Tíminn - 25.06.1981, Blaðsíða 6

Tíminn - 25.06.1981, Blaðsíða 6
Fimmtudagur 25. júni 1981 stuttar fréttir •, ws,.:-xv^—.... ..... ■ Hvergeröingar taka I notkun nýja heiisugæslustöö innan skamms og íá jafnframt fyrsta tannlækninn i plássiö. Fyrsti tann- læknirinn í plássid lega heim ýmisskonar heilsu- verndarstarfsemi, svo sem mæöraeftirlit og ungbarna- skoöun, sem verið hefur á Sel- fossi. Læknar verða áfram tveir, en umsókn liggur fyrir um hjúkrunarkonu i a.m.k. hlutastarf. HVERAGERÐI: „Viö erum að taka i gagnið nýja heilsu- gæslustöö, væntanlega fyrir lok júnimánaðar, og jafnframt að fá fyrsta tannlækninn i plássið”, sagði Þórður Snæ- björnsson, oddviti i Hvera- gerði. Hvergerðingar keyptu gamla Búnaðarbankahúsið og er nú veriö að leggja siöustu hönd á breytingar og endur- bætur þess sem heilsugæslu- stöövar. Tannlæknir sem ný- lega er fluttur til Hveragerðis fær siðan leigt húsnæði þar. sem læknamóttakan er nú til húsa, en það er við sömu götu beint á móti. Þórður sagði alla aðstöðu i læknamóttökunni stórbatna við þessa breytingu. En auk þess kæmi nú væntan- Þórður sagði bæjarbúa að sjálfsögðu hæst ánægða með aö fá tannlækni á staðinn. Hingað til hafi fólk annað hvort þurft að leita tannlæknis til Selfoss eða Reykjavikur. Aðspurður sagðist hann hafa góöar vonir um að tannlæknir- inn væri að setjast þarna að til frambúðar, m.a. af þvi aö hann legði sér sjálfur til öll tæki og búnað. — HEI Söluaukning 63% árið 1980 EGILSSTAÐIR: Heildarvelta Kaupfélags Héraðsbúa varð rösklega 14 milljarðar gkr. á árinu 1980 að þvi fram kom á aðalfundi félagsins. Var það 53% aukning frá árinu áður. Heildarsala félagsins nam 5,3 milljörðum á árinu, sem var 63% meðalaukning frá ár- inu 1979. Skuldir viðskipta- manna jukust um 56% á árinu en inneignir um 40% á sama tima. Til fjárfestinga var var- ið 277 millj gkr., að stærstum hluta til byggingar söluskála á Egilsstöðum og endurbóta á kjörbúðinni á Reyðarfirði. Samþykkt var að leggja 15 millj. gkr. i stofnsjóð félags- manna og að úthluta 4 millj. gkr. i menningarsjóð. Menn- ingarsjóður úthlutar fé til ýmissa samfélagsverkefna eftir ákvörðun stjórnar hverju sinni. Aðalfundinn sátu 68 fulltrú- ar félagsdeildanna, auk fé- lagsins, endurskoðenda og nokkurra starfsmanna. Tveir heiðursgestir sátu fundinn, Björn Kristjánsson, Grófar- seli og Hermann Ágústsson á Reyðarfiröi er nýlega hefur látið af störfum hjá félaginu eftir langt og farsælt starf. — HEI Mirmisvarði afhjúpaður ESKIFJÖRÐUR: Á sjó- mannadaginn var afhjúpaður á Eskiíirði minnisvarði um drukknaða sjómenn frá Eski- firði. Viö athöfnina stóðu fé- lagar úr björgunarsveitinni Brimbúö heiðursvörð. Sóknar- presturinn, séra Daði Baldursson, flutti ritningarorð og sjómannapresturinn Helgi Hróbjartsson, flutti bæn. Sið- an afhjúpaði 13 ára stúlka, Anna Hordis Friðriksdóttir, minnisvarðann og Aðalsteinn VaJdimarsson, formaðuf minnisvarðanefndar flutti ávarp og afhenti Eskifjaröar- bæ listaverkið til varðveislu. Askell E. Jónsson, bæjar- stjóri, tók