Tíminn - 07.06.1981, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.06.1981, Blaðsíða 8
8 Sunnudagur 7. júnl 1981 lliiíiiwii Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrífstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sig- urður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jóns- son, Jón Helgason. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. ólafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Timans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helga- son, Friðrik Indriðason, Friða Björnsdóttir (Heimilis-Timinn), Halldór Valdi- marsson, Jónas Guðmundsson, Jónas Guðmundsson. Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson (iþróttir). útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavík. Simi: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð i lausasölu 4.00. Askriftargjald á mánuði: kr.70.00—Prentun: Blaðaprent h.f. Þriðja aflið ■ Á ársskýrslu um störf Sambandsins á siðast- liðnu ári kemur fram, að heildarveltan nam um 164 milljörðum gamalla króna á árinu. Heildarvelta kaupfélaganna sjálfra var á sið- asta ári um 230 milljarðar gkróna. 22 kaupfélag- anna voru rekin með hagnaði en 15 með halla sem gefur skýrt til kynna þá erfiðleika sem við er að glima. Erlendur Einarsson, forstjóri Sambandsins, gerði þessa erfiðleika að umtalsefni i skýrslu sinni á aðalfundi Sambandsins og taldi meginá- stæðuna þá afstöðu sem væri um of ráðandi i þjóðfélaginu, að miða yrði rekstur atvinnufyrir- tækja við núll. Erlendur sagði m.a.: ,,í þessari ,,núll”-pólitik er mikil skammsýni. Sú skammsýni hefur bitnað á okkur og mun gera það enn frekar á börnum okkar, þeirri kynslóð sem erfir landið. Sú staðreynd er augljós að ,,núllið” verkar letjandi á allan efnahagsvöxt, ef það kemur ekki beinlinis i veg fyrir hann. ,,Núll- ið” dregur úr áræði og atorkusemi og möguleik- um til þess að taka áhættu. ,,Núllið” dregur úr vöruvöndun og gæðum framleiðslu okkar. ,,Núll- ið” felur i sér að þjóðin étur kimið á greinum þjóðarmeiðsins, ef svo má að orði komast”. Erlendur Einarsson lagði jafnframt áherslu á mikilvægi samvinnuhreyfingarinnar i islensku þjóðfélagi framtiðarinnar, og sagði m.a.: „Þegar horft er fram verður stóra verkefnið i hreyfingunni að gera hana að sterkara afli i efna- hagslifi þjóðarinnar — þriðja aflinu. Bak við þetta afl standa nú f jórar tugþúsundir samvinnu- manna. Hér ættu lika að standa á bak við sam- hugur og samvitund fyrir þeim hugsjónum, sem Samvinnuhreyfingin ber i brjósti sér. A bak við þriðja aflið eru sterkar stoðir. Bar- áttuvilja metnað og annan manndóm þarf til, ef gera á hugsjónir að veruleika gera þriðja aflið að enn meiri lyftistöng i efnahagslifi þjóðarinnar á komandi timum, til heilla fyrir land og þjóð”. ■ Á aðalfundi Kaupfélags Eyfirðinga flutti Ey- steinn Jónsson, fyrrverandi ráðherra, ávarp, þar sem hann lýsti vel mikilvægi kaupfélaganna fyrir byggðir landsins. Hann sagði þá m.a.: „Kaupfélögin starfa i öllum byggðarlögum. Þau eru félög fólksins, opin öllum og þola súrt og sætt með ibúunum. Með starfi þeirra og tilstyrk styður þar hver einstaklingur annan og með mörgu móti er þeim beitt til þess að stuðla að framförum i byggðarlögunum og farsæld ibú- anna. Þau miða störf sin við það, sem þarf að gera, og þvi ekki alltaf við það sem best borgar sig — og eru þvi ómissandi i hverju byggðarlagi. Kaupfélögin eru þvi meira en viðskiptafélög. Þau eru lika hjálparhellur við að koma i framkvæmd ýmsum nauðsynjamálum, hvert i sinu héraði. Kaupfélögin hafa viða orðið kjölfesta i viðskipta- og atvinnulifi sem aldrei hefur brugðist þótt ýmislegt annað hafi bilað og án þeirra hefði ekki