Tíminn - 05.07.1981, Qupperneq 4

Tíminn - 05.07.1981, Qupperneq 4
4 Sunnudagur 5. júli 1981. Jaques Werup heitir sænskur rithöfundur sem tók upp á því að finna samsvörun við þankagang sinn í persónu gamla flagarans, lífskúnstnersins og heimspekingsins Gia- como Casanova de Seingalt. Sá hinn gamli Casanova var ekki einhamur, voru fleiri listir eiginlegar en að sofa hjá konum, hann var að auki rithöfundur, fiðluleikari, stjórn- málamaður — maður sem kunni að leika sér að samtíð sinni. Yngri útgáfa af Casanova, sona rsona rsona rsonarsona rsona rson u r þess gamla, er söguhetja bókar eftir Werup, „Casanovas senare resor" — Síðari ferðir Casanova, sem útkom 1979. CASANOVA Á ÍSLANDI ■ Sa er vissulega kvennamaður eins og forfaðirinn, eina fjallið sem hann telur þess virði að klifa er venusarbergið. Hann ferðast stefnulaust um heiminn, með meyjarhjörtun að áningarstað, skoðar heiminn úr fjarlægð með þvi að hálfpartinn svikja sig inn á umhverfið. Hann vill ekki taka þátt i vélrænum heimi, ekki laga sig að fjöldanum, óttast sóma- kæran smáborgarann, vill ekki vinna, vill ekki taka á sig ábyrgð af öðrum en sjálfum sér. En hann er lfka listamaöur á sinu sviði, tekur hlutverk sitt með háspeki- legri alvöru, dregur af reynslu sinni ályktanir um vonsku heims- ins. Hann sver sig i ættina, er enginn Don Juan sem notaði konur til að klifra upp metorða- stigann. ,,Ég fullyrfá að ég hef allt að vinna. Ef ég einhvern tima lýsi „Háskólum minum” eins og Max- im Gorki mun sú bók bera nafn þeirra fjölmörgu kvenna sem ég hef lagst með.... Þaö er enginn annar vegur fyrir mig en kjóla- vegurinn, Via Dolorosa Casa- novas.” Siðari ferðir Casanovas er nú- timaleg ævintýra- og hrakfalla- saga. Ný r C asanova er bæöi hetja og andhetja, móralisti og lyga- laupur, hann er þversagna- kenndur karakter sem lifir fyrir sin lygilegu og fjarstæöukenndu ævintýri — eilitið meira um þau siðar. En þaö er ekki hlaupið að þvi að lifa i anda Casanovas á ofanverðri tuttugustu öld. Oftar en ekki er það Casanova sem er plataöur, fer slyppur og snauður á vergang á nýjaleik, með ekki annaö en nýtt konuhjarta i safniö sitt. Þó má ekki álykta sem svo að hann sé einhvers konar róman- tiker eöa draumaprins, þaö er ekki pláss fyrir slikt i Bangkok, Bandarikjum millistéttarinnar, i Bogotá, hvar sem hann fer um... Hún byrjar 1 Reykjavík! Inn á milliævip' /ra sinna, mitt i þeim filósófeiHr Casanova stöðugt, þaö er '(ar'5.: hö mál sem hann þuklar er. n i bókinni. Þessar hugleiðingar eru á köflum langdregnar, eitthvað sem inaöur getur og hefur sagt sér sjálfur, kommonpleisur. Þetta rýrir gildi ævintýra Casanovas nokkuð, hægir framvindu þeirra, gerir lesandann óþolinmóöan. Casa- nova vill eindregiö halda fjarlægð sinni frá heimi hversdagsins, þó einatt sitji hann I margvlslegum solli, en útlistanir hans eru of langar. Verk kvennabósans og heimshornasirkilsins tala sínu æði fjöruga máli. Casanova fer viða — en bókin, hún byrjar hér í Reykjavik. Spurning hvort hér sé pláss fyrir Casanova heimsins... Það kitlar okkur íslendinga alltaf að heyra hvað útlendingum finnst um landið og þjóðina, sé það vont verðum viö ævareið, sé það gott tútnum við út af monti. En ef marka má þekkingu Werups á Reykjavik finnst manni eins og lýsingar hans á öörum stórborg- um geti ekki verið mjög sann- ferðugar, eins innfjálgar og þær nú eru. Annaö hvort hefur maður- inn ekki komið hingaö, heyrt um óskapnaðinn af afspurn, eöa þá svinbeygir hann borgina undir lög- mál sögunnar tilaö Casanova nú- timans fái notið sin sem best. Lit- um á fyrsta kaflann i „Casanovas senare resor”, bls. 9-42 sem gerast hér i borg. Efnisfyrirsagnir kaflans eru: Ég treö upp sem eldfjalla- fræöingur i Reykjavik — Elsku- legur ritstjóri — Atvikiö á bóka- safninu — ÞórsCafé — Nótt með Guðbjörgu — Ritstjórinn, dr. Jek- yll — Hversdagsmyndir — Casa- nova og Don Juan, menningar- söguleg athugun — Kröfur Guð- bjargar — Bless, Reykjavik — Ritstjórinn, eina ferðina enn. „Casanova lifir hér!” Casanova kemur til Reykja- vikur undir fölsku flaggi (það gerir hann i raun hvar sem er), þyki st vera einhvers konar njósnari á höttunum eftir leyndardómi undir þvi yfirskini aö hann sé steinafræöingur og eldfjalla. Reykjavik minnir hann fremur á bóndabæ en höfuöborg. Hann flytur inn á gistiheimili undir fölsku nafni og nær sam- bandi við ritstjöra stærsta blaðs á landinu (Morgunblaðsins). Eftir tvo daga fær hann loks viðtal viö ritstjórann (er það Styrmir?), leikur sitt hlutverk af þunga, segir að ekkert megi spyrjast af sinu raunverulega er- indi hingað, en seint og siðarmeir muni Mogginn fyrstur blaða geta slegið upp stórkostlegri frétt. 