Tíminn - 25.06.1981, Blaðsíða 11
■ Hér er fariö i „Limbó”, —og nú er um aö gera aö detta ekki aftur fyrir sig
(Timamynd ELLA)
■ Þaö skorti ekkiá aö menn væru reiöubúnir aö sýna ýmis tilþrif, til þess aö krydda myndefniö fyrir Ijósmyndarann.
(Timamynd ELLA)
Á annað hundrað börn af skóladagheimilum á Iþróttavellinum vid Fellaskóla:
UF OG ENtR A
JÓNSMESSIIMÓH!
■ Fóstrur á skóladagheimilum
Reykjavikurborgar spara sér enga
fyrirhöfn til þess að lifga upp á til-
veruna hjá börnunum sem falin eru
þeirra umsjá. i gær og i fyrradag
efndu þær til leikjahátiðar sem þær
nefndu Jónsmessunótt og þar hitt-
ust börn af átta skóladagheimilum
i borginni oggerðusér glaðan dag
viö fjölbreytta leiki, sem fóstrurn-
ar höföu skipulagt.
Börn af einum átta dagheimilum j
komu saman á iþróttavellinum við
Fellaskóla og sagði Rósa Guðna-
dóttir fóstra á Suðurborg okkur i
gær að á þessu leikjamóti hefði á
þriðjudaginn verið farið i kapp-
hlaup, gengið á stultum, farið i
pokahlaup, sippað, farið i boð-
hlaup, stokkið yfir vatnsbala og
fleira og þreytti hvert skóladag-
heimilannna sömu leikjasyrpuna,
þótt ekki væri þetta keppni, til þess
að forðast allan meting. Alls voru
þetta tiu eða ellefu leikir og i gær
var farið i enn nýja leiki.
Á hverju heimilanna eru ein tutt-
ugu börn svo þarna var álitlegur
hópur saman kominn og var börn-
um i hópunum blandað saman, svo
þarna kynntust þau mörgum nýj-
um félaga. Rikti mikil ánægja og
fögnuður með þessa nýbreytni, en
þátttakendur voru á aldrinum 6—10
ára. Má nærri geta að slik ný-
breytni er vel þegin, en unga fólkið
er á skóladagheimilinu sinu átta
tima á dag.
Fóstrurnar hafa einnig farið með
börnin i ferðalög og sagði Rósa að
þær á Suðurborg hefðu farið með
sinn hóp i útilegu að Laugum i Holt-
um i þrjá daga. Gafst það prýði-
lega, þótt eins og vænta má hafi
þær fóstrurnar haft i mörg horn að
lita i ferðinni, enda er útilega ekki
litill viðburður, þegar maöur er enn
ekki nema sex eða tiu ára —AM
■ A milli leikja var gott aö setjast niöur og gá i nestispakkann.
(Timamynd ELLA)
■ Hver veit á hvaöa knattspyrnuvelii hann setur sigurmarkiö eftir 15 ár? (Tlmamynd ELLA)
■ Pokahlaup. (Timamynd ELLA)
■ Vatnsbalastökk. (Timamynd ELLA)