Tíminn - 09.05.1981, Blaðsíða 6

Tíminn - 09.05.1981, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 9. mai 1981 Utgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiöslustjóri: Sig- urður Brynjóífsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson/ Elias Snæland Jóns- son, Jón Helgason, Jón Sigurösson. Ritststjórnarfulltrui: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsónarmaöur Helgar-Timans: lllugi Jökuls- son. Blaöamenn: Agnes Bragadóttin Atli Magnússon- Bjarghildur Stefáns- dottir- Egill Helgason- Friörik Indriöason, Friöa Björnsdóttir (Heimilis-Tim inn)- Heiöur Helgadóttir- Jónas Guömundsson (þingfréttir), Jónas Guö- mundsson- Kjartan Jónasson, Kristinn Hallgrimsson (borgarmál), Kristin Leifsdottir, Ragnar Orn Pétursson (iþróttir). utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guöbjörnsson. Ljósmyndir: Guöjón Einarsson. Guöjón Róbert Agústsson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þor- bjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siöumúla 15, Reykjavik. Sími- 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verö i lausasolu 4.00 . Áskriftargjaldá mánuöi: kr. 70.00— Prentun: Blaöaprent h.f. SAMVINNU- HREYFINGIN OG TÓNLISTIN eftir Önnu Snorradóttur Æsingaskrif Mbl. og Vfsis ■ Málgögn Geirsarms Sjálfstæðisflokksins, Morgunblaðið og Visir, halda uppi slikum æs- ingaskrifum, að stundum mætti næstum halda, að höfundar þeirra væru gengnir af göflunum. Fá dæmi eru um slikt i islenzkri blaðamennsku og hefur þó oft oltið á ýmsu i þessum efnum. öll einkennast þessi skrif af augljósu hatri i garð rikisstjórnarinnar og þó einkum forsætis- ráðherra. Skrifin stjórnast augljóslega af þeim tilgangi, að næstum allt sé tilvinnandi til að bola rikisstjórninni frá. Þessi æsingaskrif Morgunblaðsins og Visis snú- ast einkum um efnahagsmál. Markmið þeirra er að vekja óánægju, annars vegar hjá atvinnurek- endum, hins vegar hjá launafólki. Þannig skal efnt til þeirra átaka, sem geri stjórninni ókleift að fara með völd. Til atvinnurekenda er beint þeim málflutnincri að aldrei hafi verið búið eins iUa að atvmnu- rekstrinum af hálfu stjórnarvalda, en(ia sé hann að hrynja i rúst. Ef atvinnurekendur tækju þennan áróður trúanlegan, myndu þeir við næstu kaupsamninga gera kröfur um verulega kauplækkun. Meirihluti atvinnurekenda hefur hafnað þessu og Vinnuveit- endasambandið þvi samþykkt að bjóða upp á samninga, sem tryggi óbreyttan kaupmátt. Áróður Mbl. og Visis hefur þó haft áhrif á vissa leiðtoga atvinnurekenda. Menn eins og Davið Scheving Thorsteinsson, Kristján Ragnarsson og Páll Sigurjónsson eiga erfitt með að opna munn- inn, án þess að japla á einhverri tuggu úr Geirs- blöðunum. En Mbl. og Visir láta ekki sitja við það eitt að lýsa hörmulegum kjörum atvinnuveganna. Lýs- ingarnar verða enn ömurlegri, þegar að þvi kem- ur, aðblöðin taka að lýsa högum launafólks. Lifs- kjör þess fari stöðugt versnandi og séu óviða verri. Eiginlega mætti draga þær ályktanir af skrifum þessara blaða, að á í slandi hafi launafólk hvorki til hnifs né skeiðar. Svo bölvaðir séu þeir menn, sem nú fara með völd. t framhaldi af þessum lýsingum draga Morg- unblaðið og Visir svo þá ályktun, að forustumenn launþegasamtakanna séu hinir mestu svikarar. Þeir sofi á verðinum og láti ráðherrana stjórna sér. Verstur allra sé Ásmundur Stefánsson, sem sé raunar ekki annað en blaðafulltrúi Þjóðviljans og verkfæri Svavars Gestssonar. Kristján Thorlacius er hins vegar ekki talinn alveg vonlaus, þvi að hann er sagður hafa borið fram kröfu um að sólstöðusamningunum verði aftur komið i gildi, en Mbl. og Visir segja, að það myndi þýða um 17% almenna kauphækkun. Það er krafan, sem Morgunblaðið og Visir styðja nú, þrátt fyrir allar lýsingar á yfirvofandi hruni atvinnuveganna. Skyldi Geirsarmurinn ætlast til þess að verða tekinn alvarlega meðan blöð hans