Tíminn - 07.06.1981, Blaðsíða 19

Tíminn - 07.06.1981, Blaðsíða 19
Sunnudagur 7. júni 1981 Yorkshire-Ripper einhver með í ráðum? „Ripper-deildar” innan lög- reglunnar i Ywkshire. Næst geröist það aö I mars 1979 fékk yfirmaður Ripper-deildar- innar — George Oldfield — bréf sem virtist riöa baggamuninn. Það bar póststimpil frá Sunder- land og var dagsett 22. mars. Stóra og ójafna skriftina þekkti Oldfield undireins. Þetta var þriðja bréfið til Oldfields frá manni sem kvaðst vera Ripper- inn en nii fengust i fyrsta sinn vis- indaleg ummerki eftir hann til að Sutcliffe hefur harð- neitað að hafa myrt Jo- an Harrison og lögregl- an leggur trúnað á sögu hans. Svo margt er hins vegar sameiginlegt með því morði og'hinum að erfitt er að trúa öðru en að hann hafi verið að verki. Eða var það að- stoðarmaður hans? fara eftir. Bréfritari hafði sleikt umslagiö áður en hann lokaði þvi og munnvatnið sem fannst á um- slaginu var nægjanlegt til að sér- fræðingar lögreglunnar gætu greint það í frumeiningar sinar. Það kom frá manni I blóðflokkn- um „B” sögöu sérfræðingarnir og það sem meira var: maðurinn var svokölluð „skilvinda”, þaö er að segja að ofurlitlar agnir skild- ust að Ur blóöinu og settust að i munnvatni mannsins eða þá sæöi hans. Þarsem aöeins 6 prósent Breta sameinaði „B” blóðfldík- inn og „skilvindu” eiginleikana var augljóst að þetta var mjög mikilvægt atriði. Það sem skipti sköpum í rannsókninni var siðan að sæði sem fannst i likama Joan Harrison reyndist vera úr „B- skilvindu”. Henni var nú bætt á listann yfir fórnarlömb York- shire-Rippers. Frekari li'kur fyrir þvi að moröin væru tengd fékk Oldfield þremur mánuöum siðar þegar honum barst I hendur segul- bandsspóla þar sem maður með Wearside-hreim hóf máls með oröum sem urðu fræg að endem- um : „Ég er Jack”. Umslagiö sem spólan barst i var áritað með sömu ójöfnu skriftinni og á þvi fundust munnvatnsleifar Ur „B- skilvindu”. Alyktanirnar sem Ripper- deildin dró af bréfunum og segul- bandinu voru alrangar og höfðu hroðalegar afleiðingar. Deildin sannfærðist endanlega um að morðinginn væri maður með Wearside-hreim og „B-skilvindu- eiginleika” f blóði — þar af leiö- andi voru allir aðrir Utiiokaðir. Hafin var mikil herferö meðal al- mennings sem leiddi til þúsunda vel meintra en villandi upp- lýsinga og aftur og aftur sneiddi lögreglan hjá likum sem bentutil þess að Ripperinn væri vörubil- stjóri i Yorkshire: Peter William Sutcliffe. Þegar Sutcliffe var handtekinn 2. janúar á þessu ári af hreinni tilviljun játaði hann fljótlega að vera Yorkshire- Ripper. Blóðsýni úr honum var að sjálfsögðu tekið og niðurstöður skóku Ripper-deildina svo um munaöi. Sutcliffe var ekki „B- skilvinda”. Sæðið sem fannst I likama Joan Harrison var ekki úr honum. Hann gat ekki hafasleikt umslögin á bréfunum. Hann gat ekki hafa sent segulböndin. „Ég snerti ekki á þessu þarna i Preston”, sagöi hann við lög- regluna. „Ég hef farið til Prestcn en ég snerti ekki á þessari”. Þar sem niðurstöður rannsóknanna bentu til hins sama trúðu lög- reglumennimir honum og Peter Sutcliffe var þvi ekki ákærður fyrir morðið á Joan Harrison. Lögreglan i Lancashire hefur nú styrkst i upprunalegri trU sinni á að moröið á Harrison komi Ripper-málinu ekkert við og Ripper-deildin hefur veriö harö- lega gagnrýnd fyrir þröngsýni og blindu: fyrir að hafa einbeitt sér að einnihlið málsins þegar margt benti til þess að lausnina væri að finna annarsstaðar. Og einhvers staöar leynist ennþá maðurinn sem sendi bréfin og gæti veriö viðriöinn morðið á vesalings Joan Harrison. Eftir yfirheyrslurnar yfir Sutcliffe er þetta viðtekin skoðun innan lögreglunnar. En nU er það svo að sumir halda þvi fram að þessi skoöun hafi ver- ið samþykkt að óathuguöu máli að ýmsu leyti. Hópur háttsettra rannsóknarlögreglumanna Miklar deilur standa um hvort bréfin til lög- reglunnar séu í tengsl- um við Sutcliffe. Ýmis- legt bendir til þess að svo sé ekki en á hinn bóginn spáðu þau rétti- lega fyrir um ýmis morð Rippers. Er það tilviljun eða hvað? heldur þvi ennþá fram aö Sut- cliffe hafi drepið Joan Harrison. Þeirsegja að það sem likt sé möi þvi morði og hinum Ripper- moröunum sé svo mikiö að ekki verði framhjá þvi horft og að tengslin