Tíminn - 25.06.1981, Blaðsíða 13

Tíminn - 25.06.1981, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 25. júni 1981 13 íþróttir FYRIRLIÐI U.B.K. REKINN AF VELLI — er Breiðablik sigraði KA 3:0 í Kópavogi í gærkvöldi ■ „Þessi sigur yfir KA leysti úr læöingi vissa taugaspennu sem farin var aö gera vart viö sig hjá liðinu vegna þess, að þeim haföi ekki tekist að skora og sigra i undanförnum leikjum. Þá var þaö sérlega skemmti- legtaöJón Einarsson skyldi gera tvö af þessum þremur mörkum Blikanna, en þrátt fyrir aö Jón hafi átt mýmörg tækifæri i leikjum Blikanna i deildinni hing- aö til þá eru þetta fyrstu mörkin sem hann skorar. Maður var farinn aö halda aö þetta hefði sálræn áhrif á Jón aö geta ekki skoraö úr öllum þessum færum sem hann hefur fengiö en vonandi er þaö á bak og burt meö þessum mörkum” sagöi Gunnar Steinn liösstjóri Breiðabliks eftir 3-0 sigur þeirra yfir KA á Kópa- vogsvellinum i gærkvöldi. Blikarnir hófu strax mikla hriö aö marki KA en inn vildi knöttur- inn ekki fara þrátt fyrir mörg dauðafæri. Leikmenn KA gáfust aldrei upp og seinni partinn af fyrri hálfleik fóru þeiraö koma meir inn i leik- inn en án verulega hættulegra tækifæra. Blikarnir fengu draumabyrjun i siöari hálfleik er Jón Einarsson skoraöi fyrsta markiö, eftir góöan samleik Blikanna sem endaöi með þvi að Sigurjón Kristjánsson gaf á Jón sem skoraöi. Vignir Baldursson skoraöi annað mark Breiðabliks á 8Lmin með þrumuskotiaf 35metra færi i bláhorn marksins niðri. Ug þaö var siöan Jón Einarsson sem innsiglaöi sigur Breiöabliks er hann skoraöi þriöja markiö á 89. min eftiraukaspyrnu sem Há- kon Gunnarsson tók. Ólafi Björnssyni fyrirliða Breiðabliks var vikiö af velli en haföi fengiö gult spjald i fyrri hálfleik og rétt undirlok leiksins sparkaöi hann i boltann er KA ætlaði aö taka aukaspyrnuog var honum þá sýnt rauöa spjaldiö. röp-. Steindautt jaf ntef li — hjá ÍA og KR í 1. deildirmi í knattspyrnu ■ Akurnesingar og KR gerðu markalaust jafntefli er félögin léku á Akranesi i gærkvöldi. Leikurinn var frekar við- burðarsnauður, enda léku KR- ingar algjöran varnarleik og ætl- uðu sér greinilega fyrirfram að fara með annað stigið heim. KR-ingar voru ekkert að æsa sig framyfir miðjuna á vellinum og fengu ekki eitt einasta tækifæri i leiknum. Skagamenn fengu aftur á móti ein tvö eða þrjú og það hættuleg- asta kom á 17. min er Arni Sveinsson átti tvivegis skot á mark KR en Stefán Jóhannsson markvörður varði i bæði skiptin mjög vel. Raunar gerðu Skagamenn eitt mark en frekar slakur dómari leiksins Hreiðar Jónsson dæmdi það af vegna rangstöðu. Mest var um kýlingar fram og til baka og miðjuþóf og handalög- mál leikmanna var mikið i tisku i leiknum. Og það voru ekki aðeins leik- ■ Fyrri dagurinn á Reykjavikur- mótinu i sundi var haldinn i Laugardalslauginni i gærkvöldi og mótinu verður siðan fram haldið i kvöld á sama stað. 