Tíminn - 07.06.1981, Blaðsíða 27

Tíminn - 07.06.1981, Blaðsíða 27
Sunnudagur 7. júni 1981 nútíminn ERT ÞÚ OF UNG(UR) TIL AO AKA? FJÓRIR DAGAR YFIR TÍMANN,... UNGLINGAR OG AFBROTIN Unglingatíma ritið Sextán: Vandað og fróð- legt blað ■ — NUtimanum hefur borist 2. tbl. timaritsins Sextán. Eins og áður hefur verið getið hér á áið- unni er það blaðaútgáfan Hasla h.f. sem stendur fyrir þessu blaði. Fyrsta tölublaðið var virkilega vandað og gafgóðar vonir. Eftir þá metnaðarf ullu byrjun hafa Utgefendur þurftað draga f land. Kostnaður við blaðið reyndist of mikill og þvi var nauðsynlegt að hækka verð þess og óhjákvæmilegt reyndist að taka inn nokkrar auglýsingar tilað standa straum af kostnaði, þrátt fyrir yfirlýsta stefnu um að hafa ekki auglýsingar i blað- inu. Þrátt fyrir þetta mótlæti láta aðstandendur Sextán hvergi bugast og 2. tbl. stendur þvi fyrsta ekkert að baki. Sem fyrr er það prentað á vandaðan pappi'r og margar siður eru i lit. Hins vegar hefði þetta allt ekk- ert að segja ef efnið væri svo ekki upp á marga fiska. Efni blaðsins er tiltölulega saklaust Allir geta fundið þar eitthvað við sitt hæfi. 1 blaðinu eru fastir þættirum gæludýr, kvikmyndir, ljósmyndir, samskipti kynj- anna, snyrtingu og framkomu, tækni, visindi og náttúru og auð- vitað popp. Hinn þröngi mark- aður hérlendis gerir það nauð- synlegt að hafa efni blaðsins sem fjölbreytilegast og við flestra hæfi. Að ósekju mætti samtkafa dýpra i sum umfjöll- unarefnin og gera rækilega grein fyrir öllum sjónarhornum og fá jafnvel skoðanaskipti um efnið. Aðaluppistaðan i blaðinu er viðtal við Kjartan Ragnarsson, leikara, létt og skemmtilegt en segir ekkert meira en það sem hægt er að lesa I viðtölum sem birtist I einhverju helgarblaö- anna. Það efni sem vakti mesta athygli mina og áhuga var um- fjöllunin um unglinga og afbrot. Þar er gerö tilraun til að kafa i þetta vandamál og skoða það frá i31um hliöum. Lofsvert framtak. Það mætti gera meira af þessu. Sextán er aö vinna sér sess meöal timarita á markaðnum. Standi aöstandendur þess við þær metnaðarfullu áætlanir sem þeirhafa settfram og fleiri unglingar takiþátt i gerð þess þá á þaö sér framtiö. —M.G. TWffirtU'*, stC'-pfí FYRSTA FRANK Zappa: Tin- seltown Rebellion ■ — Nýjasta plata Frank Zappa er tvenna (tvöfalt al- bum). Hiín er einnig fyrsta platan sem gefin er út af plötu- fyrirtæki hns „Barking Pumpk- in Records”. Loks eftir þrjár plötur um bilskurinn hans Jóa gefur hann út „live” plötu. Það verður ekki skafið af Frank Zappa að hann er frábær sviðs- maður og hans bestu plötur hafa án efa verið „live” plötur. Ef eitthvað er að marka tónleika- plötur hans þá eru þeir mikið og skemmtilegt „show”. Honum tekst að ná góðu sambandi við áhorfendur og ekki skemmir fyrir að kfmnigáfa hans skin i gegnum öll lögin og textana. Uppátæki hans á tónleikum eru löngu þekkt og það leiðist eng- um á tónleikum hjá honum. Þessi tilfinning kemst vel tii skila á plötunni. Mergjaðir text- ar Zappa og kynningar hans á lögunum og samtöl hans við á- horfendur eru prentaðir (ismá- atriðum) á plötuumslagiö. Þetta gefur fólki tækifæri til að fylgjast betur með og jafnvel til að skiija húmor Zappa. Um- fjöllunarefni hans og iög hafa aidrei verið af hinu venjulega og ekki bregður