Tíminn - 07.06.1981, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.06.1981, Blaðsíða 7
Sunnudagur 7. júni 1981 Patricia Highsmith: The Boy Who Foll- owed Ripley. Penguin 1981. Hér er nýjasta bókin um vin minn Tom Ripley, listaverka- falsarann, svikahrappinn, elskhugann og morðingjann sem lifir ásamt Heloise fáguðu lifi á sveitasetrinu i Frans. A milli voðaverka nýtur hann fagurra lista, Heloise leikur á sembal, hann safnar málverk- um. Tom er harður tappi, en samt fremur viðkunnanleg söguhetja. Þetta er fjórða bók Patriciu Highsmith (furðulegt hvað gamlar konur skrifa mik ið af tryllurum nú orðið) um Tom Ripley, þær njóta vin- sælda fyrir harðsoðinn og hri'maðan stil, spennan heldur lesandanum föngnum — þó kveður alltaf við einhvern mannlegan tón, persónurnar eru ekki einmana, þær geta verið bliðar og göfugar i miöj- um hamagangnum, eru oft á tiðum þurfandi fyrir ást, vin- áttu, samheldni. Drengurinn sem elti Ripley er afar læsi- legur reyfari, mun dýpri og sannari en gengur og gerist um slikar bækur. Milan Kundera: Laughable Loves. Penguin 1980. Bókin kemur út i flokki Penguin-Utgáfunnar um rit- höfunda frá austur-Evrópu. Það er mikil þurfta-seria sem hefur dregið fram i dagsljós vestursins meginhöfunda frá tilluktum heimi austursins. Milan Kundera er tékki, andófshöfundur, nú landflótta sem hefur vakið griðarlega athygli hérna megin með nýj- ustu bók sinni, Bók ástar og gleymsku. Vonandi aö hUn sjáist brátt á islenskum markaði. Laughable Loves er kver sjösmásagna, kynærsla- sagna með þjóðfélagslegu i- vafi. Neðanjarðarkimni, er oft nokkuð tviræö, vill oft blómstra i rikjum þar sem er ritskoðað af kappi — það er napur máti til að gagnrýna þjóðfélagið undir rós. Það er oft meiri broddur i sögum Kundera en i bókum höfunda sem búa við ótakmarkað frelsi. Það er mikil alvara að baki, brandarinn snýst i hönd- um söguhetjunnar — og les- andans. A.ANATOU A HISTORY OF H0RR0R INTHE MASSMEDIA A. Anatoli (Kuznets- ov): Babi Yar. Sphere Books 1979. Anatoli er landflótta Rússi sem hefur snUist af ógnar- krafti gegn gamla landinu, jafnvel þannig að manni of- býöur stundum ofsinn. Bókin var fyrst gefin út allrækilega ritskoðuð 1966, hún kom siðan Ut i' fullri lengd á vesturlönd- um 1970. Bókin — skýrsla i skáldsöguformi — fjallar að megni til um fjöldamorö nas- ista viö Babi Yar viö Kænu- garö,þegar 200.000 Gyðingum og öðrum óvinum þriðja rikis- ins var slátrað. Anatoli var sem barn mjög nærri þessum skelfilega atburði, bókin er persónuleg Utgáfa hans á aö- draganda og eftirmála Babi Yar. En hUn samræmdist ekki hinni opinberu sovésku mynd — bolsévikar voru ekki par vinsælir á heimaslóðum Ana- toli i Hvita-RUsslandi og Úkraniu. Það kemur ljóslega fram i' bókinni. Einnig var Stalin ekki alltaf jafn góður við Gyðingana sina og skyldi, varaði þá ekki við hættunni sem stafaði af Þjóöverjum — var reyndar ekki mjög sárt um aö þeim yrði Utrýmt en masse. yn<í shðkmg ín o» way that iínks tl vvith íhe booksof SoMwnríxyrr Thfí Tmttfs t.tttirory Soppttifvenl Les Daniels: Fear, A History of Horror in the Mass Media. Paladin 1977 Þörfin til að láta hræöa Ur sér liftóruna — ofur mannleg öfughneigð og gróðavænieg skemmtan. Les