orðið sú farsæla þróun, sem við blasir viðs vegar um landið”. Þetta eru orð að sönnu, eins og landsmenn þekkja sjálfir af eigin rawi. ■ Þarna er veriö aö lyfta SEA HAWK af hafsbotni. Vélaskipti í gámaskipinu „Rhine Maru”: SPARAR 20.000 TONN AF OLÍU ■ Miklar framfarir hafa oröiö i því að ná á flot sokknum skipum, en yfirleitt eru það nií minni skip og fiskibátar, sem fleytt er upp. Enþað ber þtí einnig við að stærri skipum sé lyft af hafsbotni. Mitsubishi skipasmiðastöðv- arnar tóku njlverið að sér fyrir Nam Sung skipafélagið í S-Kóreu að gera viö flutningaskipiö SEA HAWK, sem er 2000 lestir, hafði þá legið á hafsbotni í 50 daga. Þaö var á siglingu i fastri áætl- un milli Suöur-Kóreu og Japan, þegar það lenti i árekstri við ann- að skip Ut af Mustureyju I vondu veðri, og sökk. Þetta skeði 11. september 1980, og 50 dögum sið- ar, eöa 30. okttíber, var skipiö aft- ur komiö á flot, en Nippon björg- unarfélagið I Tokyo lyfti skipinu frá botni, dældi úr þvl og fleytti því til viögerðarstöðvarinnar MHI Shimonoseki. Margt þarf aö sjálfsögðu aö gera við, eftir að skip hefur legið 50 daga á hafsbotni. Endursmiða þarf allar mannalbúöir og endur- nýja siglingatæki, og auk þess þarf að yfirfara allt vélarrUmið, vélar og rafkerfi, en þetta þykir borga sig. Er ætlað aö viögerð taki um 6 mánuði og ætti SEA HAWK nU aö vera komið i gagnið á ný. Eins og sjá má á myndinni, eru það ekki nein smáverkfæn, sem notuð eru viö slikar björgunarað- gerðir. Farþegaskip á Grænlandi flytja erlenda ferðamenn Ferðir með smáskipum við strendur Grænlands, er nU verið að selja á meginlandi Evrtípu, og veitir það án efa Islandi nokkra samkeppni. Grænland er ægifag- urt,sem þeir vita, er þangaö hafa komið. Að visu er ekki mikið „sætaframboð” enn sem komið er, en athyglisvert er, að smáskip er notað til ferðanna, heitir það NORDBRISE og tekur aðeins 58 farþega. NORDBRISE er alveg fullkom- ið skip til slikra ferða, að sögn þeirra er aö ferðunum standa, en það er danskt fyrirtæki. Þar sem þorp og bæir á Græn- landi eru með mjög fáa ibúa, myndi koma á skipi með 500—600 farþega gjörsamlega breyta bæjarbrag á þessum stöðum og hinir innfæddu týnast i ferða- mannahópnum. Siglingar meö ströndum Græn- lands, hafa þvi verið stundaðar af minni strandferðaskipum, sem bæði flytja ferðamenn i nauðsyn- legum erindum og skemmtiferða- menn. NORDBRISE mun sigla frá Nuuk (Godthaab) og fara i viku- ferðir norður meö landi og koma viö á nokkrum höfnum. Flogiö verður með farþega frá Kaupmannahöfn til Syöri- Straumf jaröar og þaðan er flogiö neö Greenlandair til Nuuk. Kostar ferðin 3000 krónur danskar frá Kaupmannahöfn. Spara olíu með véla- skiptum Mjög mikill ollusparnaður hef- ír náðst með þvi að skipta um /élar i gámaskipinu RHINE MARU, en skipið tekur um 2000 gáma i ferð. Skipið var smiöað árið 1972 á Kobe Mitsubishi fyrir Mitsui OSK. Þetta mikla skip, reyndist mesti oliuhákur, og nýveriö var skipt um vélar. Or þvi voru tekn- ar 80.000 hestafla gufutúrbina og i staðinn voru settar tvær 27.600 hestafla Mitsui B&W (danskar vélar framleiddar i Japan). Arangurinn var ekki lengi að koma i ljós. 1 fyrstu feröinni frá Japan til Evrópu notaöi skipið aö- eins 5.300 tonn af brennsluollu i feröina, sem var 3.900 lestum minna en meðan gufutúrbinan var i skipinu, og þar sem skipið fer 5.5 ferðir á ári á þessari sigl- ingaleiö, gerir Utgerðin sér vonir wi að spara un M.OOO toan af oHu á ári — og þat m war um minna. ■ Gámaskipið sparar nú 20.000 tonn af ollu á ári. 1, ' ■ Norákrise, farþegaskipið, srm sigiir meft erimáo ferftamowi meft sárönAom GrenifMUfts i smar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.