halda uppi slikum æsingaskrifum, sem augljóslega hafa ekki annan tilgang en að magna ófrið og óðaverð- bólgu i von um að þá falli rikisstjórnin? ■ Undanfarnar vikur hefir rhátt sjá á skjánum ungt fólk, sem aug- lýst hefir eftir áliti þínu og mlnu á stefnumótun samvinnu- hreyfingarinnar, sem á aldaraf- mæli hér á landi á þessu ári. bótt þeir, sem kynnt hafi sér þessa hreyfingu og starfað innan hennar, telji aö stefnan sé „klár og kvitt” og hafi verið frá önd- veröu með samtökum vefaranna i Rochdale á Englandi forðum, er eðlilegt að staldrað sé viö á merk- um timamótum og spurt: Hvernig er staöan og hvert er stefnt? Það eru margir áratugir siðan samvinnumenn um vlða veröld gerðu sér ljóst, aö hreyfingunni var ætlað stærra hlutverk, heldur en aö kaupa og selja eða fram- leiöa og selja, þótt sá þáttur væri aö sjálfsögðu veigamestur. Lfk- lega hefir þetta hvergi verið fært út I llf fólksins og gert aö raun- veruleika á jafn breiðum grund- velli og i Sviþjóð. Það skal strax játað, að sú er hér ritar, hefir ekki spurnir af þvi, hvernig málum er háttaö I dag, en þegar ég þekkti til haföi sænska samvinnuhreyfingin mjög öflugt og margbreytilegt fræðslustarf á sinum snærum og vann markvisst að þvi að sinna hinum ýmsu þörfum heimilanna og hinnar uppvaxandi kynslóöar i landinu. Þaö var sem sé farið langt út fyrir hinn upprunalega ramma, að kaupa/selja eða framleiöa/selja, og má segja, að allt sem til heilla gat talist, væri ofarlega á dagskrá. Rifjað upp gamalt starf hjá KEA Liklega hefir það verið árið 1946, aö Jakob Frimannsson, sem þá var kaupfélagsstjóri KEA, sótti aiþjóðaþing samvinnu- manna I Sviss. Þar voru fræðslu- málin til umræðu svo og starf- semi samvinnukvenna, sem viöa höfðu stofnað sérstök félög og beittu áhrifum sinum á ýmsum sviðum. Er heim kom baö Jakob mig um aö hugleiöa, hvort reyn- andi væri að koma á fót einhverju starfi með félagskonum. Þótt ég væri alin upp I heimili þar sem samvinnuhreyfingin var I háveg- um höfð, vissi ég ekkert um þessi mál og var fákunnandi, og þvi treg að taka slikt að mér. Samt fór það nú svo, að ég var send út af örkinni til þess að kynna mér, hvað væri verið aö gera I grann- löndunum I fræðslumálum og þá einkum þeim þætti, er sneri að heimilunum. bað yrði of langt mál að skýra frá þeirri námsför, sem stóð I um það bil 5 mánuði og var skipt á milli dvalar i Stokk- hólmi og náms við Samvinnuhá- skólann I Bretlandi. Er heim kom var sett upp litil deild, Fræðslu- deild KEA, með skrifstofu I Hótel KEA og starfsmaður var einn, auk lausráðinna aðstoðarmanna. Hófst nú ýmiskonar starf, fræðslufundir, fyrirlestra-nám- skeið, leikfimi og leikir fyrir börn á forskólaaldri, ferðalög um ná- grannabyggöir með ýmiskonar kynningum og stuttum nám- skeiðum. Aðal matvöruverslun kaupfélagsins var opnuð konum á kvöldum, vörur skoðaðar og kynntar, erlendar uppskriftir á dósum og pakkavöru þýddar, súpur o.fl. eldaö á búðarborðum með hjálp rafmagnshellna, bragðað á réttunum og þar fram eftir götunum. Þótt þetta væri allt nokkuð fálmkennt i upphafi, kom i ljós, aö grundvöllur var fyrir sliku starfi, og þvi var viðast hvar vel tekið, og má segja aö þetta værimerkilegt framtak hjá kaup- félaginu, sem vildi stuðla að nánari tengslum við heimilin á félagssvæðinu. Minningar frá þessu starfi eru margar ljúfar, sérstaklega samskipti við um hundrað yndisleg börn (þrir hópar, sem i voru rúmlega 30 börn) á aldrinum 4-6 ára. Einnig á ég góðar minningar frá heim- sóknum i mörg byggðarlög i grennd Akureyrar, þegar ég fór með „feröa-eldhúsiö” og ágæta húsmæðrakennara, sem dreifðu fjölrituðum uppskriftum og bjuggu til marga gómsæta rétti á staðnum. Húsfreyjur úr sveitun- um fjölmenntu til þessara fræðslunámskeiöa og það var ævinlega gaman fannst mér, þótt stundum væri komið fram yfir miönætti er vinnudegi lauk . Leið min lá burt frá Akureyri og þessu