hann út af vanan- um i þetta skipti. Ef þið eruð að leita eftir „easy iistening” plötu forget it, þessi er eingöngu fyrir þá sem eru inni Zappa. Platan ertekin upp á mismunandi stöð- um i Bandarikjum á siðustu hljómleikaferð Zappa. Það er að segja flestar upptökurnar eru gerðar i Bandarikjunum en nokkur lög eru tekin af hljóm- leikum sem hann hélt i London. Og eitt lagið er tekið upp I stúdió (tii þess að ihaldssamar útvarpsstöðvar hefðu eitthvað að spila af plötunni). Frank Zappa er bandariskur,- Bandariskur humor og tónlist- armenning getur verið fjarlæg íslendingum. Það er erfitt að hlusta á Zappa, en fyrir þá sem það geta þá er það þess virði. 3im Stetnman Onnur Jim Steinman: Bad For Good ■ — Hlutur Jim Steinmans á plötu Meatloaf „Bat Out of Hell” var svo stór að meö nokkrum sanni má segja að þaö hafi veriö fyrsta platan hans. Sé svo þá er „Bad For Good” önn- ur plata Jim en fyrsta plata hans sem sólóista. Allir þekkja sögu Meatloafs og hinna ævin- týralegu vinsælda sem plata hans naut á sinum tima. Sem dæmi um lifseiglu þeirrar plötu þá má benda á að hún var enn á lista I Bandarikjunum (nr. 36) þegar „Bad for Good” kom út. Þessi plata átti upphatiega að vera önnur plata Meatloaf en Ur þvi varð ekki vegna þess að Meatloaf hafði misst röddina viö of mikla áreynslu á tónleika- feröalögum. Þá ákvað Jim- steinman aö gera plötuna sjálf- ur og geröi hana að sóldplötu Isinni. Þannig að það er fyrst núna eftir nærri fjögur ár að út er komin plata sem með réttu getur kallast platan sem átti að fylgja „Bat Out Of Hell” eftir. Að öllu leyti sver þessi plata sig i ætt við „B.O.O.H.”. Allt frá plötuumslaginu til texta og aðstoðararmanna er þessi plata nákvæmlega eins nema hér vantar Meat- loaf. Jim getur sungið og lög hans og textar eru góðir, en... Fjögur ár er langur timi á tónlistardagatalinu. Ótrúlegar breytingar hafa átt sér stað i tónlistinni, nýjar stefnur og ný nöfn hafa skotiö upp kollinum. Að endurheimta forna frægð með þvi að gefa út plötu sem hljómar nákvæmlega eins og fyrsta platan er ekki sú leið sem ég myndi fara til að reyna fyrir mér á ný. A „B.O.O.H.” mjólkuðu þeir félagar mögu- leika laga og texta Jim Stein- mans til hins itrasta. „Bad For Good” er og verður aldrei neitt annað en sú plata, útgefin nokk- uð löngu seinna. Eitt er þó hægt að segja þessari plötu til hróss að maður fær peninganna virði. Innnifal- ið i verðinu er litil plata. En hún bjargar ekki neinu. ...... Av, v ELVIS ER EKKI DAUÐ- UR Shakin'Stefens: This Ole House ■ — A meðan þeir sem nú standa fyrir rokkabilly endur- reisninni voru enn i vöggu var Shakin’Stevens að skaka sér viö þá tegund tónlistar. A meðan aðrir sneru sér aö nýbylgju og pönki hélt Shaky sig við rokkið og lét háðsglósur annarra sem vind um eyru þjóta. Nú þegar þessi tegund tónlistar á vaxandi vinsældum að fagna og rokka- billyhljómsveitir spretta upp eins og gorkúlur er ekkert eöli- legra en aö Shaky geri það gott. Sjálfur þakkar hann pönkinu þessa velgengni sina nú siðasta árið. „Pönkið var leit að ein- faldleika. Sú leit beindi sjónum fólksins að rokkinu sem jú er það upprunalega”. En hvaö segir hann um allar þessar hljómsveitir sem hafa sprottið upp og njóta nú vinsælda i kjöl- far rokkabilly endurreisnar- innar. „Endurreisn? Rokkiö