1 þessari trú lætur ritstjórinn, sem kemur Casanova heldur ein- feldningslega fyrir sjónir (hann leynir á sér), honum i té land- róver, viskf og gistiíbúð á efstu hæð stórhýsis blaðsins. Af þaki (Morgunblaðs)-húss- ins fylgist hann með reykvisku mannlifi: ,,Ég horfi yfir höfuö- borgina, bóndabæinn. Hér ætla ég að leysast upp I milljón frum- parta og blanda mér i allt. Ég ætla að kasta mér út i þennan litla samfélagslikama og innprenta i frumur hans: Casanova lifir hér, án annars takmarks en að lifa.” Auðvitað dettur hann út i sinar eilifu vangaveltur — hann er kannski meira fyrir að hugsa en að gera? — veltir fyrir sér fánýti þess að allt þetta fólk sé að fara eitthvaö, gera eitthvað, að sinna sinum marklausu skyldum. Lopapeysur sem ekki skynja ang- ist dauðans. Islendingar koma honum hreinlega óheyrilega sjálfumglaðir fyrir sjónir. Smáborgaraleg hola Ritstjórinn er afar elskulegur. Fer með Casanova okkar i biltúr og sýnir honum merkisstaði, f jöll, fossa og hveri. Býöur honum heim til sin að borða, kynnir hann fyrir fjölskyldunni, útlistar fyrir honum mainingar- og stjórn- málalif landsins. Hleypir þessari nööru inn á brjóst sér meö þvi for- oröi aö hann megi ekki gera litið úr fegurð landsins. „Þessi glaðsinna blaðamaöur fór með mig til að skoða rúna- stein.. Við lendum i umferðarhnút sem hvaö viökemur stærö og fólksfjölda hlýtur að taka sjálfri Tokyo fram. Við keyrðum i gegn- um Reykjavik, þar sem uppruna- leg lagreist timburhús eru klemmd á milli skrifstofubákna og þjónustumiðstöðva. — ef þau hafa ekki hreinlega dottið þarna niður og verið þakin asfalti. Á gervilegum verslunargötum drynur rafmagnstónlist, út- blástursreykinn vaöa ungar konurá stultum sem eiga að heita skór, psýkadeliskar búöir eru að springa af æpandi lúksusvörum frá New York og Paris, á pizzeriunum hanga reiðhjól niður úr loftinu. Við fórum um úthverf- insem teygja sig upp i óbyggðir. Hálfköruö háhýsi bera við himinn meðal jaröýta og þungavéla i dauðu landslaginu. Ráðvillt börn reyna að finna sér leikvang i tor- færu hrauninu. — Þetta eru okkar stóru brjóst sem við munum sýna eins og fallega konu, sagði ritstjórinn stoltur og benti á nokkrar til- búnar steinsteypuhallir.” Og svo sýnir ritstjórinn honum rúnastein mitt i þessu öllu. Casa- JACQUCS WCRXJP Casanovas RESOH Bókin sem um er fjallað — Siðari feröir Casanova Casanova I hamslausri orgiu. 1 ÞórsCafé? nova fyllist skelfingu. Honum finnst Reykjavik smáborgaraleg hola, nágranninn sé þar strang- asta lögreglan, nágrannafrúin og börnin, kaupmaðurinn, bréfber- inn. Allir fylgjast meö öllum. Á Lands- bókasafni Casanova ráfar á Landsbóka- safnið sér til hugsvölunar. Kven- bókavörður þar hefur kynleg á- hrif á hann,hann er djúpt sokkinn i erötiskarfantasiurlheila klukku stund. Svo gerir hann það sem alls ekki má og allir safngestir skyldu varast — þrifur bækurnar i hugsunarleysi og gengur út. Fótatak, handagangur i öskjunni, andvaralaus Casanova felur sig i fatahenginu. Lögreglan er kölluð á vettvang—stolt Casanovas er sært — „aö gera ekki greinarmun á Casanova og vitleysing.” Hann hugsar bókaverðinum þegjandi þörfina — „ég sver að ég skal aldrei gera hana hamingjusama.” * I Þórscafé „Um kvöldið fer ég á vinsæl- asta vertshús bæjarins, ÞórsCafé til að borða. Fyrir utan vill ein- hver selja mér flösku af áfengi. Ég afþakka, segi að ég sé á leið inn á veitingahúsið til að drekka eitthvað svipað, hann stendur fastur á þvi að ég skuli kaupa flösku og fara með hana inn þvi að á ÞórsCafé riki bann við á- fengum drykkjum. Þegar ég segi að mér litist ekki á að láta nappa mig með bannað áfengi, klappar hann mér á bakið og kveðst vera vörður á staðnum og hann gripi sko öldungis aldrei inni. Þrumu lostinn geng ég inn i sal- inn með brennivinsflösku i buxnastrengnum, þrælsterkt sull sem ber afar viðeigandi nafn, „Svarti Dauði”. Allt þarna inni kemur mér á óvart, innihaldið i þessari litilsigldu byggingu, i þessum litilsiglda miðbæ, i þessari litilsigldu Reykjavik. Sig- mund Freud hefði étið hattinn sinn til að fá að skoða þetta. Sama fólkið og gekk veltilhaft

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.