við gjöfinni og þakkaöi öllum sem þar höfðu vel að unnið. Siðan lögðu tvær sjómannastúlkur blómsveig að minnisvarðanum. Minnisvarðann gerði lista- maðurinn Aage Nielsen Ed- vin, og sýnir hann sjómann krjúpandi með húfu sina milli handanna, biðjandi sjóferða- bænar. Aage Nielsen Edvin verður 83 ára i sumar og var hann viðstaddur athöfnina. Minnisvarðinn var reistur fyrir frjáls framlög einstakl- inga og fyrirtækja, og gáfu margir mikið af litlu. Athöfn þessi fór mjög hátið- lega fram að viðstöddum 400 til 500 manns. HT —Eskifirði Hver úttektarnóta kostar 70 aura AUSTFIRÐIR: „Oft er talað um pappirsflóð er fylli allar skrifstofur. Það má til sanns vegar færa að það er mikið. En með örlitilli hugsun mætti minnka þaö og spara fé um leið”, segir i nylegu frétta- bréfi Kaupfélags Héraösbúa. Hjá þeim sem eru i reikningsviðskiptum er það sagt mjög vilja brenna við, að þeir láti skrifa hjá sér hvað- eina, hve litlar upphæðir sem um sé að ræða. Þess eru þann- ig sögð dæmi, aö sami maður láti skrifa hjá sér oft á dag, oft smáupphæðir i senn. Að koma þessum úttektum gegnum reikninga með færslum og samanburöi er sagt kosta verulegar upphæðir. Hvert einasta blað sem útteknar vörur eru skrifaðar á kosti t.d. um 0,70 kr. (70 gkr.) um þess- ar mundir. Með þvi að taka út peninga úr reikningi hjá gjaldkera og greiöa meira i verslunum en gert er sé þvi hægt að spara verulega. Þetta hvetur Kaup- félag Héraðsbúa viðskiptavini sina til að hafa i huga i verslunarferðum sinum. — HEI Skattadrottning á Vesturlandi: KONA MEÐ HÆSTA TEKIUSKflTTINN Greiddi yfir 11 milljónir gkr ■ Borgnesingar eignuðust á siö- asta ári sannkallaða skatta- drottningu. Langsamlega hæsti tekjuskattsgreiðandi i Vestur- landsumdæmi árið 1980 var Aðal- heiöur Lilja Jónsdóttir á Bjargi i Borgarnesi. A hana var lagður 11.251.694 gkr. tekjuskattur, en alls námu skattar lagöir á Aðal- heiði rétt tæpum 15 milljónum gkr. samkvæmt upplýsingum Skattstofu Vesturlandsumdæmis á Akranesi. Skýringin á háum gjöldum Aðalheiðar mun vera sú aö 1979 seldi hún eignarland sitt. Heildarálagning opinberra gjalda á einstaklinga i umdæm- inu nam samtals röskum 7,5 milljörðum króna. Þar af nam tekjuskattur um 3,3 milljörðum gkr. á 5.145 gjaldendur, útsvar um 3,2 milljörðum gkr. á 8.488 gjaldendur, eignaskattur 143,4 milljónum á 1.282 gjaldendur og sjúkratryggingagjald um 482,4 milljónum á 8.411 gjaldendur. Til frádráttar komu barnabætur og persónuafsláttur að upphæð 1.338,8 milljónir gkr. Hæstu fyrirtæki i umdæminu voru: Hvalur hf. með samtals um 174 millj. gkr. þar af um 120,7 milljónir i tekjuskatt, og um 16 millj. eignaskatt. Kaupfélag Borgfirðinga með samtals gjöld 120,3 millj. gkr. þar af 6,6 millj. i tekjusk., 30,5 i eignask. og 40 millji i aðstöðugjald. Haraldur .Böðvarsson á Akranesi meö 85,2 millj. gkr. i samtals álögð gjöld, þar af 9,3 millj. i eignaskatt, 24,5 millj. i lifeyristryggingagj. og 21,1 millj. i aðstöðugjald. Tekju- skattur var ekki lagður á H.B. Þorgeir og Ellert á Akranesi með samtals um 69 millj. gkr. heildar- álagningu, þar af um 30 millj. i tekjuskatt. Af einstaklingum voru hæstir: 1. Soffanias Cecilsson, út- gerðarm.i Grundarfirði (að með- töldum 2,3 millj. kr. eignask. konu hans) með um 28,2 milljónir gkr. 2. i röðinni var Aðalheiður á Bjargi sem fyrr segir. 