Daniels rekur sögu hryllingsins sem list- greinar og söluvöru og siðast fjölmiðlunarfyrrbæris um upprunalegan Frankenstein Mary Shelley, LikhUsgötu Ed- gar Allan Poes, teiknaðan hrylling Beardsleys, Lon Chaney með þUsund ógeðsleg andlit, fyrstu spor kvikmynd- anna á hryllingssviðinu, Boris Karloff og Skáp Caligaris læknis, teiknimyndasögur um Vampirellu prinsessu og hljómleika Lisu Cooper meö kyrkislöngum, höggstokkum og gálgum. Allt var þetta auð- vitaðgert til að láta þiggjand- anum liða vel og græða soldla peninga i framhjáhlaupi. Bókin er krydduö með sláandi hryllingssögum, nýjum og gömlum. Bækur hér að ofan fást hjá Bókabúð Máls og menningar. Met- sölu- bæk- ur I Bretlandi og Banda- BRETLAND Almennt efni 1. Lifeboat: In Danger’s Hour. Patrick Howarth (Hamlyn) 2. Debrett’s Book of the Royal Wedding. Hugo Vickers (De- brett). 3. Family Story. Lord Denning (Butterworth). 4. Field Guide to the Birds of Britain. (Readers Digest/Hodder). 5. Hugh Casson’s Diary.Sir Hugh Casson (Macmillan). Ská Idsögur 1. Men of Men. Wilbur Smith (Heinemann). 2. The Clowns of God. Morris West (Hodder). 3. Goodbye, Janette. Harold Robbins (NEL) 4. Licence Renewed. John Gardn- er (Cape). 5. Creation. Gore Vidal (Heine- mann). Pappirskil jur 1. Cookery Course Part 3. Delia Smith (BBC). 2. Prinsess Daisy. Judith Krantz (Corgi). 3. The Spike. Arnaud de Borch- grave, Robert Moss (Futura). 4. Kane and Abel Jeffrey Archer (Coronet). 5. Stand Into Danger. Alexander Kent (Arrow). BANDARIKIN Almennt efni 1. The Lord God Made Them Ail. James Herriot (St. Martin). 2. Never-Say-Diet Book. Richard Simmons (Warner). 3. Cosmos. Carl Sagan (Random House). 4. The Beverly Hills Diet. Judy Mazel (Macmillan). 5. Pavarotti: My Own Story. Luciano Pavarotti/William Wright (Double day). Skáldsögur 1. Noble House. James Clavell (Delacorte). 2. Gorki Park. Martin Cruz Smith. (Random House) 3. Free Fall in Crimson. John D. MacDonald (Harper&Row). 4. God Emperor of Dune. Frank Herbert (Putnam). 5. The Covenant. James A. Mitchener (Random House). Pappírskiljur 1. A Confederacy of Dunces. John Kennedy Toole (Grove). 2. Garfield Gains Weight. Jim Davis (Ballantine). 3. The Official Preppy Handbook. Útg. Lisa Birnbach (Work- man). 4. Palomino. Danielle Steel (Dell). 5. The 1980’s: Countdown to Ar- mageddon. Hal Lindsey (Bant- am). Eyrnamerki úr mjúku plasti fyrir sauðfé, svin og stórgripi fjórar stærðir — Sjö litir Eyrnamerkingarnar fást formerktar eða auðar og þá sérstakt merkilalck til merk- ingar á staðnum. Merkilitir hentugir við rögun búfjár. i handhægum úðabrúsum — 7 litir. Sérstaklega hentugir til merkinga sauðf jár, þar sem liturinn tollir mánuðum saman hvernig sem viðrar, en hverfur við venjulegan ullarþvott. Sannreynt við isienskar aðstæður. Hárlitareyðir hentugur til merkinga stórgripa. Efnið er borið á með pensli og eyðir hára- litnum á nokkrum minútum og endist þar til ný hár vaxa. Hafið samband við varahlutalager sem fyrst, til að tryggja tímanlega afgreiðslu. lf m i p íis jp 4? MERKI FYRIR ALLAR TEGUNDIR BÚFJÁR FRÁ The RITCHEY TAGG COMPANY SLATTU- ORF Létt- traust og örugg ÞDRf SIMI 81500-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.