögg- um hjá borginni fyrir væga leigu, en skylt er að geta þess að vanir verktakar gera oftast öryggisráðstafanir, án þess að þeir séu sérstaklega krafðir um það. Siðan þarf að girða grunn- ana af á eftir. Þvi ver hafa börn þó oftniðst illa á búkkunum með rauðu flöggunum. . Þegar mikla rigningu gerir verða afleiðingarnar oftast þær að allt fer á flot og ekki er ástandið best á vorin, þegar frost er að fara úr jörðu og bráðið vatn bætist við regn- vatnið. Þá eru engar dælur fyrir hendi til þess að bjarga þvi öllu og vill skapast erfitt og var- hugavert ástand. Þá hafa öryggisverðirnir i nóg horn að lita sem nærri má geta. „Þá erum við á feröinni frá morgni til kvölds,” sagði Ragnar, en reglulegar eftirlitsferðir eru farnar um svæðin. Þá gat hann sérstaklega lipurðar og ágæts samstarfs við lögregluna, sem jafnan er boðin og búin að leggja þessum málum lið. öryggisverðirnir voru settir eftir að Slysavarnanefnd Reykjavikur var stofnuð, en það var eftir að tvö börn drukknuðu i húsgrunni, fyrir einum tiu árum. Hefur þessi ráðstöfun orðið að miklu gagni þvi við byggingar myndast margar slysagildrur, til dæmis þegar fólk hefur byggt grunninn einan og kemst ekki lengra aö sinni. Þá standa gaddar af bygginga- járni upp úr grunninum lengri tima og enginn veit hvenær ein- hver slasar sig á þeim. I slikum tilfellum er byggingarverktaki ábyrgur og reyndi á það fyrir nokkrum árum, þegar barn missti auga á slikum teini. Öryggisverðirnir hafa viðtalstima á morgnana frá 8.20—9 og 12.30—13 i sima 18000 hjá borginni og nota þeir þann tima einnig til þess að hringja i byggingameistara, auk þess sem þeir taka þar við ábend- ingum frá fólki. —AM Laugardagur 9. mai 1981 Sídustu fréttir Flugmenn semja ■ Félagsmenn i FIA samþykktu i fyrra- kvöld bókun þá eða drög að sáttatillögu, sem Guðlaugur Þor- valdsson lagði fram nýlega varðandi kjör flugmanna. Er nú að- eins beðið eftir hvað Félag Loftleiðaflug- manna gerir, en samninganefnd þeirra náðist ekki saman i gær né fyrradag, vegna fjarveru nefndarmanna. Þór Sigurbjörnsson flugmaður, sagði i við- tali viðokkurigærað i þessum sáttadrögum fælist það m.a. að tveir flugmenn af Boeing færast yfir á Fokker sem flugstjór- ar og tveir flugmenn af Fokker skulu gerast flugmenn á Boeing. Þá skal veita þeim mönnum sem FIA gerði kröfu um að fá skyldu flugstjórastöð- ur á Fokker og voru 8 talsins, flugstjóra- laun, uns úrskurðar- nefnd um starfsaldur hefur lokið störfum. Þessi laun skulu þeir taka í ekki skemur en þrjá mánuði. Þá er ákveðið að unnið skuli samkvæmt gildandi samningi FIA, uns annar nýr liggur fyrir. Loks var ákveðið að hafa skuli samráð við FIA um allar meiriháttar ákvarðanir i flug- rekstrinum. Komst Jdn yfir Þórunni? ■ Vertið lauk kl. 18 i gærdag og þá var bar- áttan um efsta sætið afar tvisýn. Allt benti þó til þess að Jón á Hofi AR hefði haft það á lokasprettinum, þvi i gærkveldi var hann á leið til hafnar með um 40 tonn og er þá með u.þ.b. 1512 tonn, en Þórunn Sveinsdóttir VE landaði um 15 tonnum f Vestmanna- eyjum i gærkveldi og er þvi með um 1510 tonn. Höfrungur III ÁR var einnig á leiö i land með um 40 tonn og fær hann þvi þriðja sætið með um 1460 tonn.-AB.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.