Tíminn - 07.06.1981, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.06.1981, Blaðsíða 3
 Affelgum, felgum og jafnvægisstillum B Svava Jakobsdóttir. FULLKOMIN HJOLBARÐAÞJONUSTA pið í dag Sunnudagur 7. jdni 1981 Smavoriir fólk í listum „Ekki hægt að ákveða að barn skuli rauðhært” — segir Svava Jakobsdóttir, sem telur ófært að spá um hvað verði úr þeim verkum sem eru í smíðum 09 ferðalagið! sækjum viö í bensínitððvar ESSO r ■ „Þetta er alltaf mjög erfið spurning, svona meðan með- göngutimi er ekki nema hálfnað- ur og ekki vitað hver hin endan- lega framleiðsla verður. Það er ekki hægt að ákveða fyrirfram að barn skuli vera rauðhært”, sagði Svava Jakobsdóttir, rithöfundur með meiru, þegar Helgar-Timinn innti hana eftir þvi hvort hún hefði einhver ritverk i smiðum um þessar mundir. ,,Ég er raunar nýbúin að ljúka við gerð smásögu einnar”, sagði Svava ennfremur, ,,og á sú að birtast á norsku, i safnriti, sem samanstanda á af smásögum kvenna. Það eru lektorar i bók- menntum við ýmsa háskóla, sem sjá um að koma þessu saman og Helga Kress hefur séð um það hér á tslandi. Vafalaust andvarpa nú ein- hverjir, þegar minnst er á safnrit með kvennasögum. Viö erum svo einkennilega fljót að verða þreytt og mædd, íslendingar, hvernig sem á þvi stendur. Utan þessa er ég með tvö verk i smiðum, sem eru öllu meiri. Ann- að þeirra nokkuð stórt, en hitt miðlungs. Þetta eru skáldsaga og leikrit. Mér er illa við aö ræða þau verk nokkuðnánar, af fyrrgreindum á- stæðum. Ég veit ekkert um þau ennþá. Ég veit ekki heldur hvað þaö er, sem veldur þvi að ég er meö svona margt i ritvélinni i einu. Hvort þetta er eitthvert kapp- hlaup við timann, brjálæði, eða bara nýjungagirni. Annars hef ég ekki haft mikinn tima til að sinna þessum ritstörf- um undanfarið. Þessa siöustu sól- ardaga hef ég verið önnum kafin við undirbúning fundar jafnrétt- isráðs Norðurlanda hér, sem haldinn verður i næstu viku. Svo er ég smám saman aö reyna að vinda ofan af mér eftir pólitikina. Finna aftur mitt gamla vinnutempó, sem raskað- ist mikið þegar ég lenti inn á þing”. Svava var að þvi spurð hvort þátttaka hennar i stjórnmdlum hefði haft mikil áhrif á hana sem rithöfund. „Þetta er spurning, sem ég þarf oft að svara”, sagði hún, ,,og vissulega hefur það haft áhrif, en ekki á þann veg, sem mér finnst liggja i spurningunni. Mitt lifs- mat og gildismat hefur ekki breyst nokkurn skapaðan hlut. Það hefur frekar styrkst. Hins vegar finnst mér núna liggja i loftinu breytingar i okkar menningu og öllu okkar lifi, sem gæti haft meiri áhrif, þótt það sé auðvitað samtengt pólitikinni. Þegar ég fór að skrifa var nátt- úrlega mikið að ske. Allur þessi stúdentaórói og öll endurskoðun- in. Nú er komið að einhverju leyti að uppstokkun og endurmati á þessu öllu saman. Þetta hefur þó alls ekki þau á- hrif að ég sé neitt milli vita vegna þess. Það er fremur að ég sé að reyna að höndla þetta á einhvern máta”. Primus-09 grillvörur £sso GOODWYEAR GEFUR ^RÉTTA GRIPIÐ 4 GOODYMR KfMST ÞÚ IÍNGRA Goodyear hjólbarðar eru hannaðir með það í liuga, að þeir veiti minnsta hugsanlegt snúningsviðnám, sem þýðir öruggt vegagrip, minni bensín- eyðslu og betri endingu. PhIhekla * Laugavegi 170-172 Sír ,HF mi 21240

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.