hefur alltaf verið til staðar. Ég skil ekki þennan hugsunarhátt. Endurreisn. Það er ekki hægt að endurreisa Beethoven, á sama hátt verður rokkiö ekki endur- reist þvi það hefur allan timann verið til staöar, bara tekið á sig mismunandi myndir.” Shakin’Stevens er frá Suður Wales (believe it or not) og hefur alla tið verið rokkabilly aödáandi. Hann stofnsetti hljómsveit og feröaðist um Bretland og reyndi að vekja á- huga fólks á þessari tegund tón- listar. Þaö var ekki fyrr en hann fékk hlutverk I söngleiknum „Elvis” (skritið?) sem hjólin fóru virkilega að snúast honum I hag. Eftir að söngleikurinn hætti, en hann gekk 118 mánuði, þá fékk hann hlutverk i sjón- varpi og skömmu seinna varð hann að stjörnu i Bretlandi með þremur hit lögum I röö, „Hot Dog”, Marie, Marie” og This Ole House”. Þessi plata hans „This Ole House” er önnur plata hans, en áður var hann bú- inn aö gefa út „Take One”. Shakin’Stevens er minningu Elvis ekki til skammar, miklu frekar til framdráttar þvl hann gerir þessari tegund tónlistar virkilega góð skil. En mikiö djöf... er hann likur Elvis. S 'i íHáI: * . * ' ? í:¥.: ÞRIÐJA Live Wire: Changes Made ■ — Þetta er þriöja plata Live Wire. Og satt að segja átti ég von á öðru, með tilliti til nafns. Fyrsta plata þeirra „Pick it up” vakti verulega athygli og var þeim meira að segja á timabili likt við Dire Straits. Ekki átti það alls kostar við þá félaga þvi þeir ákváðu að breyta til á annarri plötu sinni „No Fright”. Þeir skiptu um gitarleikara og tempóuðu músikina upp. Þaö var þessi plata sem fyrst vakti athygli mina á Live Wire. Seinna varð ég svo lánsamur að sjá þá á sviði i London. Það var þvi að vonum að ég biði spennt- ur eftir þvi að heyra þriðju plötu þeirra. Þaö er sagt i þessum bransa að meö þriðju plötunni „you make it or break it”. Ég get sagt það strax að ég varð fyrir vonbrigðum. Ekki með hljómsveitina, hún er jafngóö og áður. Það sem olli mér von- brigöum var sú staðreynd að þeir hafa staðnað. Sú stefna sem þeir mörkuðu sér með „No Fright” er hér alls ráðandi. Þessi plata er i rauninni beint framhald af „No Fright”, nema það vantar alla tilfinningu núna. Það er mér alveg óskiljanlegt hvers vegna þeir skýröu plötuna „Changes Made”. Engar breytingar hafa átt sér stað hvorki i lagavali né flutningi. Sem miðlungsbresk rokkgrúbba er Live Wire mjög góð, en ég er hræddur um að meira þurfi aö koma til þess að þeir skeri sig úr fjöldanum. Tónlist þeirra er kraftmikil og trommu og bassaleikur er sér- lega skemmtilegur. Gitarleikur i fyrsta klassa og söngur góður, en samt,þaö er eins og eitthvað vanti. Heildarsvipur plötunnar er daufur og það er eins og þeir séu aö koma frá sér gömlu efni sem kannski heföi átt að vera á „No Fright”. Eftir þetta er von- andi að þeir snúi sér aö þvi aö uppfylla þá fyrirætlun sem þeir gáfu i plötuheitinu. AÐ BJARGA ANDLIT- INU The Who: Face Dances ■ — Þetta er fyrsta plata hljómsveitarinnar á næstum þriggja ára timabili siðan þeir gáfu út „Who are you”. Samt sem áður er varla hægt aö segja aö þeir hafi veriö aðgerðarlaus- ir á meðan. Sólóplötur og önnur verkefni hafa haldið þeim við efniö. Kannski er þetta með vilja gert. A þessum tima sem liöinn er hafa aödáendur haft tima til að átta sig á fráfalli