Tíminn - 07.06.1981, Blaðsíða 28

Tíminn - 07.06.1981, Blaðsíða 28
Sunnudagur 7. júni 1981 Þökkum af hjartans einlægni, auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar ástkærs sonar okkar og bróður, Guðráðs Daviðs Bragasonar, er lést af slysförum 16. mai s.l. Guð blessi ykkur öll. Erna Þorleifsdóttir Vigdls Bragadóttir Sígriður Bragadóttir Helga Bragadóttir Bragi Guðráðsson Stefania Bragadóttir Gunnar Sigurðsson Erla Bragadóttir Á vegi án gangstéttar gengur fólk vinstra megin -ÁMÓTI AKANDI UMFERÐ Spónaplötur - harðviður Flenar þykktir af hpónaplöium eru nú fáanlegar í nýju byggingavörudeildinni, auk allra álgengmtu harðvidartegunda. Viðarspónn ímiklu úrvali. Vanti þig timbur til amíða í heimahúai leysir bygginga- ^ vörudeildin vandann á fljótlegan og þagilegan hátt. _______________________ Byggingavörudeild Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Simi 10600 ORÐSENDING FRÁ HAPPDRÆTTI FRAMSÓKNARFLOKKSINS Dregið verður i Vorhappdrættinu 12. þ.m. og eru þeir, sem fengið hafa heimsenda miða vinsamlega hvattir til að gera skil næstu daga. Drætti verður ekki frestað. Verð happdrættismiðanna er aðeins kr.20,- að þessu sinni og 20 vinningar i boði fyrir samt. kr. 70.000,- Þeir, sem ekki hafa fengið heimsenda miða geta enn pantað þá i sima 24480. Verða þeir þá póstendir ásamt meðf. giróseðli, sem greiða má i næsta pósthúsi eða peningastofnun, þegar hann hef- ur borist. Athugið sérstaklega, að þetta er ódýrasta flokkshappdrættið. þakjárn • þaksaumur plastbáruplötur • þakpappi Byggingavörudeild Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 sími 10 600 Allt undir einu þaki — Ég veit það, sagði Andrea þurrlega. — Ég talaði líka við hann. Hannhnyklaði brýrnar, þegar hann heyrði tóninn hjá henni. — Mig langaði bara til þess að segja þér, hve glaður ég er yfir þvi, að þér skuli gefast annað tækifæri til þess að vinna með honum. — Ertu það? Ég fer þangað vegna þess að frú Judson bað mig um það. Ekki vegna dr. McCullers. Já, og meira að segja á móti vilja hans, ef á allt er litið! Hann hefur eins litið álit á mér nú og fyrr. — Sjáðu nú til Andrea, sagði hann ákafur, — nú færöu tækifæri til þess að vinna álit hans á nýjanleik. — Ég hef nú ekki mikla löngun til þess. — Þú ættir nú samt að hugsa um sjálfa þig og framtíö þina, Andrea. — Ég er að hugsa um frú Judson og geri þetta fyrir hana. Ég myndi gera hvað sem er fyrir hana, svaraöi Andrea áköf. — Ég á ekkert inni hjá dr. McCullers. Ég veit ekki um neitt, sem ég gæti gert til þess að láta hann skipta um skoðun á mér. Hann geröi mér það fullkomlega ljóst i dag, þegar hann heimtaði að fá að aka mér hingað. Steve brosti. — Mér skilst, að þú hafir verið svolítiö hvöss. — Við skulum frekar segja, að ég hafi verið hræðilega hrein- skilin, og láta svo þar við sitja. — Ég býst við, að svo verði að vera, svaraði hann svolitið óánægöur, og eitt augnablik kom glampi i augu hans. — Hann viðurkennir þó, að þú sért góð hjúkrunarkona, en kannski með helzt til mikið, eigum við að kalla það — sjálfstraust. — Ég geri nú ráð fyrir, að hann hafi notaö annaö orð, sem hann er sérlega hrifinn af — óhlýðni, eða var það ekki svo? — Jú,ég er hræddur um, að hann hafi sagt eitthvaö I þá attina. Hann virti hana fyrir sér svolitla