starfi af veikindaorsök- um, en það er önnur saga, sem ekki verður sögö hér. Breyttir timar Mikiö vatn er runnið til sjávar, siðan þetta var, en það er rifjaö hér upp sökum þess, að þaö er engin ný bóla, að samvinnu- hreyfingin vilji leggja hönd á plóginn og láta sig varða allt, er til heilla má verða og hafi sýnt það i verki á fjölmörgum sviðum. Liklega er ekki lengur grundvöll- ur fyrir starfi i þágu heimilanna og barnanna eins og drepið var á hér að framan og Kaupfélag Ey- firöinga reið á vaöið meö áriö 1948? Siöan þá hefir svo margt breyst i þjóðfélagi okkar og starf- semi af þessu tagi dreifst til margra stofnana og félagssam- taka, leikskólum fjölgað, dans- skólar sprottiö upp og ýmislegt á boðstólum fyrir bæði unga og gamla. Samt er þaö nú svo að mig grunar að fátt sé á döfinr.i I ýms- um byggöarlögum af þessu tagi, þótt stærri bæir og fjölmennari sveitarfélög eigi margra kosta völ hin siðari ár4og svo má heldur ekki gleyma sjónvarpinu, sem komið er i svo til hvert heimili með margvislega fræðslu. Tónlistin þarf stuðning Ef ég mætti ráöa yfir einhverj- um sjóðum samvinnuhreyfingar- innar, sem ráðstafa á úr til þess að marka stórt og menningarlegt skref á þessum merku tlmamót- um, myndi ég veita rikulega til tónlistarmála i landinu. Og þetta segi ég vegna þess, aö líklega er ekkert eitt sviö, sem getur haft jafn góö áhrif á manneskjuna, þroskandi og mannbætandi eins og tónlistin. Þótt höfuðborgin sé sæmilega á vegi stödd og tón- listarfélög og skólar hafi unnið merkilegt starf, er vlöa búiö viö allsleysi, fjármagn af skornum skammti og hljóðfæraleysið háir öllu tónlistarstarfi. Með þvi að styrkja byggðir landsins I þessum efnum, er stuðlaö að búsetu i þeim, og fólkinu sem á að erfa menningarmál Spilað af miklu Sinfónlutónleikar 30. april Efnisskrá: HerbertH. Ágústsson: Formgerð II Jean Sibelius: Fiðiukonsert Pjots Tsjækofski: Sinfónia nr. 5 ■ Guðný Guðmundsdóttir kon- sertmeistari spilar aldrei færri en tvo konserta i einu, þegar hún er einleikari með Sinfóniuhljóm- sveitinni — það tel ég að sýni hversu dugleg hún er og mikilhæf og hversu góö amerisk tónlistar- menntun er. Þar dugir nefnilega ekkert gutl a.m.k. ekki við hina meiri háttar skóla, heldur verða menn að standa skil á hlutunum refjalaust. Hún spilaöi fiölu- konsert Sibellusar af miklum skaphita og fórnaöi nákvæmni i sköium á einum stað eða tveimur fyrir hin stærri háhrif, en i hinum breiðariköflum sýndi hún, að hún er vel að hinu ágæta hljóöfæri hins opinbera komin þvi tónninn er mjög fallegur. Guðný er einn vor alsterkasti fiðlari um þessar mundir. Talandi um góða ameriska skóla þá heyröi ég leiklistargagn- rýnanda nokkurn tyggja I út- varpið tugguna um „hið sjúka bandariska þjóðfélag”. Mér fannst það að sjálfsögðu leiðin- legt, mannsins vegna, aö hann skyldi bera kunnáttuleysi sitt á borö fyrir alþjóö — þaö þýöir ekk- ert að halda þvi fram, aö það þjóöfélag sé sjúkt sem leiöir listir og visindi 1 heiminum: þar sem menntun er á hæstu stigi,og þar sem er uppspretta flestra þeirra hræringa góðra og illra sem I hin- um vestræna heimi verða — eða sá ég það ekki rétt I blaöi um dag- inn, að einver Bauni var að hæiast yfir þvl, hve langt Danir væru á undan Islendingum i glæpum og eituráti? Og hvaö skal segja um Form- gerð II fyrir einleiksfiölu og hljómsveit? Þvl miöur hitti þessi tónsmið ekki i mark hjá mér þótt hinu sé ekki aö neita, að hún er a.m.k. kunnáttusamlega samin fyrir fiðluna. En það eru svo mörg önnur sjónarmið I tónlist en að „hitta I mark” hjá venjulegum áheyrendum og kannski Form- gerð II marki framfaraspor i ein- hverri tegund tónlistar. 1 nútima- list eru sifellt að gerast hlutir sem ganga á skjön við það, sem gömlu mennirnir töldu vera náttúrlega stefnu — listina fyrir fólkið. Til dæmis þaö að skrifa mérkingar-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.