1 gærkvöldi setti Guðrún Fema mennirnir, heldur fékk þjálfari KR að líta' gulaspjaldið i leiknum fyrir að rifa kjaft. Dó—Akranesi Ágústsdóttir tslandsmet i 100 m bringusundi og synti hún vega- lengdina á 1.17,5 min en gamla metið sem Sonja Hreiðarsdóttir átti var 1.20,1 ogvar það sett fyrir nokkrum árum. röp—. Met hjá Guðrúnu — á Reykjavíkurmótinu í sundi JAFNTHJÁ FRAM OG VAL — er félögin léku í 1. deildinni í gærkvöldi ■ Enn eitt jafnteflið átti sér stað i 1. deildarkeppninni i knatt- spyrnu og voru þar aö verki Fram og Valur sem skildu jöfn 1-1 á Laugardalsvellinum i gær- kvöldi. Valsmenn byrjuðu leikinn mun betur en Framarar og áttu þeir nokkur tækifæri á aö skora en brást bogalistin. Á 17. min fyrri hálfleiks kom fyrsta verulega hættulega tæki- færið er Þorsteinn Sigurðsson komst i sendingu hjá Trausta Haraldssyni, en skot hans fór framhjá. Framarar fengu tvö hættuleg tækifæri aðeins með minútu milli- bili og var Petur Ormslev að verki i bæði skiptin, þvi fyrra bjargaöi Siguröur markvöröur i horn. 1 siðara skiptið komst Petur einn upp vallarhelming Vals með Sævar á hælum sér en skot hans fór rétt framhjá markinu. Mark Vals kom siðan á 29. min, Grimur Sæmundssen gaf á Njál Eiðsson sem lék á Trausta og skoraði framhja" Guðmundi markverði. Vel gert hjá Njáli. Þannig var staðan i hálfleik, en i siðari hálfleik komu Framarar ákveðnir til leiks og á 53. min tókst þeim að jafna. Petur tók hornspyrnu og gaf vel fyrir markið þar sem Ársæll Kristjánsson skallaði boltann út i teiginn og þar tók Marteinn Geirsson hann viðstöðulaust og skoraði. Seinni hluta leiksins sóttu Vals- menn nokkuð að marki Fram og i tvigang munaði litlu að Hilmari Sighvatssyni tækist að skora. Leikurinn sem slikur var ekki mjög góður en þó brá fyrir skemmtilegum köflum i honum og þá sérstaklega vegna tæki- færanna sem gáfust. Það sem háir Vasmönnum einna mest er hvað framlina þeirra virkar baráttulitil, en vörnin stóð fyrir sinu með Grim sem besta mann og Þorvaldur og Njáll voru sæmilegir á miðjunni, en Magni sást litið. Vörn Fram hefur undanfariö verið aðall liðsins og á henni hafa þeir innbyrt flest stigin, en i undanförnum leikjum hefur mönnum þar mistekist æði oft og það var einnig upp á tengingnum i gærkvöldi. Sérstaklega varð þessa vart hjá Trausta,sem ekki var svipur hjá sjón. Þá fær Pétur Ormslev litla hjálp og miðjan hjá Fram virkar fremur þung. Staðan ■ Staðan i 1. deild; nni I knatt- spyrnu er nú þessi Fram-Valur 1-1 ÍA-KR 0-0 GBK-KA 3-0 Vikingur ....8 6 i 1 12-4 13 Breiöablik.... ....8 3 5 0 9-3 11 Valur ....8 3 3 2 13-7 9 ÍBV 3 2 2 9-7 8 Akranes ... .8 2 4 2 4-5 8 Fram ...8 1 5 2 6-9 7 K A ... 6 2 1 3 7-7 5 FII .. .8 2 1 5 10-15 5 Þór ...7 1 3 3 3-9 5 KR ...8 1 3 4 4-10 5 Póstsendum i > Sp ortvöru verslun Ingólfs Óskarssonar Klapparstig 44 — Simi 11783

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.