3. Runólfur Hallfreðsson, útgerðarm. á Akra- nesi með samtals tæpar 19,6millj. gkr. (3,2 millj. kr. eignask. konu meðtalinn). 4. Sæmundur Sig- mundsson, sérleyfishafi i Borgar- nesi með samtals 12,2 millj. gkr. i álögð gjöld. __hei ■ Trillukarlarnir hafa ekki látið sitt eftir liggja 1 tæknivæðingunni, — nú landa þeir ekki ööruvisi en meö krönum. Timamynd:GE Orlofsféð hjá Póstgíróstofunni: „Vaxtatapið lendir á atvinnurekendum” ■ „Vaxtatapið lendir á atvinnu- rekendunum” svaraði Guðmundur öli Guðmundsson, lögmaður Póstgiróstofunnar spurningu um vaxtatap af orlofs- fé sem launagreiöendur stæöu ekki skil á til Póstgiró á réttum tima og jaínvel mörgum mánuð- um of seint. Vextir af þvi orlofsfé er ienti i innheimtu sagði Guðmundur að væru þá innheimtir um leið og or- lofsféð. En hafi launagreiðandi hinsvegar gert skil á orlofsfénu t.d. nokkrum mánuðum of seint, sagði hann reiknaða við- bótarvexti er innheimtir væru eftir að útsendingu siðari oflofs- ávisananna væri lokið i júni/júli. Slikir viðbótarvextir hafi t.d. i fyrra numið um 90 milljónum gkr., innheimtir frá 500 launa- greiðendum (af alls um 2000), fyrir um 6600 launþega. Heildar vaxtagreiðslur hjá Póstgiróstofunni nú fyrir timabil- iö 1. mai 1980 til 1. april 1981 sagði Guðmundur nema riflega 1,5 milljörðum gkr. — Hvað á fólk að gera ef það kemst að þvi að launagreiðandi hefur ekki greitt orlof? ■ Það á að snúa sér til okkar eða næstu póststöðvar með sina launaseðla, þar sem ijósrit eru tekin af þeim og skuldin siðan innheimt af okkur”, svaraöi Guð- mundur. Launagreiðanda sé þá fyrst sent kröfubréf, og greiöi hann ekki fljótlega sé gert lögtak. Hann sagði það hinsvegar oft hafa valdið talsverðum misskiln- ingi að fólk og þá jafnvel starfs- menn fagfélaga, hafi talið nægi- legt að farið sé með launaseðla á pósthús til að fá greiðsiu orlofsins gegn þeim samstundis. En Póst- giróstofan geti að sjálfsögðu ekki greitt orlofsféð út fyrr en krafan hafi verið sannreynd, annaðhvort með viðurkenningu skuldarans eða með lögtaki hjá honum. Launaseðill þurfi ekki að vera 100% sönnun um vanskil. T.d. segði launaseðill ekkert um það hvort orlofsféð hafi verið greitt beint til launþegans, eins og stundum eigi sér stað. Erfiðustu málin sagði Guð- mundur, þegar um væri að ræða einhverskonar smá atvinnurek- endur sém stofnaö hafi hlulafélög er reynist siðan eignalaus þegar kemur að innheimtu. Stundum væri lika erfitt að finna slika menn. Þá kom fram aö Póstgiróstofan treysti talsvert á trúnaöarmenn á vinnustöðum og/eða viðkomandi verkalýðsfélögtil að safna saman launaseðlum ef um vanskil væri að ræða og koma þeim til Póst- giróstofunnar til innheimtu. —HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.