Keith Moon og vanist Kenny Jones við trommurnar. Þetta kann einnig að vera skýringin á þvi aö lltil eftirvænting hefur veriö eftir útgáfu plötunnar. Þeir hafa passað sig að vera alltaf uppteknir og látiö vita af þvi að þeir séu enn aö. Þannig að þrátt fyrir ýmsar breytingar þá er þessi plata ekki ólik fyrri Who plötum. Það eina sem er ó- venjulegt er upptökustjórinn, Bill Szymczyk (symsyk). The Who og Bill S.... hafa verið aö gera nokkuö ólika hluti á undan- förnum árum en samt sem áður völdu þeir hann til aö halda um stjórnvölinn I upptökusalnum. Fyrirætlun hljómsveitarinnar með þessu er óljós en þetta hefur haft það aö verkum að hrjúf tónlist The Who hefur verið finpússuð að vissu leyti. Þetta er augljóst á fyrsta lagi plötunnar „You Better you bet” og i ýmsum fleiri af sterkari lögum plötunnar. En þar sem lögin eru ekki eins sterk þá tekst upptökustjóranum ekki að bjarga þvi. Með þessari plötu sanna The Who aö þeir eru enn viö sama heygarðshornið, en þetta er ekki sagt I niðrandi merkingu. Hæfi- leikiPeteTownsend til aö semja góð lög er enn fyrir hendi. Stundum gerist hann þó full flókinn og viö það ræður hljóm- sveitin ekki.heldur rennur lagið út i sandirffi eins og sagt er. Þegar maður hefur hlustaö vel og lengi á plötuna þá finnast mér lögin „How can you do it alone” og „Daily Records” bera af. The Who er enn sú hljómsveit sem er þess virði aö apa eftir. SANTANA SVIKUR ENGAN Santana: Zebop ■ —... nema sjálfan sig. Það er erfitt fyrir mann, sem sett hefur sjálfum sér svo háan standard sem Santana aö viöhalda hon- um. Þetta er ellefta plata hljómsveitarinnar og nú er Carlos Santana eini upprunalegi meðlimurinn, sem eftir er. Þær tiu plötur sem á undan þessari hafa fariö hafa sett hljómsveit- ina á slikan stall að þegar hún gerir lélega hluti þá á úr háum söðli aö detta. Þess vegna er þessi plata að vissu leyti vonbrigði, þvi hún er liklega sú litlausasta sem hljómsveitin hefur sent frá sér til þessa. En platan er alls ekki léleg. Siður en svo. Gæði þess- arar hljómsveitar verða ekki dregin i efa, en gæöi er ekki nóg þegar frumleika vantar. Kannski er það ósanngjarnt aö dæma hljómsveitina eftir þvi sem hún hefur gert, en ekki þvi sem hún er aö gera. En þetta er nú einu sinni eina viömiðunin sem við höfum og hana notum við. Miöað við fyrri plötur, þá er þetta léleg plata, eða öllu heldur, ekki eins góð plata. Sé plata hins vegar tekin eins og hún kemur fyrir án þess að velta fyrir sér fornri frægö hljóm- sveitarinnar þá er þetta virki- lega létt, skemmtileg og áheyri- leg plata. Sú stefna Santana að nota söngvara og spila „popp- uö” lög gerir það að verkum að platan er auöveldari áheyrnar heldur en fyrri plötur, meö undantekningum þó. Sem fyrr er þaö Carlos Santana sjálfur sem hefur samiö flest lögin á plötunni. Nálega helmingur þeirra eða fimm lög eru þó eftir aðra en meölimi hljómsveitar- innar. Þar er aö finna lög eftir Cat Stevens, Russ Ballard og J.J. Cale svo einhverjir séu nefndir. Flutningur hljómsveit- arinnar er eins og áður sagöi góður og fer Carlós Santana á kostum. Hins vegar er þetta ekki sú plata sem gefur rétta mynd af þvi sem Santana getur, en hverju skiptir það ef hún er spiluð? —M.G.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.