hafi aldrei verið afsönn- uð. Þeirhalda þvi jafnframt fram að Sutcliffe hafi fengiö vin sinn eða aöstoðarmann til aö senda bréfin og segulböndin i þeim til- gangi einum að leiða lögregluna á villigötur: bréfin hafi vissulega verið gabb en sá sem stóö fyrir þvi hafi verið hinn rétti morðingi, Peter Sutcliffe. Rannsóknir breskra blaðamanna — ekki sist „Insight”-hópsins á Sunday Times — virðast benda til þess að ýmislegt gæti verið til i þessari kenningu. Þær rannsóknir hjálpa einnig til við að útskýra hvernig ákvarðanir lögreglunnar urðu til aö sveigja rannsóknina inná rangar brautir. Það er nefnilega illskýranlegt hvernig Harrison- moröiðog hin Rippermoröin gætu veriö svo svipuö sem raun ber vitni. Sumt af þvi sem Sutcliffe sagði við yfirheyrslur gæti enn- fremur rennt stoðum undir þetta. Hér á eftir verða rakin þau atriði sem sumum þykir benda til þess að sami maðurinn hafi veriö að verki i öll skiptin. Þegar Sutcliffe myrti Irene Richardson — en hún er þriðja fórnarlambiö sem hann hefur fallist á aö hafa drepið — færöi hann annan fót hennar Ur nær- brókunum og lifstykki. Hann lagöi sömuleiöis stigvél hennar yfir fæturnar svo að svo virtist sem hUn væri enn i þeim. Harri- son fannst með annan fótinn Ur nærbrókum sinum og lifstykki. Annað stigvél hennar lá ofaná öðrum fætinum svo að ætla mátti að hUn væri enn i þvi. Þaö sem gerir þetta sérstaklega undarlegt er aö moröingjar reyna næstum ætið að komast burt af morð- staðnum eins fljótt og auðiö er, fremur en fara að dUtla viö likama eöa föt fórnarlambsins. Eftir sex af morðum sinum lyfti Sutcliffe brjóstahöldurum fórnar- lambanna til þess að brjóstin væru ber — hann sagðist vilja sýna „hvernig þær væru”. Joan Harrison bar tvo brjóstahaldara og hafði báðum veriö lyft þó svo að annar haldarinn hafi smollið aftur á sinn staö. Sutcliffe felldi öll fórnarlömb sin með þungu höggi á höfuðiö aftan frá og notaöi til þess ein- hvern hamarinn úr þvi hræðilega verkfærasafni sem sýnt var opin- berlega I réttarsalnum. A hnakka Joan Harrisons fannst U-laga sár. Lögreglan í Lancashire komst að þeirri niöurstöðu að hún heföi verið barin meö kvenskó en eng- inn slikur fannst á staðnum. Sjálf var hún i stigvélum, einsog áður segir. Nokkrir rannsóknarlög- reglumannanna I Ripper-deild- inni eru sannfærðir um að sáriö gætihafa orsakastaf tilraun til að berja konuna með hamri. Sutcliffe drap 11 fórnarlamb- anna bæði með hamarshöggum á höfuöið og stungum i maga og kviðarhol. Tvær undantekningar voru á þessu: Margo Walls, sem hann kyrkti eftir að hafa bariö hana til jarðar og Yvonne Pear- son. Eftir aö hafa slegið hana i höfuðið með þungum hamri drap Sutcliffe hana meö þvi að sparka i kviðarhol hennar sem lagðist saman. Joan Harrison dó af svipuðum sárum. Loks má geta þess að tiunda I apríl 1979 vissi lög- reglan allt sem hægt var aö vita um Ripper — nema nafn hans. Hún hafði þá þegar yfirheyrt Peter Sutcliffe sex sinn- um og átti eftir að gera það þrisvar sinnum enn. Engu að siður var hann handtekinn fyrir hreina tilviljun... fórnarlamb Sutcliffes, Josephine Whitaker, fannst með tannaför á vinstra brjósti. Hún hafði verið bitin stuttu eftir dauða sinn af manni með bil milli framtann- anna, svokaliað frekjuskarð. Peter Sutcliffe hafði slikt frekju- skarð. Er hann var yfirheyröur um þetta morð viöurkenndi hann að hafa myrt Whitaker en harö- neitaði aö hafa bitið hana. Rann- sóknarlögreglumenn eru aftur á móti sannfæröirum aö hann gerði það. Þetta atriði gæti skipt miklu máli. Joan Harrison fannst nefni- lega með tannför á vinstra brjósti. Maöurinn sem beit hana var með frekjuskarð miUi fram- tannanna. Þeir lögreglumenn sem halda fast viö að tengsl séu milli morðsins á Harrison og hinna fórnarlambanna segja að Sutcliffe hafi neitað þvi að hafa 20. janúar 1976 Emily Jackson 9. mai 1976 Marcella Claxton 5.-6. febrúar 1977 Irene Richardson 23. april 1977 Patricia Atkinson 26. júni 1977 Jayne Mac- Donald 10. jUlí 1977 Maureen Long 1. oktdber 1977 Jean Jordan MYRT ■ SLAPP ■ MYRT MYRT ■ MYRT SLAPPl MYRT 14. desem- 21. jan-26. ber 1977 mars 1978 Marilyn Y vonne Moore Pearson SLAPP | MYRT 31. jan-3. feb. 1978 Helen Rytka MYRT

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.