stund forvitinn á svipinn, og Andrea varð að viðurkenna það, þótt henni likaði það ekki, að hún gat ekki horfzt i augu við hann. — Sagði hann þér, hvers vegna hann heldur, að ég þori nú að hætta mér i klær hans með frú Judson? spurðihún kuldalega. — Ég held, að hann hafi ekki minnzt neitt á það. Hann talaöi um, að hún væri mjög hrifin af þér, og hefði mikla trú á hjúkr- unarhæfileikum þinum, Andrea var ekki lengi að eyðileggja þessar hugmyndir. — Hann heldur að það sé vegna þess hve auðug hún er, og ég megieiga von á að hún minnist min i erfðaskraúni. Steve kipptist við, eins og hún hefði slegið hann. — En Andrea þó, hann sagði þetta þó ekki! mótmælti hann miöur áín. — Vist gerði hann það, ekki einu sinni, heldur nokkrum sinn- um. Hann minntist á að ég virtist vera — hvernig orðaði hann það nú annars? dugleg við að koma mér I mjúkinn hjá fólki, sér- staklega ef það átti einhverjar eignir, til þess að arfleiða aðra að. — Þetta er hræðileg ásökun. Hvernig dirfist hann að segja nokkuð þessu likt? — Andrea brosti dauflega, og það mátti lesa biturleika úr augunum. — Farðu nú varlega, læknir. Þú ert að tala um Mikilmennið, sagði hún striðnislega. — Hvernig dirfist hann? jú, hann er hinn frægi, áhrifamikli og færi dr. Jason McCullers og ég er eins og hvert annað skriðdýr, aðeins litilsigld hjúkrunarkona, sem hann hefur útilokað frá þvi að stunda starf sitt. Aö minnsta kosti að svo miklu leyti sem það er i hans valdi að gera það. Og þú verður að viðurkenna aðhann hefur svo sannarlega töluvert vald. Steve starði á hana furðulostinn. — Ég get alls ekki imyndað mér dr. Mac segja nokkuð þessu likt. — Viltu heldur trúa þvi, að ég sé að ljúga. Ég býst við, að þú ættir auðvelt með að trúa þvi. — Sjáðu til, Andrea. Ég er ekkihingað kominn til þess að rifast við þig. — Ekki það? Hvers vegna varstu þá nokkuð að koma. Burtséð frá þvi, að þú vildir fá kaffi. Nú var kominn reiðiglampi i augu hans. — Ég get svosem búið til ágætis kaffi sjalfur, og ég á heilmikið af mat i skápnum, svona miðað við piparsvein að minnsta kosti. Svo eru kaffihúsin lika opin ennþá, vegna þess að klukkan er enn ekki orðin tólf, svaraði hann snöggt. — Ég kom þvi ekki hingað til þess að næla mér i kaffibolla né heldur til þess að rifast við þig. Ég kom einfaldlega til þess að samgleðjast þér yfir að þú skyldir fá annaö tækifæri hjá dr. Mac, og segja þér, að ég vonaði svo sannarlega, að þér ætti eftir að ganga vel. — Þakka þér fyrir, en eins og ég hef sagt þér áður stendur mér svo nákvæmlega á sama um það, hvort mér gefst annaö tækifæri til þess að vinna með honum, eða þriðja, eða fjórða, sagði Andrea og var siður en svo uppveðruð. Hann þagði langa stund og virti hana fyrir sér af mikilli nákvæmni og forvitni. — Ég á vist aldrei eftir að geta skilið þessa afstöðu þina, sagði hann að siðustu. — Auðvitað ekki. Þú ert læknir — byrjaði hún reiðileg. — Reyndu að haga þér skikkanlega, sagði hann svo greinilega bráðvondur, að henni brá. — Hættu að tala eins og litill bjáni og hættu að stinga i mig prjónum i hvert skipti sem ég reyni að hafa eitthvert samband við þig, hættu að hvessa á mig. — Vertu þá ekki alltaf að staglast á ágæti þessa blessaös dr. Mac þins við mig.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.